Morgunblaðið - 17.05.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.05.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022 Þegar táningsaldri er náð fá unglingar mann- dómsvígslu, hjá kristn- um kallast það ferming, sem er staðfesting á skírninni til kristinnar trúar, og fá þar fræðslu um kristin gildi og sögu kristinnar trúar sem á að byggja þau upp til framtíðarinnar í góðum og kristnum gildum. Ég, kristinn maðurinn, skírður og fermdur af lúterskum prestum, á erfitt með að kalla þá athöfn fermingu sem fram fer hjá Siðmennt en ég er reiðubúinn að kalla það manndómsvígslu, sem þess- ar athafnir hvor tveggja eru. Ekkert er mikilvægara óhörðnuðum unglingi en að fá gott veganesti út í lífið og leið- beiningu um það sem fyrir handan er. Ég er fullkomlega sáttur við þá athöfn og undangengna fræðslu sem börnin fá hjá Siðmennt og tel að þeir sem sjá um undirbúning barna til fermingar gætu lært þar ýmislegt í viðbót við það sem unglingar fá í kirkjum landsins. Ég set þetta hvorugt niður heldur lyfti því á hærri stall og þó að börnunum finnist þetta eitthvert hjóm munu þau skilja það betur þegar fram líða stund- ir. Aldrei er nógsamlega hamrað á manngildi og mannauði og þurfum við að gera betur í þeim málum. Heiðar- leiki hefur sett svolítið niður í þjóð- félaginu og þar þarf að vinna stórvirki; græðgi og athyglissýki er eitt af helstu meinum nútímans og sést það glöggt í athöfnum og orðum stjórnmálamanna; valdhroki þeirra og óheiðarleiki ríður ekki við einteyming þessa dagana. Styrjöld hrjáir nú heimsbyggðina og heimsfaraldurinn búinn að taka stóran toll, sem vonandi fer að ljúka. Við þurf- um þó að sýna aðgæslu og hófsemd í dómum okkar og muna að þegar þú bendir með vísifingri þá benda hinir fingurnir að þér sjálfum. Engu að síð- ur þurfum við að vera á verði með ágang stjórnmálamanna og viðhafa rökfasta gagnrýni á það sem betur gæti farið en jafn grátlegt þegar ekk- ert er á það hlustað. Margir tala um loftslagsbreytingar og má vera að mengun eigi þar ein- hverja sök en er þó ekki aðalatriðið í breytingunum, því stærsti þátturinn sem þar veldur er náttúran sjálf og gangur sólar og himintunglanna, sem stjórna öllu lífi á jörðinni með hitaorku sinni og seguláhrifum tunglanna. Það sem mikilvægara er öllu mannlífi á jörðinni gagn- vart mengun frá alls kyns úrgangi er end- urnýting á því sem frá okkur fer eftir notkun, þar getum við gert mun betur. Einnig er mik- ilvægt að hvetja til friðar og mannúðar því saman eigum við öll það sam- félag sem jörðin býður upp á. Framtíðin sýnir roða í austri og sá roði er því miður ekki fagnaðarboðskapur, þar sem stríð geisar og mannvonska og græðgi tröllríða öllu þar. Maður hefði haldið að styrjaldir síðustu aldar hefðu kennt mannfólkinu að afleiðingarnar eru dýrkeyptar og ávinningur af stríði enginn í raun, hvetjum því til friðar og velþóknunar yfir mannfólkinu. Hvernig liði þér? Fram undan eru kosningar til bæjarstjórna og berja þar margir sér á brjóst en eru jafnvel á sama tíma og í sömu orðum að sparka í afturendann á sjálfum sér. Dæmi: Notar þú strætó? Nei, stundum kannski, ég þarf nú að komast í vinnuna og aka börnunum! Þessi svör bæjarfulltrúanna í 101 segja meira en allar þeirra