Morgunblaðið - 10.05.2022, Side 6

Morgunblaðið - 10.05.2022, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022 Hreint loft –betri heilsa Honeywell gæða lofthreinsitæki Láttu þér og þínum líða vel - innandyra Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð viðmyglugróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. HFD323E Air Genius 5. Hægt að þvo síuna. Verð kr. 39.420 HPA830 Round Air Purifier. Mjög hljóðlát. Verð kr. 29.960 S. 555 3100 · donna.is Rússneska rétttrúnaðarkirkjan stóð fyrir minningarathöfn í Foss- vogskirkjugarði í gær. Þar komu safnaðarmeðlimir saman til að biðja og minnast þeirra sem létu lífið í seinni heimsstyrjöldinni. Rússar kalla daginn, 9. maí, „sig- urdaginn“ en einn skipuleggjenda athafnarinnar, Anna Valdimars- dóttir, segir hann meðal þeirra heilögustu í rússneskri sögu. „Á þessum degi lauk seinni heims- styrjöldinni sem var fyrir okkar þjóð endirinn á ættjarðarstríðinu mikla. Þegar ég segi okkar þjóð þá meina ég alla þá sem eru frá fyrr- verandi Sovétríkjunum,“ segir Anna. „Seinni heimsstyrjöldin snerti þjóðina alla og við lítum öll á enda- lok hennar sem sameiginlegan sig- ur okkar gagnvart nasisma,“ bætir hún við. Vanalega mæta um hundrað manns í Fossvogskirkjugarðinn til að halda upp á sigurdaginn en heldur fámennara var á minningar- athöfninni í ár. Þrátt fyrir það var lögreglan með talsverðan viðbúnað á svæðinu. „Ég er eiginlega hissa að sjá hve fáir mættu til að mót- mæla en það þýðir að fólk hefur lesið sér til,“ sagði Anna við mbl.is. Rússneska rétttrúnaðarkirkjan með minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði á sigurdeginum Styrjöldin snerti alla Morgunblaðið/Eggert Athöfn Tímur Zolotuskiy, prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, stjórnaði minningarathöfninni, sem fór friðsamlega fram. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Mikill skortur er á starfsfólki í sum- ar greinar innan ferðaþjónustunnar. Sérstaklega vantar kokka og fram- reiðslufólk fyrir sumarið á landinu öllu. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, for- maður Samtaka ferðaþjónustunn- ar, í samtali við Morgunblaðið. Það sé áskorun að ná að manna stöður áður en háannatíminn í ferðaþjónustunni hefjist. Hún segist ekki hafa heildaryfir- sýn yfir stöðuna enda sé erfitt að verða sér úti um nákvæmar tölur um ráðningar en hún hafi grennslast fyrir um stöðuna víða. „Það ríkir ekki neyðarástand og þetta hefur gengið, að hluta til, betur en við reiknuðum með. Þetta er mis- jafnt eftir því hvar við berum niður,“ segir Bjarnheiður og bætir við að til dæmis hafi gengið vel að manna skrifstofustörfin í ferðageiranum. „Það er þáttur sem gleymist oft en það eru auðvitað þúsundir sem starfa við skipulagningu ferða, markaðssetningu, sölu og slíkt. Þar hafa flestir komið til baka í gömlu störfin sín.“ Henni hefur líka skilist að það hafi gengið vel að manna störf herbergisþerna víðast hvar. „En það er skortur á kokkum og þjónum, almennur skortur á þessu fólki alls staðar.“ Spurð hvort þessi störf séu að miklu leyti mönnuð af erlendu starfsfólki segir Bjarnheiður að það sé nokkuð blandað en bætir þó við: „Fólkið sem rekur hótelin og veit- ingastaðina er mikið að ráða erlenda starfsmenn. Það eru allir á fullu að reyna að klára að manna og leita allra leiða til þess og það er mjög mikið erlendis.