Morgunblaðið - 06.05.2022, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022
✝
Hlíf Harpa Ró-
bertsdóttir
fæddist á sjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 2. desember
1962. Hún lést 8.
apríl 2022 á heimili
sínu í faðmi fjöl-
skyldu.
Foreldrar henn-
ar voru Ragnhildur
Guðlaug Pálsdóttir
frá Gilsárstekk í
Breiðdal, bankastarfsmaður, f.
1942, d. 2021, og Róbert Kára-
son frá Sigríðarstöðum í Ljósa-
vatnsskarði, starfsmaður Vega-
gerðar ríkisins, f. 1939, d. 2007.
Systkini Hörpu eru: Arna
Vala, f. 1966, Páll, f. 1967, og
Heiðdís Ellen, f. 1972.
Börn Hörpu eru: 1) Sandra Ýr
Pálsdóttir, f. 1989, gift Aaroni
Zarabi, f. 1991. Sonur Söndru er
Baltasar Tindur Björgvinsson, f.
2010. 2) Róbert Freyr Pálsson, f.
1991, sambýliskona Eva Karen
Ástudóttir, f. 1990. Þeirra sonur
er Kári Páll, f. 2017. 3) Alex
Freyr Eyþórsson, f. 1997.
Eftirlifandi sambýlismaður
Harpa í fiski á Breiðdalsvík og
fór meðal annars túra á rækju-
bát. Harpa bjó á Breiðdalsvík og
vann á leikskóla til 1992 en flutt-
ist þá til Reykjavíkur og settist
þar að. Í Reykjavík starfaði
Harpa alla tíð á leikskóla, á Arn-
arborg fram að námi 1997, en
síðan á leikskólanum Lyng-
heimum eftir útskrift, þar til
hún hætti að vinna haustið 2019.
Harpa hafði mikinn áhuga á
börnum, námi þeirra og mennt-
un og var það alltaf hennar
ástríða.
Harpa hafði mikinn áhuga á
tónlist, söng og ferðalögum.
Hún söng með Kirkjukór Breið-
dals, þar sem amma hennar Hlíf
var organisti, og síðar Gosp-
elsystrum Reykjavíkur. Harpa
hafði gaman af ferðalögum inn-
anlands sem utan og ferðaðist
mikið með Rúnari sambýlis-
manni sínum. Hún var einnig
dugleg að taka ömmubörnin sín
með í ferðalög eða menning-
artengda viðburði.
Harpa var einstaklega mikil
amma og undi sér við að prjóna
handa barnabörnum sínum sem
og öðrum börnum sem fæddust
hjá vinum og vandamönnum,
voru það mörg börn sem kölluðu
Hörpu ömmu sína.
Útförin fór fram frá Garða-
kirkju 21. apríl 2022, í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Hörpu er Stefán
Rúnar Garðarsson,
f. 1954. Þau hófu
sambúð árið 2009.
Rúnar starfaði hjá
Iceland Seafood.
Börn hans eru: 1)
Hilmar Þór, f. 1981.
2) Guðfinna, f.
1983, gift Ásmundi
S. Guðmundssyni, f.
1981. Börn þeirra
eru a) Adda Sigríð-
ur, f. 2008, b) Guðmundur Arn-
ar, f. 2010, c) Rúnar Ingi, f.
2017. 3) Kjartan Már, f. 1989,
sambýliskona Erna V. Björg-
vinsdóttir, f. 1988. Börn þeirra
eru a) Bergdís Adda, f. 2015, b)
Björgvin Heiðar, c) Garðar
Logi, f. 2018.
Harpa ólst upp á Breiðdalsvík
með foreldrum sínum og systk-
inum. Hún lauk grunnskólanámi
frá Alþýðuskólanum á Eiðum og
fór síðan í Héraðsskólann á
Laugarvatni á íþróttabraut.
Harpa útskrifaðist með B.Ed.-
gráðu sem leikskólakennari frá
Kennaraháskóla Íslands árið
2000. Á unglingsárum vann
Elsku mamma.
Eins og þú veist þá þykir mér
yfirleitt ekki erfitt að koma frá
mér orði, eins og þú sagðir oft, ég
byrjaði að tala tveggja ára og hef
ekki stoppað síðan. En síðan þú
fórst þá stoppaði ég, ég kem eng-
um orðum að því hvernig mér líð-
ur og söknuðurinn sem ég finn er
ólýsanlegur. Ég hef ekki geta sest
niður og skrifað þessa grein því
sárið er jafn djúpt og ástin.
