Morgunblaðið - 10.05.2022, Side 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022
Á síðustu árum hef-
ur tískuorðið einföldun
regluverks verið mikið
í umræðunni. Ákveðnir
stjórnmálamenn ætl-
uðu að nota tækifærið
og þurrka út heilu iðn-
greinarnar án tillits til
þeirrar þekkingar og
færni sem býr að baki
þeim. En einföldunin
(hreinsunin) átti að verða trúverðugri
með aðstoð OECD sem virðist vera í
áskrift hjá íslenska ríkinu með
skattfé landsmanna. Dýrir starfs-
menn ráðuneyta og Samkeppniseft-
irlitsins voru nýttir í vinnuna í stað
þess að vinna við það sem þeir voru
ráðnir til.
Íslendingar eiga framúrskarandi
gott iðnkerfi og þurfa ekki á aðstoð
OECD að halda til að níða það niður
og bera saman við lönd sem hafa kerfi
langt að baki því íslenska. Kerfið okk-
ar er einstakt að því þýska und-
anskildu en Þjóðverjarnir hafa þó
borið gæfu til að ramma kerfið sitt
inn frá a til ö og gerðu það strax 1897.
Á Íslandi eru námssamningar á
könnu framhaldsskólanna, námskrár
eru gefnar út af Menntamálastofnun,
sveinsbréfin eru gefin út af háskóla-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu,
iðnmeistaranám er í tilteknum fram-
haldsskólum, meistarabréfin eru gef-
in út af sýslumönnum og endur-
menntun, m.a. hjá Iðunni, og svo má
lengi telja. Sérhagsmunasamtök
rugla svo öllu kerfinu ásamt illa upp-
lýstum stjórnmálamönnum.
Hvað getum við gert til að einfalda
kerfið? Við leggjum til að stofnað
verði á Íslandi Handwerkskammer
(„Handverksstofnun“) að þýskri fyr-
irmynd. Í Þýskalandi eru 53 slíkar
svæðisbundnar stofnanir en þýska
þjóðin telur tæpar 83 milljónir manna.
Það myndi því nægja að koma einni
slíkri stofnun á laggirnar á Íslandi
sem telur 350.000 manns. Lögum
samkvæmt eru öll iðnfyrirtæki skyld-
uð til að starfa undir Handwerk-
skammer, annars fá þau ekki starfs-
leyfi.
En hvað gerir Handwerkskammer?
Í stuttu máli sagt er allt sem tengist
handiðnaði undir einu þaki. Haldið er
utan um iðnaðarskrá, námssamninga,
iðnskólana, leyfisveitingar, útgáfu
sveins- og meistarabréfa, alla iðn-
menntun og endurmenntun og allt
sem viðkemur rekstri iðnfyrirtækja.
Jafnframt er aðstoð við stofnun nýrra
iðnfyrirtækja og nýsköpun í iðnaði. Er
þetta ekki einfalt? Við þurfum ekki
alltaf að reyna að finna upp hjólið.
En hvernig eigum við að fjármagna
þetta? Það yrði gert með hóflegu fé-
lagsgjaldi sem iðnfyrirtækin greiða og
fá í staðinn mikla þjónustu sem er
miðuð að þeirra hagsmunum og iðn-
aðinum í heild. Allir eru félagar og
allir greiða, ólíkt því sem er í dag að
aðeins hluti iðnaðarmanna velur að
greiða til SI. Félagsgjöld til Samtaka
iðnaðarins (SI) eru gríðarlega há og
myndi hluti þeirra nýtast til reksturs
hinnar nýju og þjónustumiðuðu stofn-
unar. Jafnframt myndi ríkið færa
þjónustu til nýju stofnunarinnar og
hagræða á þann hátt.
Í Þýskalandi er fúsk og ólöglegur
iðnrekstur kallaður „ólögmæt sam-
keppni“, en stjórnmálamenn á Íslandi
telja það til nýsköpunar og fram-
taksemi þrátt fyrir að undir því þrífist
svart hagkerfi. Ungt fólk er hvatt til
að leggja fyrir sig iðnnám en svo er
ætlast til að iðnfyrirtækin og mörg
önnur atvinnustarfsemi á Íslandi
keppi við ólögmæta samkeppni þeirra
sem fara ekki að lögum. Telji iðn-
meistari einhverja starfsemi stangast
á við lög þarf hann í eigin persónu að
kæra slíkt til lögreglu sem telur slíkt
ekki vera forgangsmál til að rann-
saka. Í staðinn má gera kerfið skil-
virkara með því að auka eftirlit með
brotum á handiðnaðarlögum og setja
á háar stjórnvaldssektir við lög-
brotum.
