Morgunblaðið - 19.05.2022, Qupperneq 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
✝
Már fæddist í
Hveragerði 19.
september 1944.
Hann lést 6. maí
2022.
Foreldrar hans
voru Paul V. Mich-
elsen, f. 17. júlí
1917, d. 26. maí
1995, og Sigríður
Ragnarsdóttir Mic-
helsen, f. 14. júní
1916, d. 7. júní
1988.
Hann átti tvo bræður, Jörgen
Frank Michelsen, f. 10. nóv.
1941, d. 25. mars 1998, og Ragn-
ar Hafstein Michelsen, f. 2. júlí
1943, d. 25. júlí 2012.
Már kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Önnu Sigurlaugu
Þorvaldsdóttur frá Vest-
mannaeyjum, 19. september
1963.
Börn Más og
Önnu eru: 1) Páll
Michelsen bakari, f.
1. júní 1963. Kvænt-
ur Leu Michelsen.
Þau eiga þrjú börn:
Evu Rún, Axel Ni-
colai og Láru
Dawn. 2) Sigríður
Ingifríð Michelsen,
f. 12. ágúst 1964.
Maki Svanur Örn
Tómasson. Þau
eiga fjögur börn: Ragnar Má,
Hreiðar Örn, Aron Inga og
Birtu Dögg. Barnabörn þeirra
eru 14. 3) Örvar Már Michelsen
bakari, f. 3. júlí 1973. Kvæntur
Dögg Matthíasdóttur. Börn
þeirra eru tvö: Breki Hjörvar og
Tara.
Útför Más verður gerð frá
Þorlákskirkju í dag, 19. maí
2022, kl. 13.
Elsku pabbi. Guð gefur og guð
tekur. Margar á ég minningar um
pabba minn, stuttar, langar,
skemmtilegar og svo hundleiðin-
legar. Minningar af ferðalögum
saman, innan sem utan lands.
Börnin mín höfðu mikið gaman af
afa sínum sem endalaust gat strítt
þeim og þau honum á móti, en í
mínum eyrum var þetta oft hávaði
og já þið vitið…
Þegar við systkinin vorum lítil
var farið í hringferð um landið og
gist í tjaldi hér og þar. Galtalækur
var paradís fyrir alla krakka og
foreldra, þangað var farið oft, ég
veit ekki hvort pabbi hafi skemmt
sér eins vel og við en hann fór með
okkur.
Minningar mínar um pabba eru
að hann vann mikið, var mikið í
bílskúrnum að gera við bíla svo
tók golfáhuginn við allar helgar.
Má kannski segja að ég hafi
kynnst pabbi upp á nýtt þegar ég
eignaðist börn. Hann hafði tíma
sem „afi“ til að kenna þeim hitt og
þetta sem þau nýta sé vel.
Já, þessir afar eru allt aðrir
menn en pabbar.
Margar stundir við vinnu í bak-
aríinu eða á hátíðisdögum vörðum
við pabbi saman, ekki gátum við
verið sammála með allt og það
komu stundir þar sem pabbi talaði
bara ekki við mig svo mánuðum
skiptir en svo bara allt í einu sat
hann fyrir framan mig og talaði
um daginn og veginn. Kannski hef
ég bara verið erfið dóttir og skildi
ekki hvað hann var mikil „karl-
remba“, fínna orð yfir að vera af
gamla skólanum.
Pabbi var vinamargur og hafði
mjög gaman af því að vera í alls
konar nefndum og ráðum og var
hann í essinu sínu þegar þurfti að
safna styrkjum eða öðru fyrir
hans félög.
Pabbi var stríðinn með eindæm-
um og átti það til að hrekkja mig í
síma. Eitt skiptið auglýsi ég bíl til
sölu og pabbi hringdi og bullaði í
mér og fannst hann rosa fyndinn,
svo hringdi síminn og það var mað-
ur að bjóða mér hest og eitthvað
fleira í skiptum fyrir bílinn, en þar
sem ég var alveg viss um að þetta
væri pabbi svaraði ég eftir því í
símann „ég borða ekki hrossakjöt
og hef ekkert að gera við mótor-
hjól“. Eftir smá þögn heyrðist í
manninum í símanum, „heyrðu
góða, þetta er eðalhestur og ekki til
áts“. Það tók mig smá tíma að róa
manninn og biðja afsökunar, svona
gat pabbi hrekkt mig endalaust og
hafði mjög gaman af. Mér skilst að
ég hafi erft þennan skemmtilega
hæfileika, að stríða.
