Morgunblaðið - 10.05.2022, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.05.2022, Qupperneq 27
asta ári en leikurinn var aðeins sex mínútna gamall þegar hann var stöðv- aður af brasilískum lögregluþjónum sem vildu vísa fjórum leikmönnum Argentínu úr landi þar sem þeir upp- fylltu ekki reglur vegna kórónuveir- unnar í landinu. FIFA hefur ekki gefið út hvenær leikurinn verður spilaður en báðar þjóðir hafa þegar tryggt sér sæti á lokamóti HM í Katar. _ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir at- vinnukylfingur keppir á sínu fyrsta móti erlendis í tæp tvö ár þegar hún tekur þátt í Jabra Ladies Open-mótinu í Evian í Frakklandi 19. til 21. maí en það er liður í Evrópumótaröðinni. Ólafía og eiginmaður hennar Thomas Bojanowski eignuðust sitt fyrsta barn síðasta sumar. Ólafía sagði við golf.is í gær að það væri ekkert grín að byrja á Evian- vellinum eftir svona langt hlé því hann væri virki- lega erfiður og krefjandi keppn- isvöllur. Guðrún Brá Björgvins- dóttir keppir einnig á mótinu en hún hefur verið með á flestöllum mótum í mótaröðinni það sem af er þessu ári. _ Guðni Valur Guðnason kringlukast- ari úr ÍR hafnaði í öðru sæti á al- þjóðlegu móti í Örbyhus í Svíþjóð í gær. Guðni kastaði kringlunni 62,84 metra og aðeins Simon Pettersson, silfurverðlaunahafinn á síðustu Ól- ympíuleikum, gerði betur en hann kastaði 63,86 metra. Þriðji varð Sven Martin Skagestad frá Noregi með rúma 60 metra. Þessir þrír mætast allir á Selfoss Classic, alþjóðlega mótinu á Selfossvelli, 28. maí. _ Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir úr ÍR varð um helgina svæðismeistari há- skóla í sleggjukasti í Richmond í Virg- iníu þegar hún sigraði í greininni með 59,55 metra kasti. Það er næstlengsta kast hennar á ferlinum. Guðrún fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur nýliða á mótinu. Guðrún, sem er tvítug, er á fyrsta ári í Virginia Commonwelth-háskólanum og náði þar sínum besta árangri í aprílmánuði þegar hún kastaði 60,14 metra, sem er skólamet. Hún er þriðji besti sleggjukastari Ís- lands í kvenna- flokki frá upphafi en aðeins Elísabet Rut Rúnarsdóttir, 64,39 metrar, og Vigdís Jónsdóttir, 63,44 metrar, hafa náð betri árangri í greininni. _ Gunnar Gunnarsson var í gær ráð- inn þjálfari kvennaliðs Gróttu í hand- knattleik til næstu þriggja ára en hon- um var sagt upp sem þjálfara kvennaliðs Hauka í fyrrakvöld. Gunnar þjálfaði áður kvennalið Gróttu á ár- unum 1998 til 2002, með góðum ár- angri, og hann tekur nú við því af Kára Garðarssyni. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2022 Það er til marks um á hve háu stigi Manchester City og Liverpool hafa leikið á þessu tímabili og flestum undan- förnum tímabilum þegar manni líður sem titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla hafi lokið endanlega um síðustu helgi þegar Liverpool gerði jafntefli við Tottenham og Man. City vann stórsigur á New- castle. Man. City er nú með þriggja stiga forskot á toppnum þegar þremur umferðum er ólokið. Á blaði ætti því sannarlega allt að vera galopið ennþá. Tilfinningin er þó sú að Man. City muni ekki fatast flugið úr þessu. Einhverjum þótti líklegt að leikmenn Man. City myndu láta vonbrigðin yfir því að vera slegnir úr leik af Real Madríd í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á sig fá en það var svo sannarlega ekki að sjá í 5:0-sigri á Newcastle á sunnudag. Þvert á móti virðast þeir bláklæddu ætla að breyta von- brigðunum