Morgunblaðið - 06.05.2022, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2022
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
779.000kr.
25%
afsláttur
BREKKA34 - 9 fm
Tilboðsverð
439.000kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
539.000kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einndag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu,
flytur ávarp á Alþingi í dag í gegnum
fjarfundarbúnað. Þetta er í fyrsta
sinn sem erlendum einstaklingi er
boðið að ávarpa
Alþingi með þess-
um hætti. Hægt
verður að fylgjast
með ávarpinu kl.
14 í beinni út-
sendingu í sjón-
varpi, á vef Al-
þingis og öðrum
vefmiðlum, þar á
meðal mbl.is.
„Ávarp Sel-
enskís er einstak-
ur viðburður því þetta verður í fyrsta
skipti sem erlendur þjóðhöfðingi
flytur ávarp í þingsal Alþingis. Birg-
ir Ármannsson, forseti Alþingis,
mun stýra þessari sérstöku athöfn í
sal Alþingis og talar í upphafi athafn-
arinnar. Þá mælir forseti Íslands,
Guðni Th. Jóhannesson, nokkur orð
fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Síð-
an tekur Selenskí til máls. Að loknu
ávarpi Selenskís ávarpar forsætis-
ráðherra, Katrín Jakobsdóttir, for-
seta Úkraínu,“ segir í tilkynningu
Alþingis.
Athöfnin í þingsal mun að mestu
leyti fara fram á ensku. Ávarp Sel-
enskís verður túlkað yfir á íslensku í
rauntíma en að öðru leyti mun fund-
urinn fara fram á ensku.
Forsetinn hefur ávarpað fjölda
þjóðþinga frá því að innrás Rúss-
lands í Úkraínu hófst 24. febrúar síð-
astliðinn. Þar hefur hann óskað eftir
auknum stuðningi við Úkraínu
vegna innrásarinnar. Meðal annars
hefur hann kallað eftir hertum refsi-
aðgerðum í garð Rússa.
Selenskí hefur ávarpað þing hinna
Norðurlandaþjóðanna, þar á meðal
norska þingið. Einnig hefur hann
ávarpað breska þingið og Banda-
ríkjaþing á undanförnum mánuðum,
auk þess sem hann hefur ávarpað
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og
Evrópuþingið.
Selenskí ávarpar
þing og þjóð í dag
- „Einstakur viðburður,“ segir Alþingi
Volodimír
Selenskí
Snjó mátti sjá á Esjunni í gær í fyrsta sinn í þó nokkurn
tíma, en nú þegar sumarið er gengið í garð vonast ef-
laust flestir landsmenn til að hér fari að hlýna í veðri.
Líkur eru á að Íslendingar fái að njóta sumarsins án
nokkurra sóttvarnaaðgerða, en síðustu tvö sumur lit-
uðust að einhverju leyti af Covid-19-aðgerðum. Gera
má ráð fyrir að fjöldi Íslendinga njóti hluta sumarsins
erlendis þar sem nú er töluvert auðveldara að ferðast
milli landa en þekktist á tímum Covid-19. Þá er líklegt
að landsmenn séu orðnir heldur sólþyrstir og flýi því
land í auknum mæli eða lengi útlandaferðir sínar,
skyldi sólin ekki láta sjá sig hér á landi í sumar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Snjór í stað sumarveðurs
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ástand þjóðvega á Snæfellsnesi og
allt suður á Mýrar er slæmt og talið
hættulegt á köflum, að því er fram
kemur í áskorun bæjarstjórnar
Grundarfjarðarbæjar til innviða-
ráðherra og Alþingis um að auka við-
hald. Vegagerðin áætlar að þörf sé á
5-6 milljarða króna fjármagni í allra
brýnustu verkefnin við styrkingar
vega og endurbóta, á Vesturlandi og
Vestfjörðum, en veittar eru 370 millj-
ónir króna í ár til slíkra verkefna.
Í ályktun bæjarstjórnar sem send
hefur verið til innviðaráðherra og
fjárlaganefndar Alþingis er lýst
þungum áhyggjum af lélegu og sí-
versnandi ástandi þjóðvega á Snæ-
fellsnesi og um Mýrar og sagt að það
stafi að stórum hluta af litlu viðhaldi.
Skelfilegt ástand á köflum
Skorað er á ráðherra og fjárlaga-
nefnd að tryggja fjármagn til þessara
verkefna.
„Það er skuggalegt að sjá að við er-
um að missa stofnvegi í hrikalegt
ástand af því að við höldum þeim ekki
við. Allir fagna því að sett er fjármagn
í samgöngubætur, svo sem brýr og
breikkun vega, en á sama tíma töpum
við þeim mikilvægu stofnleiðum sem
fyrir eru í óviðunandi ástand vegna
skorts á viðhaldi,“ segir Björg
Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundar-
firði.