Vegna veikinda síðustu ár var
hann orðinn þreyttur og hvíldinni
feginn.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Sigríður Ingifríð Michelsen
Látinn er í Þorlákshöfn gamall
vinur minn, Georg Már Michel-
sen, eða Mási bakari, eins og við
kölluðum hann oftast. Mig langar
að minnast hans með nokkrum
orðum. Við Már kynntumst fljót-
lega eftir að við hjónin fluttumst
til Þorlákshafnar á árinu 1996.
Már rak þá sitt bakarí á Unubakk-
anum en flutti það síðar á Selvogs-
brautina og var alltaf gott að koma
í bakaríið til hans. Kynni okkar
Más tengdust golfi og sameigin-
legum áhuga okkar á því að koma
upp aðstöðu og stofna golfklúbb í
Þorlákshöfn. Þannig hagaði til að
ég og nokkrir félagar mínir höfð-
um áhuga á að stofna golfklúbb en
höfðum fæstir nokkra reynslu af
golfi eða rekstri golfklúbba. Við
vissum að Már, sem áður hafði bú-
ið í Hveragerði, var vanur kylfing-
ur og þekkti vel til margra sem þá
voru í fararbroddi golfhreyfingar-
innar á Íslandi.
Það var síðan í maí 1997 að boð-
að var til stofnfundar Golfklúbbs
Þorlákshafnar í gömlu góðu Dugg-
unni. Þar mætti 20-30 manna hóp-
ur golfáhugafólks og ákváðu að
stofna golfklúbb. Vandasamt var
að finna menn til forystu, því flest-
ir þekktu lítið til íþróttarinnar.
Niðurstaðan varð sú að Már var
einróma kjörinn fyrsti formaður
Golfklúbbs Þorlákshafnar og við
nokkrir meðreiðarsveinar með
honum í stjórn. Það var gæfuspor
fyrir okkur að fá Má sem formann,
aðallega vegna góðra tengsla hans
við golfsamfélagið og kynna hans
af ýmsum einstaklingum sem síðar
urðu velgjörðarmenn klúbbsins.
Við byrjuðum algjörlega með tvær
hendur tómar en eignuðumst fljót-
lega marga velgjörðaraðila sem
styrktu okkur mjög. Þessir hlutir
gerðust þó ekki af sjálfu sér. Már,
eins og margir aðrir, lagði mikið á
sig við að koma rekstri hins ný-
stofnaða Golfklúbbs á réttan kjöl.
Golfklúbburinn er í dag vel rekið
félag með trausta og kappsama
einstaklinga í forystu. Mér fannst
alltaf mjög gaman að vinna með
Má. Hann var snöggur að gera
upp hug sinn en við þurftum
stundum að breyta þeim ákvörð-
unum eftir smá íhugun. Mér er
mjög minnisstætt þegar við þrír,
Már, ég og Friðrik Guðmundsson,
sem síðar varð formaður klúbbs-
ins, fórum til Reykjavíkur til að
kaupa fyrstu sláttuvél klúbbsins.
Við fengum mikil sérkjör þegar
Már var búinn að upplýsa sölu-
manninn um hvað við værum
blankir en mundum þó kaupa
margar vélar af honum á næstu ár-
um. Við fórum glaðir heim til Þor-
lákshafnar eftir þessa ferð. Ég
man að Már kom oft til mín í bank-
ann og áttum við þá ánægjulegar
samræður bæði um golf og allt
milli himins og jarðar og fór vel á
með okkur. Mér þótti vænt um
þessar heimsóknir. Ég vil þakka
Má fyrir góð kynni og vináttu og
einnig fyrir hans heilladrjúgu störf
fyrir Golfklúbb Þorlákshafnar á
fyrstu árum klúbbsins.
Kæra Anna, börn, tengdabörn
og fjölskyldan öll, ég sendi ykkur
innilegar samúðarkveðjur um
leið og ég þakka Georg Má vini
mínum fyrir vináttuna og liðnar
stundir og bið honum guðsbless-
unar.