Þegar þú greindist fyrir rúm-
um tveimur árum þá hrundi heim-
urinn minn, ég hélt þú myndir
alltaf vera hjá mér, ég gerði mér
grein fyrir því að eitthvað gæti
komið fyrir alla, en einhvern veg-
inn ekki þig, í mínu lífi varst þú
svo ómissandi að það var aldrei
hugsunin að ég þyrfti einhvern
tíma að lifa án þín, hvað þá svona
ung. Enda þegar þú greindist þá
kom ekkert annað til greina í mín-
um huga en að við myndum svæla
þennan fjanda á brott og að þér
myndi batna. Það sem þú stóðst
þig vel mamma, það var aldrei á
að sjá að þú værir veik, og að þú
kveinkaðir þér, það kom ekki til
greina. Frekar varstu að huga að
öðrum og spá í hvernig þeir höfðu
það, því þannig varst þú, hugsaðir
alltaf um þarfir og líðan annarra á
undan þínum eigin, þú varst svo
einstaklega góð, kærleiksrík og
umhyggjusöm.
Síðustu mánuðir voru okkur
báðum erfiðir en jafnframt tími
sem ég er svo innilega þakklát
fyrir, við náðum að tala um hluti
sem fæstir hafa tækifæri til þess
að tala um og ég komst að því að
við trúum á það sama. Það reynd-
ist mér svo gott þegar þú fórst, því
ég vissi að við vissum að þetta
væri bara breyting á tilverustigi,
ekki endalok.
Mér fannst þetta síðan svo
raunverulegt í kistulagningunni
þegar ég fann svo sterkt fyrir þér
við hliðina á mér, fann fyrir hendi
þinni og hlýju fyrir aftan mig, eini
staðurinn sem ég fann ekki fyrir
þér var við kistuna, sem er ná-
kvæmlega það sem þú sagðir mér
að taka eftir þegar afi Róbert fór,
hvað sál og líkami eru í raun
ótengd. Ég sem betur fer finn fyr-
ir sál þinni alla daga hjá mér, ég
finn fyrir þér þegar ég horfi á
systur þínar, þegar ég tala við
bræður mína og allra mest þegar
ég fylgist með Baltasar, enda býr
hann yfir svo mörgum eiginleik-
um ömmu sinnar.
Mamma,
það er hægt að lýsa þér með öll-
um alheimsins fallegustu lýsing-
arorðum og sem betur fer náði ég
að segja þau öll við þig þegar ég
hafði þig með mér í þessum heimi.
Þú ert stjarnan mín, ég mun
aldrei hætta að tala við þig og
segja þér frá öllum hlutum, ég
mun aldrei hætta að leita að þér
þegar eitthvað fyndið gerist, þú
verður alltaf fyrsta manneskjan
sem ég vil eyða tíma með og ég
mun passa það að kenna börnun-
um mínum hver þú varst, ert og
allt sem þú stendur fyrir.
Mér líður ekki lengur eins og
þessi skrif séu endalok á neinu,
því þú ert hérna hjá mér á meðan
ég skrifa, líklegast ertu að reyna
að þerra tárin, því það er allt í lagi
og engin ástæða til þess að gráta.
Þess vegna ætla ég að brosa og
minnast þín með hlýju, ást, kímni
og kærleika, því þannig ert þú
elsku dásemdar engillinn minn.
Lýsi þína lífsbraut alla,
ljúfi faðir himni á.
Engan skugga á lát falla,
alla vegi blómum strá.
Elska þig
Sandra Ýr Pálsdóttir.
Elsku mamma.
Þegar við hugsum um mömmu
þá hugsum við um yndislegustu
og hjartahlýjustu manneskju sem
við höfum kynnst. Orðin sem við
myndum nota til þess að lýsa
mömmu væru hlýja, sjálfstæði,
dugnaður, metnaður, styrkur,
kraftur, umhyggjusemi og enda-
laust magn af umburðarlyndi og
ást.
Hún var alltaf tilbúin til þess
að gefa góð ráð eða hjálpa þegar á
þurfti að halda og það var alltaf
hægt að leita til hennar, móður-
eðlið var mjög sterkt í henni og
hún fann það alltaf á sér ef eitt-
hvert okkar þurfti á henni að
halda. Þá var alveg sama hvað
hún væri að gera, hún stoppaði
allt til þess að geta verið til staðar
fyrir okkur og léð okkur eyra eða
veitt okkur þann stuðning sem við
þurfum á þeim tímapunkti og allt-
af leið manni eins og öll heimsins
vandamál gætu verið leyst af
mömmu. Manni leið einnig alltaf
með henni eins og allt yrði í lagi,
hún hafði þannig nærveru og
hlýju.
