Morgunblaðið - 10.05.2022, Side 26

Morgunblaðið - 10.05.2022, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022 Besta deild kvenna KR – ÍBV................................................... 0:2 Selfoss – Þróttur R................................... 1:1 Valur – Keflavík........................................ 3:0 Breiðablik – Stjarnan............................... 3:0 Staðan: Selfoss 3 2 1 0 6:2 7 Breiðablik 3 2 0 1 7:2 6 Valur 3 2 0 1 6:2 6 Keflavík 3 2 0 1 5:3 6 Þór/KA 3 2 0 1 5:6 6 Stjarnan 3 1 1 1 6:5 4 ÍBV 3 1 1 1 3:2 4 Þróttur R. 3 1 1 1 5:5 4 Afturelding 3 0 0 3 4:10 0 KR 3 0 0 3 1:11 0 Ítalía Fiorentina – Roma ................................... 2:0 Staða efstu liða: AC Milan 36 24 8 4 64:31 80 Inter Mílanó 36 23 9 4 78:31 78 Napoli 36 22 7 7 68:31 73 Juventus 36 20 9 7 55:33 69 Lazio 36 18 8 10 72:53 62 Atalanta 36 16 11 9 65:45 59 Roma 36 17 8 11 55:42 59 Fiorentina 36 18 5 13 56:47 59 _ Tveimur umferðum er ólokið. AC Milan á eftir að mæta Atalanta og Sassuolo en Int- er á eftir að mæta Cagliari og Sampdoria. AC Milan verður meistari vegna innbyrðis úrslita ef liðin enda jöfn að stigum. England C-deild, umspil, undanúrslit, seinni leikur: Sheffield Wed. – Sunderland .................. 1:1 _ Sunderland áfram, 2:1 samanlagt, og mætir Wycombe í úrslitaleik um sæti í B- deildinni. Mexíkó 8-liða úrslit, seinni leikur: Club América – Pachuca ........................ 1:2 - Andrea Rán Hauksdóttir kom inn á hjá América á 83. mínútu. Pachuca vann 4:2 samanlagt og er komið í undanúrslit. Bandaríkin Angel City – Orlando Pride ................... 0:1 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék fyrstu 74 mínúturnar með Orlando Pride. Svíþjóð Värnamo – Häcken.................................. 1:2 - Valgeir Lunddal Friðriksson lék fyrstu 69 mínúturnar með Häcken Helsingborg – Norrköping..................... 0:1 - Ari Freyr Skúlason lék fyrstu 69 mín- úturnar með Norrköping en Jóhannes Kristinn Bjarnason var ekki í hópnum. Elfsborg – Djurgården ........................... 0:0 - Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á hjá Elfsborg á 85. mínútu og Hákon Rafn Valdimarsson var varamarkvörður liðsins. Staðan: Hammarby 7 5 1 1 13:4 16 Malmö FF 7 4 3 0 8:1 15 AIK 7 5 0 2 8:7 15 Häcken 7 4 2 1 13:9 14 Mjällby 7 4 1 2 8:5 13 Djurgården 8 3 3 2 12:7 12 Kalmar 7 4 0 3 10:5 12 Elfsborg 7 3 2 2 14:6 11 IFK Göteborg 7 3 1 3 7:6 10 Norrköping 7 3 1 3 7:6 10 Sirius 7 3 1 3 5:11 10 Varberg 7 2 1 4 4:9 7 Helsingborg 8 1 2 5 6:10 5 Värnamo 7 1 2 4 5:10 5 Sundsvall 7 1 0 6 6:17 3 Degerfors 7 1 0 6 5:18 3 B-deild: Örebro – Östersund................................. 1:0 - Axel Óskar Andrésson lék allan leikinn með Örebro sem er í áttunda sæti. Noregur B-deild: Sogndal – Kongsvinger .......................... 2:1 - Hörður Ingi Gunnarsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson léku allan leikinn með Sogndal og Jónatan og Hörður lögðu upp mörk liðsins. 50$99(/:+0$ Norski knatt- spyrnumaðurinn Erling Braut Haaland verður orðinn leikmaður Manchester City innan fárra daga, samkvæmt breskum fjöl- miðlum. Borussia Dortmund hefur staðfest að City hafi virkjað klásúlu í samningi hans, um að hann geti farið frá þýska félaginu fyrir 64 milljónir punda sem greiddar séu í einu lagi. Haaland, sem er 21 árs, þykir einn efnilegasti framherji heims og hef- ur skorað 92 deildamörk í 121 leik á ferlinum. Haaland á leið til Manchester Erling Braut Haaland SELFOSS – ÞRÓTTUR R. 1:1 0:1 Andrea Rut Bjarnadóttir 2. 1:1 Brenna Lovera 66. M Bergrós Ásgeirsdóttir (Selfossi) Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi) Katla María Þórðardóttir (Selfossi) Magdalena Anna Reimus (Selfossi) Brenna Lovera (Selfossi) Sóley María Steinarsdóttir (Þrótti) Andrea Rut Bjarnadóttir (Þrótti) Danielle Marcano (Þrótti) Murphy Agnew (Þrótti) Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þrótti) Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson – 8. Áhorfendur: 685. VALUR – KEFLAVÍK 3:0 1:0 Elísa Viðarsdóttir 57. 