Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 56

Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi viðurkenning skiptir mig mjög miklu máli,“ segir Haukur Ingvarsson, sem í gær hlaut Maí- stjörnuna 2021, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns, fyrir bók sína Menn sem elska menn. Haukur segist deila því með öðrum að finnast gott að fá klapp á bakið og hljóta hvatningar- orð. Haukur hlýtur 350 þúsund krónur að launum og því liggur beint við að spyrja hvort hann sé búinn að ákveða í hvað hann ætli að nýta verðlaunaféð. „Ég vildi óska að ég gæti sagt að þeir peningar færu í eitthvað skemmtilegt en það er ver- ið að skipta um glugga í húsinu sem ég bý í og hundraðþúsundkallarnir eru frekar fljótir að hverfa inn í þá hít,“ segir Haukur kíminn og rifjar upp að þegar hann, fyrir nokkrum árum, fékk styrk til að stunda dokt- orsnám við Háskóla Íslands, hafi hann boðið ungum sonum sínum tveimur með sér í dótabúð og leyft þeim að velja sér eitthvað skemmti- legt. „Ætli ég haldi því ekki upp á daginn með því að láta eitthvað eftir strákunum mínum,“ segir Haukur, en synir hans eru níu og ellefu ára gamlir. Sterkt ljóðabókaár í fyrra Auk bókarinnar Menn sem elska menn sem Mál og menning gefur út voru tilnefndar bækurnar Kona lítur við eftir Brynju Hjálmsdóttur, sem Una útgáfuhús gefur út; Klettur – Ljóð úr sprungum eftir Ólaf Svein Jóhannesson sem Bjartur gefur út; Laus blöð eftir Ragnar Helga Ólafs- son sem Bjartur gefur út; Verði ljós, elskan eftir Soffíu Bjarnadóttur sem Angústúra gefur út og Tanntaka eft- ir Þórdísi Helgadóttur sem Mál og menning gefur út. „Árið í fyrra var mjög sterkt ljóðabókaár og margar bækur sem hrifu mig. Mér þótti það því strax mikill heiður að bókin mín væri í hópi þeirra sex bóka sem tilnefndar voru til Maístjörnunnar í ár,“ segir Haukur og tekur undir með ónefnd- um bókmenntafræðingi þess efnis að helsti vaxtarbroddurinn í íslenskri útgáfu sé í ljóðabókum, sem skili sér inn í annan skáldskap. „Ég held að það sé oft mikið bensín í ljóðagerðinni sem drífur kerfið áfram, þótt ljóðabækur séu ekki þær söluhæstu,“ segir Haukur. Einu verðlaunin fyrir ljóðabók Gjaldgengar til Maístjörnunnar 2021 voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2021, sem skilað var í skylduskil til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dóm- nefndina skipa Soffía Auður Birgis- dóttir fyrir hönd Rithöfunda- sambandsins og Birgir Freyr Lúðvígsson fyrir hönd Landsbóka- safnsins. „Maístjarnan er einu verð- launin á Íslandi sem veitt eru fyrir útgefna ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að vekja sérstaka athygli á blómlegri ljóðabókaútgáfu á Íslandi sem og mikilvægi þess að ljóðabók- um sé skilað í skylduskil til Lands- bókasafns Íslands – Háskólabóka- safns og varðveitist þannig sem hluti af menningararfi þjóðarinnar,“ eins og segir í tilkynningu. Þar kem- ur fram að Maístjarnan hafi verið veitt árlega síðan 2017 og að Kári Tulinius, skáld og rithöfundur, hafi átt frumkvæði að stofnun Maístjörn- unnar. Hvött til að kafa ómælisdjúpt Í umsögn dómnefndar um verð- launabókina segir: „Í Menn sem elska menn yrkir Haukur Ingvars- son um þunga kroppa og sviflétta anda, um þyngdarkraft alheimsins, kærleikann, sem leggur bönd á efn- in og heldur sólum á brautu. Með snjöllu myndmáli skyggnist skáldið um heim allan frá myrku dýpi sjávar til óravídda himingeimsins en hug- leiðingar um fótspor á örþunnri skurn yfir djúpinu vekja grun um yfirborð sem getur brostið hvenær sem er. Í ljóðunum birtist þéttur vefur tilvísana til íslenskra bók- mennta gegnum aldirnar, sem víkk- ar út merkingarsvið þeirra. Áleitn- ustu viðfangsefnin og markviss tákn bókarinnar varða ástina, vináttuna og karlmennskuna. Skáldið hvetur okkur til að kafa í ómælisdjúp orða og kennda og eiga stefnumót í anda. Menn sem elska menn er bók sem kallar á endurtekinn lestur og launar þeim sem sinna því kalli ríku- lega.