Morgunblaðið - 06.05.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022
✝
Helgi Sigurðs-
son, bakara-
meistari og einka-
þjálfari, fæddist á
Húsavík 11. nóv-
ember 1960. Hann
lést á heimili sínu í
Reykjavík 23. apríl
2022.
Foreldrar hans
voru Sigurður J.
Jónsson, f. 14. maí
1939, og kona hans
Þuríður Hallgrímsdóttir, f. 17.
mars 1942.
Systkini Helga voru: Hall-
grímur Jón, f, 1958, Sigurður
Gunnar, f. 1963, Steingrímur
Kristinn, f, 1964, d. 2012, Lilja,
f. 1974, Ruth, f. 1975.
Helgi var kvæntur Elsu Guð-
björgu Borgarsdóttur, þau
skildu. Börn þeirra: Birkir Þór,
f. 15. september 1987, Linda
Þuríður, f. 23. nóvember 1989,
maki: Ingvar Leví Gunnarsson,
f. 25. maí 1989, dóttir þeirra er
Salka, f. 28. október 2016, Sig-
urður Atli, f. 17.
febrúar 1992.
Fyrrverandi
sambýliskona og
barnsmóðir Helga
var Nanna Björns-
dóttir. Sonur
þeirra er Elmar
Leó, f. 25. júlí
2011.
Helgi ólst upp á
Húsavík í stórum
systkinahóp á
Rauða torginu svokallaða.
Hann lærði ungur bakaraiðn í
Brauðgerð Kaupfélags Þing-
eyinga og starfaði við iðn sína.
Hann og Elsa Guðbjörg keyptu
brauðgerðina af KÞ og ráku
hana í mörg ár. 2005 selja þau
og Helgi flytur til Reykjavíkur
og hefur nám í einkaþjálfun
sem hann starfaði lengi við.
Síðustu ár starfaði hann sem
bakari hjá Gæðabakstri.
Útför Helga fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 6. maí
2022, kl. 14.
Helgi Sigurðsson var einka-
þjálfari minn í nokkur ár í Laug-
um. Hann reyndist mér afar vel.
Hann trúði því að kraftar okkar
næðu saman og þjálfaði mig eins
og ég hefði fullt þrek í öllum lík-
amanum þrátt fyrir að vera löm-
uð neðan mittis. Hann bar mig á
milli tækja og blés mér í brjóst
kjarki, hugrekki og trú á sjálfa
mig og að ég gæti allt. Vegna
þessa mun ég ávallt minnast hans
með hlýhug.
Helgi bauð mér stundum með
sér á fitnessmót þar sem hann
var keppandi. Í góðu veðri á
sumrin æfðum við oft þrek-
keyrslu á hjólastólnum útivið og
fórum í göngutúra í Laugardaln-
um. Þá ræddum við lífið frá
mörgum sjónarhornum.
Helgi var glæsilegur á velli,
viðmótsþýður og þægilegur í um-
gengni. Hann var glaðlyndur og
skemmtilegur og ég kynntist
mörgum sem æfðu sig í Laugum í
gegnum hann. Ég saknaði Helga
sárt þegar hann hvarf frá Laug-
um.
Minningin um góðan vin mun
lifa í huga mínum.
Hrafnhildur Thoroddsen.
Helgi Sigurðsson
✝ Edda Frið-
geirsdóttir
Kinchin fæddist í
Hnífsdal 15. júní
1938. Hún lést 25.
apríl 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Friðgeir
Júlíusson, f. 3. júlí
1903, frá Snæfjalla-
strönd og Finney
Kjartansdóttir, f.
30. desember 1909,
frá Aðalvík. Þau giftu sig 1933.
Systir Eddu er Sigurborg, f. 18.
júlí 1935.
Edda bjó í Hnífsdal til fimm
ára aldurs en fjölskyldan fluttist
þá til Ísafjarðar þar sem hún bjó
til 12 ára aldurs, þá fluttu þau til
Keflavíkur þar sem Friðgeir
fékk starf hjá Varnarliðinu.
Þegar Edda er 15 ára flytja
þau til Reykjavíkur.
Edda kynntist Eric Kinchin,
eftirlifandi eiginmanni, f. 8. des-
ember 1943, árið 1966 á Spáni.
