Morgunblaðið - 06.05.2022, Blaðsíða 27
Þetta eru mjög ólíkir stílar en
mjög skemmtilegir og áhugaverðir
báðir. Valsmenn spila ekki eins
hraðan sóknarleik en eru skipulagð-
ir. Sóknirnar þeirra verða oft mjög
flottar því þeir senda boltann á hár-
réttum tíma. Vörnin þeirra er svo
frábær og þeir hafa verið að halda
liðum í fáum stigum. Það verður
fróðlegt að sjá þá mæta Tindastóli,
sem vill hafa margar sóknir í hverj-
um leik, svipað og Þór frá Þorláks-
höfn,“ sagði Logi.
Tindastóll hefur unnið alla fimm
heimaleiki sína í úrslitakeppninni til
þessa, þar á meðal tvo gegn Loga og
félögum í Njarðvík í undanúrslitum.
„Þeir eru kannski ekki ósigrandi
á heimavelli en það er erfitt að vinna
þá á útivelli. Við vorum nú nálægt
því að vinna þá á útivelli í öðrum
leik þegar við vorum með 17 eða 18
stiga forystu og lítið eftir en það er
einhver kraftur sem þeir fá stund-
um heima, með rosalega flottan
stuðning. Það verður líka rosalega
mikið af fólki frá Sauðárkróki í Vals-
heimilinu. Þeir fá flottan stuðning.
Ég held að Tindastóll vinni fyrsta
leik en Valur nái að stela einum úti-
sigri til baka og það verði fimmti
leikur á Hlíðarenda,“ sagði Njarð-
víkingurinn.
Komið að Tindastóli
Hjá Val eru þjálfarinn Finnur
Freyr Stefánsson og leikmennirnir
Pavel Ermolinskij og Kristófer
Acox reyndir í úrslitaleikjum og
urðu margfaldir meistarar með KR.
Þá varð Callum Lawson Íslands-
meistari með Þór frá Þorlákshöfn í
fyrra og Kári Jónsson og Hjálmar
Stefánsson léku til úrslita með
Haukum 2016.
„Það sýndi sig í hinum seríunum
hjá mönnum eins og Pavel og Krist-
ófer, sem hafa unnið þetta oft með
KR. Pavel er leikstjórnandi í vörn
og sókn og það kemur svolítið í ljós í
úrslitakeppninni. Þeir eru með yfir-
höndina þar, þeir hafa gert þetta
áður. En svo eru fleiri leikmenn eins
og Callum Lawson sem varð meist-
ari með Þór í fyrra. Þar erum við
með þrjá leikmenn sem hafa unnið
þetta, ásamt þjálfaranum,“ sagði
Logi
Tindastóll hefur fjórum sinnum
leikið til úrslita en aldrei fagnað Ís-
landsmeistaratitli. Logi spáir því að
Skagfirðingar landi loksins þeim
stóra. „Hinum megin hefur Sig-
urður Gunnar unnið þetta oft með
Keflavík og Grindavík og Sig-
tryggur og Pétur hafa báðir farið í
lokaúrslit. Þetta er í þriðja skiptið
sem Tindastóll hefur farið í úrslit og
þeir hafa tvisvar mætt KR. Þeir
hafa ekki unnið enn þá en kannski
er komið að því núna. Ég held að
Tindastóll verði meistari. Það er
eitthvað sem segir mér að þeir nái
þessu loksins núna í fjórðu tilraun,“
sagði Logi.
Spáir oddaleik í úrslitum
- Logi Gunnarsson spáir Tindastóli
Íslandsmeistaratitlinum - Bæði lið
fagni útisigrum - Tindastóll vill hasar
Morgunblaðið/Eggert
Lykilmenn Pavel Ermolinskij og Pétur Rúnar Birgisson eru í stórum
hlutverkum í liðum Vals og Tindastóls sem hefja einvígið í kvöld.
KÖRFUBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Þetta er svolítið óljóst því þau spila
ólíkan körfubolta og eru hvort með
sinn stílinn,“ sagði Logi Gunnars-
son, leikmaður Njarðvíkur og fyrr-
verandi atvinnu- og landsliðsmaður,
í samtali við Morgunblaðið um úr-
slitaeinvígi Vals og Tindastóls sem
hefst í kvöld í Origo-höllinni á Hlíð-
arenda.
Valur vann 3:0-sigur á fráfarandi
Íslandsmeisturum Þórs frá Þorláks-
höfn í undanúrslitum og var þriðji
leikurinn leikinn 26. apríl síðastlið-
inn. Tindastóll vann Loga og félaga í
Njarðvík í sínum undanúrslitum,
3:1, og fór fjórði og síðasti leikurinn
fram 30. apríl. Valsmenn hafa því
beðið lengur eftir úrslitaeinvíginu.
