Morgunblaðið - 17.05.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022
AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ
GARÐA
blaðið
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
– meira fyrir lesendur
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 27. maí
SÉRBLAÐ
Allt um garðinn, pallinn,
heita potta, sumar-
blómin, sumarhúsgögn
og grill ásamt ótal
girnilegum uppskriftum.
40 ÁRA Óli Már er Kópavogsbúi og
ólst þar upp en gekk í Ölduselsskóla í
Breiðholti. Hann er bílamálari og bif-
reiðasmiður frá Borgarholtsskóla og
starfar hjá Bifreiðaverkstæði Björns
Pálmasonar. Áhugamálin eru bílar og
allt bílatengt. Hann stundar einnig
stangveiði og er Arnarvatnsheiðin í
uppáhaldi.
FJÖLSKYLDA Óli Már er í sambúð
með Ólöfu Rún Ásgeirsdóttur, f. 1989,
bókara hjá umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytinu. Dóttir Óla Más er Aníta
Karen, f. 2006. Sonur Óla Más og Ólaf-
ar er Styrmir Freyr, f. 2021. Foreldrar
Óla Más: Ólafur Bergmann Ásmunds-
son, f. 1940, d. 2010, sölumaður, og
Málfríður Ólína Viggósdóttir, f. 1943,
húsfreyja. Hún er búsett í Kópavogi.
Ólafur Már Ólafsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Lausn verkefnis þíns liggur nær
þér en þig grunar í fljótu bragði. Sumum
finnst þú taka of mikla áhættu, en ekki
þér.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er hætt við að þú lofir upp í
ermina á þér í vinnunni. Kappsemi er smit-
andi og því munu allir í kringum þig vinna
betur og af meiri áhuga.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Að gefa sér tíma til að stoppa og
njóta ilmsins af blómunum er merki um
aukinn þroska. Þér fer fram í því að hrósa
öðrum.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Forðastu að lenda í þeirri aðstöðu
að þurfa að taka afstöðu með einum eða
öðrum. Mundu að vináttu verður að rækta.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Örlög verkefnis eru í þínum höndum.
Settu þér eitt markmið og fagnaðu þegar
þú nærð því. Allt er gott í hófi.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er í lagi að freista gæfunnar ef
ekki er of miklu kostað til. Reyndu að láta
rifrildi ekki slá þig út af laginu í dag.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú þarft að hafa mikið fyrir hlutunum,
sem er allt í lagi ef þú bara gætir þess að
skila vel unnu verki. Haltu þínu striki í
ástamálunum.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Allir mæta einhverjum erf-
iðleikum þannig að þér er engin vorkunn.
Brettu upp ermarnar og þú munt vinna þig
út úr þeim fljótt og örugglega.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það er ómögulegt að gera svo
öllum líki enda ekki í þínum verkahring að
sjá til þess að allir séu hamingjusamir.
Notaðu heilbrigða skynsemi og beittu þig
aga.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Einhverjar spurningar kunna að
vakna um heilsufar þitt. Farðu þér hægt,
kynntu þér málin vandlega og skrifaðu
ekki undir neitt sem þú ert ekki handviss
um.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Enginn er fullkominn og þú
ekki heldur svo þú skalt bara herða upp
hugann og halda áfram. Þér verður boðið
á stefnumót fljótlega.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þótt þér sé ekki mikið gefið um
mannamót kemstu ekki hjá því að sækja
sum þeirra. Það leynist rithöfundur í þér.
Gunnlaugur var svo aftur kjörinn á
þing fyrir Alþýðuflokkinn í Aust-
fjarðakjördæmi árið 1991. „Við brut-
um múrinn, því aldrei hafði það gerst
fyrr að Alþýðuflokkur fengi mann
kjörinn á Austurlandi. Ég gegndi
prestsstörfum meðfram þingmennsk-
unni allt kjörtímabilið til 1995. Það
var erfitt, en ég naut þess að Sjöfn
mín stóð vaktina fyrir austan í fjar-
veru minni við þingstörfin og svo kom
ég heim um helgar og embættaði.“
Eftir að þingmennsku lauk sat Gunn-
laugur í stjórn Byggðastofnunar í
átta ár og síðar formaður Flugráðs í
sex ár. Hann starfaði á Hjálpar-
stofnun kirkjunnar 1982-1986. „Það
voru gefandi og góð ár með frábæru
samstarfsfólki. Ég ferðaðist mikið í
störfum mínum til fjarlægra landa og
reyndi margt. Að þeirri reynslu bý ég
enn. Þá varð mér t.d. svo ljóst að Ís-
land á alla sína farsæld háða sam-
félagi með öðrum þjóðum.“
Prestskapurinn fyrir austan
Gunnlaugur bjó í Heydölum í
Breiðdal í tæp 33 ár. „Þar leið mér
einstaklega vel. Stöðvarfjörður til-
heyrði prestakallinu. Ég leit alltaf á
þessi tvö byggðarlög sem eina heild.