í hvatningu til þess að vinna eina titilinn sem þeim stendur til boða á tímabilinu. Ég átta mig á því að allt get- ur gerst í fótbolta eins og sást þegar Real Madríd vann ótrúleg- an endurkomusigur á Man. City í Meistaradeildinni en liðin sem liðið á eftir að leika gegn í ensku úrvalsdeildinni búa ekki yfir töframönnum á við Karim Benzema, Vinícius Jr. og Ro- drygo, sem geta breytt tapi í sigur á augabragði. Ætli við fáum að sjá endur- tekið efni frá árinu 2019? Þá var Liverpool í eltingaleik við Man. City sem stóð uppi sem Eng- landsmeistari. Á sama tíma komst Liverpool í úrslit Meist- aradeildarinnar og vann hana. Það skyldi þó aldrei vera. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, fjórði leikur: Eyjar: ÍBV – Haukar (2:1)........................ 18 KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna, 2. umferð: Fjarðabyggðarhöll: FHL – Völsungur.... 19 Í KVÖLD! Subway-deild karla Annar úrslitaleikur: Tindastóll – Valur................................. 91:75 _ Staðan er 1:1 og þriðji leikur á Hlíðar- enda á fimmtudagskvöldið. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Philadelphia – Miami ....................... 116:108 _ Staðan er 2:2. >73G,&:=/D Olísdeild kvenna Undanúrslit, annar leikur: KA/Þór – Valur..................................... 26:23 _ Staðan er 1:1. ÍBV – Fram........................................... 18:20 _ Staðan er 2:0 fyrir Fram. Noregur Undanúrslit, annar leikur: Arendal – Drammen ........................... 33:31 - Óskar Ólafsson skoraði 8 mörk fyrir Drammen. _ Staðan er 2:0 fyrir Arendal. Svíþjóð Undanúrslit, fjórði leikur: Kristianstad – Skövde......................... 31:36 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 5 mörk fyrir Skövde sem vann einvígið 3:1 og mætir Ystad IF eða Sävehof í úrslitum. %$.62)0-# KÖRFUBOLTINN Aron Elvar Finnsson Jóhann Ingi Hafþórsson Tindastólsmenn sýndu og sönnuðu í gærkvöldi að heimavöllur þeirra í Síkinu er sá erfiðasti heim að sækja á landinu í dag. Tindastóll gerði sér nefnilega lítið fyrir og valtaði yfir Val í Skagafirði, 91:75, í öðrum leik lið- anna í úrslitaeinvíginu um Íslands- meistaratitil karla í körfubolta. Tapið var það fyrsta hjá Vals- mönnum í úrslitakeppninni til þessa. Þeir áttu enga möguleika gegn vægð- arlausum Skagfirðingum, sem náðu mest 24 stiga forskoti en Valur komst aldrei yfir í leiknum. Líkt og í fyrsta leiknum spilaði Tindastóll mjög ákafa vörn, sem Valsmönnum líkaði ekki. Hinum megin hittu heimamenn vel og náðu snemma tíu stiga forskoti og voru Valsmenn ekki sérstaklega líklegir eftir það. Besti kafli Valsmanna kom snemma í seinni hálfleik er þeir minnkuðu muninn í tíu stig en Tinda- stóll átti alltaf svör, fyrir framan troð- fulla stúku af mögnuðum stuðnings- mönnum. Gestirnir áttu engin svör „Stemningin í Síkinu var hafin löngu fyrir leik og eiga Skagfirðingar og aðrir sem mættu þvílíkt hrós skilið fyrir stuðninginn sem þeir sýndu í kvöld. Spilamennska Tindastólsliðsins gerði svo akkúrat ekki neitt til að minnka stemninguna eftir að leik- urinn hófst en gestirnir áttu engin svör hvorki í vörn né sókn,“ skrifaði Aron Elvar Finnsson um leikinn á mbl.is. Taiwo Badmus skoraði 22 stig og tók átta fráköst fyrir Tindastól og Sig- urður Gunnar Þorsteinsson kom með glæsilega innkomu af bekknum og skoraði 15 stig. Þá gerði Javon Bess 12 stig og gaf fimm stoðsendingar. Hjá Val var Jacob Dalton stiga- hæstur með 16 stig og tók hann einnig sex