Morgunblaðið - 17.05.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.05.2022, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022 ✝ Gísli Guð- mundsson fæddist 6. júní 1926. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir í Reykja- vík 1. maí 2022. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristinn Gíslason, bóndi að Hurð- arbaki í Flóa, f. 9. desember 1890, d. 20. október 1954, og Þuríður Árnadóttir, húsfreyja að Hurðarbaki, f. 4. ágúst 1894, d. 15. maí 1985. Systkini Gísla eru Guðrún Árný, f. 1920, d. 1965, Eyrún, f. 1921, d. 2018, Sigurbjörg, f. 1922, d. 2008, Sigríður, f. 1923, d. 2016, Jó- hanna, f. 1924, d. 2003, Guð- munda, f. 1925, d. 1990, Rún- ar, f. 1927, d. 2015, og Ingibjörg Helga, f. 1933. Eftirlifandi maki Gísla er Margrét Árnadóttur, f. 21. an var þó hans uppáhalds- grein. Hann gekk svo í Glímufélagið Ármann þegar hann flutti til Reykjavíkur 1953. Hann var ráðinn þjálf- ari glímudeildar Ármanns 1. október 1965. Hann hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík 1953 og starfaði þar í 42 ár. Hann var þar við almenn lög- reglustörf en gekk svo til liðs við rannsóknarlögregluna í Reykjavík og svo Rannsókn- arlögreglu ríkisins, RLR, þar til síðustu 13 árin í starfi var hann yfirlögregluþjónn við dómsmálaráðuneytið. Hann var einn stofnenda Félags yf- irlögregluþjóna. Eins var hann formaður Lögreglu- félags Reykjavíkur um tíma. Hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Árnadóttur, 1953 en þau op- inberuðu trúlofun sína 10. apríl 1954 og gengu svo í hjónaband 6. júní 1956. Útför Gísla fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 17. maí 2022, klukkan 13. desember 1934. Börn þeirra eru: 1) Guð- mundur Kristinn Gíslason, f. 18. apríl 1957, giftur Svanhildi Stein- grímsdóttur, f. 28. apríl 1958. Börn þeirra eru Sólveig, f. 1978, og Gísli, f. 1985. 2) Árni Gíslason, f. 23. júlí 1963, d. 29. apríl 2017. 3) Soffía Magnea Gísladóttir, f. 1. nóvember 1965. Eiginmaður Soffíu er Ragnar Magnússon, f. 19. janúar 1962. Börn þeirra eru Bjarki Snær, f. 1995, Mar- grét Sól, f. 1996, Viktoría Dögg, f. 1998, og Alexander Kári, f. 2000. Gísli fæddist að Hurðarbaki í Flóa og ólst þar upp við sveitastörf. Hann stundaði frjálsar íþróttir hjá Ung- mennafélaginu Vöku en glím- Elsku pabbi fékk að sofna hinn 1. maí síðastliðinn. Hann lifði löngu og inni- haldsríku lífi. Hann átti langan feril í lögreglunni þar sem hann byrjaði í götulögreglunni, fór svo í rannsóknarlögregluna og vann síðast sem yfirlögreglu- þjónn í dómsmálaráðuneytinu þar sem hann fór svo á eft- irlaun á sjötugsafmælinu. Hann var alltaf mikill íþróttamaður og keppti meðal annars með góðum árangri í glímu og há- stökki. Hann þótti glíma ein- staklega fallega og af mikilli kurteisi. Alveg fram á níræð- isaldurinn fór hann daglega í sund og golf, enda alltaf jafn duglegur. Hann var alltaf þolinmóður og réttsýnn maður, það sýndi hann bæði í starfi og einkalífi. Hann var alltaf tilbúinn að tala um hlutina og fannst mikilvægt að hlusta á aðra, frekar en að draga ályktanir og áfellast. Það var einkennandi fyrir hann, og þá sérstaklega í lögreglustarf- inu enda fannst honum að einn mikilvægasti eiginleiki lög- reglumanns væri að kunna að hlusta. Margar voru veislurnar sem mamma og pabbi héldu og allt- af gaman þar. Þau voru dugleg að ferðast og oft á vegum