Morgunblaðið - 19.05.2022, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Listin hefur alltaf verið haldreipi Hugrúnar
Brittu Kjartansdóttur sem hefur að eigin sögn
gengið í gegnum marga skrítna hluti á sínum 24
árum. Hún vinnur nú í sjálfri sér eftir ofbeldis-
samband sem setti sitt mark á söngkonuna sem
leitar bæði í garðyrkju og tónlistina til að finna
innri ró.
Fyrsta lagið af komandi EP-plötu Hugrúnar
kom út í síðustu viku, lagið Settle Down, en plat-
an er væntanleg í sumar, á allra næstu vikum.
Nýja lagið fjallar um tímabil í lífi Hugrúnar
þar sem hún varð hrifin af vinkonu sinni fyrir
nokkrum árum, rómantík sem aldrei varð, en
textinn kom til hennar eftir að hún hitti vinkon-
una aftur fyrir nokkrum mánuðum. Hún fattaði
þá hvernig hrifningin hafði verið tengd þeirri
manneskju sem hún var einu sinni en ekki þeirri
sem hún er í dag. Nú einblínir Hugrún á að
finna sjálfa sig upp á nýtt og endurspeglar
sjálfa sig og sína reynslu í tónlistinni sem hún
vinnur að með upptökustjóra sínum Erik Sjö-
stedt sem er búsettur í Svíþjóð en þar stundaði
Hugrún tónlistarnám um skeið.
„Ég verð alltaf smá hrifin af henni en er með-
vituð um að ég er ekki þar lengur,“ segir Hug-
rún í samtali við blaðamann en hún segir að
merking textans hafi breyst mikið fyrir hana
upp á síðkastið enda hefur lagið verið í mótun í
þó nokkurn tíma.
Spurð út í það hvernig hún myndi lýsa sjálfri
sér segist Hugrún einmitt vera að reyna að
komast að því hver hún er sjálf. Hún segist aldr-
ei hafa fundið fyrir því að hún passaði beint inn í
samfélagið og vill helst ekki setja sig í ákveðið
box. Þrátt fyrir að upplifa sig yfirleitt sem konu
er kynvitund hennar flæðandi.
„Ég er ótrúlega glaður kvíðaklumpur,“ segir
hún og hlær en hún segist vera mjög brosmild
en þrátt fyrir það sé hún að vinna úr alls konar
„tráma“ og fer reglulega til sálfræðings. Þar
vinnur hún meðal annars úr fyrrnefndu ofbeld-
issambandi sem hún er nýbúin að losna úr en
hún lokaði sig alveg af eftir að hún losnaði. Hún
segir tónlistina hjálpa mikið við að vinna úr
trámanu en eitt lag, Stone Cold, á væntanlegri
EP-plötu er einmitt samið á þeim tíma sem hún
gekk út úr sambandinu.
„Síðan þá hefur mikið breyst,“ segir Hugrún,
en nokkrir mánuðir eru síðan hún fór að geta
opnað sig aftur fyrir fólki. „Það var mjög þægi-
legt að fá að nota þessar tilfinningar sem ég er
búin að vera svo ótrúlega mikið að vinna úr og fá
eitthvað fallegt út úr því,“ segir Hugrún sem
hlakkar mikið til að geta gefið plötuna út á
næstu vikum.
Hugrún er mjög listræn að eðlisfari og hefur
verið viðloðandi tónlist alla tíð enda er fjöl-
skylda hennar uppfull af tónlistarfólki.
„Ég byrjaði að spila á franskt horn þegar ég
var sex ára,“ segir hún og hlær en hún er nú að
undirbúa sig fyrir framhaldspróf á píanó.
Þrátt fyrir að tónlistin sé alltaf til staðar er
Hugrún einnig myndlistarkona í frítíma sínum
auk þess sem hún hefur notið þess upp á síð-
kastið að elda mat úr íslenskum hráefnum sem
hún finnur í náttúrunni.
„Mér finnst mjög gaman að nota það sem er
til. Það nota ég í mikið myndlistinni. Ég fer bara
út og finn einhvern jarðveg og nota hann í
listina mína,“ segir Hugrún sem segist fá ákveð-
in tímabil þar sem hún fær gífurlegan áhuga á
einhverju einu og telur að það tengist ADHD-
greiningu hennar. Akkúrat núna á matseldin
hug hennar allan.
„Núna er ég mikið að einbeita mér að því að
elda úr öllu sem Ísland hefur upp á að bjóða. Ég
tengi þetta eiginlega við allt sem ég geri,“ segir
Hugrún. Myndir Hugrúnar eru meðal annars
gerðar úr íslenskum leir, skeljum, kolum, ösku,
steinum, eggjaskurn, vikri og sandi en hún seg-
ist passa sig á að taka ekki frá vernduðum svæð-
um og aðeins það magn sem hún þarf fyrir
myndirnar sínar.
Garðyrkja er þó annar mikilvægur hluti af lífi
Hugrúnar en hún ákvað einmitt að hætta við að
fara í myndlistarskóla í Gautaborg sem hún
hafði komist inn í til að byrja nám í Garðyrkju-
skólanum á Reykjum.
„Ég ólst upp að hluta til á Garðyrkjustöðinni
Engi. Ég er mjög mikill kvíðahnútur og hef lent
í mörgu skrítnu í lífinu en garðurinn og garð-
yrkjan er það eina sem ég hef náð fullkomlega
að lenda í og jarðtengja mig – í orðsins fyllstu
merkingu,“ lýsir Hugrún og hlær. „Að vera ró-
leg. Ég þarf ekki að hugsa um neitt annað. Það
er tónlistin líka en þar þarf maður náttúrulega
að vera í samskiptum við annað fólk,“ lýsir hún.
Hugrúnu dreymir þó um að geta sameinað
þetta tvennt; tónlistina og garðyrkjuna ásamt
öðrum áhugamálum í framtíðinni.
„Annars verð ég bara jarðfræðingur eða eitt-
hvað. Ef það virkar ekki,“ segir hún hlæjandi.
Skapar fegurð úr erfiðum tilfinningum
Hugrún gaf út fyrsta lagið af
komandi EP-plötu sinni á dög-
unum en platan fjallar um ýms-
ar birtingarmyndir ástar sem
hún hefur upplifað á lífsleiðinni.
List Hugrún semur bæði tónlist og málar
myndir úr íslenskum jarðvegi í frítíma sínum.
Náttúra Hugrún fær innblástur úr náttúrunni
og mannlegu eðli þegar hún semur tónlist.