2:0 Ída Marín Hermannsdóttir 62. 3:0 Elín Metta Jensen 70. MM Elísa Viðarsdóttir (Val) Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Val) M Arna Sif Ásgrímsdóttir (Val) Brookelynn Ertz (Val) Mist Edvardsdóttir (Val) Ída Marín Hermannsdóttir (Val) Elín Metta Jensen (Val) Samantha Leshnak (Keflavík) Dómari: Jóhann Atli Hafliðason – 8. Áhorfendur: Um 200. BREIÐABLIK – STJARNAN 3:0 1:0 Melina Ayres 41. 2:0 Birta Georgsdóttir 51. 3:0 Melina Ayres 64.(v) M Ásta Eir Árnadóttir (Breiðabliki) Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki) Clara Sigurðardóttir (Breiðabliki) Birta Georgsdóttir (Breiðabliki) Melina Ayres (Breiðabliki) Karítas Tómasdóttir (Breiðabliki) Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjörnunni) Betsy Doon Hassett (Stjörnunni) Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson – 8. Áhorfendur: 386. KR – ÍBV 0:2 0:1 Viktorija Zaicikova 42. 0:2 Kristín Erna Sigurlásdóttir 73. M Rebekka Sverrisdóttir (KR) Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR) Bergdís Fanney Einarsdóttir (KR) Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV) Ameera Hussen (ÍBV) Olga Sevcova (ÍBV) Viktorija Zaicikova (ÍBV) Haley Thomas (ÍBV) Kristín Erna Sigurlásdóttir (IBV) Dómari: Helgi Ólafsson – 8. Áhorfendur: 70. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti. BESTA DEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Selfosskonur eru einar á toppi Bestu deildar kvenna eftir þrjár umferðir þrátt fyrir að þær yrðu að sætta sig við jafntefli, 1:1, í fyrsta heimaleik tímabilsins gegn Þrótti í gærkvöld. Mikil stemning var á Selfossi fyrir leiknum og um 700 áhorfendur mættir í stúkuna. _ Andrea Rut Bjarnadóttir sló þó örlítið á stemninguna þegar hún kom Þrótti yfir eftir aðeins 65 sek- úndur. _ Brenna Lovera skoraði jöfn- unarmark Selfoss á 66. mínútu. Hennar fjórða mark í fyrstu þremur umferðunum og Brenna heldur upp- teknum hætti frá því í fyrra þegar hún varð markahæst í deildinni. _ Sif Atladóttir lék sinn fyrsta heimaleik með Selfossi og um leið sinn 100. leik í úrvalsdeildinni hér á landi. Hún lék með Val, KR og FH í deildinni frá 2000 til 2009 áður en hún fór í atvinnumennsku. Sif hefur samtals leikið 328 deildaleiki á löngum ferli. Héldu hreinu í 414 mínútur Valur stöðvaði Keflvíkinga með öruggum sigri á Hlíðarenda, 3:0, og Keflavíkurliðið tapaði sínum fyrstu stigum og fékk á sig sín fyrstu mörk. Meira en það því Keflavík hafði ekki fengið á sig mark í deildinni síðan á 3. mínútu í næstsíðustu um- ferð 2021, einmitt gegn Val. Liðið hafði haldið hreinu í þremur heilum leikjum í millitíðinni. Samtals liðu 414 leikmínútur frá því Ída Marín Hermannsdóttir skoraði gegn Keflavík í byrjun sept- ember og þar til Elísa Viðarsdóttir braut ísinn fyrir Val á 57. mínútu í gærkvöld. _ Ída Marín og Elín Metta Jensen bættu við mörkum á næstu þrettán mínútum og gerðu út um leikinn. Brooklelyn Ertz og Mariana Speckmaier, nýju bandarísku leik- mennirnir hjá Val, fóru beint í byrj- unarliðið. Hjá Mariönu var um stutt gaman að ræða, hún fór meidd af velli á 20. mínútu og Elín Metta kom í hennar stað. Melina þakkaði traustið Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik, 3:0 gegn Breiðabliki á Kópavogs- velli, og Blikar eru því eitt fjögurra liða sem eru komin með sex stig. Stjarnan vann Breiðablik 3:0 í Lengjubikarnum í vor og margir hafa spáð því að Garðabæjarliðið veiti Val og Breiðablik keppni á þessu tímabili. Miðað við þennan leik eiga Stjörnukonur enn dálítið í land til þess. _ Ástralski framherjinn Melina Ayres var í fyrsta sinn í byrjunarliði Blika og þakkaði fyrir sig með því að skora fyrsta mark leiksins, og sitt fyrsta hér á landi, á 41. mínútu. _ Birta Georgsdóttir bætti við laglegu einstaklingsmarki á 51. mín- útu og Ayres skoraði sitt annað mark og þriðja mark Breiðabliks úr vítaspyrnu. _ Hildur Antonsdóttir, miðju- maður Breiðabliks, lék sinn 150. leik í deildinni í gærkvöld. Fyrsti sigur ÍBV, erfitt hjá KR ÍBV innbyrti fyrsta sigurinn af talsverðu öryggi gegn KR í Vest- urbænum, 2:0. Þriðja tap KR-inga í jafnmörgum leikjum, markatalan 1:11, og brekkan verður þyngri með hverjum leik hjá nýliðunum. Fyrir mót þótti líklegast að ÍBV og Keflavík yrðu í fallbaráttunni með KR og Aftureldingu en nýju lið- in tvö virðast ætla að lenda strax í erfiðri stöðu á botni deildarinnar. KR mætir Breiðabliki og Val í næstu leikjum þannig að útlit fyrir stig á næstunni er ekkert sérstakt. _ Lettneska landsliðskonan Vikt- orija Zaicikova skoraði fyrra mark- ið. Hennar fyrsta í ár en hún var ein þriggja sem skoruðu sjö mörk fyrir ÍBV í deildinni í fyrra. _ Kristín Erna Sigurlásdóttir innsiglaði sigurinn með sínu fyrsta marki eftir endurkomuna til Eyja en 43 af 46 mörkum hennar í efstu deild hafa verið fyrir ÍBV. Eitt stig en Selfoss samt á toppnum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hlíðarendi Kristrún Ýr Holm fyrirliði Keflavíkur reynri að stöðva Ídu Marín Hermannsdóttur sem skoraði annað mark Vals í gærkvöld. - Valur og Breiðablik komust aftur á sigurbraut gegn Keflavík og Stjörnunni Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason Tvenna Melina Ayres kom inn í byrjunarlið Breiðabliks og skoraði tvö mörk gegn Stjörnunni. Málfríður Erna Sigurðardóttir reynir að stöðva hana. _ Serbneski körfuboltamaðurinn Nik- ola Jokic hjá Denver Nuggets er leik- maður ársins í bandarísku NBA- deildinni annað árið í röð. Þetta hefur ekki verið gefið formlega út en ESPN skýrir frá þessu í dag og segir að deildin muni tilkynna um útnefn- inguna á næstu dögum. Jokic er með enn betri tölfræði en á síðasta tímabili en hann skoraði 27,1 stig að meðaltali í leik fyrir Denver í vetur og tók 13,8 fráköst að meðaltali. Þá átti hann 7,9 stoðsendingar að meðaltali. Þá varð Jokic fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora 2.000 stig, taka 1.000 fráköst og eiga 500 stoðsend- ingar á sama tíma- bilinu. Denver fór lengra en reiknað var með, náði sjötta sæti í Vest- urdeildinni og fór beint í úrslitakeppnina þar sem liðið tapaði að lokum 4:1 fyrir Golden State Warriors í fyrstu umferðinni. _ Körfuboltamaðurinn reyndi Collin Pryor hefur samið við ÍR-inga um að leika áfram með þeim á næsta tíma- bili, sem verður hans þriðja með lið- inu. Hann er bandarískur að uppruna en hefur leikið hér á landi í átta ár, er orðinn íslenskur ríkisborgari fyrir nokkru og á fjóra landsleiki að baki fyrir Íslands hönd.. Collin lék áður með Stjörnunni, Fjölni og FSu. _ Handknattleiksmaðurinn Ísak Rafnsson hefur komist að sam- komulagi við ÍBV um að leika með lið- inu næstu þrjú tímabil. Ísak kemur frá uppeldisfélagi sínu FH, þar sem hann hefur leikið allan sinn feril fyrir utan tímabilið 2018/2019 þegar hann lék með Schwaz í Austurríki. Hann hefur verið einn sterkasti varnarmaður deildarinnar undanfarin ár. _ Handknattleiksþjálfarinn sigursæli Bengt Johansson er látinn, 79 ára að aldri, eftir erfið veikindi en hann glímdi við parkinsonsjúkdóminn frá 2018. Bengan, eins og hann var kallaður í Svíþjóð, stýrði karlalands- liði Svía á besta tíma þess í sög- unni, í sextán ár frá 1988 til 2004. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinn- um Evrópumeistari og tvisvar heims- meistari, ásamt því að fá þrisvar silf- urverðlaun á Ólympíuleikum. Sjálfur lék Bengan með sænska landsliðinu á árunum 1964 til 1972. _ Landslið Argentínu og Brasilíu í fót- bolta þurfa að mætast aftur í Brasilíu í undankeppni HM karla í fótbolta. Liðin áttu að mætast 5. september á síð- Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.