emb- ættisins og með lögreglukórn- um sem hann var lengi í. Pabbi vildi allt fyrir mann gera og alltaf tilbúinn að rétta manni hjálparhönd hvort sem það var að vélrita fyrir mann ritgerðir í skólanum, aðstoða við húsbyggingar, skutla manni hingað og þangað eða sækja og passa barnabörnin. Börnin mín dýrkuðu afa sinn því hann var alltaf til í að leika við þau og leyfa þeim að gera ýmislegt sem þau fengu kannski ekki endilega að gera heima hjá sér. Hann til dæmis útbjó púttvöll í garðinum hjá sér svo þau gætu æft sig með honum. Þegar ég byrjaði í golfi tók hann mig með sér út á völl og var endalaust þolinmóður þótt höggin væru ansi mörg oft. Þá var setningin „fleiri högg, meiri æfing“ oft sögð (og er enn í hávegum höfð). Hann var allt- af duglegur að hrósa mér fyrir góð högg þótt þau færu í allt aðra átt en ætlunin var. Pabbi var alltaf jafn glaður þegar krakkarnir mínir kíktu í heimsókn, enda sá hann ekki sólina fyrir barnabörnunum. Við forum oft í útilegur með krakkana yfir sumrin og þá voru amma og afi dugleg að koma í kaffi á tjaldsvæðið. Síð- ustu ár hafa verið erfið og mörg áföll dunið yfir. Það stærsta var þegar Árni bróðir lést snögg- lega 29. apríl 2017. Eftir það hefur heilsunni hrakað og alz- heimerveikin náði yfirhöndinni. Pabbi mundi oft ekki hver ég var en alltaf var hann jafnglað- ur að sjá mig og okkur öll og þakkaði okkur fyrir að kíkja á sig. Pabbi var orðinn mjög las- inn undir lokin en aldrei kvart- aði hann og var alltaf jafn ljúf- ur og þakklátur, sem lýsir honum vel. Elsku pabbi minn, ég á eftir að sakna þín og þinnar hlýju mikið og þú skilur eftir margar góðar minningar og stórt skarð í hjörtum okkar. Hvíldu í friði elsku pabbi minn. Þín dóttir, Soffía. Ég var svo heppin að fá tæp 26 ár með afa mínum. Árið sem ég fæddist fór afi á eftirlaun sem þýddi að hann hafði allan tíman í heiminum fyrir mig og systkini mín, Bjarka, Viktoríu og Alexander. Það var svo gam- an að geta kíkt í heimsókn hve- nær sem er í næsta hús þar sem amma og afi bjuggu. Afi var alltaf til í að gera eitthvað með manni, hvort sem það var að fara í bíltúra, sund eða golf, enda var golfið eitt helsta áhugamálið hans á seinni árum. Við fórum oft saman út í garð að pútta eða upp á litla völl að æfa golfsveifluna. Hann var svo þolinmóður, góður og skilnings- ríkur. Það var svo gaman að labba heim úr skólanum og reyna að kíkja á leiðinni heim hvort að maður sæi afa úti á golfvelli. Þá reyndi maður að hlaupa til hans og fá far í golfbílnum heim. Ef hann var ekki úti á golfvelli fór- um við oft beint í heimsókn til hans, þar sem hann var ann- aðhvort úti í garðvinnu eða inni að drekka kaffi með ömmu. Eins og sannur fyrrverandi lög- reglumaður var hann með fána- stöng úti í garði og flaggaði alltaf þegar við áttum afmæli, auk þess sem hann mætti stundum í barnaafmælin okkar í lögreglubúningnum en það vakti alltaf mikla lukku. Ég gæti talið upp óendanlega margar minningar en það sem stendur upp úr er ekki eitthvað eitt atriði, heldur er það þessi hlýja nærvera sem hann hafði alla tíð. Að vita af afa rétt hjá og að geta alltaf leitað til hans. Í hvert einasta skipti sem ég hitti afa var hann svo ánægður að sjá mig, alveg frá því að ég var lítil og þangað til ég sá hann síðast, u.