Far í friði kæri vinur.
Ægir E. Hafberg.
Georg Már
Michelsen
✝
Jón Hilberg
Sigurðsson
fæddist 17. apríl
1933 í Stykk-
ishólmi. Hann lést á
Hjúkrunar- og dval-
arheimilinu Höfða,
Akranesi, 26. apríl
2022. Foreldrar
hans voru Sigurður
Ólafur Lárusson,
fæddur 1.11. 1895,
dáinn 1.3. 1976 og
Elín Kjærnested Helgadóttir,
fædd 18.4.1898, dáin 25.9. 1960.
Systkini hans voru Friðrik
Óskar, f. 1920 og Sigríður Breið-
fjörð, f. 1922. Sammæðra Þór-
unn Laufey Samsonardóttir, f.
1917.
Ragnheiður Júlía Wium Hilm-
arsdóttir. Börn hans frá fyrra
hjónabandi eru Steinunn Ósk og
Sigurður Atli. 2) Elín, fædd 15.
ágúst 1961, maki Hörður Hjart-
arson, börn þeirra eru Andrea
Hlín og Björgvin. 3) Valborg,
fædd 15. ágúst 1961, maki Magni
Rúnar Þorvaldsson, börn þeirra
eru Elínborg, Erna Rún og Guð-
jón. 4) Sævar, fæddur 3. nóv-
ember 1967, maki Gerður Helga
Helgadóttir, synir þeirra eru
Emil Kristmann og Jón Helgi. 5)
Sjöfn, fædd 3 nóvember, maki
Kristján Eysteinn Harðarson,
börn þeirra eru Linda Dögg, Ey-
steinn Már og Magnús Þór. 6)
Guðmundur Hilberg, fæddur 6.
október 1969, maki Karólína
Einarsdóttir, dóttir þeirra er
Guðrún Emilía, synir hans úr
fyrra sambandi eru Friðgeir
Nökkvi, Sebastian Blær og Mika-
el Máni. Langafabörnin eru 15.
Útför Jóns Hilberg fór fram
frá Akraneskirkju 6. maí 2022.
Jón var fæddur
og uppalinn í
Stykkishólmi. Hann
vann í vélsmiðju,
húsasmíði og sem
bóndi, en lengst af í
Álverinu í Straums-
vík.
Jón kvæntist
Kristjönu Emilíu
Guðmundsdóttur
10. júlí 1957. Krist-
jana Emilía var
fædd 23. apríl 1939 í Stykk-
ishólmi en ólst upp á Dröngum á
Skógarströnd. Jón og Emma
bjuggu fyrst á Dröngum, síðan í
Kópavogi og Akranesi.
Börn þeirra eru: 1) Steinar,
fæddur 13. apríl 1958, maki
Kær mágur og svili, Jón Hil-
berg Sigurðsson, lést 26.4. 2022
aðeins tveim vikum eftir að eig-
inkonan Kristjana Emilía Guð-
mundsdóttir kvaddi þetta líf. Þau
Nonni og Emma voru búin að tak-
ast á við lífið saman síðan þau voru
ungmenni og búin að vera gift í
næstum 65 ár.
Nonni var fæddur og uppalinn í
Stykkishólmi, þar kynntust þau
hjónin. Hófu búskap á Dröngum á
Skógarströnd 1957 og bjuggu þar
í félagsbúi við foreldra Emmu.
Nonni var afar handlaginn maður
og átti auðvelt með að gera við alla
hluti og varð það hans hlutverk í
búskapnum að gera við ýmislegt-
,sem aflaga fór. Á þeim árum sem
þau bjuggu á Dröngum var bú-
skapurinn að vélvæðast og kom
sér vel að hafa laginn mann.