Þau giftu sig 1. apríl 1967 í Nes-
kirkju í Reykjavík. Skömmu síð-
ur fluttu þau til Leeds á Eng-
landi, en Eric er frá Leeds. Börn
þeirra eru: Karen Linda Eiríks-
dóttir, f. 25. nóvember 1969,
maki Árni Jensen, og Geir Wal-
ter Kinchin, f. 3.
júlí 1973, maki Ey-
dís S. Ástráðsdótt-
ir.
Á þessum árum
bjuggu þau ýmist á
Englandi eða á Ís-
landi en fluttust til
Íslands endanlega
1975 eftir andlát
Friðgeirs árið áður.
Edda og Eric
áttu heima lengst
af í Sólheimum í Reykjavík en
svo keyptu þau sér hús í Njörva-
sundi. Síðustu ár áttu þau heima
í Sjálandinu í Garðabæ.
Edda var fagurkeri og lærði
snyrtifræði á yngri árum.
Lífsstarf hennar var hins veg-
ar sem símadama hjá Pósti og
síma og síðar varðstjóri hjá Tal-
sambandi við útlönd. Hún lærði
á píanó sem barn og unglingur
og tónlist skipaði ávallt mikinn
sess í lífi hennar.
Hjónin höfðu gaman af ferða-
lögum og ferðuðust vítt og
breitt síðari ár.
Þau áttu eitt barnabarn,
Söndru Sif Árnadóttur, f. 2010.
Útförin fer fram frá Langholts-
kirkju í dag, 6. maí 2022, klukk-
an 13.
Það er þyngra en tárum taki
að sitja hér og skrifa minningar-
grein um elsku frænku sem nú
hefur kvatt þennan heim.
Mamma og Edda voru ekki
bara systur, þær voru nánar og
góðar vinkonur alla tíð, varla leið
sá dagur sem þær hittust ekki
eða hringdu hvor í aðra ásamt því
að vinna saman hjá Talsambandi
við útlönd.
Mikill samgangur var á milli
þeirra systra og gaman að koma í
heimsókn til Eddu og Erics bæði
hér á Íslandi og einnig var ég svo
heppin að heimsækja þau líka
nokkrum sinnum til Leeds þar
sem þau áttu sér annað heimili.
Þar átti ég með þeim frábæran
tíma, þau sýndu mér sveitirnar í
kring og enduðum við að sjálf-
sögðu í mat á Lord Darcy, sem
var þeirra hverfispöbb.
Ófáum stundum eyddum við
líka saman í sumarbústaðnum
sem þær systur eiga á Þingvöll-
um þar sem við höfum átt frá-
bærar stundir gegnum árin.
Edda fylgdist vel með okkur
fjölskyldunni og hringdi alltaf
reglulega til að spjalla og fá frétt-
ir af okkur.
Það verður skrýtið að fá ekki
fleiri símtöl frá þér.
Í hjarta mínu geymi ég falleg-
ar minningar um yndislega
frænku.
Sara Finney.
Edda Friðgeirs-
dóttir Kinchin
✝
Herdís Ein-
arsdóttir fædd-
ist á Hólmavík 18.
júní 1943. Hún lést
á sjúkrahúsinu á
Blönduósi 27. apríl
2022.
Hún var dóttir
hjónanna Einars
Guðmundssonar, f.
1893, og Daviu J
Niclasen, f. 1910.
Bræður hennar
eru Jóhannes Harrý, f. 1936, og
Guðmundur Sandberg, f. 1933,
d. 1974. Guðmundur giftist
Þórdísi Guðmundsdóttur, f.
1936, d. 1960, þau eignuðust
þrjú börn: Stefaníu Hrönn, f.
1956, Bryndísi Bylgju, f. 1959,
Sveinbjörgu Snekkju, f. 1973.
Nökkvi giftist Írisi Gísladótt-
ur og eiga þau þrjú börn, þau
eru Yrsa Líf, f. 1993, Darri
Snær, f. 1996, og Fáfnir Freyr,
f. 2004.
Ari Knörr giftist Sæunni
Hrönn Jóhannesdóttur, f. 1972,
þau slitu samvistum. Seinni
kona Ara er Berglind Fanndal
Káradóttir, f. 1977. Þau eiga
tvö börn, Axel Fanndal, f. 2013,
og Snekkju Fanndal, f. 2016.
Snekkja giftist Hjalta Kristjáns-
syni og eiga þau synina Almar
Knörr, f. 1997, Steinar Daða, f.
2002, og Þórð Inga, f. 2005.
