Morgunblaðið - 10.05.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022 EUROVISION Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Systkinin Sigríður, Elísabet, Elín og Eyþór Eyþórsbörn stíga á stóra sviðið í Eurovision-söngvakeppninni í Tórínó á Ítalíu í kvöld. Systurnar hafa ekki skorað hátt í veðbönkum undanfarnar vikur, en sem stendur er þeim spáð 13. sæti af 17 í undan- keppni kvöldsins. Þetta er fyrri und- ankeppnin fyrir aðalkvöldið sem fer fram á laugardag, 14. maí. Seinni undankeppnin er á fimmtudag. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi stuttlega við Siggu, Betu og Elínu í Tórínó í gær og sögðust þær vera orðnar aðeins stressaðar fyrir kvöldinu en vonuðust til þess að atriðið væri komið í vöðvaminnið og þær kæmust nokkuð klakklaust í gegnum þetta. Systurnar hafa verið við æfingar í Tórínó síðan í byrjun maí og í gær- kvöldi var dómararennslið, sem er ein mikilvægasta æfingin til þessa. Foreldrar systkinanna eru tónlist- arfólkið Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson en þau ákváðu að vera heima á Íslandi meðan á Eurovision-ævintýri barna þeirra stendur og hugsa um barnabörnin, en öll eiga systkinin börn heima á Íslandi. „Við erum búin að ákveða að fara frekar öll saman eitthvað til útlanda um jólin, þegar við erum öll í fríi,“ segir Sigríður. Veðbankar segi ekki allt Steinunn Björk Bragadóttir, fyrr- verandi stjórnarmeðlimur í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES), segir að lítið sé að marka veðbanka hvað viðkemur sætum 6 til 10. Hún segir að fólk megi ekki dæma Syst- ur úr leik þótt þeim sé ekki spáð áfram að svo stöddu. „Neðri hlutinn segir ekki neitt. Það er hægt að taka mark á þessu upp að vissu marki. Ég hef lært það af minni reynslu að maður á ekki að taka þetta of alvarlega,“ segir Steinunn, sem er hér úti á sinni fimmtu Eurovision-keppni. Það er mikil stemning í Tórínó um þessar mundir og hingað eru farnir að tínast Eurovision- aðdáendur hvaðanæva úr álfunni, einnig frá Ástralíu, þar sem ein- stakur áhugi er á Eurovision. Úkraínu spáð sigri Hljómsveitin Kalush keppir fyrir hönd Úkraínu í ár og er henni spáð sigri í keppninni. Meðlimir sveit- arinnar stíga á sviðið í kvöld en lag þeirra flokkast sem þjóðlagaskotið rapp. Steinunn telur að Úkraína muni vinna keppnina og að hljóm- sveitin hefði líka náð langt í henni þótt ekki geisaði stríð í heimaland- inu. „Rapp er nú reyndar ekki þekkt fyrir að ríða feitum hesti frá Euro- vision en þetta er þjóðlagaskotið. Ástandið í Úkraínu mun alveg spila inn í og fyrir mína parta er það bara allt í lagi. Þetta er alveg gott lag, þeir hefðu komist í efstu tíu sætin þótt stríðið væri ekki í gangi.“ Styttist í stóru stundina - Ísland keppir í Söngvakeppninni á Ítalíu í kvöld - Systkinin Sigga, Beta, Elín og Eyþór klár í slaginn - Veðbankar spá 13. sæti af 17 í fyrri undankeppninni AFP/Marco Bertorello Opnunin Systkinin mæta hér til opnunarhátíðar keppninnar í Tórínó og minntu í leiðinni á stríðið í Úkraínu og rétt- indi transfólks. Þau stíga á svið í kvöld og er spáð 13. sæti í undankeppni kvöldsins. Smá stress er komið í hópinn. Morgunblaðið/Sonja Sif Gleði Halla Ingvarsdóttir, Sunna Mímisdóttir og Gísli Kjærnested fylgjast spennt með keppninni. Nýverið fór þingmaðurinn Birgir Þórarinsson í aðra ferð sína til Lviv í Úkraínu. Að þessu sinni fór hann með læknavörur frá Íslandi á her- sjúkrahúsið í borginni. Ferðina fór hann á eigin vegum. Birgir segir fyrirtækin Össur og Medor hafa gefið vörurnar. „Össur gaf ýmsar stuðningsvörur, m.a. til að auka hreyfanleika þeirra sem hafa misst útlimi. Medor gaf ýmsar sárasogsvörur, dælur og sára- umbúðir auk mælitækja sem taka hjartalínurit, hjartslátt, súrefnis- upptöku og blóðþrýsting.“ Þá segir hann starfsmenn her- sjúkrahússins hafa verið mjög þakk- láta íslensku fyrirtækjunum. „Mikil ánægja var á hersjúkrahús- inu með sendinguna og þakklæti til íslensku fyrirtækjanna. Sjúkrahúsið er gamalt og fremur illa búið. Þar eru 35 rúm og voru þau öll upptekin þegar vörurnar voru afhentar.“ Úkraína Birgir segir vörurnar hafa samtals vegið um áttatíu kíló. Birgir fór með læknavörur til Lviv - Össur og Medor gáfu vörurnar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Harðbotna slöngubátur tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Sex voru um borð í bátnum og fram kom í tilkynningu frá Landhelgis- gæslunni að aðstæður í Ísafjarðar- djúpi hefðu verið krefjandi. Þar hefði verið hvassviðri og kröpp alda. Kemur jafnframt fram að bát- urinn hafi orðið aflvana í kjölfar þess að hann tók niðri og rak hann þá stjórnlaust í átt að klettum suður af eyjunni, rétt utan við mynni Hestfjarðar. Áhöfnin á varðskipinu Þór, þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhöfn á björgunarskipinu Gísla Jóns voru kallaðar á vettvang á mesta forgangi. Skip og bátar í grenndinni voru einnig beðin að halda á staðinn. Farþegabátur sem staddur var í Djúpinu var fyrstur að bátnum. Hann náði að koma taug yfir í slöngubátinn og dró hann í höfn laust fyrir klukkan átta. Sex manns bjargað úr bát sem tók niðri Guðjón Hreinn Hauksson var í gær kjörinn for- maður Félags framhaldsskóla- kennara til næstu fjögurra ára. Guðjón Hreinn hefur gegnt for- mennsku fyrir FF síðan 2019. Hann hlaut 732 atkvæði eða 70,4% en Kjartan Þór Ragnarsson hlaut 264 atkvæði eða 25,4%. Ríflega 59% þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði. Um helgina var Mjöll Matthías- dóttir kjörin formaður Félags grunnskólakennara. Hún bauð sig fram gegn sitjandi formanni, Þor- gerði Laufeyju Diðriksdóttur. Hlaut Mjöll 41,53% atkvæða, Þor- gerður Laufey 29,64% atkvæða og Pétur Georgsson tæp 23,8%. Guðjón Hreinn end- urkjörinn formaður Guðjón Hreinn Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.