“ Gengur betur ef húsnæði fylgir Í þessu samhengi nefnir Bjarn- heiður að húsnæðismál starfsfólks- ins skipti máli þegar kemur að ráðn- ingum. „Fyrirtækjum sem geta boðið starfsfólki sínu upp á húsnæði gengur betur en hinum í þessu. Það skiptir í rauninni ekki máli hvar á landinu þau eru hvað það varðar. Mörg af þessum hótelum í dreifðu byggðunum eru búin að koma sér upp húsnæði og gerðu það bara strax í upphafi vegna þess að það þýðir ekkert annað. Svo hafa hótel hér í bænum líka farið út í að kaupa íbúðir til þess að tryggja starfsemi sína. Það eru dæmi um það hér á höfuð- borgarsvæðinu og í Keflavík.“ Bjarnheiður bætir við að auk kokka og framreiðslufólks sé áskor- un að fá nægilega marga bílstjóra til þess að sinna rútuferðum og öðru slíku í sumar. „En það gengur rosalega vel að ráða í flugið. Það má ekki gleymast heldur, því flugsamgöngur eru grundvöllurinn fyrir því að ferða- menn geti komið,“ segir hún. „Þetta er mál í vinnslu enn þá en það leggja sig allir fram við að full- manna til þess að geta annað allri eftirspurninni. Hún er auðvitað gríð- arlega mikil. Þetta sumar lítur alveg svakalega vel út, fer fram úr björt- ustu vonum held ég. Það er lykil- atriði að geta mannað bæði fyrir okkur og líka fyrir hagkerfið okkar,“ segir Bjarnheiður. Skortur á kokkum og þjónum Morgunblaðíð/Ásdís Veitingahús „Það eru allir á fullu að reyna að klára að manna.“ - Misvel gengur að ráða í störf í ferðaþjónustunni - Almennur skortur á starfsfólki - Formaður SAF segir lykilatriði fyrir greinina og hagkerfið að fullmanna og anna þar með eftirspurn háannatímans Bjarnheiður Hallsdóttir „Þó dregið hafi úr hækkun leigu á meðan Covid-faraldurinn gekk yfir þá er hækkun leigu nú þegar hafin á ný og fyrirséð að hún verður kröftug þegar aukinnar eftirspurnar eftir leiguhúsnæði fer að gæta frá inn- fluttu vinnuafli og auknum fjölda ferðamanna,“ segir í nýútkomnum Kjarafréttum Eflingar. Þar kemur fram að aukin byrði vegna húsaleigu hafi tekið umtalsverðan hluta kjara- bóta sem áttu að skila sér til lág- tekjufólks í síðustu kjarasamning- um. Birt er greining á stöðunni á leigu- markaði í fréttabréfinu en rúmlega 20% heimila eru á leigumarkaði og eru leigjendur oftast lágtekjufólk og í meiri mæli ungt fólk. Bent er á að húsnæðiskostnaður leigjenda hafi hækkað langt umfram húsnæðis- kostnað þeirra sem búa í eigin hús- næði frá 2006 til 2021. Leiga taki nú mun stærri hlut ráðstöfunartekna leigjenda en var á árunum fyrir hrun. Að meðaltali taki íbúðaleiga um 45% ráðstöfunartekna og umtals- verður hluti leigjenda sé með óhóf- lega háa leigubyrði. „Talað hefur verið um að æskilegt sé að leiga fari ekki yfir 25% af ráðstöfunartekjum, en þegar meðaltalið fyrir leigjenda- hópinn allan er 45% og umtalsverðir hópar fara upp í 70% eða meira þá er ófremdarástand,“ segir þar. Á síð- ustu tíu árum hafi leiga á höfuðborg- arsvæðinu hækkað um 102%, langt umfram það sem sést hafi í Evrópu. Staða leigjenda versnað og spá kröftugri hækkun leigu - Leiga á höfuðborgarsvæði hækkað um 102% á tíu árum Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbúðir Leigjendur greiða að jafnaði 45% ráðstöfunartekna sinna í leigu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.