Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
HJÁLPARTÆKI
fyrir athafnir daglegs lífs
Trönuhrauni 8 | 565 2885 | stod.is
HREYFIÞJÁLFI FYRIR
HENDUR OG FÆTUR
16.990 kr.
VITILITY SMÁHJÁLPARTÆKI
- í matartímanum
- í endurhæfingunni
- við eldhúsverkin
- við lesturinn
- fyrir matartímann
- fyrir tómstundirnar
- fyrir lífið sjálft
SAMANBRJÓTANLEGUR
STAFUR
6.190 kr.
„VONANDI ER NÓG AF LAUSUM SÆTUM.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að fara í útilegu
saman þó það rigni.
ÉG LIFI EKKI TIL ÞESS AÐ
ÞJÓNA ÞÉR!
ÉG HEFÖÐRUM
HNÖPPUM AÐ HNEPPA!
JAMM, ÞAÐ
ER LÍKLEGA
RÉTT HJÁ
ÞÉR
SOKKASKÚFFAN SKIPU-
LEGGUR SIG EKKI SJÁLF
MAMMA SEGIR AÐ ÉG HEFÐI NÁÐ MÉR Í BETRI
MANN Í GEGNUM STEFNUMÓTAÞJÓNUSTU!
HVAÐA
STEFNU-
MÓTA-
ÞJÓNUSTU?
HANA!
„FÆR HANN ENN SVIMAKÖST?“
STRÆTÓ
verið öðrum hvatning til góðra
verka.
Fjölskylda
Eiginkona Garðars er Anna
María Sampsted, f. 28.2. 1946,
fyrrverandi heilbrigðisritari. Þau
hittust snemma á sjöunda áratugn-
um og hófu búskap á Seltjarnar-
nesi árið 1965. Þau eru nú búsett í
Reykjavík. Foreldrar Önnu Maríu
voru hjónin Hannes Óskar Sam-
psted, f. 12.8. 1908, d. 21.4. 1983,
vélsmiður í Reykjavík, og Camilla
Þorgeirsdóttir, f. 4.7. 1913, d. 23.4.
1976, húsfreyja.
Börn Garðars og Önnu Maríu
eru: 1) Kristín Birna, f. 25.8. 1962,
búsett í Mosfellsbæ, en maður
hennar er Guðbergur Guðbergsson
fasteignasali; 2) Kamilla Björk, f.
8.5. 1966, vinnur hjá Íslenska
gámafélaginu, búsett í Mosfellsbæ,
en maður hennar er Friðrik Þór
Goethe, vélstjóri og fram-
kvæmdastjóri; 3) Linda, f. 18.7.
1980, starfsmaður hjá Vodafone,
búsett í Kópavogi en maður henn-
ar er Ágúst Árnason, starfsmaður
hjá Glófaxa; 4) Lilja, f. 18.7. 1980,
búsett í Reykjavík en maður henn-
ar er Jón Helgi Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Glófaxa. Barnabörn-
in eru sex talsins og langafabörn
Garðars eru fjögur.
Hálfsystkini Garðars, samfeðra,
eru Sigríður Guðmundsdóttir, f.
18.11. 1944, fv. starfsmaður hjá
Happdrætti Háskóla Íslands, bú-
sett í Reykjavík, og Agnar Guð-
mundsson, f. 18.4. 1954, hús-
gagnasmiður, búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Garðars voru Guð-
mundur Kristinn Agnarsson, f. 4.9.
1915, d. 19.5. 1989, leigubílstjóri í
Reykjavík, lengst af hjá Hreyfli,
og Kristín Gísladóttir, f. 19.2.
1916, d. 23.2. 2002, starfsmaður við
umönnun, búsett í Reykjavík.
Garðar Víðir
Guðmundsson
Elísabet Rakel Jóhannsdóttir
vinnukona á Eiði í Seyðisfirði,
Ísafjarðardjúpi
Pétur Ólason
húsmaður í Reykjarfirði
og víðar á Ströndum
Halldóra Steinunn Pétursdóttir
húsfreyja á Skárastöðum og víðar,
síðast í Valdarási í Fitjárdal, V-Hún.
Gísli Guðmundsson
bóndi á Skárastöðum í Miðfirði,
Valdarási og víðar, síðar
verkamaður á Hvammstanga
Kristín Gísladóttir
starfsmaður við umönnun í Reykjavík
Unnur Jónsdóttir
húsfreyja á Neðri-Fitjum
Guðmundur Guðmundsson
bóndi á Neðri-Fitjum í
Fitjárdal, V-Hún.
Agnar Guðmundsson
húsmaður í Litluhlíð og víðar,
síðar verkamaður í Reykjavík
Sigríður Þorsteinsdóttir
húskona í Litluhlíð í Víðidal og víðar
Guðrún Finnbogadóttir
bústýra í Stóruhlíð
Þorsteinn Sigurðsson
bóndi í Stóruhlíð í Víðidal
Ætt Garðars V. Guðmundssonar
Guðmundur Agnarsson
leigubílstjóri í Reykjavík
Sigrún Haraldsdóttir skrifaði á
Boðnarmjöð á þriðjudag:
„Hann Ingólfur Ómar yrkir margar
góðar hestavísur, ég las eina ágæta
eftir hann á Boðnarmiði í morgun. Í
framhaldinu datt mér í hug að
hnoða saman vísu um jarpa hestinn
minn, Rökkva:“
Dansar garpur dillandi,
dúnmjúkt, skarpa bakkann.
Glóey varpar glitrandi
glampa á jarpa makkann.
Ingólfur Ómar Ármannsson svar-
aði: „Set hana hér fyrir neðan
þína“:
Þenur skeiðið, þeytir mold
þræðir leiðir snarpur.
Skrefagreiður flengir fold
fimur reiðargarpur.
Hestavísur eru sérstök kveðskap-
argrein og margt vel kveðið sem
geta má nærri. Jón Arason orti:
Ég held hann ríða úr hlaðinu best,
sem harmar engir svæfa:
hamingjan fylgir honum á hest,
heldur í tauminn gæfa.
Bjarni Gíslason kvað:
Ófarin mun ævin lík
– engu skal þó kvíða,
meðan ég á ferðaflík
og frískan klár að ríða.
Jóhannes úr Kötlum kvað:
Blakkar frýsa og teygja tá,
tunglið lýsir hvolfin blá,
knapar rísa og kveðast á,
kvikna vísur til og frá.
Gamall húsgangur:
Gráa hestinn met ég minn
meira en prest á stólnum
þó hann lestur semji sinn
og sé á besta kjólnum.
Jón Hinriksson kvað:
Allt var slétt, þá Rauður rann:
ruggaði toppur síður,
gatan rauk og gneistinn brann
– gangurinn var svo tíður.
Matthías Jochumsson kvað:
Skjóna er lúin, löt og körg,
lemstrum búin, skökk og örg,
krafta rúin bestri björg,
beinin fúin sundur mörg.
Ólína Jónasdóttir orti:
Heim í æsku hlýjan stað
hugann aftur langar.
Vesling Jarpur – veistu það:
við erum bæði fangar.
Guðríður Jónsdóttir kvað:
Heyrðu drottinn – sárt ég syng
með sorgarkvaki löngu:
sendu björg á Bleikaling
börnunum mínum svöngu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hestavísur sérstök
kveðskapargrein