Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 38

Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Skipulagt af: Opinbert vörustjórnunarfyrirtæki: Opinbert íslenskt vikublað: &Awards 13th IN PERSON l ONLINE 2 0 2 28. 10. til 2022 Smáranum Kópavogi Íslandi júní 9=?==;64:2+ .'9; B'+#')= 16; B36&2,'8B@<0+6; (33'" @6, ><BB '; B/)'? 7<6+B%34' <;' B@0"34' B/)6)82)' -!<9B7$6B *5+6A +44 1329 825335 <;' )<@:')86;A )B3@<)64:2+#)2 Fjölmiðill sem við eigum samstarf við: Við þökkumöllum 2!B4B50"@&&8> 3.>)> ,3>8"+8$58B5) 210*B)B- @- +$%&&0" 1)$ 8* 7('*8 A, /4$&@"B8 , 2!B)B-0B8 Undanfarin ár hefur hundahald aukist mjög á Íslandi. Samkvæmt könnun Gallup frá september 2021 eiga hátt í 40% heimila á Ís- landi gæludýr. Félagsmenn í Hundaræktarfélagi Ís- lands eru rúmlega 3.000 og hreinræktaðir hundar á landinu eru nálægt 20.000. Innan hundarækt- arfélagsins er starfrækt mikið og öflugt ræktunarstarf auk þess sem þar er mjög öflugt félagsstarf. Fé- lagið var stofnað árið 1969 og upp- haflegi tilgangurinn var að varðveita stofn þjóðarhunds okkar, íslenska fjárhundsins. Síðan þá hefur hunda- hald orðið mjög almennt en einnig hefur starf innan hundarækt- arfélagsins eflst mjög. Félagið stendur fyrir hundasýningum, sýn- ingaþjálfun, hundafimi, veiðiprófum, vinnuprófum, ungmennadeild sem heldur úti starfi fyrir ungt fólk með áhuga á hundarækt, auk þess sem starfræktar eru á þriðja tug teg- undadeilda. Um langt árabil hefur húsnæðisskortur félagsins gert fé- lagsmönnum mjög erfitt að stunda áhugamál sitt. Ævinlega er stærsta spurningin, þegar stjórnir deilda fé- lagsins skipuleggja dagskrá og at- burði: „Hvar eigum við að halda við- burðinn?“ Á vormánuðum var gerð þarfagreining innan fé- lagsins. Mikill sam- hugur er í félagsmönn- um um að mikil þörf sé á aðstöðu til að halda áfram að byggja upp blómlega starfsemi HRFÍ. Í samfélagi okk- ar hefur verið búið vel að flestum áhuga- málum landsmanna. Hestamenn hafa gott pláss, golfvellir eru víða og með góða að- stöðu og svo má lengi telja. Félagsmenn hundaræktar- félagsins hafa hins vegar enga að- stöðu til að stunda áhugamál sitt. Því langar mig að skora á ný- kjörna borgar- og bæjarfulltrúa að beita sér í þessu þarfa hagsmuna- máli stórs hluta kjósenda og aðstoða félagsmenn við að byggja upp að- stöðu fyrir ört stækkandi hóp hundaeigenda á Íslandi. Eftir Ingibjörgu Salóme Sigurð- ardóttur Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir »Undanfarin ár hefur hundahald aukist mjög á Íslandi. Sam- kvæmt könnun Gallup frá september 2021 eiga hátt í 40% heimila á Ís- landi gæludýr. Höfundur er félagsmaður í HRFÍ, situr í húsnæðisnefnd og stjórn terrierdeildar. inga@gaeludyr.is Áskorun til yfirvalda frá Hundaræktar- félagi Íslands Helsta skilgreining á námi er að það hafi upphaf og endi og fari fram innan menntastofnana. Hins vegar á nám sér stað víðar en í skóla. Nám fer líka fram á vinnu- stað og með virkri þátttöku í sam- félaginu. Á síðustu 15 árum hafa um 7.000 einstaklingar á íslenskum vinnumarkaði fengið færni sína metna á móti námi í framhalds- skóla, í framhaldsfræðslu eða á móti viðmiðum starfa. Flestir eiga það sameiginlegt að hafa ekki lokið námi frá framhaldsskóla en lærðu á vinnumarkaði, af vinnufélögum eða fóru á námskeið. Með raunfærni- matinu fengu þeir færni sína stað- festa og um leið frekari aðgang að menntakerfinu. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur gegnt veigamiklu hlut- verki ásamt fræðslu- og símennt- unarmiðstöðvum víðsvegar um landið við að veita fólki á vinnu- markaði sem ekki hefur lokið námi frá framhaldsskóla tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Við upphaf 21. aldar tilheyrði um þriðjungur fólks á aldrinum 18- 64 ára þeim hópi, en nú, 20 árum síðar, hefur fækkað umtalsvert og teljast aðeins um tveir af hverjum tíu til hópsins. Hlutverk raunfærnimats verður sífellt mikilvægara með örum breytingum á vinnumarkaði sem fela í sér nýjar áskoranir og tæki- færi, bæði fyrir fyrirtæki og ein- staklinga. Hröð tækniþróun, sjálf- virknivæðing, fjölgun innflytjenda á vinnumarkaði, breytt aldurs- samsetning og loftslagsbreytingar eru meðal þeirra áskorana sem tak- ast verður á við. Raunfærnimat er kjarninn í sam- spili einstaklings, menntakerfis og vinnumarkaðar. Tækifæri til að mæta áskorunum fjórðu iðnbylting- arinnar óháð menntunarstigi. Með raunfærnimati er hægt að fanga þá færni sem fólk hefur aflað sér í gegnum líf, nám og störf sem er gagnleg til að mæta breytingum á störfum eða þegar sum störf hverfa og ný verða til. Alþjóðleg ráðstefna um raun- færnimat fer fram á Grand hóteli dagana 19. og 20. maí og er hún suðupottur fyrir þróun raunfærni- mats. Fulltrúar frá 27 löndum eiga samtal um raunfærnimat í fjöl- breyttu samhengi eftir ýmsum leið- um í lífi og starfi og leitast við svara eftirfarandi spurningu: Hvernig getur raunfærnimat orðið órjúfanlegur hluti framkvæmdar og stefnumörkunar til að styðja við sí- menntun? Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari fram við margs konar aðstæður og í alls konar samhengi. Allt nám er verð- mætt og því mikilvægt að það sé skjalfest óháð hvar þess hefur verið aflað. Ráðstefnan er í umsjón Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins á Íslandi í samstarfi við Norræna tengslanetið um nám fullorðinna (NVL), CEDEFOP og UNESCO. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar at- vinnulífsins www.frae.is. Eftir Hauk Harðarson, Fjólu Maríu Lárusdóttur og Hildi Betty Kristjánsdóttur » Alþjóðleg ráðstefna um raunfærnimat fer fram á Íslandi dag- ana 19.-20. maí. Haukur Harðarson Höfundar starfa hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. frae@frae.is Fjóla María Lárusdóttir Hildur Betty Kristjánsdóttir Raunfærnimat – að gefa færni gildi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.