Morgunblaðið - 19.05.2022, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.05.2022, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Skipulagt af: Opinbert vörustjórnunarfyrirtæki: Opinbert íslenskt vikublað: &Awards 13th IN PERSON l ONLINE 2 0 2 28. 10. til 2022 Smáranum Kópavogi Íslandi júní 9=?==;64:2+ .'9; B'+#')= 16; B36&2,'8B@<0+6; (33'" @6, ><BB '; B/)'? 7<6+B%34' <;' B@0"34' B/)6)82)' -!<9B7$6B *5+6A +44 1329 825335 <;' )<@:')86;A )B3@<)64:2+#)2 Fjölmiðill sem við eigum samstarf við: Við þökkumöllum 2!B4B50"@&&8> 3.>)> ,3>8"+8$58B5) 210*B)B- @- +$%&&0" 1)$ 8* 7('*8 A, /4$&@"B8 , 2!B)B-0B8 Undanfarin ár hefur hundahald aukist mjög á Íslandi. Samkvæmt könnun Gallup frá september 2021 eiga hátt í 40% heimila á Ís- landi gæludýr. Félagsmenn í Hundaræktarfélagi Ís- lands eru rúmlega 3.000 og hreinræktaðir hundar á landinu eru nálægt 20.000. Innan hundarækt- arfélagsins er starfrækt mikið og öflugt ræktunarstarf auk þess sem þar er mjög öflugt félagsstarf. Fé- lagið var stofnað árið 1969 og upp- haflegi tilgangurinn var að varðveita stofn þjóðarhunds okkar, íslenska fjárhundsins. Síðan þá hefur hunda- hald orðið mjög almennt en einnig hefur starf innan hundarækt- arfélagsins eflst mjög. Félagið stendur fyrir hundasýningum, sýn- ingaþjálfun, hundafimi, veiðiprófum, vinnuprófum, ungmennadeild sem heldur úti starfi fyrir ungt fólk með áhuga á hundarækt, auk þess sem starfræktar eru á þriðja tug teg- undadeilda. Um langt árabil hefur húsnæðisskortur félagsins gert fé- lagsmönnum mjög erfitt að stunda áhugamál sitt. Ævinlega er stærsta spurningin, þegar stjórnir deilda fé- lagsins skipuleggja dagskrá og at- burði: „Hvar eigum við að halda við- burðinn?“ Á vormánuðum var gerð þarfagreining innan fé- lagsins. Mikill sam- hugur er í félagsmönn- um um að mikil þörf sé á aðstöðu til að halda áfram að byggja upp blómlega starfsemi HRFÍ. Í samfélagi okk- ar hefur verið búið vel að flestum áhuga- málum landsmanna. Hestamenn hafa gott pláss, golfvellir eru víða og með góða að- stöðu og svo má lengi telja. Félagsmenn hundaræktar- félagsins hafa hins vegar enga að- stöðu til að stunda áhugamál sitt. Því langar mig að skora á ný- kjörna borgar- og bæjarfulltrúa að beita sér í þessu þarfa hagsmuna- máli stórs hluta kjósenda og aðstoða félagsmenn við að byggja upp að- stöðu fyrir ört stækkandi hóp hundaeigenda á Íslandi. Eftir Ingibjörgu Salóme Sigurð- ardóttur Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir »Undanfarin ár hefur hundahald aukist mjög á Íslandi. Sam- kvæmt könnun Gallup frá september 2021 eiga hátt í 40% heimila á Ís- landi gæludýr. Höfundur er félagsmaður í HRFÍ, situr í húsnæðisnefnd og stjórn terrierdeildar. inga@gaeludyr.is Áskorun til yfirvalda frá Hundaræktar- félagi Íslands Helsta skilgreining á námi er að það hafi upphaf og endi og fari fram innan menntastofnana. Hins vegar á nám sér stað víðar en í skóla. Nám fer líka fram á vinnu- stað og með virkri þátttöku í sam- félaginu. Á síðustu 15 árum hafa um 7.000 einstaklingar á íslenskum vinnumarkaði fengið færni sína metna á móti námi í framhalds- skóla, í framhaldsfræðslu eða á móti viðmiðum starfa. Flestir eiga það sameiginlegt að hafa ekki lokið námi frá framhaldsskóla en lærðu á vinnumarkaði, af vinnufélögum eða fóru á námskeið. Með raunfærni- matinu fengu þeir færni sína stað- festa og um leið frekari aðgang að menntakerfinu. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur gegnt veigamiklu hlut- verki ásamt fræðslu- og símennt- unarmiðstöðvum víðsvegar um landið við að veita fólki á vinnu- markaði sem ekki hefur lokið námi frá framhaldsskóla tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Við upphaf 21. aldar tilheyrði um þriðjungur fólks á aldrinum 18- 64 ára þeim hópi, en nú, 20 árum síðar, hefur fækkað umtalsvert og teljast aðeins um tveir af hverjum tíu til hópsins. Hlutverk raunfærnimats verður sífellt mikilvægara með örum breytingum á vinnumarkaði sem fela í sér nýjar áskoranir og tæki- færi, bæði fyrir fyrirtæki og ein- staklinga. Hröð tækniþróun, sjálf- virknivæðing, fjölgun innflytjenda á vinnumarkaði, breytt aldurs- samsetning og loftslagsbreytingar eru meðal þeirra áskorana sem tak- ast verður á við. Raunfærnimat er kjarninn í sam- spili einstaklings, menntakerfis og vinnumarkaðar. Tækifæri til að mæta áskorunum fjórðu iðnbylting- arinnar óháð menntunarstigi. Með raunfærnimati er hægt að fanga þá færni sem fólk hefur aflað sér í gegnum líf, nám og störf sem er gagnleg til að mæta breytingum á störfum eða þegar sum störf hverfa og ný verða til. Alþjóðleg ráðstefna um raun- færnimat fer fram á Grand hóteli dagana 19. og 20. maí og er hún suðupottur fyrir þróun raunfærni- mats. Fulltrúar frá 27 löndum eiga samtal um raunfærnimat í fjöl- breyttu samhengi eftir ýmsum leið- um í lífi og starfi og leitast við svara eftirfarandi spurningu: Hvernig getur raunfærnimat orðið órjúfanlegur hluti framkvæmdar og stefnumörkunar til að styðja við sí- menntun? Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari fram við margs konar aðstæður og í alls konar samhengi. Allt nám er verð- mætt og því mikilvægt að það sé skjalfest óháð hvar þess hefur verið aflað. Ráðstefnan er í umsjón Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins á Íslandi í samstarfi við Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL), CEDEFOP og UNESCO. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar at- vinnulífsins www.frae.is. Eftir Hauk Harðarson, Fjólu Maríu Lárusdóttur og Hildi Betty Kristjánsdóttur » Alþjóðleg ráðstefna um raunfærnimat fer fram á Íslandi dag- ana 19.-20. maí. Haukur Harðarson Höfundar starfa hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. frae@frae.is Fjóla María Lárusdóttir Hildur Betty Kristjánsdóttir Raunfærnimat – að gefa færni gildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.