Gamla bænum var breytt í verk-
stæði og Skógstrendingar komu
oft í heimsókn og hjálpaði Nonni
þeim með viðgerðir. Á þessum ár-
um var ekki búið að rafvæða
Skógarströnd en Drangabúið
keypti rafstöð fyrir bú og heimili,
komnar voru mjaltavélar og heim-
ilið komið með rafmagnstæki í
heimilisstörfin. Einfaldaði það
margt hvað vel lá fyrir Nonna að
sjá um öll tæki og tól. Á þessum
árum fór Nonni líka póstferðir í
Stykkishólm og Búðardal á móti
tengdaföður sínum. Drangar voru
hlunnindajörð, faðir tengdaföður
hans hafði keypt eyjajörðina
Gjarðeyjar sem taldi u.þ.b. 20 eyj-
ar, voru þær nýttar á ýmsan hátt,
svo sem til beitar, heyskapar,
eggja- og dúntekju. Nonni alltaf
vakandi og virkur í öllu sem gera
þurfti í umsvifamiklum búskap.
Árið 1968 flutti fjölskyldan í
Kópavoginn, fljótlega keyptu þau
Nonni og Emma nýja íbúð í Lund-
arbrekkunni, þá höfðu þau eignast
börnin sín sex, þar af tvenna tví-
bura. Nonni starfaði fyrstu árin í
vélsmiðju, en fór síðar að vinna hjá
Álverinu í Straumsvík og vann þar
þangað til hann fór á eftirlaun.
Þegar jörðin Drangar var seld var
haldið eftir landi til byggingar
sumarhúsa fjölskyldunnar. Þrast-
arkot var hús Nonna og Emmu
nefnt. Kom þá vel í ljós hve hand-
laginn Nonni var og nýtinn á efni
sem tiltækt var. Hann var hagur á
tré og járn og m.a. smíðaði hann
arna fyrir systkini Emmu. Nonni
og Emma fluttu úr Lundarbrekk-
unni á Borgarholtsbraut 27, þar
bjuggu einnig foreldrar Emmu,
mikil miðstöð fyrir alla ættingjana
og alltaf gott að koma þangað.
Nonni hafði góða nærveru, var
mikill húmoristi og sagði
skemmtilegar sögur og brandara.
Emma og Nonni höfðu gaman af
að ferðast og þau ferðuðust innan-
lands og utan og fóru margar sól-
arlandaferðir.
Árið 2007 fluttu Nonni og
Emma upp á Akranes, þar búa 3
börn þeirra með fjölskyldur sínar.
Nonni naut þess að geta heimsótt
son sinn Sævar í Blikksmiðju Guð-
mundar. Síðustu árin voru þeim
hjónum erfið því Emma fékk
heilablæðingu og þurfti að flytjast
á Höfða. Nonni var hjá henni öll-
um stundum og reyndi að létta
henni dagana. Heilsu hans hrak-
aði síðasta ár og bjó hann líka sinn
síðasta tíma á Höfða og var alltaf
þakklátur fyrir allt sem var gert
fyrir þau hjónin. Við fjölskyldurn-
ar sendum aðstandendum innileg-
ar samúðarkveðjur og þökkum
Nonna og þeim hjónum samfylgd-
ina.
Ólafur, Unnsteinn, Rósa,
Kristín Björk og fjölskyldur.
Faðir minn
Stolt ég stóð
og studdist þér við hönd
minn sterki faðir
sem áttir líf og lönd
og ljóma af æskufjöri
hve glöð ég var
að ganga þér við hlið
í grasi mjúku
út í sólskinið
bjart er yfir
bernsku minnar vori.
(Kristjana Emilía Guðmundsdóttir)
Fyrir hönd barna, tengda-
barna, barnabarna og barna-
barnabarna,
Steinar Jónsson.
Jón Hilberg
Sigurðsson
Elsku hjartans
amma mín, það er
svo sárt að missa þig
þó ég viti að þú sért
komin á góðan stað
þar sem afi hefur
tekið vel á móti þér.
Þegar ég hugsa til baka
streyma til mín ótal minningar,
það sem ég elskaði að vera heima
hjá ykkur afa og ég var þar mikið
þegar ég var yngri, ég man að
maður fékk að vaka aðeins lengur
því það var svo mikið spilað fram
eftir kvöldi og borðaðar súkku-
laðirúsínur á meðan, mér fannst
það æðislega gaman, líka allar
Ása
Guðbjörnsdóttir
✝
Ása Guðbjörns-
dóttir fæddist
31. júlí 1937. Hún
lést 8. apríl 2022.
Útför Ásu fór
fram 29. apríl 2022.
