Morgunblaðið - 06.05.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.05.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir Íbúum Mosfellsbæjar mun fjölga um 70% með uppbyggingu á Blikastaða- landi, en samningur milli bæjarins og landeiganda var undirritaður í gær. Eigandi landsins er dótturfélag Arion banka. Samningurinn er að sögn bæjar- stjórans stærsti uppbyggingar- samningur sem sveitarfélag hefur gert við landeiganda frá upphafi. Með honum er grunnurinn lagður að upp- byggingu hátt í 3.700 íbúða sem er áætlað að muni hýsa níu þúsund íbúa. Í dag búa um 13.000 manns í Mos- fellsbæ. Fram undan er skipulags- vinna á svæðinu sem felur í sér und- irbúning breytinga á aðalskipulagi og í kjölfar þess gerð deiliskipulags. Blikastaðaland er á sveitarfélaga- mörkum við Reykjavík og afmarkast af golfvelli Golfklúbbs Mosfellsbæjar í norðri, Korpúlfsstaðavegi og Vest- urlandsvegi í suðri, núverandi byggð í Mosfellsbæ í austri og Úlfarsá í vestri. Alls er svæðið um 87 hektarar, en þar af er gert ráð fyrir að nýtanlegt land til uppbyggingar nýs íbúða- og atvinnusvæðis sé um 80 hektarar. Nú hefst skipulagsvinna og verður verkið svo boðið út í þremur til fimm áföngum. Búist er við að fram- kvæmdir hefjist árið 2024 þannig að fyrstu íbúar flytji inn árið 2026. Uppbyggingin kallar á talsverða eflingu í innviðum, en í Blikastaða- landi er áætlað að tveir grunnskólar muni rísa auk íþróttamannvirkis. Í dag mun Mosfellsbær skrifa undir samning við Reiti um uppbyggingu 89 þúsund fermetra svæðis undir at- vinnuhúsnæði sunnan við Korpúlfs- staðaveginn. Gert ráð fyrir 9.000 manns í 3.700 íbúðum Undirritun Þorgerður Arna Ein- arsdóttir og Haraldur Sverrisson skrifuðu undir samninginn. - Samið um uppbyggingu á Blikastaðalandi Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta eru skemmtilegar nið- urstöður og skýra margt,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, um fræðigrein Ólafs G. Flóvenz og fleiri sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar kom m.a. fram að lík- lega hafi háþrýst kvikugas valdið landrisi þrívegis í Svartsengi og einu sinni í Krýsuvík 2020 og það verið fyrirboði eldgoss- ins í Geldingadölum. Þorvaldur segir gasið sem olli landrisinu 2020 hafa losnað úr kvik- unni á 10-14 km dýpi, jafnvel dýpra, sem sýnir að kvikan var þá þegar komin undir Fagradalsfjall. „Þegar skjálftahrinan fer af stað 2021 opnast efri hluti jarðskorp- unnar og kvikan finnur sér leið upp,“ segir Þorvaldur. „Þegar við skoðum hvernig afgösun var í eldgosinu þá var koltvísýringurinn alltaf stöðugur og kom alltaf óháð því hvernig gosið hagaði sér. Brennisteinninn kom hins vegar út í hrinunum. Það er eins og þessi tvö gös hafi ekki komið frá sama stað. Brennisteinninn fylgdi kvikunni en koltvísýringurinn var eins og jafnara bakgrunnsflæði.“ Stór kvikutankur Þorvaldur telur að áætlun um 2-9 km3 af kviku djúpt undir Fagradals- fjalli út frá losun koltvísýrings sé síst ofáætlun. „Mér finnst þetta vera mjög hógvært mat á stærð kviku- tanksins. Ég mundi halda að þetta séu lágmarkstölur og að kvika hafi safnast víða undir Reykjanesinu í tanka sem gætu verið af þessari stærðargráðu,“ segir Þorvaldur. Hann segir að niðurstaða rann- sóknarinnar, sem greinin fjallar um, hjálpi mönnum að skilja hvernig kvikan fer þaðan sem hún myndast við hlutbráðnun úr möttlinum, kem- ur sér fyrir á ákveðnu dýpi og þróast þar til hún finnur sér leið til yfir- borðs. „Ef þetta er rétt þá getur gaspúls sem veldur afmyndun á yfirborði eða óeðlilega mikið útstreymi koltvísýr- ings verið nokkuð sterkur fyrirboði eldgoss,“ segir Þorvaldur. Taka verður tillit til eldvirkni - En hvaða lærdóm má draga af þessu varðandi uppbyggingu innviða og byggðaþróun á Reykjanesskaga? „Það verður að taka tillit til mögu- legrar eldvirkni þegar við skipu- leggjum byggð og innviði. Það er ekki nóg að byggja bara einn góðan veg. Við þurfum að leggja tvo góða vegi þannig að ólíklegt sé að báðir fari í einu. Sama gildir um raflínur, lagnir fyrir heitt og kalt vatn. Það þurfa að vera varaleiðir. Það er ekki heldur nóg að vera með bara einn alþjóðaflugvöll. Þeir þurfa að vera tveir og nógu langt á milli þeirra svo hægt sé að tryggja öruggar flugsamgöngur þótt annar teppist. Ég nefni til dæmis Suður- landsundirlendið eða Egilsstaði sem staðsetningu hins flugvallarins. Það er ekki nóg að hugsa þessa hluti ein- ungis út frá byggðasjónarmiðum eða umhverfissjónarmiðum. Það þarf líka að taka tillit til mögulegrar nátt- úruvár við uppbyggingu byggðar og innviða. Það vantar opna umræðu um