Herdís bjó nær alla sína tíð á
Blönduósi og að loknu námi við
kvennaskólann á Blönduósi
starfaði hún við umönnun á
sjúkrahúsinu.
Útför Herdísar fer fram frá
Blönduóskirkju í dag, 6. maí
2022, klukkan 14. Hlekkur á
streymi:
https://www.mbl.is/andlat
og Einar Guð-
mundsson, f. 1960.
Seinni kona
hans var Hrafn-
hildur Reyn-
isdóttir, f. 1943.
Þau eignuðust
dótturina Þórdísi,
f. 1967.
Jóhannes Harrý
giftist Kristínu El-
ísabet Hólm, f.
1940. Þau eign-
uðust börnin Erling, f. 1963,
Kristínu, f. 1970, og Davíð, f.
1970.
Herdís Einarsdóttir giftist
Jóhannesi Þórðarsyni og þau
eignuðust börnin Nökkva, f.
1964, Ara Knörr, f. 1973, og
Herdís tengdamóðir hefur nú
kvatt okkur og eftir sitja minn-
ingar um góða konu sem vildi
öllum vel. Mér verður hugsað
til þess hversu vel hún tók á
móti mér þegar við Snekkja
vorum að byrja saman og
reyndar var nánast sama hvað
ég hef tekið mér fyrir hendur í
gegn um tíðina, alltaf tók hún
vel í það og sagði jafnan „þetta
var gott hjá þér“. Það var gef-
andi að aðstoða hana, því hún
var alltaf svo þakklát fyrir það
sem var gert.
Herdís var einstaklega góð
við barnabörnin sín og bar hag
þeirra fyrir brjósti. Hún var
mjög stolt af þeim öllum og
keyrði landshorna á milli til að
hitta þau og taka þátt í við-
burðum ef svo bar undir.
Takk fyrir samfylgdina elsku
Herdís, þín er sárt saknað.
Þinn tengdasonur,
Hjalti.
Þeim fækkar nágrönnum
mínum sem voru hér í nágrenn-
inu 1972, þegar við Gestur
fluttum á Urðarbrautina með
tvö elstu börnin. Nú er það
Herdís. Við höfum búið hvor á
móti annarri í 50 ár. Verið sam-
an í saumaklúbbi, lánað hvor
annarri eitthvað sem bráðvant-
aði þá stundina. Skriðum í
görðum okkar á sumrin og
sáum hvor til annarrar. En nú í
vor vantaði Herdísi. Herdís var
hög í höndunum, prjónaði, hekl-
aði og bróderaði, mjög vandvirk
og gerði margt fallegt og heim-
ili hennar og Jóa bar þess
merki og garðurinn. Herdís var
prúð, hógvær og nægjusöm, en
hafði sínar skoðanir.
Herdís reyndist mér og mín-
um einstaklega vel í erfiðleikum
sem bar að dyrum í mínu lífi.
Herdís gekk ekki heil til skógar
hin síðari ár. Herdís mín, ég
þakka þér samfylgdina og ná-
grennið öll þessi ár. Njótir þú
blessunar í nýjum víddum í
andans heimi. Kærleiks- og
saknaðarkveðjur. Jói, Nökkvi,
Ari Knörr og Snekkja og fjöl-
skyldur, þið eigið samúð mína
og njótið þið blessunar að tak-
ast á við lífið án hennar.
Ragnhildur.
Mig langar að skrifa nokkur
orð um hana Herdísi. Helst
kemur í hug mér þakklæti. Hún
var frábær og heilsteypt per-
sóna sem lét sér fátt fyrir
brjósti brenna. Við kynntumst
nokkuð vel á síðustu öld og
nokkuð fram á þessa. En þrátt
fyrir að ég væri ekki lengur inn
á gafli hjá þeim hjónum á Urð-
arbrautinni var ég velkomin á
dyraþrepið hvenær sem var. Og
fyrstu orðin voru ávallt: „Gam-
an að sjá þig, ég helli upp á
kaffi.“ Það lýsir hlýhug sem
Herdís átti ætið nóg af. Alltaf
til í að hlusta á amstur hvers-
dagsleikans sem og litlu sigr-
ana í lífi manns. Gott dæmi um
umhyggju hennar eru lopapeys-
ur og færeyskir sokkar sem
hún prjónaði á mig endalaust!