Hún hefur rætt málið við vöru-
bílstjóra og segir að ástandið sé verst
á sunnanverðu Snæfellsnesi, ekki síst
frá Vegamótum að Hítará. Það sé
skelfilegt á köflum, brotnir vegkant-
ar, sig og frostskemmdir sem valda
ójöfnum. Hún nefnir sérstaklega kafl-
ana um Kaldármela og Skjálgar-
hraun. Hefur Björg eftir vöruflutn-
ingabílstjóra að það sé ekki spurning
um hvort heldur hvenær alvarlegt
slys verður á þessum vegarköflum.
Miklir fiskflutningar eru til og frá
Snæfellsnesi og hluti af þeirri miklu
framleiðslu á eldislaxi sem kemur frá
sunnanverðum Vestfjörðum er flutt-
ur með Baldri yfir Breiðafjörð og fer
þá um Snæfellsnesveg og Mýrar.
Þegar fulllestaðir bílar geta ekki nýtt
kantinn verða þeir að færa sig aðeins
inn á hina akreinina, sem ætluð er
umferðinni á móti. Þetta veldur aug-
ljóslega hættu.
Von er á miklum fjölda ferðamanna
til landsins í sumar og munu margir
leggja leið sína um Snæfellsnes, mið-
að við reynsluna frá því fyrir faraldur.
Björg segir að vegirnir séu ekki í
standi fyrir stóra bíla, eins og rútur
með ferðafólki. Þá sé ökuhæfni sumra
þeirra erlendu ferðamanna sem fara
um landið á eigin vegum, til dæmis
bílaleigubílum, misjöfn og slæmir
vegir hjálpi þeim augljóslega ekki.
Misst kafla út úr höndunum
Pálmi Þór Sævarsson, svæðis-
stjóri vestursvæðis Vegagerðarinnar
sem nær yfir Vesturland og Vest-
firði, segir að komin sé mikil við-
haldsskuld fyrir svæðið í heild. „Við
höfum misst nokkuð marga kafla út
úr höndunum. Höfum samt síðustu
árin reynt að halda þeim þannig að
þeir séu almennilega færir og örugg-
ir, með þeim fjármunum sem við höf-
um úr að spila hverju sinni,“ segir
Pálmi.
Hann segir reynt að forgangsraða
verkefnum eftir umferðarþunga en
staðan sé orðin þannig að raða þurfi
meira eftir því hversu slæmir og
hættulegir kaflarnir eru orðnir.
Vegagerðin hefur áætlað að þörf
sé á 5-6 milljörðum króna fyrir allra
brýnustu verkefnin á þessu svæði,
við styrkingar og endurbætur stofn-
vega. Pálmi segist hafa 370 milljónir í
ár í þessi verkefni. Tekur þó fram að
reynt sé að færa fé úr öðrum flokkum
til að sinna brýnum verkefnum til
bráðabirgða.
Vegir slæmir og jafnvel hættulegir
- Bæjarstjórn Grundarfjarðar vekur máls á slæmu ástandi vega á Snæfellsnesi og um Mýrar og hvetur
til aukins viðhalds - Viðhaldsskuldin er 5-6 milljarðar króna - 370 milljónir eru til ráðstöfunar í ár
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Undir Jökli Vegurinn um sunnanvert Snæfellsnes og Mýrar er víða lélegur.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Læknir, sem ákærður er fyrir of-
beldi gegn konu sinni og börnum,
lauk í gær störfum fyrir Heilbrigð-
isstofnun Norðurlands (HSN) á
Húsavík, að sögn forstjóra stofn-
unarinnar.
Ákæra á hendur manninum var
gefin út af lögreglustjóranum á
Vestfjörðum og er manninum gefið
að sök að hafa yfir sjö ára tímabil
beitt eiginkonu sína ofbeldi og hót-
unum.
Þá er maðurinn einnig ákærður
fyrir líkamlegt og andlegt ofbeldi
gegn þremur dætrum þeirra yfir
sama tímabil.
„Hann hefur starfað hér í hálf-
an mánuð og hefur lokið störfum
fyrir okkur,“ sagði Jón Helgi
Björnsson, forstjóri HSN, í samtali
við mbl.is í gær, sem greindi fyrst
frá því að maðurinn starfaði við
stofnunina.
„Við vissum ekki af þessum
málum hans áður,“ bætir Jón Helgi
við og jánkar því að spítalinn hafi
fengið vitneskju um málið á svip-
uðum tíma og það komst í fjölmiðla.
Aðspurður segir Jón Helgi að
starfslokin hafi ekki beint tengst
umræddri ákæru.
Læknirinn lokið
störfum fyrir norðan
- Starfaði hjá HSN í hálfan mánuð - Vissu ekki af málinu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Húsavík Læknirinn hefur starfað í
sveitarfélaginu að undanförnu.