þær ferðir og ævin-
týrin í klettabæ, þar
var notið til hins ýtr-
asta að leika og spila
og samverunnar
saman og svo mætti
lengi telja. Ég man
líka hvað ég var
dekruð út í eitt og á
eftir að sakna þess
mikið því þú vildir
allt gott fyrir mig
gera, elsku amma.
Við vorum nánar og góðar vinkon-
ur og ég gat alltaf talað við þig um
allt og leitað til þín hvenær sem er
og verð ævinlega þakklát fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig. Elsku
hjartans amma mín, ég kveð þig
með sorg og gleði í hjarta og þín
verður sárt saknað.
Þitt barnabarn,
Hildur María
Vilhjálmsdóttir.
Kveðja frá
Íþrótta- og ól-
ympíusambandi
Íslands
Benedikt Geirsson kom víða
við í íþróttahreyfingunni og var
kjörinn í framkvæmdastjórn
ÍSÍ árið 1997 þegar Íþrótta-
samband Íslands og Ólympíu-
nefnd Íslands voru sameinuð í
Íþrótta- og ólympíusamband
Íslands eins og sambandið heit-
ir í dag. Þar sat hann í stjórn
til ársins 2006 og var í mik-
ilvægum embættum sem for-
maður afrekssviðs ÍSÍ og sem
ritari stjórnar. Benedikt kom
þannig að mótun nýrra heildar-
samtaka þar sem horfa þurfti
til þess fjölbreytileika sem
íþróttirnar standa fyrir.
Benedikt starfaði alla tíð öt-
ullega að framgangi skíða-
íþrótta, bæði á vegum skíða-
deildar Fram, Skíðaráðs
Reykjavíkur og sem formaður
Skíðasambands Íslands. Bene-
dikt var sæmdur Gullmerki ÍSÍ
árið 1996, Heiðurskrossi ÍSÍ
árið 2008 og á Íþróttaþingi ÍSÍ
2015 var Benedikt kjörinn heið-
ursfélagi ÍSÍ, en þá viðurkenn-
ingu hljóta einungis þeir sem
starfað hafa ötullega og af hug-
sjón innan vébanda íþrótta-
hreyfingarinnar um langt ára-
bil.
Benedikt var tíður gestur í
Íþróttamiðstöðinni í Laugardal
og mætti vel á þá viðburði sem
heiðursfélögum ÍSÍ var boðið
til og hafði áhuga á því starfi
sem fram fór á vegum sam-
Benedikt
Geirsson
✝
Benedikt
Geirsson fædd-
ist 12. september
1953. Hann lést 6.
maí 2022. Útför
hans fór fram 18.
maí 2022.
bandsins. Þrátt
fyrir að veikindin
væru sýnilega farin
að leggjast þungt á
hann í apríl síðast-
liðnum þá mætti
hann á afhendingu
viðurkenninga til
íþróttafólks sér-
sambanda ÍSÍ og
bar stoltur Heiður-
skross ÍSÍ við það
tilefni. Þrátt fyrir
að vitað væri að hann glímdi við
erfið veikindi þá var fráfall
hans bæði óvænt og ótímabært.
Að leiðarlokum standa eftir
minningar um glæsilegan full-
trúa hreyfingarinnar, sem lagði
mikið af mörkum til íþrótta-
hreyfingarinnar, á öllum stig-
um hennar, þessarar stærstu
sjálfboðaliðahreyfingar á Ís-
landi.
Stjórn og starfsfólk ÍSÍ
kveður Benedikt með þakklæti
í huga fyrir áratuga vináttu og
frábær störf í þágu íþrótta-
hreyfingarinnar á Íslandi. Eig-
inkonu hans, fjölskyldu og að-
standendum öllum sendum við
dýpstu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Bene-
dikts Geirssonar.
Lárus L. Blöndal
forseti.
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför ástkærs eiginmanns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
ANDRÉSAR SIGURÐSSONAR,
Álalind 14,
áður Hrauntungu 49.
Jensína Þórarinsdóttir
Þórarinn Hólm Andrésson Rósa Bergmann Jónsdóttir
Sigríður Andrésdóttir
Linda Andrésdóttir Hafsteinn Björgvinsson
Þorsteinn Andrésson Naluemon Seesan
barnabörn og barnabarnabörn