Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 32

Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Eftir tæpan áratug þar sem engin sýklalyf hafa verið notuð í íslensku fiskeldi brá svo við að grípa þurfti til lyfjagjafar í landeldi á bleikju síðast- liðið haust,“ segir í ársskýrslu dýra- læknis fiskisjúkdóma hjá Matvæla- stofnun. Enn hefur aldrei þurft að nota sýklalyf hjá þeim fyrirtækjum sem í dag stunda laxeldi í sjó á Vest- fjörðum og Austfjörðum. „Að þessu sinni þurfti að gefa alls 26 kg af lyfinu oxýtetracýklín í einni eldisstöð vegna kýlaveikibróður sem átti upptök sín í óbólusettri bleikju,“ segir í skýrslunni. Þar er jafnframt greint frá því að bakterían sem veld- ur þessum sjúkdómi sé „til staðar í umhverfi allra strandeldisstöðva þar sem einhver selta kemur við sögu“. Í yfirgnæfandi tilfella nær bólusetn- ing að halda sýkingu af völdum bakt- eríunnar í skefjum en hún greinist á hverju ári í stökum villtum fiski sem er nýgenginn úr sjó í laxveiðiár allt í kringum landið. Óvarin útiker Þá greindust tvö tilfelli af rauð- munnaveiki í villtum laxaseiðum sem alin voru til fiskræktar fyrir lax- veiðiár og var einnig sýklalyfjum beitt. Samkvæmt ársskýrslunni var sjúkdómurinn „fremur alvarlegs eðl- is“ og kom upp í fimm útikerum í einni eldisstöð. Bakterían er sögð út- breidd í íslenskri náttúru og er fugl talinn einn helsti smitberinn á milli svæða og blossar sjúkdómur nánast undantekningarlaust upp í kerum sem standa óvarin utandyra. „Algengt er að yfirvöld birti lyfja- notkun sem magn sýklalyfja per tonn af framleiddum sláturfiski og með slíkum umreikningi fáum við út að um 0,5 g af sýklalyfi hafi verið notuð fyrir hvert slátrað tonn árið 2021,“ segir í ársskýrslu dýralæknis fiskisjúkdóma. Sérstaklega er vakin athygli á því að mikil breyting hefur orðið á þess- um stuðli á síðastliðnum þremur áratugum, en hann var 150 g á hvert slátrað tonn árið 1990. Fyrstu sýklalyf í eldi í áratug - Aðgerðir náðu aðeins til landeldis Morgunblaðið/Eggert Fiskeldi Beita þurfti sýklalyfjum í fyrsta sinn í áratug í íslensku eldi. Samþykkt var á fundi allsherj- arþings Alþjóðasiglingamálastofn- unarinnar (IMO) í nóvember í fyrra að 18. maí yrði árlegur al- þjóðadagur kvenna í siglingum. Var því sá fyrsti í sögunni í gær og voru kjörorð dagsins: „Þjálfun, sýnileiki og viðurkenning; Brjótum niður múra starfsgreinanna“. Til- gangur dagsins er að skapa vett- vang til að varpa ljósi á og fagna ár- angri kvenna sem starfa á sjó og greina svið þar sem bæta má kynja- jafnvægi, að því er fram kemur á vef IMO. Stofnunin hefur í dag kynnt nýtt merki dagsins og staðið að al- þjóðlegu málþingi þar sem lögð var áhersla á nauðsyn þess að konur séu sýnilegri í geiranum í heild, séu í auknum mæli með virka fulltrúa á ákvarðanatökustigum og studdar betur með viðeigandi þjálfun og menntun. Jafnframt var hrint af stað herferð á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #WomenIn- MaritimeDay (konur í siglingum). Þá voru kynntar niðurstöður skýrslu um stöðu kvenna í sigl- ingum. Samkvæmt skýrslunni, sem nær til allra aðildarríkja IMO, eru aðeins 2% af áhafnarmeðlimum konur, langflestar í farþegaskipum. gso@mbl.is Skýrsla Staða kvenna í siglingum meðal IMO-ríkja var skoðuð. Dagur kvenna í siglingum Morgunblaðið og 200 mílur hafa ákveðið að leita til dyggra lesenda er kemur að forsíðumynd sjómanna- dagsblaðs 200 mílna 2022 og hefur verið efnt til ljósmyndasamkeppni. Ljósmyndarinn sem sendir myndina sem valin verður á forsíðu blaðsins hlýtur ekki einungis þann heiður heldur einnig 50 þúsund króna gjafabréf á Finnsson bistro í Reykjavík. Leitað er að fallegum, hrikaleg- um, mögnuðum og öðruvísi ljós- myndum af sjónum eða sjósókn. Best er að hafa myndina háa fyrir forsíðuna en það er ekki skilyrði fyr- ir þátttöku. Alls verða þrjár myndir verð- launaðar og er skilafrestur til og með 3. júní. Upplýsingar má nálgast á 200 mílum á mbl.is. gso@mbl.is Keppt um forsíðuna Keppni Einn heppinn ljósmyndari gæti nælt sér í forsíðuna. VIKUR Á LISTA 10 6 1 3 2 1 2 1 7 1 HUNDRAÐÓHÖPPHEMINGWAYS Höf. Lilja Sigurðardóttir Les. Lilja Sigurðardóttir, Örn Árnason ásamt öðrum leikröddum GESTALISTINN Höf. Lucy Foley Les. Ýmsir lesarar HELKULDI Höf. Viveca Sten Les. Hanna María Karlsdóttir ALLT EÐA EKKERT Höf. Simona Ahrnstedt Les. Álfrún Helga Örnólfsdóttir HÖGGIÐ Höf. Unnur Lilja Aradóttir Les. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir SLÉTTOG BRUGÐIÐ Höf. Árelía Eydís Guðmundsdóttir Les. Lára Sveinsdóttir HYLURINN Höf. Gróa Finnsdóttir Les. Lára Sveinsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson TILFINNINGAR ERU FYRIRAUMINGJA Höf. Kamilla Einarsdóttir Les. Saga Garðarsdóttir BRÉFIÐ Höf. Kathryn Hughes Les. Sara Dögg Ásgeirsdóttir ROBBI RÆNINGI - OG SKELFILEGA FJÖLSKYLDAN HANS Höf. Roope Lipasti Les. Guðmundur Felixson 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. - › › › › › TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI VIKA 19 ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Sýningarsalur Draghálsi 4 - Sími: 535 1300 - verslun@verslun.is Skiptiborð á veggSnertilaus handþurrkari Sundfata vinda Hárþurrka upphækkanlegFataskápar,munaskápar Snertilaus handþurrkari Vatnsbrunnur á vegg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.