Því skal haldið til haga að með
samþykkt laga nr. 92/2008 voru Iðn-
skólinn í Reykjavík og Iðnskólinn í
Hafnarfirði með 2.600 nemendur
lagðir niður, iðn- og starfsnám fært
sérhagsmunasamtökunum í Borg-
artúni 35 á silfurfati til fimm ára sem
síðan hefur verið framlengt athuga-
semdalaust af ráðherrum mennta-
mála þrátt fyrir svarta skýrslu Rík-
isendurskoðunar í apríl 2017 um
hvernig til tókst.
Samtök atvinnulífsins, Samtök iðn-
aðarins og Viðskiptaráð Íslands hafa
keppst við á undanförnum árum að
koma sér fyrir á miðunum og vísa illa
upplýstum stjórnmálamönnum hvert
skal halda. Ríkisstjórnir síðustu ára
með viðkomandi fagráðherra í far-
arbroddi hafa ítrekað hlýtt kalli sér-
hagsmunasamtakanna í Borgartúni
35 sem skarta hátt í 80 manna starfs-
liði fyrir utan mikinn fjölda stjórn-
armanna.
Stjórnmálamenn raða sér á fyrsta
bekk á skrautsýningum samtakanna
og láta nýútskrifað fólk sem sumt hef-
ur litla sem enga reynslu segja sér
hvernig hlutirnir eigi að vera. Iðn-
meistarar hafa talið sig eiga öruggt
skjól og stuðning undir svokallaðri
regnhlíf SI sem er götótt og engum
iðnmeisturum til gagns sem borga svo
allar veislurnar og sýningarnar. Sam-
tökin þora ekki að koma fram og mót-
mæla brotum á iðnlöggjöfinni og festa
í sessi fúsk með aðgerðaleysi sínu.
Undir afskiptum þessa fólks sem hef-
ur ráðskast með stjórnmálamenn eins
og strengjabrúður hefur verið unnið
gríðarlegt tjón á íslenskum iðnaði.
Ríkisstjórn Íslands ber þó höf-
uðábyrgð á afskiptum OECD af ís-
lenskum menntamálum og greiddi
120 milljónir króna í október 2020 fyr-
ir herlegheitin. Að sjálfsögðu fagnaði
Viðskiptaráð Íslands þegar ráðu-
neytið samdi við OECD um fram-
kvæmd svokallaðs samkeppnismats á
ferðaþjónustu og byggingastarfsemi.
Nú gætu þeir loksins komið sínum
„banvæna bita“ í framkvæmd. Út-
koman varð reyndar allt önnur því
helstu tillögurnar voru að „AF-
NEMA löggildingu bakara og ljós-
myndara“.
Hvert eru ráðandi stjórnvöld kom-
in þegar stóra myndin er skoðuð?
Stórtækir auðmenn kaupa at-
hugasemdalaust upp land á meðan
ráðherra eyðir tíma sínum og skatt-
peningum landsmanna í óþurftar-
verkefni sem ættu að nýtast betur í
mörgum áríðandi verkefnum á mikl-
um óvissutímum. Aðilar eru að leggja
til breytingar á iðnnámi en hafa aldr-
ei lagt fyrir sig slíkt nám. Hrein árás
ríkisstjórnar Íslands er fyrir neðan
allar hellur á lögvernduð starfsrétt-
indi bakarastéttarinnar sem er stórt
lýðheilsumál.
Traustið hverfur þegar „virtir
rektorar“ fagskólanna tjá sig opin-
berlega með ýmsar öfgafullar skoð-
anir að leiðarljósi, meðal annars „að
leggja niður sveinsprófin – burt með
þetta allt saman“. Er það þangað sem
við stefnum? Það er ekki lengur verið
að hugsa um framtíð ungs fólks sem
leggur fyrir sig iðnnám og sér fyrir
sér fagréttindi með miklum framtíð-
armöguleikum. Nei, þvert á móti.
Mun gamall draumur heildarsamtak-
anna í Borgartúni 35, eigenda Tækni-
skólans og Háskólans í Reykjavík,
sem hafa námskrárgerð iðnnáms í
hendi sér og sjá fyrir sér í hillingum
þrepaskipt iðnnám og hópa iðjufólks
á lágum launum, raungerast?
Einföldum kerfið
Eftir Sigurð Má
Guðjónsson og
Helga Steinar
Karlsson
Sigurður Már
Guðjónsson
» Íslendingar eiga
framúrskarandi gott
iðnkerfi og þurfa ekki á
aðstoð OECD að halda
til að níða það niður.
Sigurður Már er bakara- og
kökugerðarmeistari. Helgi Steinar
er múrarameistari.
konditor@konditor.is
Helgi Steinar
Karlsson