Morgunblaðið - 10.05.2022, Síða 4

Morgunblaðið - 10.05.2022, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022 Auglýsing um framlagningu kjörskrár og tilnefningar vegna kosningar vígslu- biskups á Hólum, sbr. 9. og 11. gr. starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 9/2021-2022. Kjörskrá vegna kosningar vígslubiskups á Hólum hefur verið samþykkt og verður lögð fram 6. maí 2022. Viðmiðunardagur skilyrða kosningarréttar er 28. apríl 2022. Kjósandi getur kannað á þar til gerðu vefsetri https://kirkjan.is/vígslubiskup/kjörskrá hvort nafn hans er á kjörskrá. Við aðgang að vefsetrinu er notuð almenn innskráningarþjónusta, s.s. rafræn skilríki eða Íslykill. Athugasemdir vegna kjörskrár skulu berast kjörstjórn eigi síðar en fimm sólarhringum áður en tilnefning hefst. Athugasemdir skulu sendar á netfangið kirkjan@kirkjan.is. Tilnefningin verður rafræn. Hún hefst kl. 12:00 þann 19. maí 2022 og lýkur kl. 12:00 þann 24. maí 2022. Heimilt er að tilnefna allt að þrjá einstaklinga sem uppfylla kjörgengisskilyrði skv. 1. gr. ofangreindar starfsreglna. Rétt til að tilnefna hafa vígðir einstaklingar sem kosningarréttar njóta auk leikmanna á kirkjuþingi, þ.e.: • Þjónandi prestar eða djáknar íslensku þjóðkirkjurnar er tilheyra prófastsdæmum sem eru í Hólaumdæmi. • Þjónandi prestar eða djáknar sem lúta tilsjónar biskups Íslands og eru í föstu og launuðu starfi á vegum stofnunar og/eða félagasamtaka hér á landi og sem starfa í Hólaumdæmi. • Kirkjuþingsmenn. • Vígðir kennarar í föstu starfi við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. • Vígðir starfsmenn á biskupsstofu sem eru í föstu starfi. Áætlað er að kosning vígslubiskups á Hólum hefjist kl. 12:00 þann 23. júní 2022 og ljúki kl. 12:00 þann 30. júní 2022. Reykjavík, 6. maí 2022. f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar, Anna M. Karlsdóttir, formaður. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Rekstur ÁTVR í fyrra einkenndist af faraldri kórónuveirunnar líkt og á árinu á undan. Þó minnkaði selt magn af áfengi í lítrum talið á síð- asta ári frá árinu á undan eða um 1,6% en ÁTVR seldi áfengi fyrir tæpa 40 milljarða í fyrra og tóbak fyrir rúmlega ellefu milljarða að virðisaukaskatti meðtöldum. Í annað skipti í 100 ára sögu ÁTVR fór árs- veltan yfir 50 milljarða en á árinu 2020 fór sölu- aukningin langt fram úr öllum áætlunum og heildarveltan í fyrsta skipti yfir 50 milljarða. Í fyrra var fjöldi við- skiptavina 5,5 milljónir og fækkaði þeim frá fyrra ári um 0,6%. Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, segir í formála nýútkominnar árs- skýrslu ÁTVR að breyttar lífsvenjur á tímum faraldursins hafi haft í för með sér að verslun yfir netið varð al- mennari og að í faraldrinum hafi vefverslun endanlega fest sig í sessi sem viðurkenndur verslunarmáti. Afhenda áfengi hverjum sem er Ívar fjallar ítarlega um einka- reknar vefverslanir með áfengi sem komu fram á sjónarsviðið og segir að þessar verslanir hafi fengið að starfa óáreittar „þrátt fyrir að flest- ir séu sammála um að fyrir þeim sé ekki heimild í lögum og rekstur þeirra stangist á við einkaleyfi ÁTVR. Vefverslanirnar afhenda áfengi hverjum sem er þrátt fyrir ákvæði laga um að ekki megi af- henda og selja áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára. Einnig eru þær opnar allan sólarhringinn þrátt fyrir ákvæði laga um lögbundinn opn- unartíma áfengisverslana,“ segir í formálanum. Fullyrðir hann að ef vefverslun einkaaðila með áfengi verði leyfð á Íslandi sé smásala áfengis innan- lands í raun gefin frjáls og það leiði af sér afnám einkaleyfis ÁTVR. Í þessu máli sé engin millileið til. „Það er einfaldlega ekki hægt að vera með frjálsa samkeppni og einkasölu á sömu vöru á sama tíma. Slíkt fyrir- komulag brýtur bæði gegn íslensk- um samkeppnislögum og Evrópu- rétti,“ segir Ívar. Ef einkaaðilum sé leyft að selja áfengi yfir netið sé sú sala í beinni samkeppni við einkasöl- una, þá væri búið að opna fyrir markaðslögmálin með tilheyrandi samkeppni, verðstríði og söluhvöt- um í beinni andstöðu við meginatriði gildandi áfengisstefnu. „Verði netverslun einkaaðila á áfengi leyfð mun aðgengi að áfengi gjörbreytast. Það verður alltaf inn- an seilingar á öllum tímum sólar- hringsins alla daga ársins. Með inn- leiðingu einkahagsmuna í smásölu áfengis er verið að víkja af braut ábyrgrar áfengisstefnu sem fylgt hefur íslensku þjóðinni í heila öld. Áfengisstefnu sem skilað hefur þjóðinni heilbrigðum ungmennum, minni áfengisneyslu, betri lýðheilsu og almannaheill,“ segir m.a. í for- mála forstjóra ÁTVR. Fram kemur í ársskýrslunni að hagnaður ÁTVR í fyrra var rúmir 1,6 milljarðar kr. (var 1,8 milljarðar 2020), og var greiddur 500 milljóna kr. arður í ríkissjóð. Alls voru tekjur ríkissjóðs af áfengis- og tóbaks- gjöldum, virðisaukaskatti og arð- greiðslu tæpir 30 milljarðar í fyrra. Sala jókst í fyrra á sterku áfengi um 12% en salan dróst saman um 2,8% í léttvíni og 2,2% í bjór. Sala tóbaks skilaði 9.372 milljónum króna án virðisaukaskatts en hún minnkaði um 7,5% milli ára. Dróst sala tóbaks saman í öllum flokkum í fyrra, sala á neftóbaki var tæplega 35% minni í magni en árið á undan og sala á síg- arettum minnkaði um tæp 7% á milli ára. Starfsfólk í Vínbúðunum er þjálf- að í að spyrja viðskiptavini um skil- ríki til að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri. Til að bæta eft- irlitið er á hverju ári farið í huldu- heimsóknir þar sem fólk á aldrinum 20-24 ára fer í búðirnar og skilar svo niðurstöðum um hvort það þurfti að framvísa skilríkjum. Árangurinn var nokkru lakari í fyrra og færri spurð- ir um skilríki en á árunum á undan eða 75% sem er töluvert undir markmiðinu sem er 90%. Á árinu 2019 var árangur hulduheimsókn- anna 83% en fór niður í 78% á árinu 2020 og 75% 2021 eins og fyrr segir. Í fyrra voru seldir 79.093 fjölnota pokar í vínbúðunum sem er 20,6% aukning frá árinu á undan. Yfir 50 milljarða velta ÁTVR annað árið í röð - 1,6% minni sala áfengis - 7,5% minni tekjur af tóbaki Morgunblaðið/Heiddi Áfengi Flestir viðskiptavinir á einum degi, tæplega 44 þúsund, heimsóttu Vínbúðirnar 31. mars í fyrra, sem var miðvikudagurinn fyrir páskahelgina.