Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000 www.heimsferdir.is
Verona
LáttuÍtalskadrauminnrætast!
19.950
Flug aðra leið frá
Flugsæti
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Strákarnir voru gríðarlega áhuga-
samir, spurðu mikið og voru glaðir
með þetta,“ segir Eygló Ingadóttir,
hjúkrunarfræðingur og formaður
jafnréttisnefndar Landspítalans.
Um 50 strákar í 9. bekk Lang-
holtsskóla fengu í gær innsýn í störf
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða.
Sendinefnd heilbrigðisstarfsmanna
kom í skólann með ýmsan búnað
meðferðis til að sýna þeim út á hvað
störfin ganga. Heimsóknin er hluti
af verkefninu Strákar og hjúkrun
sem hófst í fyrra. Markmið þess er
að vekja áhuga stráka á hjúkrunar-
störfum, breyta staðalímyndum og
fjölga körlum sem leggja fyrir sig
hjúkrunarstörf, þannig að árið 2030
séu karlmenn a.m.k. 20% þeirra sem
hefja nám í hjúkrunarfræði og á
sjúkraliðabrautum. Verkefni þetta
hófst í fyrra og fengu þá um 500
strákar í 9. bekk slíka kynningu og
stefnt er að því að annar eins fjöldi
fái kynningu í ár.
„Við erum ekkert að lesa yfir
strákunum heldur að leyfa þeim að
prófa og sjá út á hvað þetta gengur.
Þeir fara á nokkrar stöðvar, fá að
handleika sprautur og æfa sig að
sprauta, þeir fá að endurlífga og svo
skiptast þeir á að leika slasaðan
dreng og sinna honum og hjúkra. Þá
fá þeir að skoða sár og meðferð við
sárum auk þess sem þeim er kennd
Heimlich-aðferðin,“ segir Eygló.
Hún segir að fjármagn hafi feng-
ist til verkefnisins til tveggja ára og
óskandi væri að meira fjármagn
fengist til að halda áfram á næsta
ári. Hér á landi séu karlar bara 3%
af þeim sem starfa sem hjúkrunar-
fræðingar og sjúkraliðar en í flestum
löndum sem við berum okkur saman
við sé hlutfallið um og yfir 10%.
„Við viljum fá fleiri karla. Það er
mikil synd að karlmenn sjái þetta
ekki sem frábæran starfsvettvang.
Við þurfum að brjóta niður staðal-
ímyndir í kringum þessi störf. Það
gengur vel að brjóta þær niður hvað
varðar karlastörf en ekki hvað varð-
ar það sem stundum hafa verið köll-
uð kvennastörf,“ segir Eygló.
Morgunblaðið/Eggert
Áhugasamir Strákar í 9. bekk Langholtsskóla fengu að spreyta sig á endurlífgun og fleiri verkefnum.
Strákarnir fengu kennslu
í endurlífgun og hjúkrun
- Fjölga á körlum í hjúkrunarstörfum - Mjög áhugasamir
Kynning Strákarnir fengu kennslu í sárameðferð og að prófa sprautur.
Þóra Birna Ingvarsdóttir
Ragnhildur Þrastardóttir
Akureyri getur búið sig undir nýjan
meirihluta, þar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn, Framsókn, Samfylkingin
og Miðflokkurinn hafa náð saman og
komist að þeirri niðurstöðu að
grundvöllur sé fyrir áframhaldandi
viðræðum sín á milli.
Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi
Miðflokksins, segir allar líkur á að
þeir myndi meirihluta en flokkarnir
funduðu í gær. Var það fyrsti form-
legi fundur flokkanna en þeir höfðu
átt óformleg samtöl áður.
Í Kópavogi héldu fundir sjálfstæð-
ismanna og Framsóknarmanna
áfram í gær. Ásdís Kristjánsdóttir,
bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðis-
flokksins, segir viðræðurnar ganga
ágætlega. Sjálfstæðismenn gera til-
kall til bæjarstjórastólsins og er hún
bæjarstjóraefni flokksins.
Smurður gangur í Eyjum
Páll Magnússon, oddviti og bæj-
arfulltrúi Eyjalistans í Vestmanna-
eyjum, segir engar óvæntar uppá-
komur hafa gert vart við sig í
meirihlutaviðræðum Eyjalistans og
lista Heimaeyjar. „Þetta er ekki búið
fyrr en það er búið en það er bara já-
kvæður andi og hlutirnir ganga
smurt fyrir sig.“ Hann gerir ráð fyr-
ir að niðurstaða verði komin í málið
fyrir helgi.
