Morgunblaðið - 19.05.2022, Side 28
28 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
Cloud 5
24.995.- / St. 37,5-46
Cloudswift
26.995.- / St. 37-42,5
Cloudultra
29.995.- / St. 37,5-47
Cloudventure 3
29.995.- / St. 36,5-47
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
STEINAR WAAGE
ON CLOUD
HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ AÐ HLAUPA Á SKÝI ?
SVIÐSLJÓS
Atli Vigfússon
Laxamýri
Glatt var á hjalla í félagsheimilinu
Breiðumýri í Þingeyjarsveit á degi
harmonikunnar. Löng hefð er fyrir
því að hittast þá og hlusta á unga
harmonikuleikendur sem stunda
nám á svæðinu. Margir hafa unun af
því að sjá unga fólkið halda á harm-
onikum og hlusta um leið á ljúfa
tóna. Mjög vel var mætt af eldri fé-
lögum úr Harmonikufélagi Þing-
eyinga, sem stóð fyrir tónleikunum,
og dagskráin var fjölbreytt.
Það var föngulegur hópur sem
kom með Jóni Þorsteini Reynissyni
tónlistarkennara, en nemendurnir
komu aðallega frá Tónlistarskóla
Eyjafjarðar og einnig frá Tónlistar-
skóla Húsavíkur. Alls 15 nemendur.
Í kynningunni sagði Jón Þor-
steinn að tónleikarnir væru blanda
af sóló- og samspili enda spiluðu
margir einir og svo tveir eða fleiri
saman. Alls voru tíu atriði á dag-
skránni og spilaði Jón Þorsteinn
stundum með nemendum sínum.
Einnig var skemmtilegt að nokkrir
voru með frumsamið efni og hluti af
harmonikunáminu hjá krökkunum
er að fást við að semja sjálf lög sem
þau spila. Það finnst þeim gaman og
það er mjög hvetjandi þáttur í nám-
inu.
Ekkert kynslóðabil
Harmonikufélag Þingeyinga var
stofnað 1978 og hefur alla tíð haldið
uppi alls konar viðburðum. Starf-
semin lá niðri um tíma meðan á
heimsfaraldrinum stóð, en nú fagn-
aði fólk því sérstaklega að geta
komið saman og átt góðar stundir.
Harmonikudagurinn, með unga
fólkinu, þykir mörgum sérlega
skemmtilegur enda tengir hann
kynslóðirnar saman í heillandi tón-
listarflutningi.
Eins og heil hljómsveit
Margir þóttu spila mjög vel en
nemendur eru að sjálfsögðu mis-
langt komnir. Magnús Karl Kjerúlf,
sem er í 10. bekk Borgarhólsskóla á
Húsavík, vakti athygli fyrir leik sinn
á harmonikuna en hann hefur verið
að læra frá því hann var átta ára
gamall. Hann segist hafa valið að
læra á harmoniku vegna þess hve
hún er kraftmikil og það sé eins og
að vera með heila hljómsveit í tak-
inu í einu hljóðfæri. Margir tónar
heyrist í einu. Hann segist ætla að
halda áfram að læra, en ekki enda-
laust, þar sem hann hefur einnig
mikinn áhuga á stærðfræði og vís-
indum.
Hins vegar býr í honum áhugi á
að spila á böllum og finnst að það
geti verið skemmtilegt í framtíðinni.
Því miður á hann ekki harmoniku
sjálfur, en hefur fengið lánsharm-
oniku til þess að æfa sig. Hann segir
að góð harmonika geti kostað allt að
hálfri milljón og auðvitað hafi hann
ekki efni á því ennþá, þó svo að
hann langi til þess að eiga eina slíka.
Veisla og viðurkenningar
Að tónleikunum loknum steig for-
maður Harmonikfélags Þingeyinga,
Jón Helgi Jóhannsson, á svið og
ávarpaði unga fólkið. Hann þakkaði
þeim sérstaklega fyrir frábæran
tónlistarflutning. Hann afhenti
hverjum og einum viður-
kenningarskjal fyrir frábæra
frammistöðu og að endingu var boð-
ið upp á veitingar, kaffi og drykki
fyrir alla aldurshópa ásamt hlað-
borði af kökum og rjómatertum sem
allir kunnu vel að meta.
Harmonikan heillandi hljóðfæri
- Dagur harmonikunnar haldinn hátíðlegur í Breiðumýri - Löng hefð hjá Harmonikufélagi Þing-
eyinga - Efnilegir harmonikuleikarar úr tónlistarskólum í Eyjafirði og á Húsavík mættu til leiks
Frá Þelamerkurskóla F.v. Ingveldur Myrra Ólafsdóttir, Hrafney Krista
Ólafsdóttir, Hjördís Emma Arnarsdóttir og Tinna Margrét Axelsdóttir.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Efnileg Hópur harmonikunemenda úr Eyjafirði og frá Húsavík ásamt kennara sínum, Jóni Þorsteini Reynissyni, lengst til vinstri.
Friðrik Jónsson, bóndi, organisti,
tónskáld og harmonikuleikari frá
Halldórsstöðum í Reykjadal S-
Þing. (1915-1997), sagði í hárri elli
að alltaf hefði verið mikill kraftur í
dansinum en hann spilaði oft fram
á nætur í samkomuhúsum sýsl-
unnar. Fyrst var hann þekktur fyrir
að spila fyrir dansi á orgel en svo
kom þar að hann fékk sér hnappa-
harmoniku og var mjög spenntur
fyrir því. Þetta var árið 1937. Hann
átti enga peninga í þá daga og fékk
lánaðar 100 krónur til þess að geta
keypt hljóðfærið.
Yfirleitt þekktist ekki annað en
að það væri bara einn maður að
spila og þá var, eins og hann sagði
sjálfur frá, gott að vera ungur og hraustur. Yfirleitt stóðu böllin í 3-5 tíma
en lengst spilaði hann í níu klukkutíma fyrir dansi en það var erfitt því þá
sást aldrei neinn sitja með nikkuna. Hann sagði að lítið hefði verið um
kaffihlé en stundum þáði hann hressingu meðan fólkið beið og spjallaði
saman. Allir vildu dansa og um leið og byrjað var að spila aftur komu
mörg pör á gólfið. Það var enginn til þess að leysa hann af. Böll í hér-
aðinu voru alltaf vel sótt og Friðrik minntist þess að oft hefði svitinn
runnið af sér þegar feikilegt fjör var í fólkinu. Hann var mjög vinsæll og
fór mikið orð af list hans.
Heimild: Viðtal greinarhöfundar við Friðrik í dagblaðinu Degi 14.mars 1992.
HARMONIKUBÖLLIN HÉR ÁÐUR FYRR
Margmenni og mikið dansað
Friðrik Jónsson
með nikkuna.
Myndin tekin á
árunum 1937-
1940.