Morgunblaðið - 19.05.2022, Page 60
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Bandaríski tónlistarmaðurinn John
Grant, sem búið hefur hér á landi til
fjölda ára, mun hita upp fyrir koll-
ega sinn bandarísk-kanadískan,
Rufus Wainwright, á tónleikum
hans í Silfurbergi í Hörpu sunnu-
daginn 29. maí.
Wainwright hefur gefið út tíu
breiðskífur með frumsömdum lögum
og einnig samið tvær klassískar
óperur og tekið þátt í fjölda sam-
starfsverkefna með öðrum lista-
mönnum, samið kvikmyndatónlist
og snarað sonnettum Shakepeares
yfir í tónlist, eins og segir á vef
Hörpu og kom síðasta plata hans út
fyrir tveimur árum. Wainwright er
af tónlistarfólki kominn, lærði
snemma á píanó og gítar og fór í tón-
leikaferðir með móður sinni, Kate
McGarrible, og systur sinni Mörthu
þegar hann var aðeins 13 ára.
John Grant þarf varla að kynna
fyrir Íslendingum en hann sló í gegn
með fyrstu sólóplötu sinni, Queen of
Denmark, og heillaðist svo af Íslandi
eftir að hafa komið fram á hátíðinni
Iceland Airwaves að hann ákvað að
flytja hingað og býr hér enn. Nýj-
asta breiðskífa Grants, Boy from
Michigan, kom út í fyrrasumar og
hefur hlotið mikið lof líkt og fyrri
skífur hans. Persónulegir, opinskáir
og oft glúrnir textar með mátuleg-
um skammti af kaldhæðni einkenna
grípandi lögin, líkt og á fyrri plötum.
Nægur tími gafst í kófinu
Grant var heima hjá sér, í Reykja-
vík, þegar blaðamaður sló á þráðinn
til hans fyrr í mánuðinum til að ræða
við hann um tónleikana með Wain-
wraight og nýjustu afurðina, fyrr-
nefnda breiðskífu.
En fyrst varð auðvitað að spyrja
hvað Grant hefði verið að gera í kóf-
inu alræmda, Covid-19 faraldrinum.
„Ég var að mestu hér á Íslandi að
vinna að plötunni minni,“ svarar
Grant. Platan góða, Boy from Mic-
higan, kom út í júní 2021 og segist
Grant hafa lokað sig af á þessum
tíma. „Öllu var aflýst í langan tíma
og ég hafði því nægan tíma til að
vinna að henni en líka öðru.“
Mikilvægt flipp
Platan virkar tónlistarlega á
blaðamann eins og góð blanda af öllu
því sem Grant hefur áður gert og
tekur tónlistarmaðurinn undir þær
vangaveltur. „Já, það virðist ágætis
lýsing, ég hef sjálfur hugleitt þetta,“
segir Grant. Hljóðgervlar og áhrif
frá tónlist níunda áratugarins eru
áberandi en tónlistin líka hugljúf og
stundum flippuð, ef svo mætti kom-
ast að orði.
Grant sleppir fram af sér beislinu
af og til með kostulegri útkomu.
Hann segist enda innblásinn af
flippurunum í Devo og Missing
Persns. „Slíkt skiptir mig jafnmiklu
máli og ballöðurnar. Ég dýrkaði tón-
listina á áttunda og níunda áratugn-
um og þetta er alltaf blanda af því
tvennu,“ segir Grant, sem fæddist
árið 1968 og verður 54 ára í sumar.
Af öðrum sveitum nefnir hann
Eurythmics, New Order, Visage,
Cocteau Twins, Pet Shop Boys,
Dead Can Dance, Bauhaus og marg-
ar fleiri. Grant segir áhrifavaldana
koma víða að og nefnir að hann hafi
líka verið hrifinn af sumri kántrí-
tónlist, t.d. lögum Patsy Cline, og
leikið klassíska tónlist á píanó og
ragtime.