þetta,“ segir Þorvaldur. Kvika mögu- lega víða undir Reykjanesi - Taka þarf tillit til hættu á náttúrvá við skipulagningu byggðar og innviða Morgunblaðið/Einar Falur Fagradalsfjall Mikið útstreymi koltvísýrings getur boðað eldgos. Þorvaldur Þórðarson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það lítur allt mjög vel út fyrir sum- arið. Það er víðast hvar orðið meira og minna uppselt hjá okkur yfir há- önnina,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, sem reka 17 hótel um allt land. Útlit er fyrir mikið annríki í ferða- þjónustunni í sumar. Viðmælendur Morgunblaðsins segjast margir finna lykt af þeirri stemningu sem var á árunum fyrir Covid þótt aug- ljóst sé að um aðeins vægari útgáfu sé að ræða en var þegar mest lét. Davíð segir að sama hvert er litið sé bókunarstaðan góð. „Auðvitað er það þannig að heitustu svæðin á landinu eru komin lengra. Það er svolítið síðan þau voru orðin vel full en yfir hásumarið er þetta orðið rosalega þétt á öðrum stöðum líka. Það getur orðið erfitt að finna hótel- herbergi í júlí og ágúst, alveg sama hvar þú kemur niður á landinu. Bók- unarstaðan er góð inn í veturinn líka.“ Davíð segir enn fremur að 90% bókana séu frá erlendum ferða- mönnum. Sökum góðrar bókunar- stöðu gefst ekkert svigrúm til að bjóða upp á tilboðspakka fyrir Ís- lendinga á faraldsfæti líkt og gert hefur verið tvö síðustu sumur.“ Góðir ferðamenn frá Evrópu Unnur Svavarsdóttir, fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar GoNorth, sem sérhæfir sig í pakka- ferðum fyrir útlendinga, segir að sumarið verði það stærsta í sögu fyrirtækisins sem stofnað var árið 2010. „Það er allt að verða fullbókað. Gisting á mörgum svæðum er alveg búin í júní, júlí og ágúst og það er verulegur skortur á bílaleigubílum frá því í maí og fram til ágústloka,“ segir Unnur sem nefnir að erfitt sé orðið að fá gistingu allt frá Vík aust- ur í Höfn, í kringum Egilsstaði, Mý- vatn, á Vestfjörðum og vestur á Snæfellsnesi. „Við eigum von á miklum fjölda ferðamanna í sumar og þótt heild- arfarþegafjöldi til Íslands verði kannski ekki eins mikill og hann var mestur verður þetta mjög stórt sum- ar. Asíumarkaður er ekki að koma hingað í ár. Ég finn ekki sjálf fyrir því en ég hugsa að þegar við skoðum tölfræðina eftir sumarið út frá ferða- mönnum frá Mið-Evrópu verði árið áreiðanlega jafn stórt og 2016, ef ekki stærra. Ferðamenn þaðan horfa til þess að Ísland er öruggt, hér er ekki stríð og heilbrigðiskerfið er sterkt út frá Covid-sjónarmiðum. Þessir ferðamenn sem við fáum eru góðir. Þeir stoppa lengi, þeir borða vel og drekka vín á veitingastöðum. Það verður mikið álag á ferðaþjón- ustuna í sumar.“ Unnur segir að í ljósi stöðunnar sé starfsfólk GoNorth farið að horfa fram á veginn. „Í sölunni erum við farin að leggja áherslu á næsta vetur og farin að selja næsta sumar, 2023.“ Bóka með stuttum fyrirvara „Við miðum okkur mjög mikið við árið 2019 og ég get sagt að við erum komin með töluvert fleiri bókanir nú en þá,“ segir Sigfús B. Sigfússon, forstjóri bílaleigunnar Hertz. „Það sem við erum líka að sjá er að leigulengdin er að aukast. Fólk ætlar greinilega að stoppa lengur en áður, sem er gott. Helsta gleðiefnið er svo að sjá hversu mikið er bókað inn í haustið, í september og októ- ber.“ Hildur Ómarsdóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri Icelandairhótela, segir að nú standi yfir undirbúning- ur fyrir annasamt sumar, verið sé að ráða inn starfsfólk og koma öllu í stand. „Heilt yfir landið er vel bókað alls staðar þar sem við erum í rekstri. Bókunarmynstur hafa breyst og fólk bókar með styttri fyrirvara en áður var. Við teljum að það sé komið til að vera, um sinn alla vega.“ Tækifæri til að byggja upp, ekki bara mjólka Hildur segir að af samskiptum við erlenda aðila að dæma séu bókanir ekki komnar á sama skrið annars staðar og þær eru hér á landi. „Þetta lítur bara svakalega vel út. En nú er mikilvægt að við göngum hægt um gleðinnar dyr og tökum ekkert sem sjálfsagðan hlut eða að það sé komið til að vera. Nú ríður á að vanda sig því þessi mikla aukning er fyrst og fremst mikið og jákvætt markaðsafl. Þetta er risastórt skref í markaðssetningu á Íslandi eftir erf- iða tíma og þar með tækifæri til að byggja hér upp, ekki bara mjólka. Við þurfum að veita framúrskarandi þjónustu,“ segir Hildur. Morgunblaðið/Eggert Ísland Erlendir ferðamenn munu streyma til landsins í sumar. Erfitt orðið að finna hótelherbergi í sumar - Annríki í ferðaþjónustu - Tækifæri til markaðssetningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.