Morgunblaðið - 19.05.2022, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.05.2022, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER. U S A TO D AY 92% Radio Times Total Film Empire Rolling StoneLA Times THE LEGACY CONTINUES 72% BENEDICT CUMBERBATCH ELIZABETH OLSEN chiwetel ejiofor BENEDICT WONG xochitl gomez MICHAEL STÜHLBARG RACHEL MCadams E ldkveikja er byggð á samnefndri skáldsögu Stephens Kings og er endurgerð af samnefndri kvikmyndaaðlögun frá 1984 eftir Mark L. Lester. Kvikmyndin segir frá fjölskyldunni McGee sem reynir að fela ofurkrafta sína og lifa til- tölulega eðlilegu lífi í nútímasam- félagi. Myndin hefst á endurliti (e. flashback) af barninu Charlie (Ryan Kiera Armstrong) í barna- rúminu þegar hún kveikir í her- berginu með ofurkröftum sínum og er strax ljóst að hér er um að ræða mjög hættulegan ofurkraft. Áhorf- endur sjá annað endurlit, eða gaml- ar upptökur, sem útskýra af hverju þetta stafar. Foreldrar Charlie, Andy (Zac Efron) og Victoria (Sydney Lemmon), ræða við lækni í klínískri rannsókn sem útskýrir fyrir þeim að þau verði sprautuð með efni sem kallast LOT-6. Efnið gefur þeim, án þeirra vitundar, yfirnáttúrulega krafta. Ofurkraft- arnir erfast með Charlie en ólíkt foreldrunum þá öðlast hún þá hæfi- leika að geta kveikt í og jafnvel valdið sprengingu. Charlie og for- eldrar hennar reyna að halda ofur- kröftum hennar í skefjum en það gengur illa því þegar hún upplifir stórar tilfinningar koma þeir fram. Eftir að hafa valdið lítilli spreng- ingu inni á skólasalerni kemst upp um þau og illmenni, sem hafa áhuga á að nota Charlie sem valda- tól, fara að leita þeirra. Bæði listabíóið og hefðbundnar Hollywood-myndir eru helteknar af hugmyndinni um ofurkrafta, mögu- leika þeirra og hættuna sem af þeim kann að stafa. Eldkveikja er önnur slík saga sem áhorfendur eru margir hverjir löngu orðnir þreyttir á. Kvikmyndin er óþarfa endurgerð, eins og svo margar, enda kemur leikstjórinn Keith Thomas ekki með neitt nýtt að borðinu. Ef eitthvað er þá lítur kvikmyndin verr út en útgáfan frá 1984 þrátt fyrir miklar tækni- framfarir síðustu 20 ár. Ólíkt þess- ari nýjustu tekst 1984-útgáfunni að vera hallærislega töff auk þess sem hún býr yfir eins konar nostalgíu- sjarma frá 9. áratug 20. aldar. Ef- laust hefði verið sterkara að vinna áfram með nostalgíuna og láta kvikmyndina gerast í fortíðinni eins og Stranger Things-þættirnir (Matt Duffer og Ross Duffer, 2016-) sem virka svo vel. Í staðinn fáum við mjög hallærislega og leiðinlega út- gáfu sem oft á tíðum gengur ekki upp. Dæmi um það er þegar for- eldrarnir flýta sér heim að pakka eftir að Charlie veldur sprengingu í skólanum og kemur upp um þau. Tilfinningar Charlie ná tökum á henni í æsingnum og hún kveikir í handleggjum móður sinnar. Í kjöl- farið fer Andy með hana í ísbúð nánast eins og hann sé að verð- launa hana fyrir að kveikja í móður sinni en svo virðist sem þeim liggi ekki lengur á að flýja heimilið sitt. Annað atriði er svo illa gert að það verður fyndið en það er þegar Charlie kveikir óvart í munaðar- lausum ketti sem klórar hana. Í því atriði tekst Keith Thomas að sjokk- era áhorfendur en lélegu tækni- brellurnar gera það svo augljóst að ekki er um að ræða alvöru kött að það verður hlægilegt. Tæknibrell- urnar eru þó ekki það eina sem er broslegt heldur eru leikmunirnir einnig alveg út í hött. Þegar ill- mennunum tekst að fanga Andy er hann látinn klæðast bjálfalegri grímu, sitja í kjánalegum stól í asnalegu búri. Auk þess sem við sjáum ekki Andy í stólnum heldur Zac Efron af því hann hefur svo mikla menningarvirkni í samfélag- inu. Erfitt er að taka Zac Efron alvarlega í hlutverki föðurins, sér- staklega þegar hann reynir að tjá tilfinningar en það eina sem við sjáum er tár sem rennur niður kinnina á óhreyfanlegu, bótoxuðu andliti hans. Kvikmyndin er sæmilegt gláp ef hún er ekki tekin of alvarlega en eflaust væri best að lýsa henni sem logandi ruslatunnu. Kveikt í ketti Ofurkraftar heilla „Bæði listabíóið og hefðbundnar Hollywood-myndir eru helteknar af hugmyndinni um ofur- krafta, möguleika þeirra og hættuna sem af þeim kann að stafa,“ segir í rýni um kvikmyndina Eldkveikja. Sambíóin og Laugarásbíó Firestarter/Eldkveikja bmnnn Leikstjórn: Keith Thomas. Handrit: Scott Teems. Aðalleikarar: Zac Efron, Ryan Kiera Armstrong og Sydney Lemmon. Bandaríkin, 2022. 100 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Aðstandendur RIFF, Reykjavik International Film Festival, fordæma innrás Rússa í Úkraínu og vilja sýna samstöðu með úkraínsku þjóð- inni með styrkt- arsýningu. „Við viljum bjóða ykkur að styrkja úkraínsku þjóðina á meðan hún verst ómannúðlegri innrás Rússa, og í sameiningu horfa á myndina Stop-Zemlia í leikstjórn Katerynu Gornostai og með frjálsum fram- lögum styrkja Ukrainian NGO Tabletochki, sem ötullega aðstoða krabbameinssjúk börn í þessu óréttláta og hræðilega stríði,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Myndin er aðgengileg í streymi á watch.riff.is frá og með deginum í dag og til 17. júní. Miðvikudag- inn 8. júní kl. 18 verður á sömu síðu boðið upp á spurt og svarað með leikstjóranum. Hægt er að styrkja málefnið með frjálsum framlögum á vef RIFF. Styrktarsýning RIFF fyrir Úkraínu Verðlaunuð Úr Stop-Zemlia. Stjórnendur streymisveit- unnar Netflix sögðu upp um 150 starfs- mönnum aðeins mánuði eftir að upplýst var að áskrifendum að veitunni hefði fækkað í fyrsta sinn í um ára- tug. Í seinasta mánuði var upp- lýst að áskrifendum Netflix hefði fækkað um 200.000 á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 og búast mætti við að þeim fækkaði um tvær milljónir til viðbótar á næsta ársfjórðungi. Uppsagn- irnar snúa aðallega að starfsfólki Netflix á skrifstofu veitunnar í Kaliforníu og ná til um 2% af öllu starfsfólki fyrirtækisins í Norður- Ameríku. Færri áskrifendur leiða til uppsagna Hátign Olivia Colman í The Crown.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.