Cate Le Bon stýrði upptökum á
plötunni og Grant er spurður út í
hennar áhrif á útkomuna. Hann seg-
ir Le Bon hafa leikið á gítar og feng-
ið ýmsa tónlistarmenn til að leika
inn á lögin, m.a. klarínettu- og saxó-
fónleikara. „Það sem mestu skiptir
er að hún mótaði þetta allt saman í
eina heild,“ segir Grant. Þau Le Bon
hafa verið vinir lengi og langað að
vinna saman. Sá draumur hafi loks-
ins ræst.
Af ólíkum heimum
Við snúum talinu að Wainwright
og Grant er spurður hvort þeir hafi
þekkst áður en kom að tónleika-
skipulagi. „Við höfum alltaf dansað
hvor í kringum annan en aldrei hist,
ekki fyrr en nýlega. Við höfum lengi
dáðst að tónlist hvor annars,“ segir
Grant. Þeir Wainwright hafi talað
saman í fyrsta sinn á Zoom fyrir
ekki svo löngu.
– Þetta virðist hið fullkomna
stefnumót, þið tveir saman á tón-
leikum …
„Já … það er dálítið skrítið að við
höfum ekki hist áður en þetta hefur
átt sér langan aðdraganda og ég er
mjög spenntur fyrir því að syngja
með honum,“ svarar Grant.
– Heldurðu að þið eigið margt
sameiginlegt og þá bæði persónu-
lega og tónlistarlega?
„Ég veit ekki með persónulega en
án efa tónlistarlega. Hann er af
mjög opnu, tónelsku og frjálslyndu
fólki kominn en ég afar trúuðu og
eiginlega lágmiðstéttarfólki. Hann
hefur alltaf tilheyrt tónlistarkónga-
fólki, ef þannig mætti að orði kom-
ast. Við erum af ólíkum heimum en
hrifnir af sams konar tónlist að
mörgu leyti. Hann er meira í líf-
rænum hljómi, á heildina litið, með
klassískum hljóðfærum en ég er
meira í áttunda áratugnum. Ég
blanda þessu tvennu saman og hef
tilhneigingu til að fara meira í áttina
að níunda áratugnum,“ svarar
Grant.
Biblían í stað stjórnarskrár?
Á plötunni nýju, sem kennd er við
drenginn frá Michigan, kemur
Grant víða við í textum sínum og er
ómyrkur í máli um pólitíkina í
heimalandinu. „Það var mikið að
gerast í bandarískum stjórnmálum
sem fékk mig til að hugleiða æsku
mína, hvar ég hef verið, hvert ég
stefni og af hverju ég er á þeim stað
sem ég er á núna. Mér bauð við því
sem var að gerast í Bandaríkj-
unum,“ segir Grant og skal tekið
fram að Donald Trump var enn for-
seti þegar hann samdi textana, í
upphafi árs 2020. Nú virðist allt
stefna í að dregið verði úr rétti
kvenna til þungunarrofs vestan hafs,
sem hefur verið mótmælt harðlega,
bæði í Bandaríkjunum og víðar um
lönd. „Þetta er ömurlegt,“ segir
Grant og spyr hvort hjónabönd sam-
kynhneigðra fari næst í gapastokk-
inn. Útlitið sé sannarlega ekki gott.
„Svo virðist sem næstum helm-
ingur Bandaríkjamanna vilji guð-
veldi, að Biblían komi í stað stjórn-
arskrárinnar,“ segir Grant og er
augljóslega mikið niðri fyrir. „Ég
gæti ekki verið meira á móti því.“
Grant bendir á að Trump hafi
opnað dyrnar fyrir alls kyns óþverra
sem hann vilji ekki fara nánar út í.
Tónleikaferðir, hátíðir og frí
Grant er spurður hvort hann ætli
að flytja einhver lög með Wain-
wright í Hörpu. „Já, hann ætlar að
syngja einhver af mínum lögum með
mér og ég einhver hans laga með
honum,“ svarar Grant. „Þetta verð-
ur gaman, ég er virkilega spenntur.“
– Þú hefur þá rætt það við hann,
hvaða lög þið ætlið að taka saman?