Mamma hvatti og studdi okkur
áfram í hverju sem við tókum
okkur fyrir hendur, hún hjálpaði
okkur frá unga aldri að finna
styrkleika okkar og hvar og
hvernig við getum nýtt þá. Og var
mamma hrikalega stolt af okkur
og leyfði okkur að finna það á
hverjum degi hversu stolt hún
væri af barnahópnum sínum. Hún
var dugleg að hrósa okkur þegar
við áttum hrós skilið en var einnig
dugleg að hvetja okkur áfram og
minnti á að þó einu markmiði
væri náð þá væru möguleikarnir
endalausir og alltaf tækifæri til
þess að stefna hærra og setja sér
ný markmið.
Get, ætla, skal voru einkunn-
arorð mömmu og þau hljóma í
gegnum allt sem hún gerði, það
var alveg sama hvað mamma tók
sér fyrir hendur, hún gerði það
og brilleraði. Með metnaðinn
sinn, hlýjuna, góðmennskuna,
töffarann og brosið voru henni
allir vegir færir, og hún meira að
segja lét það líta út fyrir að vera
auðvelt í leiðinni, sama hvert
verkefnið var.
Mamma var ekki bara besta
mamma í heimi, hún var líka
besta amma í heimi.
Hún elskaði ömmubörnin sín
og gerði nánast allt fyrir þau og
hún kallaði þau gullmolana sína.
Mamma var dugleg að taka
barnabörnin til sín, leggja fyrir
þau verkefni, föndra með þeim,
fara með þau á viðburði eða í
ferðalög og alltaf þótti strákun-
um okkar gaman að vera hjá
ömmu. Hún sagði einu sinni að
besta tilfinning í heimi væri að
verða mamma, þar til maður
verður amma.
Takk fyrir allt elsku mamma.
Takk fyrir alla ástin sem þú
gafst okkur.
Takk fyrir að vera alltaf til
staðar fyrir okkur.
Takk fyrir allar okkar stundir
saman.
Takk fyrir að vera þú.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Börn Hörpu,
Sandra, Róbert og Alex.
Elsku amma. Takk fyrir allt
sem þú hefur kennt og gert fyrir
okkur, þú ert besta amma í
heimi.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Við elskum þig alltaf.
Baltasar Tindur
og Kári Páll.
Þann 28. febrúar árið 2020
breyttist allt. Ég sat og horfði á
þríeykið okkar góða tilkynna í
sjónvarpinu að fyrsta tilfelli Co-
vid væri staðfest hér á landi,
framundan væri barátta við að
halda veirunni skæðu niðri í sam-
félaginu. Á sama tíma heyrði ég í
Hörpu systur minni, hún sagði
mér að líklega væri hún að grein-
ast með lífsógnandi sjúkdóm.
Nokkrum dögum síðar varð ljóst
að framundan væri erfið vegferð.
Heimurinn hrundi. Við systur
töluðum saman, ég hafði mörgum
árum áður fengið svipaðar fréttir.
Hjá okkur kom ekkert annað til
greina en að halda áfram veginn
með trú, von og kærleika að leið-
arljósi. Í rúm tvö ár tókst elsku
Harpa mín á við eitt af erfiðustu
verkefnum lífsins. Hún gerði það
með sinni óbilandi seiglu, kvart-
aði ekki, var þakklát fyrir að það
voru ýmsar leiðir færar til að
halda sjúkdómnum niðri. Á sama
tíma hélt samfélagið veirunni
skæðu niðri. Endalausar tak-
markanir einkenndu þetta tíma-
bil í lífi okkar, dýrmætum sam-
verustundum fækkaði. En við
reyndum að nýta tímann vel þeg-
ar færi gafst. Í lok febrúar 2022
var öllu aflétt innanlands en á
svipuðum tíma var orðið ljóst að
elsku Harpa systir mín væri á
förum. Sjúkdómnum var ekki
lengur hægt að halda niðri.
