Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
Starfsmannafatnaður
fyrir hótel og veitingahús
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is
Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Hótelstjórnandann
Hótelrúmföt
Sérhæfum okkur í sölu á rúm-
fatnaði og öðru líni fyrir hótel
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ástæða þess að Landsvirkjun er að
skoða að stækka vatnsaflsvirkjanir á
Þjórsár-Tungnaársvæðinu er að þörf
er á því að auka afl í kerfi fyrir-
tækisins og þar með sveigjanleika til
að mæta breytilegri eftirspurn, að
sögn fram-
kvæmdastjóra
hjá Landsvirkjun.
Markaðurinn
kallar bæði eftir
aukinni orku og
afli og sú litla
aukning orku-
framleiðslu sem
stækkunin skilar
sé ekki grundvöll-
ur fjárfestingar-
innar heldur muni hún vera borin
uppi með því svigrúmi sem aflaukn-
ingin skilar.
Landsvirkjun rekur stærsta
vinnslukerfi landsins. Samanlagt
uppsett afl kerfisins er um 2.150
megavött, þar af um 2.000 MW í
vatnsafli. Er þetta stærsti hluti raf-
orkukerfis landsins því uppsett afl
raforku er í heild um 3.000 MW. Ef
allir viðskiptavinir keyptu jafnmikla
raforku allt árið þyrfti fyrirtækið um
1.700 MW til að framleiða hana.
Gunnar Guðni Tómasson, fram-
kvæmdastjóri vatnsafls hjá Lands-
virkjun, bendir á að þarfir viðskipta-
vinanna séu misjafnar. Sumir geri
langtímasamninga um kaup á jafnri
orku en aðrir gerir skammtímasamn-
inga af ýmsu tagi. Eftirspurnin sé því
misjöfn, eftir árstíðum, dögum og
innan hvers sólarhrings. Því þurfi
meira vélarafl að vera í kerfinu til að
mæta þessum sveiflum.
Áhyggjur af aflskorti
Gunnar segir að vinnslukerfi
Landsvirkjunar sé nánast fullselt.
Bendir á að á nýliðnum vetri hafi
vinnslumet ítrekað verið slegin og á
tímabili í desember hafi vinnslan í
fyrsta skipti farið yfir 1.900 MW. Þá
var nánast ekkert laust afl eftir í
kerfinu og Landsvirkjun hefði lent í
vandræðum með að standa við samn-
inga ef vélar hefðu bilað. Til viðbótar
þessu kom léleg vatnsstaða miðl-
unarlóna sem leiddi til ákvarðana um
skerðingar á afhendingu orku sam-
kvæmt samningum.
Segir Gunnar að Landsvirkjun
hafi áhyggjur af aflskorti þegar
næsta vetur, jafnvel þótt nóg vatn
verði í lónunum, þannig að ekki verði
hægt að sinna eftirspurninni á mark-
aðnum. Ljóst er að ekki verður búið
að stækka virkjanirnar þá því það
tekur nokkur ár.
Gunnar segir að Landsvirkjun sé
að skoða stækkanir á þremur vatns-
aflsvirkjunum á Þjórsár-Tungnaár-
svæðinu til að auka sveigjanleikann í
vinnslukerfinu til að geta mætt
sveiflum í eftirspurn og einnig til að
eiga borð fyrir báru þegar einstakar
vélar bila eða þurfa viðhald. Ef farið
yrði í þessar þrjár framkvæmdir
myndi uppsett afl aukast um 210
MW en orkuvinnslugeta aðeins um
25-42 gígavattstundir á ári.
Í umsögn náttúruverndarsamtak-
ann Náttúrugriða við stjórnar-
frumvarp um breytingar á lögum um
vernd og orkunýtingu er vakin at-
hygli á þessu og sagt að aukin sala
geti ekki staðið undir fjárfestingunni.
Hún sé því ekki réttlætanleg.
Gunnar segir að orkan sem fáist
með stækkun virkjana sé ekki ástæð-
an fyrir hugsanlegum fram-
kvæmdum heldur aflaukningin sjálf.
Landsvirkjun muni fá tekjur út á
aukið afl vegna þess sveigjanleika
sem það skapar við að útvega raf-
orku. Verðið á markaðnum þurfi að
endurspegla kostnaðinn við aukið afl.
Óviðkomandi Kjalölduveitu
Frumvarpið sem vitnað er til
gengur út á það að einfalda það að
stækka virkjanir, þar sem það er
hægt án þess að fara inn á óröskuð
svæði. Ekki þurfi að fara með slíkar
framkvæmdir í gegn um rammaáætl-
un. Í umsögn Náttúrugriða eru rifj-
aðar upp tillögur Landsvirkjunar um
Kjalölduveitu sem ætlað er að veita
vatni úr Þjórsá yfir í Þórisvatn og sú
skoðun látin í ljós að Landsvirkjun
hljóti að vera að horfa til hennar til
að fá aukið vatn í virkjanirnar.
