Morgunblaðið - 17.05.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.05.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2022 Rað- og smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Aðalfundur Lóðarfélagsins Móhella 4, A-E verður haldinn þriðjudaginn 24. maí 2022 kl. 17.00 í sal Kænunnar Óseyrarbraut 2 í Hafnarfirði 1. Fundur settur. 2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana. 3. Framlagning ársreikninga til umræðna og samþykktar. 4. Kosning formanns. 5. Kosning tveggja stjórnar- manna. 6. Kosning tveggja varamanna. 7. Kosning skoðunarmanna reikninga. 8. Framlagning rekstraráætlunar fyrir næsta ár til umræðna og samþykktar. 9. Framlagning framkvæmda ætlunar fyrir næsta ár til umræðna og samþykktar. 10. Ákvörðun húsgjalda fyrir komandi ár. 11. Önnur mál. 12. Fundargerð lesin og leiðrétt. 13. Fundi slitið. Reikningar félagsins vegna ársins 2021 liggja frammi á sama stað frá kl. 17.00 – 18.00 mánudaginn 23 . maíl – einnig verða þeir aðgengilegir á heima-síðu félagsins www.mohella.is frá 5. apríl og fram yfir aðalfund Samkvæmt ofanrituðu verða mikilvæg mál tekin fyrir á fundi- num til ákvörðunar og umræðu. Hér með er eindregið skorað á eigendur að mæta á fundinn ti að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og taka þátt í ákvörðunum. Fundur þessi er boðaður í samræmi við ákvæði fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994 og verður fundurinn haldinn samkvæmt fyrirmælum þeirra. Fundarboð þetta er kunngert félagsmönnum með birtingu auglýsingar í Morgunblaðinu og einnig á heimasíðu félagins. Stjórn Móhellu 4, A-E Sandblástursfilmur Prentun Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Morgunspjall, heitt á könnunni milli kl. 9-11. Botsía kl. 10.Tálgað í tré kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir. Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi með Milan kl. 10. Erlent handverksfólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16. Dansleikfimi kl. 14.15. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Boðinn Ganga / stafganga með leiðsögn kl. 10. Brids og kanasta kl. 13. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16. Fella- og Hólakirkja Vorferð eldri borgara í dag. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Prjónað til góðs kl. 8.30-12.Thai chi kl. 9-10. Hádegismatur kl. 11.30- 12.30; folaldagúllas og sæt kartöflumús, sulta og smábrauð, epla- grautur og rjómabland. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 12.30-15.30. Aðalfundur Hollvina kl. 13.30. Heimaleikfimi á RÚV kl. 13-13.10. Bónus-rútan kl. 13.10. Bókabíllinn kl. 14.45. Garðabær Kl. 9 pool-hópur í Jónshúsi, kl. 9 trésmíði í Smiðju, kl. 9 Qi-gong í Sjálandi, kl. 9 brottför í Vorferð, kl. 10 gönguhópur frá Jóns- húsi, kl. 11 stóla-jóga í Sjálandsskóla, kl. 11 tölvuaðstoð í Jónshúsi, kl. 12.15 leikfimi í Ásgarði, kl. 13 trésmíði í Smiðju, kl. 13 botsíða í Ásgarði. Grafarvogskirkja Í dag, þriðjudaginn 17. maí verður opið hús fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13-15. Margt er til gamans gert, s.s. spilað, spjallað og sungið. Að opna húsinu loknu er boðið uppá kaffi og meðlæti. Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund hefst kl. 12. Kyrrlát stund með fyrirbænum og altaris- göngu. Verið öll velkomin! Hraunsel Þriðjudaga: Billjard kl. 8-16. Brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Brids kl. 13. Bingó fellur niður í dag vegna forfalla. Gönguhópu, lengri ganga kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30–12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Listmálun kl. 9. Botsía kl. 10. Helgistund í Borg- um kl. 10.30. Spjallhópur í Listasmiðju kl. 13. Sundleikfimi í Grafar- vogslaug kl. 14. Kóræfing Korpusystkina kl. 16. Gleðin býr í Borgum. Samfélagshúsið Vitatorgi Heitt á könnunni. Bútasaumshópur í handverksstofu kl. 9-12. Hópþjálfun í setustofu kl. 10.30-11. Bókband í smiðju kl. 13-16.30. Qi-gong með Veroniku í handverksstofu kl. 13.30- 14.30 og síðdegiskaffi kl.14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartanlega velkomnir til okkar :) Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffikrókur alla morgna kl. 9. Pútt á Skólabraut kl. 10.30. Karlakaffi í safnaðarheimili kl. 14. Örnámskeið; roð og leður kl. 15.30. Í dag kl. 15. koma í heim- sókn á Skólabraut nemendur í Valhúsaskóla sem hafa félags- og tómstundafræði sem val. Við ætlum að eiga góða stund saman, fá okkur kaffi og jafnvel fara út að pútta. Hvetjum fólk til að mæta. með morgun- "&$#!