Morgunblaðið - 17.05.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND
ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER.
U S A TO D AY
92%
Radio Times
Total Film
Empire Rolling StoneLA Times
THE LEGACY CONTINUES
72%
BENEDICT
CUMBERBATCH
ELIZABETH
OLSEN
chiwetel
ejiofor
BENEDICT
WONG
xochitl
gomez
MICHAEL
STÜHLBARG
RACHEL
MCadams
Sænski kvikmyndaleikstjórinn
Ninja Thyberg hlýtur Young Tal-
ent-verðlaunin í ár fyrir Pleasure á
kvikmyndahátíðinni í Cannes. Sam-
kvæmt frétt SVT um málið kemur
fram að verðlaunin séu veitt konu
fyrir leikstjórn á sinni fyrstu kvik-
mynd. Verðlaunaféð nemur um 50
þúsund evrum, sem samsvarar tæp-
um sjö millj. ísl. kr. og er eyrna-
merkt næsta kvikmyndaverkefni
viðkomandi. „Það er mér mikill
heiður að vera valin. Það var erfitt
en jafnframt gefandi að skapa
Pleasure og ég var afskapleg stolt
þegar myndin var sýnd á Cannes
2020,“ segir Thyberg og tekur fram
að verðlaunaféð komi í góðar þarfir
þar sem myndin hafi verið sýnd
meðan heimsfaraldurinn gekk yfir.
Ninja Thyberg verðlaunuð fyrir Pleasure
AFP
Styrkleiki Ninja Thyberg ásamt Sofiu
Kappel, aðalleikkonu myndarinnar.
Miðstöð íslenskra bókmennta út-
hlutaði nýlega sjö milljónum úr
barna- og ungmennabókasjóðnum
Auði og hlutu 22 verk styrk að þessu
sinni. Alls bárust 47 umsóknir og
sótt var um 30 millj. kr. Eftirtalin
verk hlutu 400.000 kr. styrk:
- Ræfill eldgosabók eftir Rán
Flygenring sem Angústúra gefur út.
- Frankensleikir eftir Eirík Örn
Norðdahl og Elísabetu Rún sem
Forlagið gefur út.
- Íslensk list sem öll ættu að
þekkja eftir Margréti Tryggva-
dóttur sem Forlagið gefur út.
- Mamma kaka eftir Lóu Hlín
Hjálmtýsdóttur sem Salka gefur út.
Meðal þeirra verka sem hlutu
300.000 kr. styrk eru:
- Álfheimar. Risinn eftir Ármann
Jakobsson sem Angústúra gefur út.
- Orri óstöðvandi. Draumur
Möggu Messi eftir Bjarna Fritzson
og Þorvald Sævar Gunnarsson sem
Út fyrir kassann gefur út.
- VeikindaDagur eftir Bergrúnu
Írisi Sævarsdóttur sem Bókabeitan
gefur út.
- ÚPS! Mistök sem breyttu
heiminum/Hamfarir á jörðinni eftir
Sævar Helga Bragason og Elísabetu
Rún sem Forlagið gefur út.
- Heimsendir, hitt og þetta eftir
Rut Guðnadóttur sem Forlagið
gefur út.
- Bannað að ljúga eftir Gunnar
Helgason og Rán Flygenring sem
Forlagið gefur út.
- Hinum megin eftir Ævar Þór
Benediktsson sem Forlagið gefur út.
- Ófreskjan í mýrinni eftir Sig-
rúnu Eldjárn sem Forlagið gefur út.
Heildarlista styrkja má sjá á vef
Miðstöðvarinnar, islit.is.
22 verk styrkt
- Sjö milljónum
úthlutað úr barna-
og ungmenna-
bókasjóðnum Auði
Lóa Hlín
Hjálmtýsdóttir
Ævar Þór
Benediktsson
Bjarni
Fritzson
Rut
Guðnadóttir
Ljósmynd bandaríska myndlistarmannsins Man Ray,
„Le Violon d’Ingres“ frá árinu 1924, var seld fyrir
metfé á uppboði í Christie’s í New York um nýliðna
helgi, 12,4 milljónir bandaríkjadala sem er jafnvirði
um 1.695 milljóna króna. Hefur svo hátt verð aldrei
áður fengist fyrir ljósmyndaverk á uppboði, að því er
fram kemur á vefnum ARTnews.