þ.b. viku áður en hann lést þegar hann var orð- inn mjög slappur. Hann var svo jákvæður, þakklátur og glaður. Alltaf. Mér fannst það ansi tákn- rænt að þegar ég komst að fréttunum, morguninn 1. maí, þá var ég einmitt í golfi með kylfurnar hans afa á litla vell- inum sem við fórum svo oft á í gamla daga. Það var eins og þetta væri hans leið til að segja að þótt hann væri farinn, þá væri hann samt enn þá hjá mér. Ég trúi almennt ekki á það yfirnáttúrulega en ég er hand- viss um það að þótt hann sé far- inn af þessari jörðu, þá mun hann aldrei fara frá mér. Hann verður alltaf þessi hlýja nær- vera sem ég mun geta leitað til. Ég átti besta afa í heimi. Ég er sannfærð um það. Elsku afi minn, ég passa mig í tröppunum. Margrét Sólin þín. Látinn er Gísli Guðmunds- son, vinur minn og nágranni til margra ára. Þær Margrét kona Gísla og Guðrún Anna kona mín voru vinkonur og skólasystur úr vesturbæ Reykjavíkur. Þeg- ar Margrét tilkynnti í hópinn að hún hefði fundið sér mannsefni, að vísu nokkuð fullorðinn, vor- um við spennt að hitta Gísla í fyrsta sinn. Kom í ljós að þar fór enginn meðalmaður, stæltur íþróttamaður, glímukappi, lög- reglumaður og sérlega þægi- legur í viðmóti. Fyrst bjuggu þau við Sogaveg, svo við Otra- teig og byggðu sér síðan hús við Byggðarenda þegar þau fengu úthlutaða lóð þar. Þegar ég leit inn hjá Gísla í húsinu fokheldu var hann á fullri ferð að vanda. Ég spurði hann um hús sem stóð uppsteypt við hliðina á hans húsi og sagði Gísli að það væri til sölu og tugir manna hefðu komið þar út hristandi höfuðið og komið yfir til sín og spurt hvort hans hús væri til sölu. Ég skoðaði húsið og sá að þar þurfti ýmsu að breyta og vitandi það að við fengjum góða nágranna varð það til þess að við hjónin keyptum þetta hús við Byggð- arenda og bjuggum við þar saman meðan konan mín lifði. Gísli var sérlega verklaginn og duglegur maður og kom það sér vel við byggingu þessara húsa, sem þau hjónin höfðu reist sér í gegnum tíðina. Og því var ekki enn lokið. Garð- staðir 19 voru reistir í nánd við Korpúlfsstaði og þar vaknaði íþróttaáhuginn aftur og Gísli náði góðum árangri í golfi og lék það meðan heilsan leyfði. En umhyggja hans í lóða- og garðmálum er mér einna minn- isstæðust, því þar var snyrti- mennskan í hámarki og garð- arnir við hús þeirra hjóna vöktu mikla aðdáun. Ég vil þakka þeim hjónum fyrir 30 ára ánægjulegt nábýli og koma í hugann þessi orð: Fátt er betra en góður granni og gerist til þess lítil von, að ég kynnist öðrum manni á við Gísla Guðmundsson. Magga mín, ég sendi þér, börnum þínum og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Ólafur G. Karlsson. Gísli Guðmundsson Nú þegar allt líf- ið er að kvikna í garðinum þínum yf- irgefur þú þessa jarðvist. Þú sem hafðir svo mikið dálæti á því að horfa á alla vorlaukana koma upp, fylgjast með hverju tré laufgast og blómi blómgast. Þær voru margar ferðirnar sem við fórum saman í garða- skoðun á vegum Garðyrkju- félagsins og heimsóttum reglu- lega Hólmfríði í Skógrækt Hafnarfjarðar. Á heimleiðinni komum við oft við í garðyrkju- stöðvum til að sjá hvort það væru einhverjar nýjar plöntur sem þig vantaði í garðinn og í öll- um þessum ferðum var alltaf eitthvað nýtt, sem þér tókst að koma fyrir í garðinum, mér til mikillar furðu, því hvergi var hægt að sjá í mold fyrir plöntum. En haglega tókst þér að koma öllum plöntunum fyrir og skapa fallegt umhverfi í kringum þig. Stundum var það nú flókið verk- efni