„Annað liðið er búið að bíða lengi
eftir þessum leik og það eitt og sér
finnst leikmönnum mjög óþægilegt.
Það er eins og það sé landsleikjahlé
í tvær vikur í miðri úrslitakeppni og
það er svolítið skrítið og gæti unnið
gegn Val að hafa beðið svona lengi.
Ég held þetta verði samt skemmti-
leg sería og Tindastólsmenn eiga
meiri möguleika en þeir hefðu ann-
ars átt. Valsmenn hafa farið tap-
lausir í gegnum þetta og flestir
halda að þeir séu með betra lið og
eðlilega. Tindastóll hefur hins vegar
spilað þéttar og er þess vegna í
betri takti. Mín tilfinning er að
Tindastóll vinni fyrsta leikinn og
opni þessa seríu upp á gátt,“ spáir
Logi.
Ólíkir en skemmtilegir stílar
Valsmenn hafa leikið gríðarlega
vel í úrslitakeppninni og unnið alla
sex leiki sína til þessa.
„Valsmenn eru með sigurstrang-
legra lið þar sem þeir hafa ekki tap-
að leik í úrslitakeppninni og hafa
farið létt í gegnum hana, m.a. unnið
meistarana frá því í fyrra, en ég
held þetta fari í fimm leiki,“ sagði
Logi.
Eins og Logi nefndi fyrr í viðtal-
inu er leikstíll liðanna ólíkur. Vals-
menn spila skipulagðari og hægari
körfubolta en Tindastóll vill meiri
hasar í sínum leikjum.
„Valsmenn eru frábært varnarlið
og mjög skipulagðir. Þeir eru með
marga í sömu hæð og eiga auðvelt
með að skipta á boltahindrunum.
Þeir eru mjög skipulagðir í vörninni
og í raun sókninni líka. Þeir eru ekki
villtir og leita að góðum skotum.
Þetta er akkúrat öfugt hjá Tinda-
stóli, sem er plús fyrir þá. Þeir spila
hraðari bolta og eru villtari. Það er
kostur þegar þú ert með góða leik-
menn einn á móti einum og Tinda-
stóll er með fleiri leikmenn sem eru
góðir maður á mann en Valur þarf
meira sóknarflæði til að skora úr
sínum sóknum.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022
_ Einar Þorsteinn Ólafsson, hand-
knattleiksmaður úr Val, hefur samið
við danska úrvalsdeildarfélagið Fre-
derica til ársins 2024. Einar, sem er
tvítugur og sérlega sterkur varn-
armaður, hefur verið í lykilhlutverki í
Valsliðinu frá því hann sló í gegn í úr-
slitakeppninni fyrir ári, en hann er
sonur Ólafs Stefánssonar, fyrrverandi
landsliðs- og atvinnumanns. Hjá Fre-
dericia verður Einar undir stjórn Guð-
mundar Þ. Guðmundssonar landsliðs-
þjálfara sem tekur við þjálfun liðsins í
sumar.
_ Þýska liðið Eintracht Frankfurt og
skoska liðið Rangers leika til úrslita í
Evrópudeildinni í knattspyrnu karla
eftir að hafa unnið síðari leiki sína í
undanúrslitum keppninnar í gær-
kvöldi. Frankfurt hafði betur gegn
West Ham United, 1:0, í gær og vann
einvígið samanlagt 3:1. Rafael Santos
Borré skoraði eina mark leiksins.
Í hinum leiknum vann Rangers frækinn
3:1-sigur á RB Leipzig og einvígið þar
með samanlagt 3:2. James Tavernier,
Glen Kamara og John Lundstram
skoruðu mörk Rangers og Chri-
stopher Nkunku mark Leipzig. Úrslita-
leikurinn fer fram miðvikudaginn 18.
maí í Sevilla á Spáni.
_ Mariana Speckmaier, landsliðs-
kona Venesúela í knattspyrnu, er kom-
in til liðs við Íslandsmeistara Vals. Hún
er 24 ára framherji og kemur frá rúss-
neska liðinu CSKA Moskva eftir stutta
dvöl þar en lék nokkra leiki með Wash-
ington Spirit í bandarísku atvinnu-
deildinni á síðasta tímabili. Fyrr í vik-
unni kom bandaríski miðjumaðurinn
Brookelynn Entz til liðs við Valskonur.
