Morgunblaðið - 19.05.2022, Síða 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
MiniMax Ø: 33 cm, H: 50 cm Verð 159.900,-
Large Ø: 33 cm, 1688 cm2 Verð 249.900,-
X-Large Ø: 61 cm, 2919 cm2 Verð 359.900,-
BIG GREEN EGG
KAMADO KERMAMIK GRILL
Þú getur gert allt
á Egginu – grillað,
bakað, steikt, gufusoðið
og reykt.
VIÐTAL
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
Það er ekki hægt að halda því fram
að aðskilnaðarstefna eigi sér stað í
Ísrael, líkt og haldið hefur verið
fram í fjölmiðlum víða um heim og af
mannréttindasamtökunum Amnesty
International í skýrslu samtakanna
sem kom út fyrr á þessu ári.
Þetta segir Yoseph Haddad í sam-
tali við Morgunblaðið, en hann er nú
staddur hér á landi og hélt síðast-
liðið mánudagskvöld fyrirlestur um
málefni Ísraels og Palestínu, um-
fjöllun fjölmiðla af málefnum svæð-
isins og stöðu araba í Ísrael.
Haddad, sem er fæddur og uppal-
inn í Ísrael, er sjálfur arabi. Hann
fæddist í Haifa í norðurhluta Ísraels
en fluttist síðar með fjölskyldu sinni
til Nasaret, hvar meirihluti íbúa eru
arabar. Foreldrar hans eru einnig
fæddir í Ísrael en foreldrar þeirra
bjuggu á svæðinu áður en Ísraelsríki
var stofnað árið 1948 og landið undir
stjórn breska heimsveldisins.
Ísrael ekki fullkomið ríki
„Ég ólst upp í borgum og hverfum
þar sem gyðingar, múslimar og
kristnir bjuggu saman,“ segir hann.
„Sem krakkar tengdumst við í
gegnum knattspyrnu þar sem allir
spiluðu saman en síðar óx vina-
hópurinn og við erum mjög meðvituð
um það að við getum búið saman á
þessu svæði í sátt og samlyndi. Ég
ætla samt ekki að vera það barna-
legur að halda því fram að það
fyrirfinnist ekki kynþáttafordómar í
Ísrael. Það eru kynþáttafordómar
meðal allra hópa, rétt eins og í öðr-
um ríkjum og við höfum fengið frétt-
ir af á liðnum árum. Ísrael er ekki
fullkomið og það er oft tilefni til að
gagnrýna stjórnvöld þar eins og
annars staðar. En það að halda því
fram að aðskilnaðarstefna eigi sér
stað í landinu er hrein lygi og á sér
enga stoð í raunveruleikanum. Það
voru því mikil vonbrigði að sjá Am-
nesty halda slíku fram.“
Vilja ekki flytja annað
Haddad segist hafa fundið sig
knúinn til að ferðast um heiminn til
að fjalla um málefni svæðisins og vill
meina að of oft heyrist aðeins önnur
hlið málsins. Það eigi almennt við
þegar fjallað er um Ísrael og ekki
síður þegar fjallað er um átök sem
eiga sér stað á svæðinu.
„Ég er ekki starfsmaður ísraelska
ríkisins,“ segir Haddad en hann
starfar sem forstjóri samtakanna
Together – Vouch for each other
sem hefur það að leiðarljósi að vinna
að málefnum araba innan Ísraels.
En varla er skýrsla Amnesty úr
lausu lofti gripin, er staða araba í
Ísrael eins og best verður á kosið?
„Ég held því fram já, og get fært
rök fyrir því með staðreyndum,“
svarar Haddad að bragði og bætir
því við að hann sem arabi hafi fullt
tjáningarfrelsi til að tjá sig um mál-
efni landsins og gagnrýna stjórn-
völd. Það sama verði ekki sagt um
íbúa Gaza-svæðisins sem búi við
harðstjórn og ofríki Hamas-
samtakanna, en gagnrýni á stjórn-
völd þar geti falið í sér dauðadóm.
„Við getum orðað það með ein-
földum hætti þannig, að ef þú mynd-
ir spyrja araba í Ísrael hvort þeir
myndu vilja gefa upp ísraelskan rík-
isborgararétt sinn til að fá að búa
frekar í einhverju nágrannaríkjanna
– yrði svarið að öllum líkindum nei.“
Haddad segir að allur heimurinn
þekki nú hvernig raunveruleg að-
skilnaðarstefna hafi farið fram, með-
al annars í Suður-Afríku. Þar hafi
blökkumenn, sem voru þolendur að-
skilnaðarstefnunnar, þurft að lifa
fyrir utan réttarkerfið, heilbrigðis-
kerfið og á engan hátt notið þeirra
réttinda sem hvítir íbúar nutu.
„Þessu er öðruvísi farið í Ísrael.
Þar geta arabar, óháð því hvers trú-
ar þeir eru, orðið dómarar, stjórn-
málamenn, embættismenn, yfir-
menn í hernum, læknar og þannig
mætti áfram telja,“ segir Haddad.
