Morgunblaðið - 19.05.2022, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 19.05.2022, Qupperneq 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Hamlet er ein af grunnsögunum í heiminum sem við viljum endurtekið láta segja okkur,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem leikstýrir Hamlet eftir William Shakespeare í þýðingu Þórarins Eldjárns sem er útskriftarverkefni nemenda leikarabrautar Listaháskóla Íslands þetta árið. Uppfærslan verður frumsýnd í Sam- komuhúsinu á Akureyri í kvöld og sýnd þar næstu tvö kvöld, en í framhaldinu frumsýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu 25. maí og sýnd fram í júní. Aðgangur er ókeypis, en bóka þarf miða á vefnum tix.is. Útskriftarnemendur árs- ins eru Arnar Hauksson, Arnór Björnsson, Elín Sif Halldórsdóttir, Guðrún Kara Ingudóttir, Jökull Smári Jakobsson, Sigurður Ingvars- son, Starkaður Pétursson, Unnur Birna J. Backman og Vigdís Halla Birgisdóttir. Hóp- urinn samdi tónlist verksins í samvinnu við og undir stjórn Jóns Sigurðar Gunnarssonar sem er útskriftarnemi úr skapandi tónlistarmiðlun frá LHÍ, sem og leikstjóra uppfærslunnar. Leikmynd og búninga hannar Brynja Björns- dóttir og lýsingu hannar Ólafur Ágúst Stef- ánsson. Eintalið fræga verður samtal „Þetta er annar Hamletinn minn,“ segir Bergur Þór, en hann leikstýrði eigin leikgerð á verkinu sem frumsýnd var í Borgarleikhús- inu 2014 undir titlinum Hamlet litli. „Hamlet er ein af þessum grunnsögum sem hafa verið sagðar í árþúsundir í ólíkum myndum. Shake- speare skrifaði frábæran texta, sem Þórarinn Eldjárn hefur þýtt á aðgengilegri hátt en áður hefur heyrst og ég laga handritið að hópnum þannig að við getum sagt þessa sögu á heiðar- legan og fallegan hátt,“ segir Bergur Þór. Þegar kemur að vali verka fyrir útskriftar- hóp leikara er oft vandasamt að finna verkefni þar sem allir nemendur fá tækifæri til að skína. Í ljósi þess að Hamlet er áberandi stærsta hlutverk verksins liggur beint við að spyrja hvort allir í hópnum fái að túlka Hamlet? „Þetta er eðlileg spurning sem ég spurði sjálfan mig í vinnuferlinu. Það kom alveg til greina að láta alla leika Hamlet, en það fór þannig að þau eru bara að leika föst hlutverk, en textanum er skipt milli persóna með öðrum hætti en vanalega. Sem dæmi er „Að vera eða ekki vera“ ekki eintal heldur samtal hjá okk- ur,“ segir Bergur Þór og bendir á að sem út- gangspunkt sé hann að vinna með vinahóp í verkinu sem samanstandur af Hamlet, Ófelíu, Laertes, Hórasi, Gullinstjörnu og Rósinkranz. En meðal þess sem leikhópurinn sé að skoða sé hvað gerist þegar traustið í vinahópnum rofnar. „Verkið fjallar um umkomuleysi okkar gagnvart hvert öðru, hvernig við högum okkur og hvernig við bregðumst við. Í grunn- inn fæðumst við saklaus og höfum svo val. Mannlegt eðli innan gæsalappa hefur lítið breyst. Litningar og gen hafa ekkert breyst. Það eru yfirleitt bara aðstæðurnar sem geta gert okkur grimm,“ segir Bergur Þór og bendir á að sagan af Hamlet sé sígild og tali því sterklega til áhorfenda. Það hlýtur að vera gaman fyrir þig sem sviðshöfund að fá tækifæri til að móta þína eigin leikgerð sem þjónar þörfum og sýn leik- hópsins? „Ég vinn eiginlega alltaf svoleiðis. Ég lít svo á að hlutverk mitt sem leikstjóri sé að koma auga á hæfileika þátttakenda og skapa aðstæður til að virkja þá hæfileika og draga fram þannig að allir í hópnum fái að njóta sín.“ Sérðu fyrir þér að útskriftarhópurinn muni skila sér fljótlega inn í leiklistarsenuna hér- lendis? „Heldur betur. Þetta er rosalega hæfileika- ríkt og fallegt fólk. Það er auðvitað Covid- flöskuháls í bransanum, þar sem sýningar færast milli leikára, þannig að það er kannski ekki á vísan að róa hjá stofnanaleikhúsunum enda ekki mikið verið að ráða. Í þeim skilningi er Covid ekki búið og á ábyrgð pólitíkusanna að útskriftarnemendurnir fái verðskuldaðan vettvang til að halda áfram að rækta hæfileika sína, enda er búið að fjárfesta heilmikið í þessu listafólki á námsárum þeirra í LHÍ og mikilvægt að þau fái tækifæri til að nýta nám sitt í starfi við listsköpun.