Morgunblaðið - 19.05.2022, Qupperneq 39
UMRÆÐAN 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
Bein Jónasar Hall-
grímssonar voru grafin
á Bakka í Öxnadal
haustið 1946; þetta er á
vitorði niðja þeirra,
sem að verki voru.
Einn þeirra, nú látinn,
Ágúst, sonur Sigurðar
prests, sem þjónaði
Bakkasókn, birti
reyndar lýsingu á mál-
inu öllu í Degi-
Tímanum 1996-97, en þó þannig, að
lesa varð milli línanna. Þar birti hann
einnig myndir af þeim, sem brutu
með því gegn stjórnvaldi. Ég vék að
þessu árið 2015 og lét fylgja eft-
irmælum mínum eftir Gest Eggerts-
son bónda á Steinsstöðum, þar sem
bernska Jónasar stóð, í Morg-
unblaðinu í maí 2015. Þá viðbót birti
ég ekki í blaðinu, heldur á vefsíðu
minni, en hér er hún, með heitinu Út-
förin:
„Útfarardagurinn 29. apríl var fag-
ur. Kirkjan á Bakka er snotur, frá
1843, og varð því sóknarkirkja Rann-
veigar á Steinsstöðum. Jónas sonur
hennar fór síðast frá Íslandi 1842.
Kirkjan er hæfilega stór fyrir útför,
eins og best gerist; þær systur sorg
og gleði, vegna vinarhugar, ásamt
gestunum fylltu guðshúsið. Hér kem-
ur að því, sem við Gestur ræddum
aldrei. Gestur var nefnilega í skáld-
skapnum, ekki í skáldunum, benti
mér reyndar einu sinni út um eldhús-
gluggann á foss ofan við húsið: þarna
er Gljúfrabúi. Eftir jarðsetninguna
skyggndist ég um eftir leiðum vit-
orðsmanna haustið 1946, þegar hluta
af jarðneskum leifum Jónasar Hall-
grímssonar var komið fyrir á laun í
grafreitnum. Ég rifjaði síðar upp fyr-
ir mér ritaða frásögn sonar prestsins,
sem við þetta var riðinn, af þeim feg-
inleik, sem aldrei brást, þegar vit-
orðsmennirnir hittust, en ekki mátti
afhjúpa, eins og hann, sr. Ágúst Sig-
urðsson, segir í Degi-Tímanum 1997,
og sé þá enn ívið snemmt að lýsa. Nú
fyrst skil ég leynd sr. Ágústs. Faðir
hans, embættismaður, varð brotlegur
gegn stjórnvaldi, ásamt nokkrum
dalbúum. Greinaflokki í blaðinu
fylgja myndir af þeim. Syninum þótti
því ívið snemmt að lýsa frekar, en
ekki mátti dragast að setja milli lína,
þar sem þegar árið 1996,
ef til vill fyrr, var farið
að halla undan fyrir hon-
um. Með þessum brögð-
um dalbúa og prests var
haldið eftir á Bakka því,
sem norðlensk skáld,
náttúrufræðingar og all-
ur almenningur nyrðra
höfðu óskað opinberlega
eftir.“
Nú sjö árum eftir að
ég skrifaði þetta og 25
árum eftir að sr. Ágúst
skrifaði milli línanna í Dag-Tímann,
hef ég orðið þess áskynja, að ekkert
ætti að vera að því að segja frá þessu
berum orðum. Reyndar er frásögn sr.
Ágústs slík snilld, að ekki verður
bætt. Ég vil samt draga fram nokkra
myndatexta úr 4. og síðustu grein sr.
Ágústs, Leifar í tveimur löndum.
Hún hefst með frásögn af minning-
arathöfn á Bakka 12. október 1946,
áður en beinakistan var flutt suður til
Reykjavíkur. Fyrst er mynd, þar sem
segir: „Jónas Hallgrímsson í Dan-
mörku – fyrr og enn. Bein komu til
Íslands, en án höfuðs, herða og
brjósts.“ Síðan er mynd af kirkjunni
og segir þar: „Í Bakkakirkju stóð
steinkistan í fulla viku (6.-13. okt.).
Var til þess ætlast, að við aðhefðumst
nokkuð eða gerðum ekkert? Á.S.“
(Skyldi eiga að standa beinakistan?)
