Morgunblaðið - 19.05.2022, Síða 35

Morgunblaðið - 19.05.2022, Síða 35
FRÉTTIR 35Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Eldri kona sést hér elda mat í kjallara íbúðar sinnar í Severo- donetsk í austurhluta Úkraínu í gær á 84. degi stríðsins. Stöð- ugar loftárásir hafa verið á borgina undanfarna daga eftir að Rússar hófu að einbeita sér markvisst að Donbass-hér- uðunum. Þar skipta borgirnar Severodonetsk, Slóvíansk og Kramatorsk einna mestu máli fyrir Rússa. Þeir treysta á að- föng frá Belgorod í gegnum úkraínsku borgina Isíum sem er nálægt rússnesku landamærunum og reyna þeir nú að um- kringja Severodonetsk með stöðugum árásum. AFP/Yasuyoshi Chiba Eldað í kjallaranum við drunur loftárása í Severondonetsk Finnland og Svíþjóð lögðu inn um- sóknir sínar um inngöngu í Atlants- hafsbandalagið í gær. Flest sam- bandslönd tóku umsóknunum vel, en Tyrkland andmælti svo að ekki var hægt að ná samstöðu til að hefja formlegar samningaviðræður á fundi fulltrúa landanna í Brussel í gær. Á mánudaginn tilkynnti Magda- lena Anderson, forsætisráðherra Svía, að Svíþjóð hygðist sækja um aðild að NATO aðeins degi á eftir Finnum. „Við erum að fara inn í nýja tíma,“ sagði hún við tilefnið, en bæði Svíar og Finnar vilja fylgjast að í inngönguferlinu og tryggja þannig öryggi sitt gegn árásum Rússa. Jens Stoltenberg framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins hafði lofað að umsóknarferlið myndi ganga hratt og örugglega fyrir sig, en vegna mótmæla Tyrkja þarf að fá þá til samþykkis, áður en hægt er að hefja ferlið. „Umsóknirnar frá ykkur í dag eru sögulegar. Nú þurfa sambandslönd- in að skoða næstu skref vandlega í átt ykkar til inngöngu í Atlantshafs- bandalagið,“ sagði Stoltenberg í gær þegar hann tók á móti umsóknunum. Innganga Svíþjóðar og Finnlands væri stærsta stækkun á hernaðar- bandalaginu í áratugi, og myndu landamæri bandalagsins að Rúss- landi lengjast töluvert við inngöngu Finnlands. Krefjast framsals Mótmæli Tyrklands gætu þó stöðvað inngönguna, en Tyrkir ásaka Norðurlöndin um að vera skjól fyrir kúrdíska hryðjuverkamenn. „Við báðum þá um að framselja þrjá- tíu hryðjuverkamenn en þeir neituðu því. Þið viljið ekki senda okkur til baka hryðjuverkamennina og biðjið svo okkur um stuðning fyrir inn- göngu í NATO?“ var haft eftir Tayy- ip Erdogan Tyrklandsforseta. Stoltenberg sagði í gær að öll sam- bandsríkin sæju mikilvægi þess að stækka NATO. „Við erum öll sam- mála um að standa saman og sjáum að þetta er sögulegt tækifæri sem við þurfum að nýta okkur.“ Hann sagði að það þyrfti að hyggja að ör- yggismálum bandamanna sam- bandsins og að það væri vilji fyrir því að fara vel yfir öll mál og vinna hratt að því að finna lausnir.“ Bæði Svíar og Finnar eru bjart- sýnir á að þeir geti fundið lausn á mótmælum Tyrkja og leyst þau mál. Bretar og Bandaríkin hafa boðið fram stuðning til landanna á meðan á inngönguferlinu stendur. Finnland á 1.340 kílómetra sam- eiginleg landamæri með Rússlandi og langa sögu. Í meira en öld voru þeir hluti af Rússneska heimsveldinu fram til 1917 þegar þeir fengju sjálf- stæði. Sovétríkin réðust inn í Finn- land 1939 og geisaði stríð á milli ríkjanna frá 1941 til 1944, sem end- aði með því að Finnar urðu að gefa frá sér stóran hluta Karelíu-héraðs. Meira en 85% þingmanna Finn- lands studdu ákvörðunina um að sækja um aðild í NATO. Svíar voru ekki jafn samstiga, en náðu rúmum helmingi atkvæða. doraosk@mbl.is „Við erum að fara inn í nýja tíma“ - Svíar og Finnar sóttu um aðild að NATO í gær - Þurfa stuðning Tyrklands - Stækkun bandalags- ins „sögulegt tækifæri“ - Pútín hótar afleiðingum - 85% stuðningur í Finnlandi en rúm 50% í Svíþjóð AFP/Johanna Geron NATO Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins sýnir hér umsóknir Svíþjóðar og Finnlands um inngöngu í NATO í Brussel í gær. Það voru margir svitastorknir í Suð- ur-Frakklandi í gær þegar hitatölur fóru upp í 33,4-33,9 gráður í borg- unum Albi, Toulouse og Meltelimar. Einnig voru hitatölur mun hærri en í meðalári á svæðum við vestur- og norðurströnd landsins samkvæmt veðurstofu Frakklands. Aldrei áður hafa jafn háar hitatöl- ur mælst í landinu í maímánuði og fyrra metið sem var í maí 2011 er þegar fallið. Í gær var 37. dagurinn þar sem hitinn var óvenjulega hár og þessi viðvarandi hiti er farinn að hafa áhrif á landbúnað, ekki síst á hveiti- framleiðslu sem nær viðkvæmu stigi í maí. Bændur eru uggandi yfir ástandinu, enda mikill skortur á hveiti í heiminum öllum og verð hátt vegna stríðsins í Úkraínu, sem er stórframleiðandi á hveiti. Allar hitabylgjur í dag eru afleið- ingar af hnatthlýnun segir í skýrslu frá WWA-veðurstofnuninni sem kom út í síðustu viku. Nýlega hafa hitatölur bæði í Indlandi og Pakistan verið langt yfir hitatölum í venjulegu árferði og á Spáni er búið að vara fólk við miklum hitum í suðurhluta landsins næstu daga. Hitabylgja í Frakklandi - Hitinn tíu gráðum hærri en í meðalári - Hveitiframleiðsla Frakka í uppnámi - Hitamet í Indlandi og Pakistan í maí AFP/Olivier Chassignole Hitabylgja Barn kælir sig í gosbrunni í gær, en hitabylgjan er nú á 37. degi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.