Síðast húfu, sem ég mun nú
geyma sem fjársjóð ásamt ynd-
islegum minningum um vináttu
okkar. Ég sendi hlýhugarkveðj-
ur til aðstandenda Herdísar;
sérstaklega Jóa, Nökkva,
Snekkju, Ara og fjölskyldna,
missirinn er mikill.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Sæunn Hrönn.
Herdís
Einarsdóttir
Skólastjóri,
prestur, söngstjóri,
fræðimaður, kenn-
ari, mannvinur og
skáld hefur kvatt jarðlífið á 99.
aldursári. Margir munu minnast
hans sem kórstjóra og mikils
hæfileikamanns á því sviði. Jón
gaf út tvær ljóðabækur: Úr þagn-
ardjúpum og Dreifar. Trúarljóð
og sálmar. Jóni kynntist ég fyrst
sem nemandi við Hlíðardalsskóla
í Ölfusi 1958, þá á fermingarári.
Af honum geislaði við fyrstu
kynni þegar hann gekk um skóla-
stofuna, heilsaði hverjum nem-
anda með handabandi og glað-
værð, spjallaði stutta stund og
mundi svo nafn nýju nemendanna
eftir það. Enn er mér ljóslifandi
fyrsta kennslustund hans í krist-
infræði við skólann, kjarni máls-
ins reifaður sem var einkenni
Jóns í öllum hans málum. Þátt-
urinn sem skilur kristnina frá öll-
um öðrum trúarbrögðum og
vangaveltum um upphaf jarðlífs.
Nekt manna, hvað veldur að að-
eins maðurinn þarf að skýla nekt
sinni? Hver getur gengið nakinn
um án nokkurrar blygðunar?
Litlu börnin. Aðeins kristindóm-
urinn einn hefur þau svör. Á
þessum árum voru kynferðismál
ekki í hávegum höfð og lítt rædd,
því stóð bekkurinn agndofa sem
vænta mátti undir slíkum fyrir-
lestri, en rökhyggjan var farin af
stað. Hugsið og hugsið sjálfstætt
var kenniorð og hvatning Jóns til
nemenda sinna, til að mynda per-
sónu sína og viðhorf. Þar fór trú-
maður sem kenndi af mikilli íhug-
un, rökhyggju og sannfæringu,
tilbúinn að miðla af þekkingu
sinni hvenær sem var utan sem
innan skólatíma í starfi og leik.
Jón Hjörleifur
Jónsson
✝
Jón Hjörleifur
Jónsson fædd-
ist 27. október
1923. Hann lést 19.
apríl 2022.
Jón Hjörleifur
var jarðsunginn 2.
maí 2022.
Ekki hafði ég dvalið
lengi á Hlíðardals-
skóla þegar mér var
ljóst hve umhyggja
kennara og alls
starfsfólks skólans
var mikil við nem-
endurna. Heima-
vistarskólar voru
starfandi víða um
land um miðja síð-
ustu öld, aðsókn að
Hlíðardalsskóla var
meiri en hann gat tekið við en
alltaf reynt að sinna sem flestum
umsóknum. Ástæður umsókn-
anna voru margar og misjafnar,
sem hinn almenni nemandi vissi
lítið um, en viðmót Jóns til nem-
endanna og hlýja urðu oft til þess
að einstaklingarnir leituðu til
hans með sín innstu hugðarmál,
alltaf hafði Jón tíma, oft var um
erfiðan heimilisvanda eða sorg að
ræða og unglingurinn sem kom-
inn var til vits og ára látinn fara
af heimilinu í heimavist eins og
það var orðað. Þótt við minnumst
Jóns sem söngstjóra, skálds o.fl.,
þá var hann sterkastur á svellinu
í þessum einkasamræðum með
guði og bæn sinni og lét ekki þar
við sitja heldur heimsótti foreldr-
ana líka til að ræða málin, oft með
mjög góðum árangri. Hversu
mörgum heimilisaðstæðum og
hjónaböndum var bjargað með
þessum heimsóknum var ekki
talið, enda ekki í hans anda að
vilja það, árangurinn einn var
það sem máli skipti. Jón Hjörleif-
ur hefur kvatt vort jarðlíf. Hann
kom og kenndi, skildi eftir minn-
ingu sem aldrei hverfur úr huga
þeirra sem nutu þeirrar gæfu að
kynnast honum. Stórmenni sem
lét kærleikann og umhyggju til
annarra stýra sínu lífi án nokk-
urs endurgjalds. Minning hans
er blessuð. Maður sem kom og er
hér enn og aldrei fer.