Á næstu síðu í blaðinu er mynd af
bóndanum í Efstalandskoti og undir
stendur: „Brynjólfur Sveinsson
hreppstjóri Öxndæla mátti ekki að-
hafast eins mikið og vildi, fulltrúi fóg-
etavalds í sveit sinni. Hann var í
sendinefndinni sem kom út að
Möðruvöllum 7. október, eins og
sagði í síðustu grein.“ Þá er mynd og
segir: „Bernharð Stefánsson alþm.
frá Þverá var einn líkmanna á Þing-
völlum. Jafnvel hann vissi ekki undir
hvað hann hélt ekki …“ Svo er mynd
af bóndanum á fæðingarstað Jónasar,
þaðan sem hann fór hvítvoðungur að
Steinsstöðum. Þar segir: „Jónas
Jónsson bóndi í Hrauni, formaður
sóknarnefndar í Öxnadal, var mik-
ilvirkur í beinamálinu.“ Þá er mynd af
hjónum og segir: „Anna Sigurjóns-
dóttir ljósmóðir og maður hennar Ár-
mann Þorsteinsson bóndi og stöðv-
arstjóri á Þverá.“ Loks nefni ég mynd
af bróður Ármanns og undir stendur:
„Kári Þorsteinsson á Þverá.“ (Þverá
var í lykilstöðu vegna símstöðv-
arinnar, þar sem ekki var sími á öðr-
um bæjum í sókninni).
Í síðustu grein sr. Ágústs er það
rakið, hvernig engin athugun var
gerð á því, hvað væri í beinakistunni,
eftir að stjórnvöld endurheimtu hana,
en hún stóð ólæst uppi á annan mán-
uð fyrir norðan og síðan í Reykjavík,
áður en hún var grafin á Þingvöllum.
Þá er því lýst, sem gert var og ekki
gert, fyrir norðan og syðra.
Tölvuleikir tíðkast nú. Þeir breyta
ekki gangi mála. Í Reykjavík fór fram
fyrir miðja síðastliðna öld valdaleikur
um listastefnu og menntastefnu.
Beinamál Jónasar Hallgrímssonar
var dregið inn í þær deilur, og urðu
háðuleg skrif Halldórs Laxness í At-
ómstöðinni sígild í því sambandi. Sá
valdaleikur virðist ekki hafa haft nein
áhrif á gang málsins. Norðlendingar
létu deilur syðra ekki trufla sig eða
það hvernig bein Jónasar Hallgríms-
sonar voru komin norður. Þeir tóku
beinin sem bein heilags manns, og
þannig fengu þau leg. Með því brutu
Öxndælir ásamt presti gegn stjórn-
valdi, sem var sýslumaðurinn fyrir
hönd ráðherra. Varla hefur göfugra
brot verið framið hér á landi.
Jónas Hallgrímsson: Útfararlok
Eftir Björn S.
Stefánsson
Björn S. Stefánsson
» Það er á vitorði niðja
þeirra, sem að verki
voru, að bein Jónasar
Hallgrímssonar voru
grafin á Bakka í Öxna-
dal haustið 1946.
Höfundur er borinn og barnfæddur
í Reykjavík.
bstorama@gmail.com
Toyota Kauptúni Kauptúni 6 570-5070 www.toyotakauptuni.is
Betri notaðir bílar
LEXUS
RX 450H L EXE HYBRID
• Nýskráður 10/2019
• Akstur 31 þ.km.
• Hybrid
• Sjálfskipting
• Ábyrgð umboðs gildir til 7.10.2026
eða 200.000 km.
• Raðnúmer 996618
9.390.000 kr.
Kauptún
Betra verð
Ásett verð kr. 10.180.000 kr.
Vinir
fá sérkjör
Skráning á icewear.is
GRÍMSEY hanska
Kr. 2.990.-
SÓLA zip-off göngubuxur
Kr. 17.990.-
TEITUR regnjakki
Kr. 7.990.-
Þín útivist - þín ánægja
BRIMNE
meðalþy
göngus
Kr. 2
S
kkir
okkar
.150.-
ASOLO Angle GV
Kr. 25.990.-
DRANGSNES merino buxur
Kr. 11.990.-
DRANGSNES hálfrennd peysa
11.990 Kr.
FAGRADALSFJALL
ullarpeysa
14.990 Kr.
ARCTIC EXPLORER
göngustafir
Kr. 5.990.-
r
HVÍTA
Merínó húfa
Kr. 3.990.-
NES