miklu yfir- lýsingar. Kenningar þeirra í loftslags- málum og hræsni þeirra og í raun framkvæmd í þeim málum bíta þau í afturendann. Enn og aftur: Byrja þarf á að draga úr loftmengun í umferðinni með því að fjarlægja alla farartálma af götum og vegum, fjölga akreinum en ekki fækka svo að teppur myndist og útblástur aukist. Farartálmanir eru heilsuspillandi fyrir menn og tæki og þarf að eyða. Hvernig liði þér ef þú værir dreginn niður tuttugu tröppur á afturendanum einu sinni á dag í heila viku? Atvinnubílstjórar aka yfir 180 farartálma á hverjum degi, margir hverjir, og afleiðingarnar af því eru stoðkerfisvandamál, bakeymsli, bilaðir mjaðmaliðir og margt fleira. Er ekki kominn tími á heilsubætur í þjóðfélag- inu? Eftir Jón Svavarsson »Hvernig liði þér ef þú værir dreginn niður tuttugu tröppur á afturendanum einu sinni á dag í heila viku? Jón Svavarsson Höfundur er flugmaður, áhugamaður um greiðar samgöngur og flugmál. motiv@simnet.is Stríðsmenn framtíðar- innar, heilsa þjóðar! Þegar ég hóf minn námsferil ætluðust skólarnir til þess að sjö ára börn væru stautandi læs eða þekktu að minnsta kosti stafina þegar þau kæmu í fyrsta bekk. Margir sendu sex ára krakkana sína í smá- barnaskóla, sem líka var kölluð tíma- kennsla, en einhvern veginn fórst það fyrir í mínu tilfelli, enda í mörgu að snúast með sjö börn á heimilinu. Eða kannski voru ekki til peningar. Svo mamma ákvað að hún yrði sjálf að reyna að kenna mér að lesa. Þegar skólinn byrjaði labbaði Benni bróðir, sem var 15 ára, með mér vestan úr bæ niður í Miðbæjar- skóla. Þar voru krakkarnir skráðir inn og prófaðir og síðan raðað í bekki eftir getu. Það voru átta sjö ára bekkir frá A til H og lenti ég í G- bekknum. Ég gleymdi víst að út- skýra fyrir ykkur að ég var mjög feiminn og svo stamaði ég líka, sem ekki bætti úr skák. Ég þorði aldrei að horfa framan í kennarann sem próf- aði mig. Mamma reyndi að gera gott úr G-inu og sagði mér að það stæði bara fyrir Gröndal. Mér líkaði vel í Mið- bæjarskólanum og eft- ir nokkra vetur tókst mér að klóra mig upp úr G alla leið í A-bekk- inn. Það var mikið fjör í frímínútunum þegar öllum var hleypt út í portið og bara einn kennari var umsjónarmaður. Krakkar geta ver- ið grimmir, eins og við öll vitum, og uppnefndu þau marga kennarana. Einn þeirra, Einar, var uppnefndur klobbi. Þegar hann var í portinu hrópuðu eldri strákarnir: Einar… og svo sungu þeir: tvennar, þrennar nærbuxur! Ekki vissi ég hvað bjó að baki hrópinu, en allir virtust kátir nema Einar. Eitt það allra versta sem gat komið fyrir mann í Miðbæjarskól- anum var að vera sendur til Tyru skólatannlæknis. Aðstoðarkona hennar, sú í stífaða sloppnum sem einnig hellti í okkur lýsinu, kom inn í bekkinn til að ná í fórnarlömbin. Þetta var eins og að vera leiddur til aftöku. Tyra var eflaust ágætur tannlæknir, en fótknúni tannborinn og skortur á deyfingu orsökuðu slæma pínu. Eftir nokkrar heim- sóknir ákvað ég að fara aldrei, bara aldrei aftur til tannlæknis. Þegar barnaskólaverunni var lokið fór að bera á skemmdum tönn- um og tannpínu. Ég hafði haldið við heitið um að sniðganga tannlækna, en það runnu á mig tvær grímur þegar mamma sagði að engin stelpa myndi vilja kyssa mig með skemmdar