Morgunblaðið - 17.05.2022, Page 8

Morgunblaðið - 17.05.2022, Page 8
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Vertið Beitir NK á kolmunnaslóð við Færeyjar fyrir tveimur árum. Veiðar á kolmunna hafa gengið vel síðan veiðar hófust fyrir sunnan og suðaustan Færeyjar um miðjan mars. Síðan þá hefur verið jöfn og góð veiði og hráefnið gott, að sögn útgerðarmanna sem rætt var við í gær. Skipin voru í gær að veiðum í færeyskri lögsögu og auk íslenskra skipa voru þar einnig rússnesk, færeysk og grænlensk skip. Í gær var búið að landa tæplega 119 þúsund tonnum samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu, en talsvert er í skipunum og óskráð úr nýleg- um löndunarskýrslum. Alls er ís- lenskum skipum heimilt að veiða tæp 175 þúsund tonn af kolmunna í ár. Mörg skipanna eru um það bil að ljúka kolmunnavertíð. Líklegt er að útgerðir fari að huga að veið- um á makríl um eða upp úr 20. júní. Auk íslensku skipanna hafa fær- eysku skipin Arctic Voyager, Katr- ín Jóhanna og Götunes landað á Fáskrúðsfirði og grænlenska skip- ið Tasiilaq. Þá landaði Fagraberg frá Færeyjum á Eskifirði. Stöðug kolmunnna- veiði við Færeyjar - Margir eru langt komnir með kvótann 8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022 Fyrir kosningar eiga sér iðulega stað kyndugar umræður en þær eru þó ekkert miðað við það sem á eftir kemur. Nú er til dæmis rætt um meirihlutaviðræður, eink- um í Reykjavík, og þar fara þær fram þannig að tveir af fjórum flokkanna sem mynduðu meirihluta á liðnu kjörtímabili, Pí- ratar og Samfylk- ing, hafa útilokað samstarf við stærsta flokkinn. Það er út af fyrir sig þakkarvert og ekki síður það að Sósíalistar hafa gert hið sama. Allt er þetta þó frekar sérstakt en ekki síður það að VG hefur útilokað samstarf við alla flokka. - - - Tengt meirihlutaviðræðum er líka rætt um sigurvegara kosn- inganna og er það hugtak notað mjög frjálslega svo ekki sé meira sagt. Í allri keppni er sigurveg- arinn sá sem vinnur keppnina, fær flest stig, en í kosningum er sig- urvegarinn af einhverjum ástæðum ekki sá sem vinnur heldur sá sem vinnur mest á, ef marka má marga „stjórnmálaskýrendur“ sem kall- aðir eru til álitsgjafar og jafnvel marga fréttamenn, einkum á Rúv. - - - Þá hefur núna eftir kosningar verið nefnt að kjósendur hafi „kallað til verka“ tiltekna flokka og er þá átt við tvo flokka sem ekki urðu stærstir í sínu sveitarfélagi. Stærsti flokkurinn var samkvæmt þessari kenningu ekki „kallaður til verka“ enda fékk hann mest fylgi líkt og 2018 en bætti ekki við sig eins og þeir sem „sigruðu“ í kosn- ingunum. - - - Það getur varla verið annað en að útilokunarpólitíkin og hug- takaruglingurinn hjálpi við að taka lýðræðislegar ákvarðanir um meirihlutamyndanir. Eða hvað? Umræðurugl að loknum kosningum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Veitingastaðir eru helsta aðdráttarafl mið- borgarinnar í Reykjavík að því er fram kem- ur í niðurstöðum könnunar sem greint er frá á vefsíðu Matvís, félagi iðnaðarmanna í mat- væla- og veitingagreinum. Könnunin var gerð af Maskínu en í henni var fólk spurt hvað væri það fyrsta sem yrði fyrir valinu þegar spurt er hvað væri líkleg- ast að það myndi sækja í miðborgina. Voru svarendur beðnir um að raða tilteknum þátt- um í mikilvægisröð, eftir því hvað væri mik- ilvægast að það myndi sækja í miðborgina. Í ljós kom að stærsti hópurinn eða 44,3% settu veitingastaði í fyrsta sæti. Viðburðir eru í öðru sæti en 19,7% sögðu líklegast að þau færu í miðborgina til að sækja þá. Kaffi- hús og barir eru svo í þriðja sæti en 17% nefndu þá. Aðeins lítill hópur svarenda virðist fyrst og fremst sækja í miðborgina til að versla en 8% svöruðu að líklegast væri að þeir færu í mið- borgina til að fara í verslanir. Enn færri eða 4,2% nefndu listsýningar, 3,7% söfn og 3,1% nefndi eitthvað annað. Veitingar helsta aðdráttaraflið - 8% nefndu verslanir og 4,2% listsýningar í könnun á aðsókn í miðborgina Morgunblaðið/Styrmir Kári Könnun Veitingastaðir laða fólk að miðbænum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.