Gunnar Tómasson segir að Kjal-
ölduveita tengist hugmyndum um
aflaukningu virkjana ekki neitt. Þurfi
fjörugt ímyndunarafl til að tengja
þetta tvennt saman. Tekur hann
fram að Kjalölduveita sé ekki á dag-
skrá hjá Landsvirkjun að svo stöddu.
Það verkefni sé í ferli í rammaáætlun
og bíði afgreiðslu þar.
Aukið afl til að mæta
sveiflum í eftirspurn
- Aflaukning stendur undir fjárfestingu í stækkun virkjana
- Áformaðar framkvæmdir tengjast ekki Kjalölduveitu
Ljósmynd/Landsvirkjun
Höfuðstöðvar Landsvirkjun kannar nú stækkun þriggja virkjana.
Gunnar Guðni
Tómasson
Lík fannst í fjörunni við Eiðs-
granda í Reykjavík á öðrum tím-
anum í gær. Margeir Sveinsson, hjá
miðlægri rannsóknardeild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, stað-
festir þetta í samtali við mbl.is í
gær.
Í tilkynningu frá lögreglunni sem
send var út um eftirmiðdaginn
sagði að rannsókn málsins væri á
frumstigi og að ekki væri hægt að
veita frekari upplýsingar að svo
stöddu. Varðist lögregla enn allra
frétta þegar staðan var könnuð um
kvöldið.
Var lögreglan með töluverðan
viðbúnað á svæðinu og tók nokkur
fjöldi lögreglumanna þátt í aðgerð-
um. Þá voru bæði merktir og
ómerktir lögreglubílar ásamt
sjúkrabílum á vettvangi. Einnig var
notast við dróna.
Líkfundur við
Eiðsgranda
- Rannsókn málsins sögð á frumstigi
Líkfundur Mikill viðbúnaður var við Eiðsgranda eftir að líkið fannst.
DAGMÁL
Andrés Magnússon
Stefán E. Stefánsson
Ungt fólk var áberandi í framlínu
stjórnmálaflokkanna í kosningabar-
áttunni sem nú er yfirstaðin. Þar
skiptu ungliðahreyfingar flokkanna
sköpum við að virkja sitt fólk í kosn-
ingastarfinu.
Í Dagmálum í dag er rætt við
þrjár forystukonur á vettvangi ung-
liðahreyfinganna. Það eru þær Unn-
ur Þöll Benediktsdóttir, formaður
Sambands ungra framsóknarmanna,
Ragnar Sigurðardóttir, forseti
Ungra jafnaðarmanna, og Lísbet
Sigurðardóttir, formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna. Það var svo
kannski til marks um að ný kynslóð
bankar nú á dyrnar hjá flokkunum
að með Lísbet í för var Ólöf, fimm
ára dóttir hennar sem lét til sín taka
í umræðunum fyrstu mínúturnar
sem þátturinn lifði. Unnur Þöll er
nýr varaborgarfulltrúi Framsóknar
og var raunar kosningastjóri flokks-
ins í Reykjavík fyrir þessar kosn-
ingar. Hún segir flokkinn með sterkt
umboð og að fulltrúar hans treysti
Einari Þorsteinssyni vel til að leiða
meirihlutaviðræður til lykta. Hún
telur Einar vel að því kominn að setj-
ast í stól borgarstjóra og gefur lítið
fyrir vangaveltur þáttastjórnenda
um að reynsluleysi hans og annarra
nýrra kjörinna fulltrúa Framsóknar
geti reynst þeim mótdrægt. Ragna
telur hins vegar að Samfylkingin
eigi enn erindi í meirihluta í borginni
og að ekki sé ástæða til að gera of
mikið úr þeirri staðreynd að öðru
sinni í röð fellur meirihluti undir
stjórn Dags B. Eggertssonar. Bend-
ir hún á að meirihlutar hafi oftast
fallið í kosningum frá aldamótum.
Hún telur áherslur flokksins ríma að
mörgu leyti vel við það sem finna
megi í áherslum annarra flokka til
vinstri og út á miðjuna. Mestu skipti
að mynda meirihluta í kringum mál-
efnalegan samstarfsgrundvöll en
ekki einstaka embætti eins og borg-
arstjórastólinn.
Hildur geri tilkall til stólsins
Lísbet leggur áherslu á að nið-
urstöður kosninganna vitni um ákall
um breytingar. Því væri óviturlegt
af Framsóknarflokknum, sem
keyrði á þeirri áherslu í kosning-
unum að gerast hækja undir hinn
fallna meirihluta. Hún telur að Hild-
ur Björnsdóttir geti greiðlega gert
tilkall til borgarstjórastólsins, enda
flokkurinn stærstur í borgarstjórn
að afloknum kosningum.
Leiðtogar Lísbet Sigurðardóttir formaður SUS með Ólöfu Jóhannesdóttur í
fanginu, Ragna Sigurðardóttir forseti UJ og Unnur Þöll Benediktsdóttir, for-
maður SUF. Lífleg stjórnmálaumræða í Dagmálum þennan fimmtudaginn.
Sínum augum lítur
hver flokkur silfrið