Morgunblaðið - 19.05.2022, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.05.2022, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Nánari upplýsingar veitir Brynhildur Bergþórsdóttir | Kontakt fyrirtækjaráðgjöf brynhildur@kontakt.is | 868 8648 Snyrtivöruverslunin Glæsibæ er til sölu Tísku- og snyrtivöruverslunin hefur verið starfrækt í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ frá því hún tók til starfa árið 1970. Eigendum þykir tími til kominn að aðrir taki við keflinu og vilja selja rekstur, birgðir og innanstokksmuni. Auk snyrtivara selur verslunin fatnað og fylgihluti með áherslu á aldurshópinn 40+. Hlutfall fatnaðar í sölu er um 50%. Í versluninni eru seld þekkt alþjóðleg snyrtivörumerki s.s. Chanel, Lancome, Guerlain, Helena Rubenstein, Bioterm og Bioeffect auk ilmvatna. Verslunin er vel staðsett í rúmlega 100 fm. leiguhúsnæði. Stöðugildi eru að jafnaði 2-3. Hentar vel einum eða fleiri einstaklingummeð áhuga á þessu sviði. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is D ýrahald er ákveðinn liður í okkar sjálfbærnivinnu hér í Krakkakoti. Við gef- um til dæmis kanínunum það sem til fellur af mat, afskurð af rófum og gulrótum, kál og fleira þess háttar og þurfum fyrir vikið ekki að henda því,“ segir Hjördís Ólafsdóttir leikskólastjóri í Krakka- koti, náttúruleikskóla í Garðabæ þar sem eru nokkur dýr til heimilis. „Í ríflega tuttugu ár höfum við verið með hænur og kanínur úti, en fugla, froska og fiska inni. Við leyf- um áhugasviði hvers og eins barns að ráða för þegar kemur að sam- skiptum við dýrin, þeir sem hafa mikinn áhuga á dýrum sækja eðli málsins samkvæmt mikið í þau en öll börnin hafa samt aðgang að dýrun- um. Deildirnar skiptast á viku í senn að sjá um dýrin, ein deild sér þá um útidýrin og önnur um innidýrin. Við skiptumst líka á með alla flokkun rusls og við reynum að flokka allt sem við getum og látum börnin taka þátt í því. Þetta er hluti af um- hverfismenntun hér hjá okkur og við segjum krökkunum og sýnum þeim að við tökum matarafganga frá fyrir dýrin til að gefa þeim að borða. Á sumrin taka börnin þátt í að fara og tína njólablöð, fífla og gras til að gefa kanínunum.“ Læra að annast um dýrin Börnin og starfsfókið hafa mis- mikinn áhuga á dýrunum, eins og gengur, en Hjördís segir að það sé mjög gefandi að vera með dýrin í leikskólanum. „Sérstaklega þegar börn eru í aðlögun eða eiga erfitt með að koma inn í leikskólann á morgnana, þau eru auðvitað misvel upplögð. Þá för- um við gjarnan með þau til dýranna til að dreifa huganum og sum börn vilja alltaf byrja daginn á því að kíkja á fuglana og froskana. Mér finnst ótrúlega fallegt hversu börnin hafa gaman af því að fylgjast með dýrunum, ég sé oft í lok dags að börnin leiða foreldra sína til dýranna og kasta kveðju á froskana og fuglana. Ég heyri þau oft spjalla saman um dýrin og þetta er líka kennsla í því að annast einhvern og láta sér þykja vænt um dýr, því það eru ekki gæludýr á öllum heimilum í þéttbýli,“ segir Hjördís og bætir við að hún sé einstaklega heppin að vera með yfirdýrahirði í Krakkakoti. „Hún Togga er starfsmaður hér á elstu deildinni og sér sérstaklega vel um allt sem við kemur dýrunum. Hún hugsar mjög fallega um velferð dýranna og er dugleg að láta okkur vita hvernig best er að umgangast þau, til dæmis skiptir máli hvernig maturinn er settur fyrir dýrin og það er ekki í lagi að þau fái mat sem er þeim ekki boðlegur. Hún leiðbeinir okkur af kostgæfni og er í raun okk- ar mentor í dýrahaldinu öllu hér í Krakkakoti.“ Foreldrar ánægðir með dýrin Hjördís segir að í Krakkakoti hafi verið hænsnahús sem var orðið mjög lélegt en Garðabær byggði nýtt hús fyrir kanínurnar og hænsnin. „Núna eru kanínurnar okkar aðeins búsettar í nýja húsinu, því hænurnar flytja ekki þangað inn fyrr en húsið er tilbúið til að taka við þeim. Við erum núna aðeins með þrjár kanínur úti í húsi, en þær hafa oft verið fleiri. Þegar þær voru enn að fjölga sér þá seldum við kanínu- ungana í gæludýrabúðir og fengum fóður í staðinn, það er ákveðin sjálf- bærni í því. Við erum líka með páfa- gauka sem fjölga sér og við höfum sama hátt á þar, förum með ungana þeirra í gæludýrabúðir og fáum páfa- gaukafóður í staðinn.“ Þegar Hjördís er spurð að því hvort foreldrar barna í Krakkakoti séu ekki ánægðir með dýrahaldið, játar hún því. „Ég heyri alla vegana ekki ann- að. Margir foreldrar hafa samband við mig áður en barn byrjar hér í leikskóla og lýsa yfir ánægju að hér séu dýr. Þetta er kærkomin viðbót við lífið í leikskólanum og vekur auk þess áhuga margra foreldra almennt á dýrum.“ Fuglavinir Páfagaukarnir fá mikla athygli, enda skemmtilegar skepnur sem vilja félagsskap. Forvitnilegir Froskarnir eru skemmtileg gæludýr sem gaman er fyrir börnin að kynnast. Krútt Kanínurnar í Krakkakoti eru mjúkar, loðnar og skemmtilegar. Dýrin gleðja blessuð börnin „Í ríflega tuttugu ár höfum við verið með hænur og kanínur úti, en fugla, froska og fiska inni,“ segir Hjördís Ólafsdóttir leikskólastjóri í náttúruleikskólanum Krakkakoti. Hún segir að sum börn vilji alltaf byrja daginn á því að kíkja á fuglana og froskana. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kanínufjör Þau Sindri, Sölvi, Snædís, Ísabel og Eva Sigrún heilsuðu upp á kanínurnar kafloðnu og sætu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.