Ívar J. Arndal Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samorkuþing, stærsta ráðstefna í orku- og veitugeiranum á Íslandi, hófst í Hofi á Akureyri í gærmorgun og lýkur í kvöld. Þar munu 130 fyr- irlesarar flytja jafn mörg erindi um hin ýmsu viðfangsefni orku- og veitu- fyrirtækja. Kynjahlutföll eru jöfn í hópi fyrirlesaranna, sem telst til tíð- inda í þessum geira. Auk fyrirlestra og ávarpa er haldin vöru- og þjón- ustusýning á staðnum. Skráðir þátt- takendur eru 500 og koma frá stóru orku- og veitufyrirtækjunum og einnig frá minni veitufyrirtækjum víða um land. Sigurður Ingi Jóhannsson innviða- ráðherra sagði í ávarpi sínu í Hofi að leið Íslendinga til að takast á við loftslagsmálin væri m.a. með grænni orku. Áskorunin væri augljóslega sú að til að leysa loftslagsmálin þyrfti meiri græna orku. Öll Norðurlöndin legðu áherslu á það og sama gilti hér á Íslandi. Einnig nefndi hann fyrir- liggjandi verkefni eins og að ljúka við að afgreiða 3. áfanga rammaáætl- unar, setja skýrari ramma um hvern- ig við nýtum vindorkuna í sátt og eins um flutningskerfi raforku og fleira. „Við þurfum að vanda okkur og gera þetta í eins mikilli sátt við allt og alla og hægt er. En við megum ekki sofna á verðinum og missa af því tækifæri að verða sjálfbær og að við- halda orkusjálfstæði okkar,“ sagði Sigurður Ingi í viðtali við Morgun- blaðið. Guðlaugur Þór Þórðarson ráð- herra umhverfis-, orku- og loftslags- mála rifjaði upp í ávarpi sínu gerð grænbókarinnar, skýrslu um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum, og þakkaði öllum sem komu að því verki. Meginniðurstaða hennar væri að í gegnum loftslagsmarkmið Ís- lands þyrfti að móta betur orkufram- leiðslu og -flutning sem eru grunnur að framfylgd orkuskipta. Guðlaugur sagði nauðsynlegt að höggva á þá hnúta sem verið hefðu í meðferð rammaáætlana, eða að finna annað fyrirkomulag sem leiddi til bættrar málsmeðferðar um orku- framkvæmdir. Morgunblaðið/Margrét Þóra Sýning Auk 130 erinda er haldin vöru- og þjónustusýning í Hofi. Leysa þarf orku- málin úr viðjum - Samorkuþing haldið á Akureyri Hof Sigurður Ingi Jóhannsson inn- viðaráðherra ávarpaði ráðstefnuna. Borgarráð hefur heimilað um- hverfis- og skipulagssviði Reykja- víkur að bjóða út framkvæmdir vegna stígagerðar og gerðar út- sýnispalls við Eiðsgranda og Ána- naust. Kostnaðaráætlun fyrir verkið er 150 milljónir króna. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í júní og að þeim ljúki í september 2022. Verk- ið hefur þegar verið boðið út og er tilboðsfrestur til 23. maí. Framkvæmdin felur í sér að end- urgera göngustíga og hluta hjóla- stígs meðfram nýendurgerðum sjó- varnagarði við Eiðsgranda og Ánanaust. Auk þess verður byggð- ur nýr útsýnispallur til móts við JL-húsið. Sömuleiðis verða útbúnir nokkrir áningarstaðir með bekkj- um meðfram stígnum. Loks verða sett upp minjaskilti um Ufsaklett og Ánanaust. Þessar framkvæmdir munu hefjast í kjölfar þess að end- urgerð sjóvarnagarðs á svæðinu lýkur seinna í þessum mánuði. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram svohljóðandi bókun: „Hér eru stigin jákvæð skref í að bæta aðgengi að vestur- ströndinni í Reykjavík sem hefur verið mjög torfær og lokuð. Rétt væri að skoða næstu skref þannig að hægt verði að njóta sjávarins, útsýnisins og skjóls með því að fara niður fyrir sjóvarnagarðinn með skipulegum og öruggari hætti en nú er hægt.“ sisi@mbl.is Nýr útsýnispallur við Eiðsgrandann Vesturbærinn Hinn nýi útsýnispallur verður byggður fyrir framan JL-húsið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.