Morgunblaðið - 19.05.2022, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 19.05.2022, Qupperneq 55
ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Úrslitin í ensku úrvalsdeild- inni ráðast um helgina þegar Liv- erpool fær Wolves í heimsókn á Anfield í Liverpool og Manchest- er City tekur á móti Aston Villa á Etihad-vellinum í Manchester. Bæði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, og Pep Guardiola, stjóri City, hafa kvartað yfir leikjaálaginu á Englandi und- anfarin ár. Liverpool varð enskur bik- armeistari um síðustu helgi en eins og James Milner, miðjumað- ur Liverpool, kom réttilega inn á í viðtali við fjölmiðla eftir leik gafst ekkert sérstaklega mikill tími til þess að fagna bikarsigr- inum. Milner fékk sér reyndar eina ískalda kók í rútunni á leiðinni heim af Wembley-leikvanginum og svo var bara farið beint í það að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Southampton sem fram fór á þriðjudaginn síðasta. Sem stuðningsmaður Liv- erpool vonast maður auðvitað eftir einhvers konar kraftaverki á sunnudaginn. Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði Liverpool, stýrir í dag Aston Villa og Phil- ippe Coutinho, sem var á meðal vinsælustu leikmanna Liverpool á meðan hann lék með liðinu, er í stóru hlutverki hjá Villa- mönnum. Stuðningsmenn Liverpool bindur miklar vonir við að þeir tveir geti gert gæfumuninn í bar- áttunni um Englandsmeistaratit- ilinn og auðvitað er ákveðin róm- antík fólgin í því líka að þeir geti hjálpað gamla félaginu sínu að landa þeim stóra. Fyrir mér hefur Jürgen Klopp unnið kraftaverk með Liverpool- liðið og takist honum að landa þessari svokölluðu fernu á næstu dögum myndi ég bara láta af störfum og láta reisa gullstyttu af mér fyrir utan Anfield. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Á HLÍÐARENDA Kristján Jónsson kris@mbl.is Valsmenn eru Íslandsmeistarar karla í körfuknattleik í fyrsta skipti í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73:60, í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í gær- kvöld. Þar með lauk mögnuðu einvígi lið- anna með 3:2 sigri Vals og Tinda- stólsmenn urðu að sætta sig við að tapa í úrslitum Íslandsmótsins í fjórða skipti í sögunni og þurfa enn að bíða eftir því að geta komið með Íslandsbikarinn eftirsótta í Skaga- fjörðinn. Í þriðja leikhluta og í upphafi þess fjórða fengu bæði liðin fullt af tæki- færum til að skora sem ekki nýttust. Bæði liðin spiluðu reyndar mjög öfl- uga vörn sem spilaði þar inn í sem og taugaspennan sem fylgir leikjum þar sem allt tímabilið er undir. Stólarnir geta horft til þessa kafla í leiknum. Við höfum séð þetta áður í spennu- þrungnum úrslitaleikjum. Þetta eru sjaldan leikir þar sem menn sýna lip- urlegustu tilþrifin en menn fá tæki- færi til að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Hverjir þola spennuna og geta haldið einbeitingu. Skagfirð- ingar hittu illa í síðari hálfleik og þar spilar spennustigið inn í sem og öflug vörn Vals. Þú gerir ekki rassgat einn, sagði bolvíski tónlistarmaðurinn Mugison einhvern tíma. Það sýndi sig hjá Ís- landsmeistaraliði Vals. Árangur liðs- ins snýst ekki um einn stjörnuleik- mann eða tvo. Sigursæll þjálfari, leiðtogi eins og Pavel, íslenskir lands- liðsmenn og öflugir erlendir leik- menn, líflegir stuðningsmenn, stjórn- armenn með metnaðarfulla sýn og sterk fjárhagsleg staða. Allt hjálpast þetta að og tæplega fjögurra áratuga bið er lokið. Atlagan hófst með Pavel Þegar Valur fékk Pavel Ermol- inskij til félagsins sumarið 2019 sendi það sterk skilaboð um að mönnum væri alvara að gera atlögu að titlinum sem ekki hafði unnist síðan 1983. Koma Pavels var upphafið að meiru. Í samkomubanni síðla vetrar 2020 urðu viss vatnaskil þegar Valur réði Finn Frey Stefánsson sem þjálfara. Mann sem hafði gert KR að Íslands- meisturum fimm ár í röð. Finnur var kominn til Danmerkur í þjálfun en flutti heim vegna heims- faraldursins og atburðarásin því til- viljunarkennd. Með tilkomu Finns varð ákvörðunin um að skipta úr KR yfir Val vafalítið örlítið auðveldari fyrir Jón Arnór Stefánsson og Krist- ófer Acox sem síðar gengu til liðs við Val. Valsmenn hafa á margan hátt ver- ið snjallir í því að velja leikmenn. Ekki er nóg að sækja leikmenn, menn þurfa að sækja réttu leikmenn- ina. Kári Jónsson hafði verið frábær hér heima með Haukum og því lá al- veg fyrir að hann kann vel við sig í mikilvægum