fráköst. Callum Lawson og Kári Jónsson áttu einnig ágætan leik en reynsluboltar eins og Kristófer Acox og Pavel Ermolinskij áttu ekki sinn besta dag. Stóra spurningin núna er hvort Tindastóll nær að vinna útileik í þessu einvígi en rétt eins og Skagfirðingar eru Valsmenn einnig ósigraðir á heimavelli í úrslitakeppninni. Ógnvænlegir heim að sækja - Tindastóll valtaði yfir Val - Enn ósigraðir á heimavelli í úrslitakeppninni Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson Tvöföldun Taiwo Badmus úr Tindastóli sækir á Valsmennina Kristófer Acox og Pavel Ermolinskij í Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöldi. HANDBOLTINN Einar Sigtryggsson Guðmundur Tómas Sigfússon Jóhann Ingi Hafþórsson Deildarmeistarar Fram eru aðeins einum sigri frá sæti í lokaúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta eft- ir góða ferð til Vestmannaeyja í gærkvöldi. Fram vann þá 20:18- sigur á ÍBV og fer í úrslit með sigri í þriðja leiknum á heimavelli næst- komandi fimmtudag. Karen Knútsdóttir var í miklu stuði hjá Fram og skoraði helming marka liðsins, tíu stykki. Sunna Jónsdóttir gerði sjö mörk fyrir ÍBV en þau dugðu ekki til. Fram vann tíu marka sigur í fyrsta leik og lék ÍBV betur í gær, en þegar upp var staðið var sóknarleikurinn einfald- lega ekki nægilega góður. ÍBV verður að fá miklu meira frá Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur sem er aðeins með samtals tvö mörk í einvíginu til þessa. Þá verð- ur liðið einnig að nýta vítin sín bet- ur en Hafdís Renötudóttir í marki Fram varði tvö slík og 14 skot alls. Eins og lokatölurnar gefa til kynna vörðust bæði lið mjög vel og Stefán Arnarson, þjálfari Fram, segir slíkt geta gerst í úrslita- keppninni. „Þetta gerist oft í úr- slitakeppninni, liðin þekkjast svo gríðarlega vel svo oft verður lítið skorað,“ sagði Stefán við Morg- unblaðið eftir leik og bætti við að einvígið væri langt frá því að vera búið, þrátt fyrir að Fram sé í kjör- stöðu. Eins og sportbíll í fúapytti Íslandsmeistarar KA/Þórs jöfn- uðu einvígi sitt við Val í 1:1 með 26:23-heimasigri. KA/Þór gerði gríðarlega vel í að halda sterkustu leikmönnum Vals niðri. Lovísa Thompson skoraði aðeins eitt mark og átti sitt fyrsta skot skömmu fyr- ir leikslok. Einar Sigtryggsson, sem skrifaði fyrir leikinn á mbl.is, líkti frammistöðu Lovísu við sportbíl í fúapytti. Mariam Eradze skoraði sömuleiðis aðeins eitt mark og gat Valur helst þakkað vítanýtingu Þór- eyjar Önnu Ásgeirsdóttur og einum og einum þrumufleyg hjá Theu Im- ani Sturludóttur að tapið var ekki stærra. Hjá KA/Þór fór Aldís Ásta Heim- isdóttir, senuþjófurinn úr einvíginu gegn Haukum, á kostum og Martha Hermannsdóttir, sem verður fertug á næsta ári, skoraði sex. Kosningar og Eurovision Hin 39 ára gamla Martha Her- mannsdóttir ætlar sér sigur á úti- velli í næsta leik og 3:1-sigur í ein- víginu. „Við erum að fara að taka þetta. Við ætlum bara að klára þetta hér á laugardaginn. Þá eru kosningar og svo Eurovision,“ sagði hún við Morgunblaðið. Martha viðurkennir að aldurinn sé aðeins byrjaður að segja til sín. „Ég finn alveg fyrir því að ég er að verða 39 ára, sko. Ég tek frí frá æf- ingum á milli leikja og fer bara í sund,“ sagði Martha. Karen skoraði helminginn - KA/Þór jafnaði gegn Valskonum Ljósmynd/Þórir Tryggvason Akureyri Ásdís Guðmundsdóttir sækir á mark Vals og Lovísa Thompson og Mariam Eradze koma litlum vörnum við í KA-heimilinu í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.