Morgunblaðið - 19.05.2022, Side 4

Morgunblaðið - 19.05.2022, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er náttúrlega alveg ferlegt en þetta er samt bara fyrsta dómstig,“ segir Hjörleifur Valsson, fiðluleikari og varaformaður stjórnar íslenska safnaðarins í Noregi. Fyrir helgi sýknaði héraðsdómur í Ósló ráðu- neyti barna- og fjölskyldumála í máli sem íslenskir, sænskir og finnskir þjóðkirkjusöfnuðir í Noregi höfðuðu til að fá greidd rétt sóknargjöld fyrir árin 2017-2019. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu snerist málið um reglur um skráningu í trúfélög í Noregi sem tóku gildi í byrjun árs 2016. Sú breyting var þá gerð að öll trúfélög þurfa að fá samþykki í Noregi fyrir skráningu sóknarbarna, óháð skrán- ingu þeirra í heimalandinu. Fram að því höfðu Íslendingar sem skráðir eru í þjóðkirkjuna sjálfkrafa verið skráðir í íslenska söfnuðinn við flutn- ing til Noregs. Því þurfti að hafa samband við alla Íslendinga í land- inu, skrá þá á ný og við það tapaði söfnuðurinn miklum sóknargjöldum. Breytingin á skráningu 2016 olli heilmiklum tekjusamdrætti hjá ís- lenska söfnuðinum í Noregi. Fækka þurfti stöðugildum og draga veru- lega úr starfsemi. Þá var um tíma hugleitt að selja Ólafíustofu í Ósló, sem gegnir svipuðu hlutverki og Jónshús í Kaupmannahöfn. „Við erum með ofsalega góða lög- fræðinga sem voru vel undirbúnir og fluttu málið vel. Nú munum við halda fund og ráða ráðum okkar með þeim um framhaldið,“ segir Hjörleifur við Morgunblaðið. „Fyrir okkur er þetta réttlætis- mál. Það hefur komið fram að við höfum staðið rétt að öllu varðandi innheimtu á sóknargjöldum og þetta var mikið högg fyrir söfnuðinn.“ Kirkjan tapaði máli gegn ríkinu - Málsókn vegna sóknargjalda í Noregi Kirkjan Frá starfi íslenska þjóð- kirkjusafnaðarins í Noregi í vetur. Hvítserkur sakamálasaga eftir Maríu Siggadóttur Maður nokkur finnst myrtur í heimahúsi og við rannsókn málsins blandast atburðarásin saman við smygl á eiturlyfinu Vermaak, einhverju hættulegasta eiturlyfi sem vitað er um. Hera Hallvarðsdóttir rannsóknarlögreglukona og félagar hennar hafa í mörg horn að líta. Spennusaga sem heldur lesandanum í óvissu fram á síðustu stundu. Tíminn sem týndist sakamálasaga eftir Juliu Dahl Claudia Castro er 19 ára listhneigður nýnemi í háskóla. Hún hefur allt til að bera: fræga fjölskyldu, digran sjóð og þúsundir fylgjenda á Instagram. Eitt örlagaríkt kvöld er henni byrlað ólyfjan og nauðgað af tveimur karlmönnum. Claudia Castro hyggur á hefndir. Nýjar bækur frá Fást í verslunum Pennans-Eymundssonar, Forlagsins og Bóksölu stúdenta, penninn.is, forlagid.is og boksala.is Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Þetta er deyjandi íþrótt hér í bænum, því miður höfum við enga aðra möguleika núna en að halda úti lágmarksstarfi fyrir okkar af- reksfólk. Engir aðrir komast að, en við finnum fyrir miklum áhuga og marga langar að prófa, en að- staðan sem við höfum nú leyfir það því miður ekki,“ segir Alfreð Birg- isson í bogfimideild Íþróttafélags- ins Akurs á Akureyri. Félagið hefur nú til umráða fjór- ar brautir í aðstöðu Skotfélagsins í kjallara Íþróttahallarinnar og ein- ungis tvo tíma í senn seinnipart virkra daga. Bogfimi hefur verið stunduð innan Akurs í einhverjum mæli allt frá stofnun félagsins. Alfreð segir að árangur og ástundun hafi um tíðina verið mis- mikil, hún hafi ekki síst staðið og fallið með því hve góðar aðstæður hægt er að bjóða upp á við æfing- ar. Um skeið voru æfingar stund- aðar í húsnæði við Austursíðu sem nú er Norðurtorg. Á þeim árum var mikill vöxtur í greininni, enda aðstaða góð að sögn Alfreðs. „Mik- ill metnaður var lagður í að byggja greinina upp og voru iðkendur á bilinu 70 til 80 talsins. Árangur lét ekki á sér standa; innan félagsins kom upp hver afreksíþróttamað- urinn á fætur öðrum sem unnið hafa til fjölda verðlauna bæði á mótum hér innanlands og utan.“ Félagið missti aðstöðuna í Aust- ursíðu og hefur verið á hrakhólum síðan. Gremjulegt að þurfa að vísa öllum frá „Því miður gekk þetta ekki upp og við erum enn á sama stað, hvergi finnst húsnæði. Því er ekk- ert nýliðastarf í gangi og ekkert færi á að kynna íþróttina þeim sem áhuga hafa en við finnum einmitt fyrir því þegar okkar afreksfólki gengur svo vel sem raun ber vitni að marga fýsir að prófa. Það er virkilega gremjulegt að þurfa að vísa öllum frá,“ segir Alfreð. Nú eru iðkendur á bilinu 10 til 12 í allt. „Greinin mun lognast út af vegna aðstöðuleysis finnist ekki lausn sem allra fyrst,“ segir hann og bendir á að við uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri hafi bogfimin ekki komist á blað. Alfreð segir að yfir sumartím- ann hafi bogfimifólk notið vel- vildar Bílaklúbbs Akureyrar og fengið þar rými til æfinga. Það þurfi hins vegar að æfa allt árið ef árangur á að nást og því brýnt að lausn finnist hið fyrsta. Morgunblaðið/Margrét Þóra Þórsdóttir Bogfimi Viktor Orri Ingason, Alfreð Birgisson, Viktoría Fönn Guðmunds- dóttir og Rakel Arnþórsdóttir við æfingar í kjallara Íþróttahallarinnar. Aðstöðuleysi háir bogfimideildinni - Nýliðar komast ekki að hjá Akri Kristján Jónsson kris@mbl.is Nú þegar mikil söguleg tíðindi eiga sér stað í finnskum stjórnmálum vill svo til að tíu íslenskir þingmenn eru staddir í Finnlandi vegna heimsókn- ar utanríkismálanefndar Alþingis til Eistlands og Finnlands. Tveir starfsmenn Alþingis eru einnig með í för. Hefð er fyrir slíkum heim- sóknum en þær féllu niður í tvö ár vegna heimsfaraldursins. Rétt er að taka fram að ákveðið var að fara til Finnlands áður en umræðan fór af stað um mögulega aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Finnar og Svíar hafa nú ákveðið að sækja um aðild. Íslensku þingmennirnir funduðu í gær með utanríkismálanefnd Finn- lands og utanríkisráðherra Finna Pekka Haavisto. „Hér hefur mikið breyst á skömmum tíma út af innrás Rússa í Úkraínu. Hér hefur fólk verið að endurskilgreina sínar nálganir. Finnar hafa farið varlega, farið ofan í ýmsa hluti og vandað sig mjög í tengslum við sína ákvörðun. Þetta er þeirra niðurstaða og sú sama og hjá Svíum. Við ræddum það og hvað það gæti þýtt. Bæði hvort áferðin á NATO muni breytast og hvað aðild þeirra að NATO gæti þýtt fyrir Norðurlandasamstarfið. Fram und- an eru óvissutímar og spurning hvað gerist næst í kjölfarið á þessu öllu saman. Hér hafa verið op- inskáar og góðar umræður við Finnana um þetta í dag. Þeir sjá ekki fyrir sér að það verði endilega sérstök hernaðaruppbygging í Finnlandi í tengslum við þetta. Þarna hafa tvær vinaþjóðir okkar til viðbótar ákveðið að sækja um að- ild að NATO. Þessar þjóðir hafa verið nánar okkur. Hafa verið mál- svarar friðar og verið lausnamið- aðar í alþjóðastjórnmálunum. Í því felst styrkur að sjá slíkar þjóðir verða hluta af NATO og Norð- urlandaþjóðirnar verða ef til vill sterkari þar inni. Ísland og Norð- urlöndin hafa lagt áherslu á að finna friðsamlegar lausnir hverju sinni og reyna að leysa deilur með friðsamlegum hætti,“ sagði Bjarni Jónsson, formaður utanríkismála- nefndar, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Vinaþjóðir og nágrannar „Skoðun okkar Íslendinga á þess- um aðildarumsóknum markast væntanlega af því að hér eru vina- þjóðir okkar og nágrannar að sækja um aðild eftir að hafa komist að lýð- ræðislegri niðurstöðu sem við virðum. Þetta mun líklega hafa þau áhrif að bandalagið verði líklegra en áður til að leita friðsamlegra lausna eins og Norðurlandaþjóðirnar hafa staðið fyrir,“ sagði Bjarni sem er þingmaður Vinstri grænna en óhætt er að segja að flestir þing- menn og ráðherrar VG í gegnum tíðina hafi verið þeirrar skoðunar að Ísland eigi ekki heima í bandalag- inu. Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra lýsti því yfir á dögunum að hún myndi styðja ákvörðun Finna og Svía, hver sem hún yrði. Bjarni tekur nú í svipaðan streng sem formaður utanríkismála- nefndar. „Finnar hafa einnig farið í gegn- um þá umræðu um hvort þeir eigi að vera hluti af hernaðarbandalög- um og komast að þessari niðurstöðu sem ég virði. Finnarnir þurftu að hugsa hratt og meta stöðuna í ljósi aðstæðna. Íslenska utanríkismála- nefndin stendur einhuga á bak við þessi lönd í umsókn þeirra að NATO. Það kom fram í dag. Fyrir mitt leyti legg ég áherslu á að þetta eru nágrannaþjóðir okkar sem tóku ákvörðun með lýðræð- islegum hætti og tel að aðild þeirra muni hafa jákvæð áhrif á bandalag- ið. Auk þess mun hún styrkja stöðu okkar og þau sameiginlegu gildi sem við deilum með öðrum Norð- urlandaþjóðum,“ sagði Bjarni enn fremur. Styðja umsókn Finna og Svía að NATO - Þingmenn í utanríkismálanefnd einhuga í afstöðu sinni Ljósmynd/Njáll Trausti Í Finnlandi Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, og Bjarni Jóns- son, formaður utanríkismálanefndar, að fundinum loknum í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.