Funda í lok vikunnar
Í Mosfellsbæ var snemma til-
kynnt að formlegar meirihlutavið-
ræður væru fram undan milli Fram-
sóknarflokksins, Viðreisnar, Vina
Mosfellsbæjar og Samfylkingarinn-
ar. Halla Karen Kristjánsdóttir,
oddviti og bæjarfulltrúi Framsókn-
arflokksins, segir að nú séu flokk-
arnir að móta sínar kröfur, svo muni
fyrsti fundurinn verða í lok vikunn-
ar, en nákvæm dagsetning liggur
ekki fyrir. Aðspurð hvort það séu
einhver sérstök atriði sem Fram-
sóknarflokkurinn ætli sér ekki að
gefa eftir segir hún: „Í samninga-
viðræðum þarf maður alltaf að bæði
gefa og þiggja.“
Allt rétt í Garðabæ
Endurtalning á atkvæðum fór
fram í Garðabæ í gær og varð nið-
urstaðan sú sama og á kjördag.
„Þetta stemmdi upp á hvert einasta
atkvæði,“ segir Soffía Eydís Björg-
vinsdóttir, formaður kjörstjórnar.
Hún kveðst fegin því að fá staðfest-
ingu á að vinnubrögðin hafi verið til
fyrirmyndar. Eftir endurtalninguna
er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn
heldur sínum sjö bæjarfulltrúum,
Garðarbæjarlistinn fékk tvo en
Framsókn og Viðreisn, einn mann
hvor.
Ótímabært að ræða sæti
Valdimar Víðisson, oddviti Fram-
sóknar í Hafnarfirði, segir ótíma-
bært að ræða opinberlega um bæj-
arstjórastólinn eða um skiptingar
innan bæjarstjórnar.„Við vonum að
þetta taki ekkert allt of langan tíma.“
Farin að sjá fyrir endann víða
- Stutt í bæjarstjórn á Akureyri - Kópavogur þokast nær - Ekkert óvænt í Eyjum - Fundað í Mos-
fellsbæ í lok vikunnar - Sjöundi fulltrúi D öruggur í Garðabæ - Meirihlutinn fundar áfram í Hafnarfirði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Talið Niðurstöður endurtalningar í Garðabæ leiddu í ljós fullt samræmi.
Dómsmálaráðuneytið segir að tilefni
kunni að vera til að skoða hvort æski-
legt sé að lengja frest, sem fjarskipta-
fyrirtæki hafa til að varðveita lág-
marksskráningu gagna um
fjarskiptaumferð notenda, úr sex
mánuðum í 12 mánuði til samræmis
við áþekka fresti í öðrum ríkjum.
Þetta kemur fram í minnisblaði,
sem ráðuneytið hefur sent umhverfis-
og samgöngunefnd Alþingis um gildi
ákvæðis í lagafrumvarpi um fjar-
skipti við rannsóknir sakamála. Í
ákvæðinu, sem er sambærilegt
ákvæði í gildandi fjarskiptalögum, er
kveðið á um þennan frest.
Segir ráðuneytið í minnisblaðinu,
að þær upplýsingar sem um ræðir,
séu afar þýðingarmiklar fyrir með-
ferð sakamála almennt. Falli þær
undir það sem kalla megi „stafrænt
spor“ og líkja megi við fingraför í
raunheimum. Hafi þessar upplýsing-
ar alloft reynst mjög mikilvægar og
jafnvel getað haft úrslitaáhrif við
rannsóknir alvarlegra sakamála á
borð við manndráp, skipulagða brota-
starfsemi, fíkniefnabrot, mansal og
efnahagsbrot. Þá séu upplýsingar
sem þessar ekki síður mikilvægar við
rannsókn brota þar sem netið kemur
við sögu. Ísland tengist oft rannsókn-
um stórra sakamála annars staðar í
heiminum en fjölgun gagnavera hér á
landi hafi haft þær óhjákvæmilegu af-
leiðingar að hér séu vistuð gögn sem
tengjast brotastarfsemi víða um
heim, þ.m.t. rannsóknir vegna
hryðjuverkaárása og skipulegrar
brotastarfsemi.
Hins vegar hafi tímalengd á vörslu
gagnanna ekki verið talin nægilega
löng sem geti haft skaðlegar afleið-
ingar fyrir rannsóknir sakamála.
Hingað berist árlega fjöldi réttar-
beiðna sem lúti að öflun slíkra upplýs-
inga og þá reyni á hversu skammur
tímafresturinn sé. Oft og tíðum hafi
þurft að vísa slíkum beiðnum frá þar
sem umræddur frestur sé liðinn og
muni það hafa komið í veg fyrir upp-
ljóstrun brota í einhverjum tilfellum.
Stafræn spor eru
eins og fingraför
- Fjarskiptagögn mikilvæg í rannsóknum