Minningarnar eru ótalmargar
og dýrmætar. Við ólumst upp á
Breiðdalsvík, fjögur systkini hjá
yndislegum foreldrum. Í þorpinu
átti móðuramma okkar heima og
mörg frændsystkini. Það var
mikill samgangur, við vorum oft
hjá ömmu, þar var spjallað og
hlegið, lesið, spilað á spil og sung-
ið við undirleik ömmu sem var
organisti í kirkjunni. Bernskuár-
in voru yndisleg og áhyggjulaus.
Við lékum okkur í klettunum og
fjörunni, busluðum í lækjum, fór-
um í berjamó. Þorpið og allt um-
hverfið var leikvöllurinn. Þetta
var dásamlegur staður að alast
upp á.
Harpa var mjög félagslynd,
hún var kraftmikil og dugleg.
Hún spilaði á gítar, söng og hafði
mikinn áhuga á tónlist. Harpa
var algjör töffari. Hún fílaði mót-
orhjól, leðurjakka og tattú, en
hún var líka algjör drottning sem
elskaði síðkjóla, fallega skó og
skartgripi. Það var sama hverju
hún klæddist, hún var alltaf jafn
glæsileg. Svona var hún alla sína
ævi.
Harpa eignaðist þrjú yndisleg
börn sem hún var óendanlega
stolt af. Hún vann alla tíð á leik-
skóla, hóf háskólanám og útskrif-
aðist sem leikskólakennari þegar
börnin hennar voru ung. Hún
vildi vera þeim góð fyrirmynd,
sýna þeim í verki að ef vilji og
áhugi væri fyrir hendi þá gæti
maður svo margt. Harpa var
harðdugleg, klár, ákveðin og
þrautseig. Hún gerði svo sannar-
lega það sem hún ætlaði sér.
Harpa var ómissandi, alltaf
hress og kát, það fylgdi henni svo
mikil orka. Ég veit ekki hvernig
við tökumst á við lífið án hennar,
en við munum gera það með trú,
von og kærleika að leiðarljósi.
Harpa mun lifa með okkur og
fylgja okkur um ókomna tíð.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði þín.
(Spámaðurinn).
Elsku Harpa mín, ég sakna þín
óendanlega mikið. Far þú í friði,
friður guðs þig blessi, hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Arna Vala Róbertsdóttir.
Elsku Harpa systir mín, ég
þakka þér hjartanlega fyrir allt,
þú ert einfaldlega best.
Thich Nhat Hanh sagði að ský-
in dæju aldrei, þau umbreyttust.
Þannig hugsa ég um lífið. Harpa
er hér enn, ég sé hana í börnum
hennar og barnabörnum og ég sé
hana líka í speglinum og í systk-
inum mínum. Ég heyri líka vel í
henni og veit að hún lifir áfram og
ég tala ekki um hana í þátíð.
Við Harpa erum bestu vinkon-
ur, hún er 10 árum eldri en ég en
við höfum alltaf átt mjög náið og
gott samband, góðar systur og
bestu vinkonur.
Ég fæ mér áfram kaffibolla
með Hörpu, ég spyr hana álits um
svo margt, heyri hennar kær-
leiksríku ráð, hún hleður í mig
hjartastyrkjandi krafti, við syngj-
um saman í bílnum og ég heyri
hana segja „geggjað lag“.
Minningarnar eru margar og
dýrmætar, æskuárin á Breiðdals-
vík, alltaf vildi hún passa mig og
ég mátti alltaf vera inni hjá henni,
alltaf góð við mig og þótt hún væri
stundum stríðin var það alltaf
þannig að við hlógum báðar að
því. Hún lét til sín taka í hand-
bolta og kúluvarpi, mjög töff og
ákveðin, hlustaði á Þursaflokkinn
og Grýlurnar en hún hafði samt
hugann við litlu systur og keypti
handa mér föt fyrir peningana
sína þegar hún var bara tvítug.
Seinna á lífsleiðinni bjó ég
nokkur ár í Portúgal en kom
stundum heim í nokkra mánuði
og átti ég þá alltaf öruggan stað
hjá Hörpu og hennar fjölskyldu,
hún reyndist mér alltaf svo góð og
traust stóra systir.
Harpa tekur sjálfa sig ekki of
alvarlega, alltaf hægt að fíflast og
líka slaka á. Alltaf hrein og bein
og laus við væmni. Þess vegna er
ekki hægt annað en að líða vel í
hennar návist, andrúmsloftið allt-
af hressara þegar hún er þar, það
munar svo mikið um Hörpu,
hennar orka er svo mögnuð. Hún
er bara svo geðveikt skemmtileg.
