Morgunblaðið - 19.05.2022, Síða 34
34 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
VIGOR 3.0
16.995 kr./ St. 41- 47,5
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
HERRASKÓR
MEÐ GRIPGÓÐUM BOTNI OG MJÚKU INNLEGGI
19. maí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 131.58
Sterlingspund 164.34
Kanadadalur 102.61
Dönsk króna 18.639
Norsk króna 13.627
Sænsk króna 13.286
Svissn. franki 132.64
Japanskt jen 1.0175
SDR 176.42
Evra 138.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 170.7629
« Í nýrri þjóð-
hagsspá Íslands-
banka segir að
verulegt ójafnvægi
ríki milli framboðs
og eftirspurnar á
íbúðamarkaði. „Í
raun má segja að
markaðurinn hafi
verið tæmdur en
auglýstum eignum
til sölu hefur fækk-
að um nær 70%
frá upphafi faraldursins enda hefur
framboð af íbúðum til sölu aldrei mælst
jafn lítið,“ segir í spánni.
Þá segir að enn séu engin merki þess
að eftirspurn fari dvínandi en bæði er
samkvæmt þjóðhagsspánni meðal-
sölutími íbúða í sögulegu lágmarki um
þessar mundir og töluverður fjöldi
íbúða er að seljast yfir ásettu verði.
Þá segir í spánni að íbúðaverð sé nú
orðið mjög hátt í sögulegu samhengi og
það hafi vikið verulega frá þeim þáttum
sem til lengri tíma eru taldir ráða þróun
þess. Íslandsbanki segir að þetta sé
töluvert áhyggjuefni og bendir á að
Seðlabankinn hafi gripið til aðgerða til
að stemma stigu við hækkunum og
tryggja að fólk skuldsetji sig ekki um of.
Bæði hafi hann hækkað stýrivexti og
einnig hert á reglum um hámark veð-
setningarhlutfalls nýrra íbúðalána og
hámarksgreiðslubyrði slíkra lána í hlut-
falli við ráðstöfunartekjur.
„Hingað til hafa þessar aðgerðir ekki
haft tilætluð áhrif á íbúðamarkaðinn og
teljum við að aukið framboð íbúða þurfi
til þess að þessar aðgerðir hafi veruleg
áhrif á verðþróunina,“ segir í spánni.
Hagsjá Landsbankans fjallar einnig
um fasteignamarkaðinn og segir hús-
næði hafa verið einn helsta drifkraft
verðbólgunnar síðustu mánuði. Segir
bankinn að hækkunin sem nú sést í
gögnum Þjóðskrár sé til þess fallin að
breyta spánni sem birt var í síðustu
viku. „Nú teljum við að vísitala neyslu-
verðs muni hækka um 0,9% milli mán-
aða og að verðbólga muni mælast 7,7%
í maí en ekki 7,6%.“
Verulegt ójafnvægi fram-
boðs og eftirspurnar
Verð Íbúðir hafa
hækkað um 8%
fyrstu 4 mánuði
ársins.
STUTT
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Undanfarinn mánuð hefur verð á áli í
kauphöllinni með málma í London
(LME) lækkað úr tæplega 3.300 döl-
um tonnið í rúmlega 2.800 dali tonn-
ið. Til samanburðar var meðalverðið
1.730 dalir 2020 og tæplega 2.490
dalir 2021. Verðið er því enn hátt í
sögulegu samhengi.
Vegna þessara hækkana jukust
útflutningstekjur íslenska þjóðar-
búsins af áli um tugi milljarða milli
ára 2020 og 2021, líkt og hér er sýnt á
neðra grafinu, jafnframt því sem
Landsvirkjun greiddi ríkinu um 15
milljarða króna í arð vegna síðasta
rekstrarárs en tekjur fyrirtækisins
eru að hluta tengdar álverði.
Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri
viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, seg-
ir marga þætti skýra lækkun álverðs
að undanförnu. Meðal annars hafi
vaxtahækkanir haft áhrif á
væntingar um efnahagshorfur sem
birtist í lækkunum á hlutabréfa-
mörkuðum. Þau áhrif megi einnig
greina í hrávörunni, þ.m.t. álinu.
Sóttvarnir hægja á hagkerfinu
Þá hafi útbreiðsla kórónuveirunn-
ar í Kína haft áhrif á álmarkaðinn.
„Kína notar yfir 50% af öllu áli
sem framleitt er í heiminum og þar
hafa mjög strangar sóttvarnaað-
gerðir í stórborgum haft veruleg
áhrif á almenna eftirspurn. Sem
dæmi minnkaði smásala í Kína um
11% í apríl samanborið við árið áður.
Kína er þó ekki eina breytan sem
hefur haft áhrif til lækkunar á ál-
verði. Orkukreppan í Evrópu hefur
dregið úr framleiðslu á áli, sem eitt
og sér ætti að leiða til hækkunar, en
orkukreppan er einnig farin að hafa
áhrif á kaupendur áls, til dæmis
verksmiðjurnar sem vinna álið. Þá
hafa verðbólga og vaxtahækkanir
auðvitað almennt haft áhrif á kaup-
gleði neytenda,“ segir Páll.
