Morgunblaðið - 19.05.2022, Síða 43

Morgunblaðið - 19.05.2022, Síða 43
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Vefverslun selena.is Sumar 2022 Frábært úrval af sundfötum MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 „Litabombur eru hylki, líkt og við þekkjum úr vítamíngeiranum, en þessi hylki innihalda ofurfæðuna túrmerik, rauðrófu, bláa spírúlínu og hveitigras. Í hverju glasi eru 80 blönduð hylki með innihaldi sem litaglaðir einhyrningaelskandi flipp- arar geta opnað og hellt út í nánast hvað sem er til að fá lit. Ég lita jógúrt, sósur, smjörkrem, baðvatn, poppkorn, drykki og kókosmjöl sem dæmi. Ég hef líka prófað að vatnslita með duftinu og lita flíkur. Það er í raun galið að nota mat- arliti sem innihalda alls kyns óæskileg efni þegar hægt er að nota 100% náttúruleg efni sem gefa þér um leið vítamín og alls kyns góða virkni,“ segir Tobba, sem hef- ur um árabil notað ofurfæðu til að lita gúmmelaðið sem hún galdrar fram í eldhúsinu, bæði heima og á Granóla-barnum. Ofurhetjur í eldhúsinu Katrín og Tobba þekkjast frá því að þær voru unglingar í Kópavogi á þeim árum sem skittles var bannað á Íslandi, einmitt vegna litarefna. Mikið hefur breyst síðan þá – nema einmitt gleðin við að borða marg- litan mat og gúmmelaði. Tobba segir að hingað til hafi verið hægt að kaupa náttúrulegt duft til að lita mat en það sé al- mennt mjög dýrt og kaupa þurfi marga poka til að fá grunnlitina fjóra. „Okkur Katrínu fannst til- valið að smella þessu saman til að fólk gæti prófað alla litina án þess að það kostaði fúlgu.“ „Hver vill ekki vera ofurhetja í eldhúsinu og geta borið fram fjólu- blátt blómkál eða blá hrísgrjón? Það besta er að lítið sem ekkert bragð er af duftinu svo það stuðar ekki bragðlaukana,“ segir Katrín, sem líkt og Tobba er móðir tveggja stúlkna og þekkir vel „einhyrn- ingaáhrifin“. „Allt í lit er svo miklu meira spennandi og um leið finnst dætr- um okkar gaman að vita að það sé ofurkraftur í litunum.“ „Til að toppa snilldina getur full- orðna fólkið svo gleypt hylkin til sér heilsubótar. Tvö gul hylki af túrmerik eru til dæmis mjög góð við bólgum og þrota og rauðu hylk- in innihalda rauðrófu, sem vinnur gegn þrek- og blóðleysi,“ segir Tobba. „Bomburnar komu í Bónusversl- anir í gær og salan hefur farið mjög vel af stað. Við vonumst til þess að anna eftirspurn og koma þeim í fleiri verslanir fljótlega. Það er alveg óþarfi að drekka nokkuð annað en regnbogann í sumar,“ segir Katrín og vonar að flipparar landsins taki Litabombunum fagn- andi. Litabombur trylla landann „Lífið er betra í lit og það sama gildir um mat,“ seg- ir Tobba Marinósdóttir, athafnakona og eigandi Granólabarsins, þegar hún er spurð út í Litabomb- ur – nýjasta afrek hennar og Katrínar Amni, eins eigenda Kavita ehf., sem meðal annars framleiðir bætiefnin frá ICEHERBS. Hægt að lita nánast allt Hér gefur að líta snjókarl sem var litabomb- aður ærlega í vetur og sjaldan hefur jafn fínn karl sést. Fjórir litir Litabomburnar koma í fjórum litum sem er blandað saman í eina dollu til þess að fólk þurfi ekki að kaupa margar einingar. Lífsglaðar litabombur Athafnakon- urnar Tobba Marínós og Katrín Amni. Nú er loksins hægt að kaupa tilbúinn íslenskan hafragraut í boxum en hing- að til hefur eingöngu verið um innfluttan hafragraut að ræða. Það er íslenski frum- kvöðullinn, Karen Jóns- dóttir hjá Kaja Organic, sem stendur að framleiðsl- unni. Karen segir að varan hafi verið talsvert lengi í þróun, enda vandað til verka en vöru sem þessa hafi vant- að. Umbúðirnar séu um- hverfisvænar og grauturinn að sjálfsögðu lífrænn eins og öll hennar framleiðsla. Ein- ungis þarf að setja sjóðandi vatn ofan í og bíða í eina til tvær mínútur. Hægt er að nota jurtamjólk og geyma í ísskáp yfir nótt. Það gefur því augaleið að um byltingu er að ræða fyr- ir neytendur sem vilja huga að hollustunni og geta gripið sér hollan morgun- eða há- degisverð með einföldum hætti. Fyrirhöfnin sé nánast engin, kolefnissporið í lágmarki og gæðin eins og best verður á kosið. Þrjár bragðtegundir eru í boði. Graut- urinn inniheldur hvorki viðbættan sykur né aukaefni, auk þess sem hann er vegan. Hafragrauturinn var frumsýndur á matarmarkaðinum í Hagkaup sem nú stendur sem hæst. Þar hafa íslenskir smáframleiðendur kynnt vörur sínar fyrir neytendum. Mikil gróska er í frumkvöðlastarfseminni hér á landi og eru neytendur hvatt- ir til að leggja sín lóð á vogarskál- arnar og styðja við innlenda frum- kvöðlastarfsemi. Íslenskur hafragraut- ur kominn á markað Hollur og fljótlegur Hafragrauturinn er fáanlegur í þremur bragðtegundum, er lífrænn, vegan og án allra aukaefna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.