Ég messaði jafnt í báðum kirkjum og
hélt þar úti sjálfstæðu starfi og sam-
starfið á milli safnaðanna var alltaf
laug systir mitt skjól og þróaðist með
okkur mjög náið samband. Svo voru
það ömmur mínar, Guðrún og Snjó-
laug. Þegar ég var tíu ára átti Snjó-
laug amma minnisstætt samtal við
mig. Hún lagði hönd sína á bunka af
handrituðum blöðum á stofuborðinu,
sagði að þetta væri predikunarsafn
pabba síns, sr. Árna Björnssonar,
prófasts í Görðum á Álftanesi og
fyrsta prests í Hafnarfjarðarkirkju.
Amma sagðist eiga heita ósk um að
ég yrði prestur og þá skyldi ég eign-
ast predikunarsafn langafa míns. Það
átti allt eftir að gerast.“
Gunnlaugur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Tjörnina árið
1973. Hann stundaði svo kennslu í
gagnfræðaskólum um skeið meðfram
háskólanámi, en lauk embættisprófi í
guðfræði frá Háskóla Íslands árið
1982. Hann var kjörinn til setu á Al-
þingi fyrir Alþýðuflokkinn í Reykja-
neskjördæmi árið 1978 og sat þar
fram undir lok árs 1979. Á háskóla-
árunum var hann einnig til sjós á bát-
um við ýmsar veiðar, en lengst af á
togurum hjá Ísstöðinni í Garði. „Það
var lærdómsríkur tími með frábær-
um mönnum um borð. Oft var ég með
námsbækurnar með mér og þá urðu
gjarnan líflegar umræður um trú-
málin sem var virkilega gagnlegur
skóli og reyndist mér vel.“
G
unnlaugur Stefánsson
fæddist 17. maí 1952 í
Hafnarfirði og ólst þar
upp. „Fyrstu árin
bjuggum við á Skúla-
skeiði við Hellisgerði sem var eins og
leikvöllur okkar barnanna. Síðan urð-
um við frumbyggjar á Arnarhraun-
inu. Krakkar nutu frelsis á þessum
árum í Hafnarfirði. Þegar ég var
fimm ára kom lögreglan að okkur fé-
lögunum, mér og bræðrunum Karli
og Erni Sigurðssonum, liggjandi á
maganum fram af bryggjusporðinum
að veiða ufsa og kola með færi,
spruttum þá á fætur og hlupum á
harðaspretti upp í bæ, þar sem Guð-
sveinn lögga náði mér og skrifaði
nafnið mitt í bók. Þá var lækurinn
ekki síður heillandi veiðisvæði þar
sem dvalið var löngum og mörgum
stundum við silungsveiðar.“
Árin í Lækjarskóla eru Gunnlaugi
minnisstæð. „Ég var í sama bekknum
sem taldi rúmlega þrjátíu börn með
sama kennarann öll árin. Hún hét
Sigurbjörg Guðjónsdóttir, alveg frá-
bær kennari og meira en það, hún var
andlegur og félagslegur leiðtogi okk-
ar. Hver einasti skóladagur hófst með
faðirvorinu. Sigurbjörg hafði einstakt
lag á að halda okkur við efnið og
rækta með okkur sköpunargleði.