Hinsta kveðja með hjartans
þökk fyrir allt og allt.
Samúðarkveðjur til barna og
tengdabarna.
Ólafur Jóhannsson.
Vinur, kennari, prestur og fyr-
irmynd er fallinn í valinn. Jón
Hjörleifur Jónsson hefur verið
snar þáttur í lífi okkar. Um dag-
inn sá ég hópmynd frá 1952 þar
sem hópur nemenda og kennara
Hlíðardalsskólans standa á aðal-
tröppunum og ég, þriggja ára
snáði, held í höndina á Jóni.
Þarna standa einnig systkini mín,
Harrí og Sonja, sem einnig minn-
ast Jóns með þessum orðum. Það
var gott að vera nálægt Jóni. Þau
ykkar sem þekktu hann vitna
með okkur að hann smitaði já-
kvæðri orku og gleði. Þegar hann
heilsaði fannst manni að maður
væri mikilvægur í hans augum.
Þegar hann stjórnaði kór öðlaðist
maður trú á sjálfum sér og fékk á
tilfinninguna að maður gæti
sungið!
Við hjónin og börnin okkar tvö
eigum góðar minningar frá Afr-
íku þegar við og Harrí og Sun-
nuva og þeirra tvö börn ókum
2.500 km leið frá Síerra Leóne til
Kúmasi í Gana til að heimsækja
Jón og Sólveigu og dóttur þeirra
Kolbrúnu Sif. Jón starfaði þar
sem biblíukennari á Bekwai-skól-
anum. Einnig heimsótti Jón okk-
ur á Masanga-holdsveikisjúkra-
húsið þar sem við störfuðum. Þar
voru sungin íslensk ættjarðarlög
hálfa nóttina!
Jón starfaði sem prestur og
æskulýðsleiðtogi og vann á vett-
vangi heilbrigðismála svo nokkuð
sé nefnt, en það starf sem átti hug
Jóns hvað mestan um ævina var
skólastarfið.
Þjónusta Jóns í Hlíðardals-
skóla sem kennari og síðar skóla-
stjóri fyllir hartnær helming
starfsævi hans. Í raun má segja
að blað hafi verið brotið í skóla-
málum á Íslandi með tilkomu
Hlíðardalsskóla þar sem skóla-
stefna aðventista var í hávegum
höfð.
Um tíma fór Jón um landið og
hélt námskeið gegn reykingum,
Sjö daga áætlunina svokölluðu,
og þar vann hann brautryðjenda-
starf. Mörg hundruð manns tóku
þátt og mörgum tókst að sigrast
á reykingum.
En sá þáttur í lífi og starfi
Jóns sem hvað mest blessaði
okkur öll var ást hans á sönglist-
inni. Jón söng sig inn í hjörtu ótal
margra með sinni einstöku ten-
órrödd og sinni kórstjórn. Hver
gleymir því þegar Jón, við undir-
leik Sólveigar, söng Borgina
helgu á níræðisafmæli sínu með
miklum bravúr? Sem söngmála-
stjóri og kórstjóri þjónaði hann
kirkjunni um langt árabil af
stakri prýði í samstarfi við Sól-
veigu.
Ekki má láta undir höfuð
leggjast að nefna ljóðagerð Jóns.
Hann frumorti eða þýddi
fjöldann allan af sálmum og ljóð-
um og eftir hann hafa komið út
tvö ljóðasöfn sem börn hans og
tengdabörn sáu um af miklum
myndarskap. Útgáfa sálmabókar
aðventkirkjunnar 1992 hefði ekki
orðið að veruleika ef hans hefði
ekki notið við.
Úr afskekktri sveit við strend-
ur Norður-Íshafs kom þessi ungi
maður gæddur einstökum hæfi-
leikum. Snaggaralegur hug-
sjónamaður, atorkumaður búinn
óbugandi dugnaði og dirfsku.
Sem ungur dreymdi hann stóra
drauma, drauma sem rættust.
Við kveðjum Jón Hjörleif með
innilegri þökk fyrir persónulega
vináttu og fyrir allt það sem hann
hefur verið okkur á svo ótal
marga vegu. Innilegustu samúð-
arkveðjur til ástvinanna sem eft-
ir lifa og syrgja góðan dreng en
eru þó fullviss um upprisu og
endurfundi á efsta degi.
Eric, Sonja, Harrí
og fjölskyldur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar