Morgunblaðið - 19.05.2022, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.05.2022, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Rafræn kosning Þú átt val! Nú er í fyrsta skipti kosið rafrænt til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins. Í framboði eru: Yngvi Harðarson, óháður sjóðfélagi, frkv.stj. Analytica ehf. Elías Jónatansson, upphaflega skipaður af Arion árið 2007. Elín Þórðardóttir, upphaflega skipuð af Arion árið 2009. Jón Guðni Kristjánsson, upphaflega skipaður af Arion árið 2014. Sjóðfélagar eru hvattir til að nýta kosningarétt sinn og styðja ferska vinda í stjórn sjóðsins. Hægt er að kynna sér frambjóðendur á heimasíðu sjóðsins, frjalsi.is. Þar er jafnframt tengill til að greiða atkvæði. Kosningu lýkur sunnudaginn 22. maí kl. 12 á hádegi. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður sjóðfélagi, lögmaður. QR-kóði tengill fyrir rafræna kosningu. Auglýsing þessi er kostuð af sjóðfélögum í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Til stendur að sigla varðskipinu Óðni til Grindavíkur um sjó- mannadagshelgina fáist staðfesting á haffærni skipsins í tæka tíð. Al- menningi verður þá boðið að skoða skipið sem ekki hefur siglt í langan tíma utan stutta prufusiglingu árið 2020. Óðinn hefur legið við bryggju sem hluti af Sjóminjasafninu. „Hópur átta vélstjóra og tveggja loftskeytamanna hefur unnið að þessu síðustu tvö árin. Sumir hverj- ir hafa unnið að því frá 2014 eða 2015 að gera skipið haffært og fá á það haffærniskírteini. Í september 2020 var gefin út reglugerð um siglandi safnskip að okkar frum- kvæði. Var það grunnurinn að því að Samgöngustofa gat unnið að því að taka skipið út og gert kröfur um endurbætur eftir ákveðnu kerfi. Við höfum unnið að því og vonumst eftir því að fá haffærniskírteini fyr- ir lok mánaðarins. Ef svo verður þá munum við sigla til Grindavíkur 11. júní,“ segir Egill Þórðarson loft- skeytamaður sem er formaður haf- færnisnefndar. Með honum í nefnd- inni eru skipherrann Magni Óskarsson, yfirvélstjórinn Ingólfur Kristmundsson og tæknistjórinn Kristinn Halldórsson. Hollvinasamtök varðskipsins Óð- ins voru stofnuð árið 2008. Ríkið af- henti samtökunum skipið og var það tekið af skipaskrá. Árið 2018 var tekin ákvörðun að sigla skipinu á ný. „Þótt ég hafi ekki samlagn- ingu úr stimpilklukku þá tel ég að vinnustundirnar sem við höfum lagt í þetta í sjálfboðavinnu séu ekki undir 15 þúsund. Ég var svolít- ið hissa þegar ég fór að taka þetta saman en ég hef reyndar verið í þessu á hverjum degi í tvö ár,“ seg- ir Egill. kris@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Óðinn Varðskipið tók þátt í landhelgisdeilum á Íslandsmiðum. Ætla að sigla Óðni til Grindavíkur - Mikil sjálfboðavinna liggur að baki Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Heimsminjaskrifstofan í París telur að notkun Silfru til köfunar sé í sjálfu sér ekki ósamrýmanleg stöðu Þingvalla sem heimsminjastaðar. Hins vegar verði að reka starfsem- ina innan þeirra marka sem stað- urinn þolir. Í samræmi við tillögur ráðgjafarsamtaka er lagt til að markmið um hámarksfjölda gesta verði rökstutt frekar en gert hefur verið. Jónas Haraldsson lögfræðingur kvartaði á árinu 2019 til skrifstofu heimsminjasáttmálans yfir köfunar- starfsemi sem lengi hefur verið rek- in í gjánni Silfru, í hjarta þjóð- garðsins. Telur hann ástæðu til að taka hinn friðlýsta þjóðgarð af heimsminjaskránni vegna þess að þessi starfsemi falli ekki að nátt- úruverndarsjónarmiðum heims- minjaskrárinnar eða friðhelgi Þing- valla. Telja að gjáin þoli álagið Heimsminjaskrifstofan óskaði eftir viðbrögðum frá Þingvallanefnd sem hún sendi í janúar 2020. Taldi nefndin að gjáin bæri það álag sem fylgdi núverandi snorkli og köfun. Sérfræðingar telji þolmörkin um 75 þúsund manns á ári og gestafjöld- inn sé undir þeim mörkum. Skrifstofan sendi upplýsingarnar til Alþjóðaráðs um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS) sem annast úttektir á stöðum sem tilnefndir eru á heimsminjaskrá og byggir heimsminjaskráin niðurstöður sínar á ráðgjöf ráðsins. Ekki ósamrýmanlegt Heimsminjanefndin telur að köf- un í Silfru sé í sjálfu sér ekki ósam- rýmanleg stöðu Þingvalla á heims- minjaskrá. Eigi að síður þurfi starfsemin að vera innan þeirra marka sem staðurinn þolir án þess að alþjóðlegt gildi hans skaðist. Vitnað er til ráðgjafar ICOMOS um að rökstyðja þurfi betur þá tillögu stjórnvalda að hámarksfjöldi kafara í Silfru verði 75 þúsund á ári. Þingvallanefnd hefur verið að ræða bréf Heimsminjaskrifstofunn- ar á fundum sínum. Einar Á.E. Sæ- mundsen þjóðgarðsvörður segir að nefndin horfi til starfseminnar í Silfru í samhengi við stjórnun á öllu svæðinu því mikið álag sé á fleiri stöðum. Unnið sé að nýju deili- skipulagi og stefnt að því að færa bílastæði og jafnframt aðstöðuna við Silfru upp undir Langastíg. Ver- ið sé að gera drög að nýrri þjón- ustumiðstöð og þar væri hægt að koma fyrir fleiri þjónustuþáttum. Hugmyndin sé að láta rafskutlur ganga þaðan til helstu áfangastaða í þjóðgarðinum. Einar segir að nið- urstaða Heimsminjanefndarinnar sé mjög í anda framtíðaráætlana þjóðgarðsins. Þingvellir ekki teknir af heimsminjaskrá - UNESCO biður um rök fyrir reglum um fjölda kafara Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Þingvellir Ferðafólk kemur langar leiðir til að snorkla í frægu gjánni Silfru. Oftast var strikað yfir nafn Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum. Alls var strikað 290 sinnum yfir nafn Hildar. Þá var strikað 123 sinnum yfir nafn Kjartans Magnússonar, sem skipaði 3. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins, 129 sinnum yfir nafn Mörtu Guðjónsdóttur sem var í því fjórða og 117 sinnum yfir nafn Helga Áss Grétarssonar sem var í 7. sæti. Hjá Samfylkingunni var oftast strikað yfir nafn Hjálmars Sveins- sonar sem skipaði 5. sæti listans, alls 114 sinnum. Strikað var yfir nafn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra 67 sinnum. Hjá VG var oftast strikað yfir nafn Lífar Magneudóttur, eða 65 sinnum. Á meðal frambjóðenda Pí- rata var oftast strikað yfir nafn Alexöndru Briem, eða 45 sinnum, og á meðal frambjóðenda Sósíalista var oftast strikað yfir nafn Trausta Breiðfjörð Magnússonar, 13 sinnum. Hjá Flokki fólksins var oftast strikað yfir nafn Kolbrúnar Bald- ursdóttur, 8 sinnum, og hjá Viðreisn var oftast strikað yfir nafn Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, 59 sinnum. Á lista Framsóknar var oftast strikað yfir Einar Þorsteinsson, 26 sinnum. Kjörkassi Kjósendur nýttu sér rétt sinn til útstrikana á kjörseðli. Oftast strikað yfir nafn Hildar - Strikað yfir nafn hennar 290 sinnum Morgunblaðið/Eggert
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.