_ Knattspyrnukonan Eva Núra Abra-
hamsdóttir er komin til liðs við 1.
deildarlið FH en hún lék með Selfossi í
úrvalsdeildinni í fyrra. Eva lék áður
með FH á árunum 2018-2020 en hún
hefur leikið 126 úrvalsdeildarleiki með
Selfossi, FH og Fylki.
_ Axel Bóasson úr GK er í sjötta sæti
á Barncancerfonden-golfmótinu í La-
holm í Svíþjóð eftir að hafa leikið ann-
an hringinn á 64 höggum í gær. Axel
lék fyrsta hringinn á 69 höggum og er
samtals á sjö högg-
um undir pari,
þremur
höggum á
eftir efsta
manni. Bjarki
Pétursson er á
þremur höggum
undir pari og Aron
Bergsson á einu
undir pari og þeir
komust báðir í
gegnum nið-
urskurðinn í gær.
Aron Júlíusson og
Andri Björnsson
eru hinsvegar úr
leik. Mótið er liður í
Nordic Golf-
mótaröðinni.
Eitt
ogannað
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Miami – Philadelphia ....................... 119:103
_ Staðan er 2:0 fyrir Miami.
Vesturdeild, undanúrslit:
Phoenix – Dallas ............................... 129:109
_ Staðan er 2:0 fyrir Phoenix.
57+36!)49,
Davíð Snær Jóhannsson, knatt-
spyrnumaðurinn efnilegi frá Kefla-
vík, er kominn til liðs við FH-inga.
Hann er genginn alfarið í raðir
Hafnarfjarðarliðsins og skrifaði
undir fjögurra ára samning.
Davíð Snær, sem er 19 ára gam-
all, kemur frá ítalska B-deildarlið-
inu Lecce, sem keypti hann af
Keflavík í lok janúar á þessu ári.
Hann fær leikheimild með FH í
dag og gæti því leikið sinn fyrsta
leik fyrir liðið gegn Val á Kapla-
krikavelli í fjórðu umferð Bestu
deildarinnar í kvöld.
Davíð Snær í
Hafnarfjörðinn
Ljósmynd/Kristinn Steinn
FH Davíð Snær Jóhannsson er
kominn í Hafnarfjörðinn frá Lecce.
Rakel Sara Elvarsdóttir, landsliðs-
konan unga frá Akureyri, hefur
samið við norska handknattleiks-
félagið Volda til næstu tveggja ára
og fer þangað í sumar. Þar leikur
hún undir stjórn Halldórs Stefáns
Haraldssonar, sem hefur þjálfað
liðið frá árinu 2017. Undir hans
stjórn vann liðið norsku B-deildina í
vetur og leikur því í úrvalsdeildinni
á næsta tímabili. Rakel er 19 ára
örvhentur hornamaður og var
markahæst í liði KA/Þórs í vetur
með 100 mörk í 21 deildarleik. Þá
hefur hún leikið fimm A-landsleiki.
Rakel í norsku
úrvalsdeildina
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Volda Rakel Sara Elvarsdóttir er á
förum í norsku úrvalsdeildina.
Samantha Leshnak, bandaríski markvörðurinn hjá Keflavík, fékk hæstu
mögulega einkunn hjá Morgunblaðinu, 3 M, fyrir magnaða frammistöðu í
sigurleiknum gegn Breiðabliki í fyrrakvöld. Samantha hefur haldið hreinu
í fyrstu tveimur leikjum liðsins í Bestu deild kvenna í fótbolta og Keflavík
er mjög óvænt á toppi deildarinnar.
Þetta var umferð markvarðanna því Harpa Jóhannsdóttir úr Þór/KA og
Tiffany Sornpao hjá Selfossi fengu báðar 2 M en missa samt af sæti í úr-
valsliði 2. umferðar vegna frammistöðu Samönthu.
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir úr Stjörnunni er sú fyrsta sem er valin
tvisvar í lið umferðarinnar hjá Morgunblaðinu sem er hér fyrir ofan.
2 . umferð
í Bestu deild kvenna 2022
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-4-2
Samantha Leshnak
Keflavík
Hulda Björg
Hannesdóttir
Þór/KA
Margrét
Árnadóttir
Þór/KA
Ingibjörg Lúcía
Ragnarsdóttir
Stjarnan
Katla
Tryggvadóttir
Þróttur
Ameera Hussen
ÍBV
Sif Atladóttir
Selfoss
Alma Mathiesen
Stjarnan
Danielle Marcano
Þróttur
Caroline Van
Slambrouck
Keflavík
Arna Dís
Arnþórsdóttir
Stjarnan
2
Samantha best í 2. umferð