Morgunblaðið - 06.05.2022, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.05.2022, Blaðsíða 32
Dúettinn Sycamore Tree frumsýnir verkið Clouds á HönnunarMars. Verkið er upplifunarhönnun, samspil tónverks sem er algerlega byggt á röddum og mynd- verki sem myndar samspil skilningarvitanna og myndar eina heild í upplifun áhorf- andans á verkinu, eins og segir í tilkynningu og er það afrakstur samstarfs Gunna Hilmars og Ágústu Evu sem skipa Sycamore Tree og tónlistarkonunnar Helgu Marz. „Helga nálgast verkið með það í huga að ná til margra og ólíkra radd- þátta, en röddin sem hljóðfæri hefur einstakt lag á að ýta við fólki. „Clouds“ er því raddheimur í íslensku um- hverfi og hljóðheimi,“ segir í tilkynningu. Verkið verður sýnt í Kaldalóni í Hörpu í dag, 6. maí, á hálftíma fresti á heila og hálfa tímanum frá kl. 10 til 16. Ari Ísfeld leikari kemur fram í myndbandinu og Þorsteinn J sá um eftir- vinnslu. Aðgangur er ókeypis og um kvöldið verða haldnir tónleikar sem hefjast með flutningi verksins. Sycamore Tree frumsýnir Clouds FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 126. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Valur vann öruggan sigur á Selfossi í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknatt- leik á Selfossi í gærkvöldi, 35:29, og leiðir þar með í einvíginu, 2:0. Þrjá sigra þarf til þess að tryggja sér sæti í úr- slitaeinvíginu og Valsmenn því í kjörstöðu. »26 Valur í kjörstöðu eftir annan sigur ÍÞRÓTTIR MENNING Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Matreiðslumeistarinn Rúnar Pierre Heriveaux stóð uppi sem sigurveg- ari í keppni sem Klúbbur matreiðslumeistara stóð fyrir um síðustu helgi. Þar hlaut Rúnar tit- ilinn Kokkur ársins 2022. Hann segir tilfinninguna gríðar- lega góða. „Ég hafði mikla trú á mér og leið vel. Ég hafði auðvitað tekið þátt í kepninni áður og tapað. Mér fannst vera ákveðin pressa að vinna núna, á góðan hátt samt.“ Hann hafi því fundið fyrir ákveðnum létti. Þeir fimm sem tóku þátt í aðal- keppninni áttu að matreiða þriggja rétta máltíð; löngu, hörpuskel og ígulker í forrétt og lambahrygg og lambabóg í aðalrétt. Svo voru viss hráefni sem matreiðslumeistararnir höfðu frjálsar heldur með í hvaða réttum þeir kæmu þeim fyrir. Þeirra á meðal var íslenskt wasabi, sem Rúnar hafði í eftirréttinum. Keppnin fór fram í miðri IKEA- versluninni þar sem búið var að koma fyrir sérstökum keppnis- eldhúsum. Þar var stríður straumur fólks meðan á keppninni stóð. „Ég er heppinn að því leyti að ég vinn inni á veitingastað þar sem maður eldar fyrir framan gesti, svo ég er vanur að hafa fólk fyrir framan mig og spjalla við það. Ég held mér hafi aldrei liðið jafn vel í keppni.“ „Ég þoldi þetta ekki“ Rúnar er yfirkokkur á veitinga- staðnum ÓX, sem er inn af veitinga- staðnum Sumac. Það er sérstök upp- lifun að tryggja sér eitt af ellefu sætunum á staðnum. Átján til tutt- ugu rétta matseðillinn er stöðugt í þróun. „Þú kaupir miða inn á sýn- inguna og í því er innifalin vínpörun. Þú veist í rauninni ekkert hvað þú ert að fara út í.“ Rúnar segir að sér þyki skemmti- legast að vinna með það sem er nýj- ast á markaðnum og það geti breyst milli vikna. Þessi nýjungagleði Rún- ars sést á matseðlinum á ÓX. Núna segir hann að uppáhaldshráefnið sé íslenska wasabiið og það sé að finna í ýmsum útfærslum í heilum sjö rétt- um á matseðlinum. Rúnar byrjaði í bransanum árið 2013 þegar móðir hans hvatti hann til þess. „Hún fékk nóg af því að ég gerði aldrei neitt svo hún plataði mig til að fara á samning í Bláa lóninu, hjá Viktori og Inga, og þar kynntist ég Þráni sem á Sumac.“ Til að byrja með var hann ekki spenntur fyrir starfinu. „Ég þoldi þetta ekki fyrstu mánuðina.“ Það var ekki fyrr en hann tók þátt í nemakeppni og vann hana og Viktor yfirmaður hans varð Kokkur ársins sem honum fór að þykja starfið spennandi. „Ég var í íþróttum og þegar ég sá að það var hægt að vinna eitthvað þá kom áhuginn.“ Eftir að hafa sigrað í kokkakeppn- inni hér heima segir Rúnar að Norð- urlandakeppnin sé næsta verkefni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Nýjungaglaður Verðlaunakokkurinn Rúnar Pierre Heriveaux í eldhúsinu á veitingastaðnum ÓX. Skemmtilegt að vinna með íslenskt wasabi - Rúnar Pierre Heriveaux hlaut titilinn Kokkur ársins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.