Á myndinni má sjá nakta konu sem situr og snýr
bakinu í ljósmyndara. Á myndina hefur verið bætt við
teikningu af f-um sem líkjast f-skorunum svonefndu
sem eru á fiðlum. Fyrirsætan var Kiki de Montp-
arnasse sem Ray, réttu nafni Emmanuel Radnitzky,
hafði mikið dálæti á.
Um tíu mínútur liðu frá því uppboð hófst á verkinu
þar til það seldist en uppboðið í heild var helgað verk-
um súrrelista og var Man Ray einn þeirra þekktustu í
þeirra röðum. Ljósmyndin er sú upphaflega sem Ray
færði yfir á pappír og almennt talin hans þekktasta
verk. Nafn kaupanda ljósmyndarinnar var ekki gefið
upp.
Fyrra metverð fyrir ljósmynd fékkst árið 2011 fyrir
Rhein II eftir Andreas Gursky frá árinu 1999. Dýr-
asta ljósmynd Man Ray var áður „Noire et Blanche“
frá 1926 en fyrir hana fengust þrjár milljónir dollara
árið 2017, jafnvirði um 410 milljóna króna. Það var
því fjórföld sú upphæð sem fékkst fyrir „Le Violon
d’Ingres“.
Dýrasta ljósmynd sögunnar
- Le Violon d’Ingres eftir
Man Ray sló met á uppboði
Verðmæt „Le Violon d’Ingres“ eftir Man Ray.
Annað tölublað
Tímarits Máls og
menningar árið
2022 er komið út.
Þar er að finna
ljóð eftir Brynju
Hjálmsdóttir,
Jakub Stachowi-
ak, Hauk Ingv-
arsson, Þórð
Sævar Jónsson
og Kristínu Nönnu Einarsdóttur og
smásögur eftir þau Önnu Hafþórs-
dóttur og Joachim B. Schmidt.
Skáldkvennanna Álfrúnar Gunn-
laugsdóttur og Vilborgar Dag-
bjartsdóttur er minnst og andi Hall-
dórs Laxness er sagður svífa yfir
vötnum. Þá má að vanda finna þar
umsagnir um nýútgefnar bækur,
forvitnilegar fræðigreinar og loks
hugvekju eftir Jónas Reyni Gunn-
arsson.
Kennir ýmissa
grasa í nýju TMM
Anna Hafþórsdóttir
Bandaríski leik-
arinn og fram-
leiðandinn Fred
Ward lést um
helgina, 79 ára
að aldri. Ward
nam leiklist á
Ítalíu og hóf feril
sinn á því að
leika í ítölskum
sjónvarps-
myndum 1973. Hearts of the West
(1975) var fyrsta bandaríska kvik-
myndin sem hann lék í en fyrsta
burðarhlutverkið hans var á móti
Clint Eastwood í Escape from Al-
catraz (1979). Meðal annarra þekkt-
ustu mynda hans eru Tremors
(1990), Henry & June (1990) og
Naked Gun 33 1/3: The Final Insult
(1994). Ward lætur eftir sig eigin-
konuna Marie-France Ward og son-
inn Django Ward.
Fred Ward látinn,
79 ára að aldri
Fred Ward
Pernille Ipsen,
prófessor í sagn-
fræði við Uni-
versity of Wis-
consin-Madison,
flytur hátíðar-
fyrirlestur Jóns
Sigurðssonar á
vegum Sagn-
fræðistofnunar
Háskóla Íslands í
Auðarsal í Veröld í dag milli kl. 15
og 17. Fyrirlesturinn, sem fram fer
á ensku, er hluti af Íslenska sögu-
þinginu 2022. Hann fjallar um sjö
konur sem hittust í sumarbúðum
kvenna á Femø árið 1971 og ákváðu
að halda hópinn eftir þessi fyrstu
kynni. Þær bjuggu allar saman í
miðborg Kaupmannahafnar næstu
árin og léku mikilvægt hlutverk í
Rauðsokkahreyfingunni sem var að
fæðast um líkt leyti.
Hátíðarfyrirlestur
Jóns Sigurðssonar
Pernille Ipsen