leikjum. Hjálmar Stef- ánsson hafði reynslu af úrslitarimmu með Haukum eins og Kári. Hann er mjög vanmetinn en einn besti varn- armaður deildarinnar en var síðan í aðalhlutverki í sóknarleiknum í gær- kvöld og skoraði hvorki fleiri né færri en 24 stig. Kristófer Acox var næstur með 13.. Eins og stundum hefur áður sést þá skiptir ekki mestu máli að ná sér á strik í deildakeppninni. Valsmenn fundu taktinn fyrir alvöru á réttum tíma og unnu fyrstu sjö leikina í úr- slitakeppninni. Töpuðu ekki fyrr en í öðrum leik gegn Tindastóli. Stigvaxandi stemning Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast á stemninguna í úr- slitarimmunni og umtalið í kringum leikina. Vinsældir úrslitakeppninnar í körfunni hafa farið stigvaxandi í nokkuð mörg ár og mun ekki minnka á meðan liðin í deildinni eru jafn sterk og raun ber vitni. Skagfirðingar settu sinn svip á leikina en Valsmenn tóku einnig vel við sér og voru að mér sýndist töluvert hressari en í úr- slitakeppninni í fyrra. Miðar á leikina hafa fuðrað upp í forsölu og langar biðraðir að hætti Breta voru fyrir ut- an íþróttahúsin löngu áður en leik- irnir áttu að hefjast. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íslandsmeistarar Stuðningsfólk Vals fagnar sínum mönnum á lokakafla leiksins á Hlíðarenda í gærkvöld en neðst til vinstri má sjá þjálfarann sigursæla, Finn Frey Stefánsson, sem nú hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla í karlaflokki, fimm með KR og nú sinn fyrsta með Val. Langri bið Vals lokið - Valsmenn eru Íslandsmeistarar karla í körfuknattleik í fyrsta sinn síðan árið 1983 eftir sigur á Tindastóli í oddaleiknum á Hlíðarenda í gærkvöld Miami Heat fer vel af stað gegn Boston Celtics í úrslitaeinvígi Aust- urdeildarinnar í NBA-körfubolt- anum í Bandaríkjunum. Miami fagnaði 118:107-heimasigri í fyrsta leik einvígisins í fyrrinótt. Jimmy Butler spilaði afar vel fyr- ir Miami og skoraði 41 stig og tók níu fráköst. Var Butler yfirburða- maður hjá Miami því Tyler Herro kom næstur með 18 stig. Jayson Tatum skoraði 29 stig og tók átta fráköst fyrir Boston og Jaylen Brown skoraði 24 stig og tók 10 fráköst. Miami vann fyrsta leikinn AFP/Michael Reaves Aðalmenn Jimmy Butler og Jayson Tatum voru stigahæstir. Einvígi Vals og ÍBV um Íslands- meistaratitil karla í handknattleik hefst í kvöld með fyrstu viðureign liðanna á Hlíðarenda en flautað verður til leiks klukkan 19.30. Valsmenn eru deildarmeistarar og unnu alla fimm leiki sína gegn Fram og Selfossi í úrslitakeppninni. ÍBV endaði í þriðja sæti í vetur og vann fimm af sex leikjum sínum gegn Stjörnunni og Haukum. Liðin leika á sunnudag í Eyjum og næsta miðvikudag á Hlíðarenda en þrjá sigra þarf til að verða Ís- landsmeistari. Fyrsti úrslita- leikurinn í kvöld Morgunblaðið/Eggert Mætast Fyrsta viðureign Vals og ÍBV af fimm mögulegum. Meistaradeild karla 8-liða úrslit, seinni leikir: Aalborg – Veszprém ........................... 37:35 - Aron Pálmarsson meiddist í upphitun og kom ekkert við sögu hjá Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. _ Veszprém áfram, 71:66 samanlagt. Kielce – Montpellier............................ 30:22 - Haukur Þrastarson skoraði eitt mark fyrir Kielce en Sigvaldi Björn Guðjónsson er meiddur. Ólafur Guðmundsson lék ekki með Montpellier vegna meiðsla. _ Kielce áfram, 61:50 samanlagt. Þýskaland Leverkusen – Zwickau ....................... 25:24 - Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Sachsen Zwickau sem er neðst fyrir lokaumferðina en gæti bjargað sér yf- ir í umspilssæti með sigri. B-deild: Grosswallstadt – Emsdetten.............. 35:26 - Anton Rúnarsson og Örn Vésteinsson skoruðu ekki fyrir Emsdetten sem er næst- neðst þegar fimm leikir eru eftir, fimm stigum frá því að komast úr fallsæti. Bietigheim – Coburg........................... 29:29 - Tumi Steinn Rúnarsson skoraði ekki fyr- ir Coburg sem er í 12. sæti af 20 liðum. Noregur Undanúrslit, þriðji leikur: Elverum – Nærbö ................................ 40:28 - Orri Freyr Þorkelsson skoraði 2 mörk fyrir Elverum en Aron Dagur Pálsson ekk- ert. Elverum vann 3:0 og mætir Arendal eða Drammen í úrslitaeinvíginu. Sviss Annar úrslitaleikur: Spono Eagles – Zug............................. 37:28 - Harpa Rut Jónsdóttir lék ekki með Zug. Staðan í einvíginu er 1:1 en þrjá sigra þarf til að verða meistari. %$.62)0-#
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.