Morgunblaðið - 06.05.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.2022, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 6. M A Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 105. tölublað . 110. árgangur . SPÁÐ Í EINVÍGI VALS OG TINDASTÓLS DANSELSK- ANDI FÓLK SAMAN Á SVIÐI TÍSKUSVEIFLUR Í FARTÖLVU- HEIMINUM NÝTT DANSVERK 28 TÆKNI 8 SÍÐURRIMMAN HEFST 27 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er allt að verða fullbókað. Gist- ing á mörgum svæðum er alveg búin í júní, júlí og ágúst og það er veru- legur skortur á bílaleigubílum frá því í maí og fram til ágústloka,“ seg- ir Unnur Svavarsdóttir, fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar GoNorth. Útlit er fyrir mikið annríki í ferða- þjónustunni í sumar. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Ís- landshótela, segir að víðast hvar sé orðið meira og minna uppselt þar á bæ yfir háönnina í sumar. „Það get- ur orðið erfitt að finna hótelherbergi í júlí og ágúst, alveg sama hvar þú berð niður á landinu,“ segir hann „Heilt yfir landið er vel bókað alls staðar þar sem við erum í rekstri,“ segir Hildur Ómarsdóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri Icelandairhótela, Unnur hjá GoNorth segir að ferðamenn frá Norður-Evrópu verði áberandi hér í sumar. Þeir horfi til þess að Ísland sé öruggt og heil- brigðiskerfið sterkt út frá Covid- sjónarmiðum. „Þessir ferðamenn sem við fáum eru góðir. Þeir stoppa lengi, þeir borða vel og drekka vín á veitingastöðum. Það verður mikið álag á ferðaþjónustuna í sumar.“ Allt að seljast upp - Erfitt orðið að fá hótelherbergi og bílaleigubíla í sumar MErfitt orðið að finna … »4 Morgunblaðið/Eggert Útsýni Annasamt gæti orðið í ferða- þjónustunni á Íslandi í sumar. EVE Fanfest, hátíð CCP, fer fram í Laugardalshöll um helgina. Aðdá- endur tölvuleiksins EVE Online hafa streymt til landsins undan- farna daga og eru byrjaðir að hita upp fyrir sjálfa hátíðina. Um hádegi í gær var gengið að minnisvarða EVE Online sem stendur við Reykjavíkurhöfn, skammt frá Sjóminjasafninu. Á hann eru letruð nöfn allra þeirra sem spiluðu leikinn árið 2014 þegar hann var reistur. Nöfn- in hlaupa á tugum þúsunda. Meðal spilara EVE Online hefur tíðkast að safnast saman við minn- ismerkið og minnast þeirra sem fallið hafa frá síðan það var reist. Bergur Theódórsson hjá CCP og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safn- stjóri Listasafns Reykjavíkur, voru viðstödd. Bergur segir að við minnisvarð- ann hafi skapast frábær stemning eins og á öðrum viðburðum hátíð- arinnar. „Hópurinn í borginni stækkar og það er góð stemning alla daga og öll kvöld. Við getum ekki beðið eftir að hitta þau öll á morgun,“ segir hann en þá hefst hátíðin formlega. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Minnast félaga sinna úr EVE Hitað upp fyrir tölvuleikjahátíðina EVE Fanfest við minnisvarða EVE Online *þú getur sótt um orkulykil á orkan.i Ólíkar hugmyndir um útsvarshlut- fall er það sem einkennir ólíkar nálg- anir flokkanna þriggja sem bjóða fram lista fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar á Seltjarnarnesi. Þá eru einnig ólíkar hugmyndir um bygg- ingu nýs leikskóla. Oddvitar flokkanna mættu í kapp- ræður Dagmála í gær. Engar mótmælagöngur „Við treystum okkur fyllilega til að halda útsvarinu í 13,7 prósent- um,“ segir Þór Sigurgeirsson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins. Karl Pétur Jónsson oddviti Fram- tíðarinnar vill að útsvarið taki mið af útgjöldum bæjarins. „Við fengum það í gegn að hækka útsvarið upp í 13,9 prósent um áramótin og það voru engar mótmælagöngur, fólk vill borga fyrir þjónustuna,“ segir hann og kveðst vilja hækka útsvars- prósentuna í 14,47%. Guðmundur Ari Sigurjónsson oddviti Samfylkingarinnar telur Sel- tjarnarnes eiga að hækka útsvarið upp í 14,48 prósent, annað sé kredda, en með því sé hægt að stór- bæta þjónustuna sem sé ekki van- þörf á og vísar hann til þjónustu- könnunar Gallup. »10-11 Útsvarið undir á Seltjarnarnesi - Tveir flokkar vilja hækka útsvarið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.