% Vantar þig fagmann? FINNA.is ✝ Tómas Högni Jón Sigurðs- son fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 30. júní 1936. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 3. maí 2022. Foreldrar hans voru Ingibjörg Kristjana Krist- jánsdóttir, f. 21.6. 1913, d. 1.1. 2004, og Sig- urður B. Guðmundsson, f. 20.2. 1916, d. 10.9. 1977. Bróðir Högna er Guðbjörn Hermann, f. 15.8. 1937. Högni bjó fyrstu æviárin á Þingeyri þar til árið 1945 þegar fjölskyldan fluttist suð- ur til Hafnarfjarðar þar sem hann bjó til æviloka. Lengst af á Tjarnarbraut 5. Högni fór fyrst til sjós á fimmtánda ári með föður sínum á togarann Júpí- ter og stundaði hann sjómennsku og tengd störf alla tíð. Lengst af hjá Einars bræðrum. Högni sótt nám í Stýri- mannaskólanum og útskrif- aðist úr farmanna- og fiski- mannadeild árið 1960. Um árabil sat hann í stjórn Skip- stjóra- og stýrimannafélags- ins Kára. Árið 2006 var hann heiðraður á sjómannadaginn. Útför Högna fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 17. maí 2022, og hefst at- höfnin klukkan 13. Fallinn er frá elskulegi frændi minn með langa nafnið, Tómas Högni Jón. Högni bar þetta mikla nafn vel, enda mikill karakter. Hann var stór og gerðarlegur maður, gat tal- að hátt og hlegið dátt. Högni var frumburður for- eldra sinna, þeirra Ingibjargar og Sigurðar. Þegar hann var ársgamall eignaðist hann yngri bróður sinn Hermann. Högni fæddist á Þingeyri en fluttist ásamt fjölskyldu sinni átta ára gamall til Hafnar- fjarðar og bjó þar til æviloka. Í mínum huga er ógjörningur að tala um Högna án þess að minnast á Hermann bróður hans, enda líf þeirra samofið að mörgu leyti allt til enda. Mamma heitin, Guðný, var svo lánsöm sem barn að dvelja drjúgan hluta æskuáranna hjá móðurömmu og -afa bræðr- anna og mynduðust þar sterk tengsl við Ingibjörgu og Sig- urð og syni þeirra, þá Hemma og Högna. Þeir bræður og mamma ræddu það oft að þau hefðu í raun verið sem uppeld- issystkin. Margar sögur hef ég heyrt af uppátækjum þessara leikfélaga á barnsaldri enda var frelsi barna að leik meira í þá daga en í dag. Högni og mamma voru grallaraspóar af bestu gerð og flæktu Hemma blessaðan gjarnan í þessi uppátæki sín. Eitt uppátækið var að skella Hemma í tunnu og rúlla honum niður brekku. Þetta þótti þeim skemmtileg hugmynd í fyrstu en engu að síður endaði hún með bein- broti hjá drengnum í tunn- unni. Tengsl þessara leikfélaga héldust alla tíð og var kært á milli fjölskyldna okkar. Við systkinin vorum nefnilega svo heppin að eignast ömmu og afa í Ingu og Sigga. Á milli heimilanna voru reglulegar heimsóknir og samgangur. Enn í dag eigum við okkar jólahefðir og dýrmætar sam- verustundir sem okkur hjón- um og börnum okkar þykir vænt um. Högni starfaði lengst af sem sjómaður eða allt frá tánings- aldri og var því oft mikið að heiman. Þegar hann var í landi voru áhugamálin meðal ann- arra stangveiði og bóklestur. Hann hafði sérstakt dálæti á góðum bókum og hefði líklega getað opnað fínasta hverfis- safn ef hann hefði kært sig um það. Högni var dugnaðarfork- ur og kvartaði ekki, jafnvel þótt heilsunni hrakaði síðustu árin. Hann sagði þá frekar þegar hann var spurður um heilsuna: nei, ég er bara orð- inn eymingi! og hristi höfuðið kankvís. Högni var sannarlega ekki allra. Hann hafði sterkar skoð- anir á mönnum og málefnum og var oft hægt að veltast um af hlátri við að hlusta á lýs- ingar hans. Hann var einn sá allra skemmtilegasti maður að tala við í síma. Símtölin gátu oft orðið löng, því Högni var fróður maður sem kunni að hnýta sögur listilega saman. Umfram allt var Högni góð- ur maður og tryggur og heill sínu fólki. Nú skilur leiðir í bili. Þar til við hittumst næst, elsku frændi. Hafðu þökk fyrir allt sem þú varst mér og mínum. Þín frænka, Ingibjörg Sif. Elsku Högni frændi er fall- inn frá. Nú fæ ég ekki fleiri harðfisksímtöl eða hitti þig. Þú varst stór og mikill með stærstu hendurnar og bjarnar- faðmlagið. Þú varst líka stór persónuleiki, lá ekki lágt róm- ur og hlóst hátt, með sterkar skoðanir, elskaðir rökræður og þótti einstaklega gott að rífast við hana Guðnýju mömmu mína. Þú varst sjóarinn í fjöl- skyldunni og svo elskaðir þú að veiða á stöng og lesa bæk- ur. Við ræddum oft um góðar glæpasögur. Margar góðar minningar á ég um þig í æsku, jólin með þér, Hemma og Ingu ömmu, ferðalögin, gæsasagan, afmæl- in. Manstu þegar allir skömm- uðu mig eftir að ég klifraði í stóru trjánum á Tjarnarbraut- inni og ég hékk þar á hvolfi? Þá hældir þú mér fyrir hversu seig ég væri að klifra og fylltir mig stolti af þessu afreki. Þegar ég ætlaði að vinna eitt ár fyrir vestan sagðir þú: „Ragna kemur ekki aftur, þeir sleppa henni ekki aftur suður steinbítarnir fyrir vestan!“ Ég er enn fyrir vestan og þú hef- ur kallað manninn minn Geira steinbít. Þú varst ánægður með að ég næði mér í sjóara og hefur alltaf fylgst með fisk- iríi hjá honum og svo líka Stef- áni syni mínum. Eftir að mamma og pabbi dóu þá urðuð þið bræður enn stærri í fjölskyldumyndinni okkar og Jórunn talar um að það sé eins og að eiga aukaafa í ykkur Hemma, svo gaman að heimsækja ykkur og spila við þig eða veiða. Það var svo ævintýri að hjálpa ykkur að flytja þegar þið selduð Tjarnarbrautina og fluttuð á Reykjavíkurveginn. Ógleymanleg samvera þegar við systur fórum um eins og stormsveipar og þú reyndir að stýra og stjórna. Fjölskyldur okkar fluttu allt í íbúðina og bústaðinn. Þá sögðuð þið bræður: „Blóð er ekki allt, þið eruð fjölskyldan okkar.“ Guð geymi þig, elsku Högni minn. Þín Ragnhildur. Á lífsleiðinni kynnumst við miklum fjölda samferðafólks. Stundum standa þau kynni í langan tíma, það má segja að kynni okkar Högna hafi verið ein af þeim. Fyrst kynntist ég föður hans, en hann var mat- sveinn á Fáki GK og síðar á Faxa GK. Árið 1977 réðst Högni hjá mér á Faxa sem stýrimaður, síðar, 1982, fórum við báðir yfir á Fífil GK og var hann þar þar til skipið var selt árið 1992. Ekki var okkar samfylgd einungis til sjós, heldur unn- um við mikið saman að fé- lagsmálum. Við vorum í stjórn Skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Kára í Hafnarfirði í rúmlega 20 ár. Þeim störfum fylgdi fulltrúaembætti, m.a. í sjómannadagsráði Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar. Eins og landsmenn vita vann ráðið að því að reisa Hrafnistuheimilin. Auk þess var setið á þingi Farmanna- og fiskimannasam- bands Íslands. Einnig starfaði Högni að sjómannadeginum í Hafnarfirði. Á okkar samstarf til sjós og lands bar engan skugga. Í um- gengni gat hann verið ljúfur, en ætíð harðduglegur og fylginn sér. Ég þakka honum samfylgd- ina. Ef til vill munu leiðir okk- ar mætast handan við líf og dauða. Ég vil að endingu færa Her- manni bróður hans, sem og ættingjum og vinum, samúðar- kveðjur. Ég kveð góðan vin. Blessuð sé minning hans. Ingvi Rúnar Einarsson. Tómas Högni Jón Sigurðsson Jón Hjörleifur Jónsson ✝ Jón Hjörleifur Jónsson fæddist 27. október 1923. Hann lést 19. apríl 2022. Jón Hjörleifur var jarðsung- inn 2. maí 2022. Hagmælska og sönglist þar saman var þrinnað á síðdegi ævihlaups, gefandi fag. Síðbúin kveðja vegna andláts einlægs vinar og bekkjarbróður. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina. Hjörtur Þórarinsson. Grandvar, en hvetjandi gekk hann að verki glaðværðin einkenndi líf þessa manns. Tápmikill drengur sá trausti og sterki trúarlíf einlægt var kjölfesta hans. Athafnasvið hans og umhverfi reyndist ómælisvíddir af heimsálfu stærð. Alúðarviðmót hans engum þar leyndist ótöldum þurfandi huggun var færð. Kennimanns snilli og kennslu var tvinn- að af kunnáttu samþætt með hugnæmum brag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.