tennur. Ég var byrjaður að gjóa augunum á bekkjarsystur og kominn með ýmiss konar draum- óra, sem eflaust fylgdu tilkomu hvolpavitsins. Það virtist ekki vera hægt að komast hjá því að fara til tannlæknis. Forlögin sendu mig til Þorsteins Ólafssonar, sem var með stofu í kjallara við Skólabrú. En meira um það seinna. Ekki var ég nógu duglegur til að komast beint úr Miðbæjarskólanum í Mennta- skólann svo ég lenti í Gagnfræða- skóla Vesturbæjar, sem var til húsa í gamla Stýrimannaskólanum. Í Gaggó var fjölskrúðugt félagslíf og mikið fjör. Á öðrum vetri ákvað ég samt að flytja mig yfir í Verslunar- skólann. Var skólaárið nýbyrjað þegar ég kom á nýja staðinn. Fyrsti tíminn var skriftarkennsla og var kennarinn Sigríður, sem var orð- lögð fyrir að gefa nemendum fal- lega rithönd. Samt mátti hún þola að vera uppnefnd Sigga púta. Það stafaði líklega af því að hún var smávaxin eins og hálfgerð kúla og tifaði eða gekk mjög stuttum skref- um. Þegar hún sá mig, nýjan nem- andann, kom hún að borðinu og spurði: „Úr hvaða skóla komst þú væni minn?“ Feimnin og stamið helltust yfir mig og ég stundi upp: „Ga, ga, ga, ga Gagn…“ og komst ekki lengra. Sigríður hörfaði til baka að púltinu og bekkjarsystkinin sprungu úr hlátri. Þorsteinn tannlæknir og Ólöf kona hans, sem vann með honum, voru öndvegis fólk. Ég hafði miklar áhyggjur af því hvernig ég færi að því að borga fyrir tannviðgerðirnar en hann sagði mér að það myndi allt reddast. Aðalatriðið væri að gera mig kyssilegan. Viðgerðirnar tóku langan tíma og ég tíndi í hann pen- inga eftir því sem ég gat, en svo borgaði ég stundum með öðrum hætti. Ég fékk sumarvinnu í Hvaln- um og Þorstein langaði að eignast búrhvalstönn, sem ég gat fengið mjög ódýrt. Það dugði fyrir fyll- ingar í tveimur jöxlum. Raggi bróð- ir var í áhöfninni á Goðafossi, sem var nýkominn frá Kaupmannahöfn og lá við bryggjuna undir Kolakran- anum sáluga. Útvegaði hann mér kassa af Tuborg. Hljóp ég með hann eins og eldibrandur frá skipinu og inn í Skólabrú og þorði ekki að líta til baka af ótta við að tollari væri á eftir mér. Á þeim árum var áfengur bjór ekki leyfilegur á Íslandi. Vona ég að þetta smygl mitt sé nú örugg- lega fyrnt. Tuborginn dekkaði margar viðgerðir. Fastagestur var ég lengi í kjall- aranum við Skólabrú en á endanum var búið að gera við allar tennurnar. Meira að segja festi Þorsteinn gull- ræmu á framtönn. Sagði hann að ég ætti að brosa meira svo það gæti glampað á gullið. En svo losnaði það eftir eina fjöruga helgi og ég næst- um gleypti djásnið, og Þorsteinn festi það aftur. Fljótlega endurtók sagan sig og sagði hann þá að ef ég drykki tvöfaldan sjenever leysti hann upp límið. Ég yrði að velja um gull eða sjenever. Og hvað haldið þið að ég hafi valið? Rétt, sjennann! Eftir Þóri S. Gröndal » Það runnu á mig tvær grímur þegar mamma sagði að engin stelpa myndi vilja kyssa mig með skemmdar tennur. Þórir S. Gröndal Höfundur er fyrrverandi fisksali og ræðismaður í Ameríku. floice9@aol.com Ég sta- sta- sta- stamaði Í grein í Morg- unblaðinu 9. maí sl. er aðdraganda stríðsins i Úkraínu lýst. Í viðræðum um sameiningu Þýska- lands voru gefin fyr- irheit um að ef sam- einað Þýskaland yrði innan vébanda Atl- antshafsbandalagsins, þá yrði bandalagið ekki stækkað til aust- urs. Þeir Helmut Kohl og Hans- Dietrich Genscher vildu standa við þetta loforð. Reyndi Genscher ítrek- að að fá NATO til að lýsa þessu yfir opinberlega, og lét ekki af því fyrr en honum var sagt af Bandaríkja- stjórn í maí 1991 að það væri ekki hægt. Pólland, Tékkland og Ungverja- land gengu í NATO 1999, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía og Búlgaría 2004. Á NATO-fundi í Búk- arest í apríl 2008 bauð Bandríkja- forseti Albaníu og Kró- atíu aðild, og fagnaði áhuga Úkraínu og Georgíu á þátttöku. Frakkar og Þjóðverjar voru tregir, en engu að síður var þessum lönd- um boðin aðild. Rúss- nesk stjórnvöld kölluðu þessa aðgerð beina ögr- un við Rússland. Á útmánuðum 2014 urðu óeirðir í Kænu- garði sem enduðu með valdaráni. Evrópusam- bandssinnar náðu völd- um, og bönnuðu m.a. rússnesku sem opinbert mál, þótt hún væri móð- urmál mikils hluta þegnanna. Krím- verjar samþykktu endurhvarf til Rússlands í þjóðaratkvæðagreiðslu, og tvö héruð í Donbass sögðu sig úr lögum við valdaránsstjórnina í Kænugarði. Síðan hafa stjórnarher- inn og sveitir öfgaþjóðernissinna haldið uppi linnulausum árásum á aðskilnaðarmenn og drepið um 14.000 óbreytta borgara að því er talið er. Nú er aðild að ESB og NATO víst lögfest í stjórnarskrá Úkraínu. Í desember 2021 sendu rússnesk stjórnvöld bréf til stjórnvalda aðild- arríkja NATO og kröfðust þess að öryggiskröfum Rússa yrði sinnt, ella hlytist verra af. Svar þeirra Bidens og Stoltenbergs og félaga var á þá lund að Rússar væru ekki svara verðir. Nú er svo komið að Vesturveldin einbeita sér að því að draga Úkra- ínustríðið á langinn og þykjast ekk- ert hafa nærri upphafi þess komið. Morgunblaðið lýsir stríðsorsökum Eftir Hauk Jóhannsson Haukur Jóhannsson »Nú er svo komið að Vesturveldin ein- beita sér að því að draga Úkraínustríðið á lang- inn og þykjast ekkert hafa nærri upphafi þess komið. Höfundur er lífeyrisþegi. haujo@simnet.is Þegar lagt var í’ann með íslensku flugfélögunum í þá gömlu góðu þá voru það ekki aðeins flugliðar og flug- freyjur sem voru í stífpressuðum jökkum heldur voru farþegarnir líka í betri gallanum og fullir eftirvænting- ar. Sérstakur flugvélamatur var inni- falinn og staup af koníaki með kaffinu. Þegar undirritaður flaug seinna með Aeroflotfélaginu sovéska þótti honum þunnt hvað allt var hvunndagslegt og ekkert koníak, en brjóstsykur fyrir lendingu gegn hellu fyrir eyrum. Hér heima hefur líka margt breyst, sérlega eftir að túristabylgjan skall á og lággjaldafélögin komu inn. Þá átti allt að vera sem ódýrast, minna lagt í mat og allt selt nema brosin frá flug- freyjunum og þjónustan jafn fumlaus og hlýleg og áður. Samt er það góðs viti þetta árið að gömlu góðu baguette-brauðin eru komin aftur á matseðilinn, sjóðheit, freyjurnar brosa áfram í sínu vel- pressuðu drögtum. Sunnlendingur og það er hægt að fá gott rauðvín með. Þá er ferðalagið aftur orðið það sem það var; ögn hátíðlegt, og flug- Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Með pomp og prakt Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Snorrabúð stekkur? Lággjaldaflugfélögin bjóða ekki upp á mikinn lúxus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.