Mikil áhersla var á að læra utan-
bókar, ritningarvers, ættjarðarkvæði
og sálma. Einu sinni á mínum fyrstu
prestskaparárum var ég að messa á
jólum í kirkju utan minna sókna í for-
föllum staðarprests. Þegar kom að
því að lesa jólaguðspjallið, þá var eng-
in Biblía í kirkjunni, hafði gleymst að
bera úr bæ í kirkju. Það kom ekki að
sök, því ég kunni jólaguðspjallið utan-
bókar frá því í barnaskólanum hjá
Sigurbjörgu.
Konur voru miklir áhrifavaldar í
uppeldi mínu. Auk Sigurbjargar
kennara, og bekkjarsystra minna, þá
koma fyrst við sögu Margrét, móðir
mín, og Snjólaug, systir mín. Mamma
var á þeim árum heimavinnandi, afar
sterk og ástrík móðir, hafði ákveðnar
skoðanir, leyfði okkur systkinunum
að njóta frelsis og leikgleði, en allt
byggt á trausti, að við segðum satt og
stæðum við okkar orð. Stundum var
stormasamt á heimilinu. Þá var Snjó-
gott og kirkjukórinn sameiginlegur.
Ég naut vináttu með safnaðarfólki
sem skynjaði svo vel að kirkjan er
menningarstofnun sem geymir spor
kynslóðanna um aldir.
Ég lagði mig fram um að sitja Hey-
dali af sæmilegri reisn. Við plöntuð-
um út talsverðum skógi, byggðum
m.a. ný útihús og tókum allt umhverfi
í gegn og reyndum að halda snyrti-
legu. Við vorum alltaf með hrossa-
rækt á jörðinni, tömdum og riðum út
og ég húsvitjaði gjarnan ríðandi á bæi
í sveitinni. Jörðinni tilheyrir mikið
æðarvarp sem við sinntum og hlúðum
að. Ég var alltaf með sérbókhald um
jörðina og gætti þess að tekjur af
jörðinni rynnu til hennar eða í kirkju-
starfið. Það yrði mikið tjón fyrir þjóð-
kirkjuna og íslenska menningu ef
prestssetur í Heydölum yrði aflagt,
eins og nú blasir við. Svo þarf að reisa
menningarsetur við Heydalakirkju í
minningu sr. Einars Sigurðssonar
(1539-1627), ættföður þjóðarinnar og
sálmaskálds, sem mest hafði áhrif
með sálmum sínum á að lútersk
menningarbylting festi rætur í þjóð-
lífinu.
Á Stöðvarfirði var byggð ný kirkja
fljótlega eftir að ég kom til starfa og
klárað á tveimur og hálfu ári. Þetta er
stórt hús, rúmar á þriðja hundrað
manns með safnaðarheimili og góðri
aðstöðu. Mikið sjálfboðið starf var
lagt af mörkum við bygginguna. Á
sama tíma var Hallgrímskirkja í
Reykjavík að kaupa nýtt orgel. Virð-
isaukaskattur af orgelinu, sem
greiddur var í ríkissjóð, var nánast
sama upphæð og allur byggingar-
kostnaður Stöðvarfjarðarkirkju.
Ekki ein króna úr ríkissjóði né sveit-
arsjóði kom til byggingar Stöðvar-
fjarðarkirkju, sem er skuldlaust hús í
dag. Í kirkjunum í Breiðdal og á
Stöðvarfirði voru konur kjölfestan í
kirkjustarfinu, bæði í sóknarnefndum
og sönglífinu, sem var alltaf mjög öfl-
ugt. Það var mér mikill styrkur að
njóta samstarfs með þeim, heilt og
traust sem aldrei bar skugga á.“
Gunnlaugur var kjörinn í síðustu
sveitarstjórn Breiðdalshrepps. „Það
var einhuga samstarf með traustu
fólki sem kom miklu í verk og lauk
með því að sameinast Fjarðabyggð
Sr. Gunnlaugur Stefánsson, fv. sóknarprestur í Heydölum og alþingismaður – 70 ára
Fjölskyldan Stefán Már, Sjöfn og Gunnlaugur við biskupsvígslu árið 2012.
Kvenríkið mótaði hann
Til hamingju með daginn
Kópavogur Styrmir Freyr Ólafsson
fæddist þann 9. nóvember 2021, kl.
20.17. Hann vó 3.776 g og var 51 cm
langur. Foreldrar hans eru Ólafur Már
Ólafsson og Ólöf Rún Ásgeirsdóttir.
Nýr borgari