“ Finnst þér þú með þessari sýningu vera bú- inn að afgreiða Hamlet í eitt skipti fyrir öll eða gætirðu hugsað þér að setja Hamlet upp í þriðja sinn og rannsaka enn fleiri þræði verksins? „Ég væri alveg til í það að setja verkið strax upp aftur með 40 leikurum og 15 manna hljómsveit. Og svo vinna með það strax aftur,“ segir Bergur Þór og tekur fram að klassísk verk bjóði nánast upp á óendanlega margar túlkunarleiðir sem gaman sé að skoða. „Við erum sögufólk og segjum sögur. Í sögunum ræktum við það sem kallað hefur verið mennska. Við þekkjum það öll að vilja láta segja okkur sömu söguna aftur og aftur. Hamlet brýnir það fyrir Hórasi undir lok verksins að hann skuli segja söguna aftur og aftur, þannig að sagan endurtaki sig hugsan- lega ekki en hugsanlega til þess að við gerum eitthvað uppbyggilegra en að heyja stríð.“ Leyfum okkur ákveðinn kynusla Mér skilst að hlutverk bæði Hamlets og Gullinstjörnu séu leikin af konum. Hvað kem- ur til? „Markmið mitt með því vali er meðal ann- ars að spurningin um það hver leikur hvaða kyn verði óþörf. Á tímum Shakespeares fóru karlmenn með öll hlutverkin og túlkuðu bæði konur og karla, þannig að hvers vegna ættum við ekki að geta leyft okkur ákveðinn kynusla í okkar nálgun? Við erum ekki að skipta um kyn á Hamlet heldur er hlutverkið einfaldlega leikið af konu. Ég legg það fyrir sjálfan mig, hópinn og áhorfendur að meta hvað sé áhuga- vert við það að nálgast hlutverkin með þess- um hætti. Í þessu felst engin önnur yfirlýsing en bara að skoða þetta á þennan máta.“ Hvaða verkefni bíða þín í haust? „Við Þorsteinn Bachmann munum skipta með okkur hlutverki Antons í Emil í Kattholti. Allt næsta leikár mun ég leika í Borgarleik- húsinu,“ segir Bergur Þór sem m.a. mun leika í Macbeth eftir Shakespeare í leikstjórn Uršule Bartosevièiûtë. „Uršule er ungur og spennandi leikstjóri sem fékk hæstu einkunn á öllum prófum sínum í skólanum í Vilnius og er komin með fasta stöðu við stærsta leikhúsið í Berlín, sem er eitt af stærri leikhúsunum í heiminum. Það verður rosalega gaman að fá sprenglærðan en um leið ungan leikstjóra í þetta verkefni,“ segir Bergur Þór að lokum. Ljósmynd/Auðunn Hæfileikar „Ég lít svo á að hlutverk mitt sem leikstjóri sé að koma auga á hæfileika þátttak- enda og skapa aðstæður til að virkja þá hæfileika,“ segir Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri. „Að koma auga á hæfileika“ - Útskriftarnemendur leikarabrautar Listaháskóla Íslands frumsýna Hamlet - Meðal þess sem hópurinn skoðar er hvað gerist þegar traustið í vinahópnum rofnar, segir leikstjórinn Bergur Þór Bergur Þór Ingólfsson SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is SAG EIN RAFHLAÐA + Öll verkfæri fyrir garðinn, heimilið og bílskúrinn A vfs.is Fimm glæný og spennandi tón- verk verða frumflutt á tónleikum í kvöld í Salnum í Kópavogi og Kópavogskirkju en þau spretta öll úr hljóðheimi Kópavogs, eins og það er orðað í tilkynningu. Verk- in voru samin að beiðni Salarins í Kópavogi. Auglýst var eftir um- sóknum haustið 2020 og tón- skáldin valin úr stórum hópi um- sækjenda. Tónskáldin eru Gunnar Gunnsteinsson, Ingibjörg Frið- riksdóttir (Inki), Ríkharður H. Friðriksson, Úlfur Eldjárn og Þóranna Björnsdóttir og eiga verk þeirra rætur í Kópavogi með einum eða öðrum hætti og eru „háværar lofgjarðir til Kópavogs sem vöggu pönksins, ljóðrænar hugleiðingar um pípulagnir og Kópavogsraddir, hipphopp-skotin minningabrot úr Kvennafangels- inu og altarishljóð úr Kópavogs- kirkju“, eins og segir í tilkynn- ingu. Kynnir á tónleikunum verður útvarps- maðurinn Guðni Tómasson og verða eftirfar- andi verk flutt: „Pípuorgelkons- ert“ eftir Gunn- ar Gunn- steinsson, „Brotabrot: Minningar úr Kvennafangelsinu“ eftir Ingi- björgu Friðriksdóttur, „Hljóð- verk“ eftir Ríkharð H. Friðriks- son, „Hamraborgin – óður til hávaða“ eftir Úlf Eldjárn og „Alt- arishljóð – fyrir Kópavogskirkju“ eftir Þórönnu Björnsdóttur. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 og má frekari upplýsingar finna á salurinn.kopavogur.is. Fimm tónverk frumflutt í Kópavogi Guðni Tómasson Vortónleikar Kórs Akraneskirkju verða haldnir í Vinaminni, safn- aðarheimili Akraneskirkju, í kvöld kl. 20. Þar verður m.a. fluttur „Fuglakabarett“ þeirra Daníels Þorsteinssonar og Hjör- leifs Hjartarsonar á svokölluðu Kaffihúsakvöldi kórsins. Tríó Daníels Þorsteinssonar leikur með en það skipa Guðjón Þor- láksson á kontrabassa, Einar Scheving á trommur og Daníel Þorsteinsson á píanó. Einnig kemur fram ungur Skaga- maður og rapp- ari, Dagur Karl, og tekur sér hlutverk síla- mávsins. Boðið verður upp á kökur og kræs- ingar. Stjórnandi kórsins er Hilm- ar Örn Agnarsson. Vortónleikar Kórs Akraneskirkju Hilmar Örn Agnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.