“ Skepnur sem næra hvor aðra Haukur lauk doktorsprófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 2020. Hann starfaði sem dagskrárgerðarmaður á Rás 1 frá árinu 2005, lengst af sem einn af umsjónarmönnum og ritstjórum Víðsjár. Um skeið hélt hann úti sín- um eigin bókmenntaþætti, Glætu, þess utan gerði hann fjölda þátta og þáttaraða um bókmenntir, menn- ingu og listir. Eftir Hauk hafa birst ljóð, smásögur og greinar í ýmsum tímaritum og sýnisbókum heima og erlendis. Hann hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur. Fyrir aðra bók sína, Vistarverur, hlaut hann bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar 2018. Sú bók var einnig tilnefnd til Maístjörnunnar það ár. Þá hefur hann skrifað eina skáld- sögu, Nóvember 1976, og fræðibæk- urnar Andlitsdrættir samtíðarinnar: Síðustu skáldsögur Halldórs Lax- ness og Fulltrúi þess besta í banda- rískri menningu: Orðspor Williams Faulkners í íslensku menningarlífi 1930-1960, sem út kom í fyrra og byggist á doktorsrannsókn hans. Haukur ritstýrir Skírni, tímariti hins íslenska bókmenntafélags, ásamt Ástu Kristínu Benedikts- dóttur. Fyrr á þessu ári hlaut Hauk- ur nýdoktorastyrk frá Háskóla Íslands til þriggja ára. Að sögn Hauks hefur hann ávallt sinnt höfundastörfum meðfram öðr- um störfum. „Ég er hræddur um að ég myndi fljótlega veslast upp og deyja ef ég þyrfti eingöngu að fást við fræðastörf,“ segir Haukur og rifjar upp að hann hafi skrifað Menn sem elska menn samhliða því sem hann vann að fyrrnefndri doktors- ritgerð sinni um Faulkner. „Flæðið milli þeirrar bókar og ljóðabókar- innar var mjög frjálslegt. Sem dæmi fjallar fyrsti hluti ljóðabókarinnar um heimsókn á skjalasafn, sem var hluti af doktorsrannsókninni minni. Þannig að þetta eru tvær skepnur sem næra hvor aðra,“ segir Haukur sem er hálfnaður með næstu bók sem hann segir vera smásagnasafn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Listin nærir „Ég er hræddur um að ég myndi fljótlega veslast upp og deyja ef ég þyrfti eingöngu að fást við fræða- störf,“ segir Haukur Ingvarsson, sem hér er ásamt Ragnheiði Tryggvadóttur og Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur. „Skiptir mig mjög miklu máli“ - Haukur Ingvarsson hlýtur Maístjörnuna 2021 fyrir ljóðabókina Menn sem elska menn - „Mikið bensín í ljóðagerðinni sem drífur kerfið áfram, þótt ljóðabækur séu ekki þær söluhæstu“ » Það var líf og fjör í Cannes í Frakk- landi í fyrrakvöld þeg- ar kvikmyndahátíðin alþjóðlega, sem bærinn er hvað þekktastur fyrir, var sett. Opn- unarmynd hátíðar- innar var hin franska Coupez! og mættu leikstjóri og leikarar á rauða dregilinn. Kvikmyndahátíðin í franska strandbænum Cannes var sett í 75. skipti AFP/Loic Venance Krefjandi Einn frumsýningargesta í kjól sem erfitt reyndist að ganga í án aðstoðar, eins og sjá má. Heiðurspálmi Bandaríski leikarinn Forest Whitaker tók við heiðurs- verðlaunum hátíðarinnar úr hendi hátíðarstjórans Pierre Lescure. Glæsileg Ítalska leikkonan Jasmine Trinca með leikaranum Vincent Lind- on sem er jafnframt formaður aðaldómnefndarinnar í ár sem Trinca situr í. Setning Leikarar og leikstjóri opnunarmyndarinnar Coupez!, frá vinstri Finnegan Oldfield, Berenice Bejo, Michel Hazanavicius, Romain Duris og Matilda Anna Ingrid Lutz. Myndin var tekin fyrir frumsýningu. AFP/Antonin Thuillier AFP/Valery Hache AFP/Loic Venance

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.