Hún vann alla sína starfsævi
með börn, leikskólakennara-
menntuð. Hennar gullmolar eru
börnin hennar og barnabörn og
ég sé fyrir mér að núna starfi hún
sem alheimsverndari barna, björt
og fögur ljósvera.
Elsku Sandra Ýr, Róbert
Freyr og Alex Freyr. Kæri Rún-
ar og fjölskyldur, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegnum dauðann sjást.
Vér hverfum og höldum víðar,
en hittumst þó aftur síðar.
(Jóhannes úr Kötlum)
Guð blessi þig elsku systir.
Heiðdís Ellen.
Það er sárara en tárum taki að
setjast niður og skrifa þessi orð,
stórt skarð hefur verið höggvið í
hópinn okkar, Gellustútana. Leið-
ir okkar lágu saman í Fósturskóla
Íslands haustið 1997 þegar við
hófum nám, fullar af eldmóði og
ætluðum að verða leikskólakenn-
arar. Allar munum við eftir
Hörpu fyrsta daginn í skólanum
þar sem hún kom inn í skólann
stórglæsileg með lítinn snáða í
barnastól. Allur árgangurinn
hugsaði það sama: „Váá hvaða
skutla er þetta og hendir sér í
nám með nýfætt barn … greini-
lega með allt á tæru þessi!“ Það
var svo satt, því hún var svo sann-
arlega skutla og kláraði námið
sitt með miklum sóma. Við vin-
konurnar náðum saman á síðustu
metrum námsins, engin okkar
veit af hverju svona ólíkar mann-
eskjur úr öllum áttum drógumst
saman en það varð okkar mesta
gæfa. Þvílíkt dýrmæt vinátta sem
hefur haldist í rúm tuttugu ár
með reglulegum hittingum full-
um af hlátri, gleði og væntum-
þykju.
Það var svo mikil gleði í kring-
um Hörpu og hennar dillandi
hlátur. Útskriftarferðin okkar til
Viareggio á Ítalíu árið 2000 er
okkur minnisstæð og reglulega
rifjum við hana upp með mynd-
um og miklum hlátri. Harpa lék
þar stórt hlutverk sem stuðbolti
og gleðisprengja og allt í einu var
hún búin að koma sér í hljómsveit
á staðnum, þar sem hún sló tamb-
úrínur af miklum móð. Hún sá
líka til þess að við yrðum okkur
ekki til skammar í útlöndum og
púðraði á okkur nefið til að við lit-
um vel út. Þetta reyndist vera
gallað púður og á myndum úr
ferðinni erum við kríthvítar í
framan en brúnar og sællegar á
kroppnum, eins og danski fáninn.
Við hinar í hópnum getum
sammælst um það að Harpa var
sú duglega, hún fór í gegnum lífið
sem sigurvegari því það er ekki
auðvelt að vera einstæð með þrjú
börn og vinna í leikskóla. En
Harpa lét það samt líta út fyrir að
vera bæði auðvelt og skemmti-
legt. Harpa var einstök, einstök
vinkona, einstök mamma, ein-
stakur leikskólakennari og ein-
stök manneskja, sem verður sárt
saknað úr hópnum okkar. Hún
var klettur hún Harpa, sem var
gott að eiga að og leita til, svo
innilega góð vinkona sem gaf sér
tíma til að hlusta, vera til staðar
og gefa góð ráð.
Harpa kynntist Rúnari sínum
og þvílík gæfa og gleði sem hann
kom með inn í líf hennar. Við töl-
uðum oft um hvað það var ynd-
islegt að sjá Hörpu okkar svona
hamingjusama og glaða, loksins
bankaði ástin upp á og auðgaði líf
hennar þvílíkt. Barnahópurinn
stækkaði um helming og svo
komu barnabörnin eitt af öðru.
Harpa elskaði ömmuhlutverkið
og þau Rúnar nutu þess að horfa
stolt á barnahópinn sinn stækka
og þroskast. Missir þeirra er
mikill en þegar tárin eru þurr og
kveðjurnar hafa verið sagðar
munu gleðiminningar um elsku
Hörpu lifa í hjarta allra þeirra
sem hana þekktu. Okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur sendum við
til Rúnars, Söndru, Róberts, Alex
og fjölskyldna, hugur okkar er
hjá ykkur.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Kær kveðja frá Gellustútunum
þínum.
Anna, Inga Fríða,
Hafdís, Guðríður,
Kristbjörg og Linda.
Hlíf Harpa
Róbertsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar