Morgunblaðið - 17.05.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.2022, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. M A Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 114. tölublað . 110. árgangur . HEIMILDARMYND UM SÖRU MIKIL HVATNING FARALDUR, PLÁGA, INNI- LOKUN OG ÞUNGLYNDI FLOTTIR BÍLAR VERÐA ENN FLOTTARI SVARTHOL MOSSA 28 BÍLAR 8 SÍÐURÁ LEIÐ FRÁ LYON 2 OG 26 Einar talar við alla flokka - Meirihlutaþreifingar í Reykjavík - Valdahlutföll og borgarstjórastóll til um- ræðu hjá oddvitunum - Dagur fundaði með oddvitum Pírata og Viðreisnar gamli var fallinn. Þau símtöl áttu eft- ir að verða fleiri. Á sunnudag náðu oddvitar að ræða stuttlega saman í kringum fjöl- miðlaviðtöl, en einnig fréttist af Ein- ari í bílferðum með oddvitum ann- arra flokka, þar sem þreifingar hófust. Sjálfur segist hann nálgast verkefnið með opnum huga og að hann ræði við alla flokka. Í gær átti Einar stundar langan fund með Hildi Björnsdóttur, odd- vita sjálfstæðismanna, og annan eins með Degi B. Eggertssyni síðar. Oddvitar hinna flokkanna sátu ekki auðum höndum þess á milli. Dagur og oddvitar Pírata og Við- reisnar funduðu einnig í gær, en Hildur Björnsdóttir er sögð hafa rætt við flesta oddvita í borgarstjórn nema Dag, þótt varla hafi meiri- hlutasamstarf borið þar á góma. Andrés Magnússon andres@mbl.is Einari Þorsteinssyni barst fyrsta símtalið frá öðrum flokki í borgar- stjórn þegar á kosninganótt. Það olli hins vegar vandræðum að starfs- mönnum Framsóknarflokksins gekk erfiðlega að finna frambjóðandann til þess að taka við fyrsta tilboðinu um samræður til þess að mynda nýj- an meirihluta í Reykjavík eftir að sá Meirihlutaviðræður » Einar Þorsteinsson segist nálgast meirihlutamyndun með opnum huga. » Hildur Björnsdóttir er sögð hafa rætt við nær alla oddvita aðra nema Dag. MKvölin og völin … »14 Það var nokkuð um að vera á Reykjavík- urflugvelli í gær, þar sem malbikað var á ann- arri af tveimur flugbrautum vallarins. Rúm 20 ár eru síðan flugbrautirnar voru mal- bikaðar síðast, en meginreglan er sú að ein heil flugbraut sé nothæf meðan hin er malbikuð. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia innan- landsflugvöllum munu framkvæmdirnar standa eitthvað áfram inn í maímánuð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýtt malbik lagt á flugbrautir Framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há- skóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra, segir það skjóta skökku við að ríkið verji um 30 milljörðum króna árlega í stuðning við íslensk nýsköp- unarfyrirtæki, en nýti síðan ekki þær lausnir sem fyrirtækin bjóða upp á eða framleiða. Þannig nefnir hún sér- staklega Kerecis, sem um árabil hef- ur þróað lækningavörur og sára- umbúðir úr fiskroði og væri nú að velta milljörðum vegna viðskipta við erlendar heilbrigðisstofnanir, heri og fleiri aðila en ekki íslenskar heilbrigð- isstofnanir. Áslaug Arna kynnti í gær áherslur nýs ráðuneytis í upphafi Nýsköp- unarviku fyrir fullum sal í Grósku. Þar sagði hún að íslenskt atvinnulíf og tilteknar greinar þess þekktu það vel að verða fyrir áföllum vegna afla- brests, náttúruhamfara, heimfarald- urs eða af öðrum ástæðum. Því þyrfti að fjölga stoðum atvinnulífsins og það yrði gert með því að efla mikil- vægustu auðlindina, hugvitið. „[...] aðalatriðið er að við hættum að byggja nánast alfarið á takmörk- uðum auðlindum sem háðar eru utanaðkomandi aðstæðum og sveiflum,“ sagði hún. »12 Hugvitið verði stór burðarstoð - Vill efla nýsköpun í heilbrigðiskerfinu Ljósmynd/Cat Gundry-Beck Kynning Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir kynnti áherslur nýs ráðuneytis. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Nú er minna um fólk sem er laust í vinnu en áður og það er keppt um þá sem eru lausir. Við vitum til þess að fyrirtæki hafa verið að bjóða laun umfram taxta til að sannfæra fólk um að koma,“ segir Aron Pálsson, hótelstjóri á Hótel Kea og Sigló hóteli, um ráðningar starfsfólks fyrir sumarið. Búist er við miklum fjölda ferða- manna hingað til lands og víða er orðið þéttbókað á gististöðum. Ýmsar hindranir eru í veginum þegar kemur að starfsmanna- málum, til að mynda húsnæðis- vandi, en viðmælendur Morgun- blaðsins eru engu að síður bjart- sýnir fyrir sumarið. „Þetta hefur verið þungt og gengið hægt að manna en mér heyrist að flestir séu að verða búnir að klára þessi mál fyrir sumarið,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. „Við fáum starfsfólk frá Spáni, Ungverjalandi, Póllandi, Króatíu og Bretlandi auk Íslendinga,“ segir Sveinn Sigurðsson, einn eigenda Smiðjunnar brugghúss í Vík í Mýrdal. »4 Keppast um fólkið sem er á lausu - Áskoranir mæta fyrirtækjum í ferðaþjónustu við ráðningar í sumar Morgunblaðið/Eggert Þingvellir Ferðamenn eru farnir að streyma til landsins. Ágætlega hefur gengið að manna stöður í ferðaþjónustunni fyrir annasamt sumar. _ „Íslendingar sofa jafn lengi og þjóðirnar í kring, en okkar sérstaða er hvað við förum seint að sofa og vöknum seint,“ segir Bryndís Bene- diktsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hún segir að ekki hafi verið sýnt fram á að stuttur eða langur svefn orsaki sjúkdóma og varasamt sé að senda þau skilaboð út í þjóðfélagið að fólk sofi ekki nóg og að heilsa þess sé í hættu. „Fólk verður skít- hrætt og fer kannski upp í rúm allt of snemma þar sem það liggur vak- andi og fer í framhaldi til læknis og segist verða að fá svefnlyf,“ segir Bryndís. „Fólk leitar meira og meira í heilbrigðiskerfið af því það er svo hrætt um að það sofi ekki nóg, að það komi niður á heilsu þess. Þetta er sjúkdómsvæðing.“ »10 Svefnleysi ekki sjúkdómsvaldur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.