Sömuleiðis hafi innrás Rússa í
Úkraínu haft mikil efnahagsleg
áhrif. Þrátt fyrir efnahagsþvinganir
á hendur Rússum séu rússnesk álver
enn að framleiða á fullum afköstum
og rússneska álið fari að mestu til
Evrópu og Asíu.
Sem áður segir jókst verðmæti út-
flutts áls mikið milli ára 2020 og
2021. Það var þannig 208 milljarðar
árið 2020 en 284 milljarðar árið 2021
sem var aukning um 76 milljarða.
Fór úr 79 í 123 milljarða króna
Sé horft til tímabilsins frá janúar
og út apríl þá jókst útflutningurinn
um 44 milljarða króna milli ára 2021
og 2022. Verðmætið var frá 70 og
upp í 79 milljarða árin 2018 til 2021
en hefur stóraukist í 123 milljarða.
Rauða línan hér á neðra grafinu
sýnir mánaðartaktinn en eins og sjá
má geta sveiflur verið töluverðar á
verðinu innan skemmri tímabila.
Ef fram heldur sem horfir kunna
arðgreiðslur Landsvirkjunar að
aukast enn frekar milli ára en orku-
sölusamningar fyrirtækisins eru að
hluta tengdir álverði. Sömu áhrifa
kann að gæta hjá Orkuveitunni.
Mikil umskipti hafa orðið í áliðnaði
síðustu misseri en í febrúar 2020,
skömmu áður en faraldurinn hófst,
var rætt um að jafnvel þyrfti að loka
álverinu í Straumsvík en það tapaði
samtals 28,4 milljörðum 2018-20.
Til samanburðar var samanlagt
tap álveranna þriggja – í Straums-
vík, á Grundartanga og á Reyðarfirði
– um 48 milljarðar á þessu tímabili.
Eftir að álverð hækkaði hafa álverin
hins vegar verið rekin með hagnaði.
Þessi umskipti hafa mildað höggið
af faraldrinum á íslenska hagkerfið.
Álverð hefur gefið eftir
en er enn sögulega hátt
Þriggja mánaða framvirkt verð, bandaríkjadalir á tonn
Heimsmarkaðsverð á áli frá ársbyrjun 2019
4.000
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
2019 2020 2021 2022
Heimild: LME
1.862
1.493
3.543
2.832
FEBRÚAR 2020
Rio Tinto íhugar að loka
álverinu í Straumsvík
HAUST 2021
Orkukreppa
hefst í Evrópu
MARS 2020
Kórónuveiru-
faraldurinn hefst
FEBRÚAR 2022
Rússar ráðast inn
í Úkraínu
- Verðmæti útflutts áls var yfir 40 milljörðum hærra í janúar til apríl en í fyrra
Alls í jan.-apríl Alls í maí-des.
Þróun útflutningsverðmætis frá ársbyrjun 2018 Heildarverðmæti 2018-2022
Verðmæti útflutts áls og álafurða
35
30
25
20
15
10
Heimild: Hagstofan
20192018 2020 2021 2022
159
71
140
72
138
70
205
79
123
2018 2019 2020 2021 2022
230
212 208
284Fob verð,ma.kr.Fob verð,ma.kr.
Heimilistæki ehf. hafa, samkvæmt
staðfestum heimildum Morgun-
blaðsins, fest kaup á heildversluninni
Ásbirni Ólafssyni ehf. Samkvæmt
heimildum blaðsins er kaupverðið
hátt í tveir milljarðar króna og eru
kaupin gerð með fyrirvara um sam-
þykki Samkeppniseftirlitsins.
Eigendur heildverslunarinnar
höfðu áður selt hluta af starfsemi
hennar en Danól, dótturfélag Öl-
gerðarinnar, fékk í fyrra leyfi Sam-
keppniseftirlitsins til að taka yfir
hluta viðskiptasambanda, birgða og
tækja á sviðum matvöru-, stóreld-
húsa- og hreinlætisvara.
Rekstur Ásbjörns Ólafssonar ehf.
hefur gengið sæmilega og tekjur
aukist lítillega, þótt afkoma félagsins
hafi dvínað á liðnum árum. Sam-
kvæmt ársreikningi fyrir árið 2020
nam hagnaður félagsins um 26,6
milljónum króna og eigið fé í árslok
2020 var tæpar 250 milljónir króna.
85 ára fjölskyldusaga á enda
Ásbjörn Ólafsson ehf. hefur verið í
eigu sömu fjölskyldu frá stofnun
fyrirtækisins, eða í 85 ár. Félagið er í
eigu fimm barna Ólafíu Ásbjörns-
dóttur, sem var dóttir Ásbjörns
Ólafssonar stofnanda. Af þeim
systkinum er Guðmundur K. Björns-
son nú framkvæmdastjóri og Ásta
Friðrika Björnsdóttir sölustjóri sér-
vöru. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins munu þau að óbreyttu
starfa áfram hjá félaginu. Hin systk-
inin eru Ólafur Björn, Gunnlaugur
Rafn og Ásbjörn.
Eigendur Heimilistækja eiga jafn-
framt Sjónvarpsmiðstöðina ehf., sem
í dag er rekin undir merkjum Raf-
lands. gislifreyr@mbl.is
Eigendur Ásbjörn Ólafsson ehf. og
barnabörn stofnandans.
Selja Ásbjörn Ólafsson ehf.
- Heimilistæki kaupa heildverslun fyrir á 2. milljarð króna