„Já, algjörlega, við funduðum um
daginn, sem var í fyrsta sinn sem við
spjölluðum saman, og það var virki-
lega gaman.“
En hvað er fram undan hjá
Grant? Fleiri tónleikar, kannski
plata? „Ég er að vinna að nokkrum
endurhljóðblöndunum fyrir aðra,
farinn að spá í næstu plötu og svo er
stutt í tónleikaferðir og hátíðir sem
ég kem fram á í sumar. Ég mun
ferðast líka og skrepp kannski í stutt
frí til Bandaríkjanna. Svo eru það
bara fleiri tónleikaferðir í haust,“
svarar hann.
– Er von á plötu á næsta ári?
„Vonandi, já, það hljómar vel,“
svarar Grant kíminn.
Þeir sem vilja kynna sér verk
Grants og feril geta gert það á vef-
síðu hans, johngrantmusic.com.
Blár Grant blámálaður með glimmer í andliti og hári.
Ljósmynd/Tony Hauser
Dáður Rufus Wainwright á sér stór-
an aðdáendahóp og er dáður víða.
Flauel Málverk af Grant, á umslagi
plötunnar Boy from Michigan, er
málað á svart flauel.
Gagnkvæm aðdáun
- John Grant og Rufus Wainwright koma saman á tónleikum í Hörpu 29. maí - „Þetta verður
gaman, ég er virkilega spenntur,“ segir Grant um tónleikana sem hafa átt sér langan aðdraganda
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2022
Hreint loft –betri heilsa
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Láttu þér og þínum
líða vel - innandyra
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð viðmyglugróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
HFD323E Air Genius 5.
Hægt að þvo síuna.
Verð kr. 39.420
HPA830 Round Air
Purifier. Mjög hljóðlát.
Verð kr. 29.960
S. 555 3100 · donna.is
Hátíð helguð sýrutónlist (e. acid)
verður haldin í Frystiklefanum á
Rifi um helgina, frá föstudegi til
sunnudags og er aðgangur ókeypis.
Boðið verður upp á breska, banda-
ríska, sænska og íslenska listamenn
og verður Syd Barrett heitinn heiðr-
aður, einn stofnenda Pink Floyd.
Viðburðurinn er skipulagður af
hinu breska félagi Liverpool Psych-
edelic Society og bandarísku útgáf-
unni Creation Dream Machine. Tón-
list verður flutt í þrjá daga, bæði í
formi tónleika og skífuþeytinga.
Einnig verður haldin ljósmyndasýn-
ing helguð Barrett og 28. maí verður
sýrukvöld á Kex hosteli í Reykjavík.
Föstudagskvöldið verður tileinkað
Syd Barrett og allir tónlistarmenn
hafa valið sér eitt Syd Barrett-lag til
að spila, auk eigin tónlistar. Gleðin
hefst kl. 18 með ljósmyndasýningu
og skífuþeytingum og svo tekur Ivan
Thunders við. Tónlistarmaðurinn
Dominic Lewington, eða Dominos,
stígur næstur á svið og á eftir honum
Sparklestars með gítarleikaranum
Texas Bob Juarez. Undir lokin kem-
ur fram sveitin Men on the Border.
Á laugardagskvöld kemur fyrst
fram ensk hljómsveit, Thee Lucifer
Sams, og spilar hávært, síkadelískt
rokk, innblásið af sveitum á borð við
Hawkwind. Á eftir henni stígur
íslenski tónlistarmaðurinn Henrik
Björnsson á svið. Hann er hvað
þekktastur fyrir að vera forsprakki
hljómsveitarinnar Singapore Sling.
Henrik er með nýtt sólóverkefni sem
nefnist The Cult of One. Á sunnu-
deginum verða margvíslegir við-
burðir í gangi frá kl. 15. Um kvöldið
troða íslensku sveitirnar Russian
Girls og Skrattar upp með tónlistar-
manninum Dada Pogrom.
Á Rifi Skrattar munu skemmta skrattanum á Rifi um helgina.
Sýrutónlistarhátíð á Rifi um helgina