þegar þú baðst mig að reyta fyrir þig einhver beð og ég sá lít- Valborg Sveinsdóttir ✝ Valborg Sveinsdóttir fæddist 13. júní 1934. Hún lést 20. apríl 2022. Útför Valborgar fór fram 3. maí 2022. inn mun á illgresi og sjaldgæfum plöntum en með þinni kunnáttu tókst okkur það í samvinnu. Seinni árin, þeg- ar skrokkurinn þreyttist á garð- vinnunni og garður- inn hægði ekki á vextinum í takt, léstu nú garðinn ekki drabbast niður heldur fékkst þér garðyrkjumann til að aðstoða þig. Það var nú mikill léttir fyrir okkur ættingjana, því svo virðist sem enginn hafi náð að erfa grænu fingurna þína. Þótt þér hafi ekki tekist að kenna mér mikla garðrækt tókst þér að kenna mér að dást að líf- inu sem fylgir gróðrinum og er ég því þakklát. Þakklát er ég líka fyrir allar þær stundir sem þú gafst strákunum mínum. Þeir elskuðu að liggja í fanginu á þér þegar þeir voru litlir og þú þreyttist aldrei á að lesa bók eft- ir bók eða spila ólsen-ólsen. Það er tómlegt að koma inn í Hlíðargerðið og tilveran án þín er skrýtin, en margar góðar minningar skilur þú eftir og munu þær ylja mér um ókomna tíð. Þín tengdadóttir, Elfa Björk. Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi, BENEDIKT GEIRSSON, fv. framkvæmdastjóri, Ferjuvaði 1, sem lést á líknardeild Landspítalans 6. maí, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 18. maí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið eða Krabbameinsfélagið. Helga Möller Runólfur Geir Benediktsson Guðrún Jóhanna Georgsdóttir Bergrún Elín Benediktsdóttir Samúel Orri Samúelsson Katrín Johnson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR bóndi, Stóru-Þverá í Fljótum, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar þriðjudaginn 26. apríl. Útförin hefur farið fram. Guðbjörn Hermann Óskarss. Guðbjörg Gunnlaugsdóttir Dagbjört Þuríður Óskarsd. Jóhann Valberg Jónsson Iðunn Ósk Óskarsdóttir Rúnar Hrafn Benjamínsson ömmubörn og langömmubörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og unnusti, STEFÁN RÚNAR ÁSGEIRSSON bóndi, Ásgarði í Breiðdal, lést á heimili sínu 5. maí. Útför fer fram frá Heydalakirkju laugardaginn 21. maí klukkan 14. Aðalheiður Björk Rúnarsd. Sigurður Már Viðarsson Hildur Ellen Rúnarsdóttir Hannibal Páll Jónsson Ólöf Rún Rúnarsdóttir Rósa Elísabet Erlendsdóttir Ástkær móðir okkar og amma, MARTA SIGURLILJA SÆMUNDSDÓTTIR, lést þriðjudaginn 3. maí á Seljahlíð. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnhildur Einarsdóttir Auður Einarsdóttir Marta Sigurlilja Rúnarsdóttir Einar Geir Rúnarsson Hanna Björk Geirsdóttir Ásdís Grétarsdóttir Salka Grétarsdóttir Tinna Grétarsdóttir og barnabarnabörn Ástkær móðir, dóttir og systir, MARÍA ÞORLEIF HREIÐARSDÓTTIR, Safamýri 46, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 7. maí. Útför verður auglýst síðar. Ottó B. Arnar María Þ. Þorleifsdóttir Hreiðar A. Aðalsteinsson og aðrir aðstandendur Elsku bróðir okkar og mágur, ÞORSTEINN HELGI KARLSSON, Gerðakoti, Álftanesi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hinn 4. apríl sl. Útförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Áss, dvalar- og hjúkrunarheimilis, Hveragerði, fyrir hlýhug og umönnun. Sigríður Karlsdóttir Sigurður G. Thoroddsen Ólöf Björg Karlsdóttir Jósep Guðmundsson Ingveldur Karlsdóttir Ólafur Karlsson Kristín Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.