„Það var hæstaréttardómari af
arabískum ættum sem kvað upp
dóm yfir fyrrverandi forsætisráð-
herra Ísraels af gyðingaættum fyrir
spillingu. Þú myndir ekki sjá slíkt í
ríki þar sem aðskilnaðarstefna er við
lýði. Bankastjóri stærsta banka Ísr-
aels er arabi, við erum með þing-
menn sem eru arabar, fyrirliði karla-
landsliðsins í knattspyrnu er arabi
og múslimi. Þrátt fyrir að arabar séu
aðeins 20% íbúa eru þeir 30% allra
lækna í landinu og 50% allra lyfja-
fræðinga, svo dæmi séu tekin.“
Að berjast við bræður?
Haddad gekk sjálfviljugur í ísrael-
ska herinn og varð fljótt yfirmaður
sinnar deildar. Spurður um það hvað
hafi orðið til þess að hann gekk í her-
inn svarar hann því til að þetta sé
ísraelski herinn, ekki her gyðinga.
Hann særðist illa í átökum í Líb-
anon árið 2006 þegar hryðjuverka-
samtökin Hezbollah vörpuðu
sprengjum í átt að herdeild hans.
„Nokkrum dögum áður en ég fór til
Líbanon kom vinur minn, sem einnig
er arabi, til mín hneykslaður á því að
ég væri að fara að berjast við araba-
bræður okkar,“ rifjar Haddad upp.
„Ég svaraði að bragði að ég væri
að fara að berjast við hryðjuverka-
samtök sem ógnuðu lífi okkar allra.
Hann áttaði sig síðar á því, eftir að
Hezbollah höfðu varpað sprengjum
á Nasaret og drepið þar fjölmarga
araba og múslima, meðal annars
börn, að ég hafði rétt fyrir mér.
Þetta er raunveruleikinn sem við bú-
um við, og við þurfum að horfast í
augu við það að landið er undir
stanslausum árásum aðila sem vilja
tortíma því.“
Arabar geta náð árangri í Ísrael
- Ísraelskur arabi mótmælir því að aðskilnaðarstefna sé við lýði í Ísrael - Gekk sjálfviljugur í
herinn - Segir að of oft heyrist aðeins önnur hlið málsins - Arabar taki virkan þátt í samfélaginu
Skráð voru 674 hegningarlagabrot á
höfuðborgarsvæðinu í aprílmánuði
og fjölgaði þessum brotum á milli
mánaða. Þetta kemur fram í mán-
aðarskýrslu lögreglustjórans á höf-
uðborgarsvæðinu fyrir apríl 2022.
Tilkynningum um þjófnaði fækk-
aði á milli mánaða en tilkynningar
um innbrot voru álíka margar og í
mars. Það sem af er ári hafa borist
um tíu prósent færri tilkynningar
um innbrot en bárust að meðaltali á
sama tímabili sl. þrjú ár á undan.
Alls bárust 130 tilkynningar um
ofbeldisbrot í apríl og fjölgaði þess-
um tilkynningum á milli mánaða. Til-
kynningum um heimilisofbeldi fjölg-
aði einnig á milli mánaða og fóru úr
66 í mars í 75 í apríl. Það sem af er
ári hafa borist um eitt prósent færri
tilkynningar en meðalfjöldi sama
tímabils síðustu þrjú ár á undan. Alls
bárust átta beiðnir um leit að börn-
um og ungmennum í apríl.
Tilkynningum um eignaspjöll
fækkaði á milli mánaða sem og til-
kynningum um nytjastuld á vélknún-
um ökutækjum.
Álíka mörg fíkniefnabrot voru
skráð í apríl og mars og voru fjögur
stórfelld fíkniefnabrot skráð í apríl.
Tilkynningum þar sem ökumaður
var grunaður um akstur undir áhrif-
um ávana- og fíkniefna fjölgaði örlít-
ið á milli mánaða sem og tilkynning-
um þar sem ökumaður var grunaður
um ölvun við akstur.
Í mars voru skráð 776 umferðar-
lagabrot (að hraðamyndavélum und-
anskildum). Það sem af er ári hafa
verið skráð um 23 prósent færri um-
ferðarlagabrot á höfuðborgarsvæð-
inu en að meðaltali á sama tíma síð-
ustu þrjú ár á undan, segir í
tilkynningu frá lögreglunni.
Morgunblaðið/RAX
Afbrot Færri þjófnaðir voru til-
kynntir í apríl en í mars sl.
Aukið heimilisofbeldi
en færri þjófnaðir
- 674 brot á hegningarlögum í apríl
Félagið Ísland-Palestína boðaði
til mótmæla fyrir utan Grand
hótel þar sem Haddad hélt fyr-
irlestur á mánudagskvöld. Hóp-
ur fólks mætti til að mótmæla,
en mótmælin fóru þó frið-
samlega fram þótt hluti hópsins
hafi reynt að trufla fyrirlestur
Haddad meðan á honum stóð.
Haddad segir að félagar MIFF
hafi boðið forsvarsmönnum Ís-
lands-Palestínu að eiga samtal
við Haddad fyrr um daginn, en
það boð hafi verið afþakkað.
„Það kom mér á óvart að þau
skyldu ekki vilja eiga samtal,
þau vilja ekki að ég að flytji
minn fyrirlestur en vilja heldur
ekki eiga við mig samtal,“ segir
Haddad.
Mótmæltu
fyrirlestri
AFÞÖKKUÐU SAMTAL
Morgunblaðið/Eggert
Málsvari Yoseph Haddad hefur ferðast víða um heim og kom nýlega fram fyrir utanríkismálanefnd írska þingsins.