Morgunblaðið - 19.05.2022, Blaðsíða 64
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
NORDAL
Aster, eldstæði. Svart. Ø61 cm. 39.990 kr.
STOCKHOLM
Útiarmstóll.
86 x 88 x 80 cm.
65.990 kr.
STOCKHOLM
Sólbekkur. Dökkgrár eða
natur. 195 x 60 x 44 cm.
89.990 kr.
ASHFIELD
Útihægindastóll.
70 x 82 x 93 cm. 89.990 kr.
STOCKHOLM
Hornsófi hægri. Dökkgrár eða natur. 250 x 160 x 85 cm.
204.990 kr.
NOTALEGT
SUMAR
DIAMOND CUT
Kanna 1,5L. 6.990 kr. Vínglas. 50 cl. 1.990 kr.
Plastglas. 35cl. 1.690 kr. Plastglas. 50cl. 1.990 kr.
Óperuhátíðin Oper im Berg í
Salzburg stendur fyrir gala-
tónleikum í Fríkirkjunni í
Reykjavík í dag, 19. maí, kl.
20. Söngvarar á tónleikunum
eru flestir verðlaunahafar í
keppninni Grandi Voci sem er
alþjóðleg söngkeppni fyrir óp-
erusöngvara og eru þeir af
ólíku þjóðerni, frá Bandaríkj-
unum, Brasilíu, Tyrklandi, Ítal-
íu og Íslandi. Flutt verður tón-
list eftir Verdi, Wagner,
Puccini, Mozart og fleiri. List-
rænn bakhjarl Oper im Berg er
Grace Bumbry og stjórnandi
Ingo Kolonerics. Davíð Ingi Ragnarsson bassi er meðal
söngvara en hann vann til verðlauna á Grandi Voci Ist-
anbul fyrir tveimur árum. Miðar verða seldir við inn-
ganginn og er einnig hægt að taka frá miða með tölvu-
pósti á netfangið dragnarsson@gmail.com.
Söngvarar frá fimm löndum á tón-
leikum í Fríkirkjunni í Reykjavík
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 139. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Þróttur úr Reykjavík jafnaði Selfoss að stigum á toppi
efstu deildar kvenna í knattspyrnu, Bestu deildarinnar,
þegar liðið vann öruggan sigur gegn Þór/KA á Þrótt-
aravelli í Laugardal í 5. umferð deildarinnar í gær. »54
Þróttarar skoruðu fjögur
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Listin þrífst vel í München í Þýska-
landi og þar brýst sköpunin út hjá
Sævari Karli Ólasyni, sem lætur vel
um sig fara og málar af innlifun í
vinnustofu eða á þaksvölum sínum í
miðbæ borgarinnar. „Ég mála hérna
þegar vinnustofan er upptekin í um
hálfan mánuð fjórum sinnum á ári,“
segir myndlistarmaðurinn og bætir
við að umhverfið og útsýnið veiti sér
innblástur. „Þetta er ótrúlega falleg
veröld.“
Hjónin Sævar Karl og Erla Þór-
arinsdóttir hófu verslun með föt
1974. Verslun Sævars Karls í
Reykjavík var alla tíð þekkt fyrir
gæðavörur og reksturinn gekk vel.
„Eftir að hafa verið kaupmaður alla
starfsævina og rekið fyrirtæki í mið-
bænum í um 35 ár fékk ég tilboð í
þetta fína, flotta og vel rekna fyrir-
tæki, það hækkaði stöðugt og loks
seldum við og keyptum þessa íbúð.“
Samfara rekstri fataverslunar-
innar hélt Sævar Karl við annarri
ástríðu sem var og er að mála og var
meðal annars með gallerí í versl-
uninni, þar sem hann og fleiri sýndu
verk sín. Hann nam fræðin í Mynd-
listarskóla Reykjavíkur, var gesta-
nemandi í Listaháskóla Íslands í tvö
ár og eftir að hjónin fluttu til Þýska-
lands 2008 fór hann í Kunstakadem-
ie Bad Reichenhall og útskrifaðist
þaðan eftir þriggja ára nám, þar af
eitt ár í meistaranámi. „Ég er stöð-
ugt að leita mér meiri þekkingar,
kafa endalaust dýpra og er alltaf í
endurhæfingu.“
Málverk prýða alla veggi
Safn kemur fyrst upp í hugann
þegar gengið er inn í íbúð hjónanna
á sjöttu hæð, því stór málverk prýða
alla veggi. Flest eru þau eftir Sævar
Karl en þarna eru meðal annars líka
verk eftir Erró, Gylfa Gíslason,
Kristján Davíðsson og Karl Kvaran.
„Ég hugsa stöðugt um myndlist og
er með verk þessara manna fyrir
framan mig á hverjum degi svo
óneitanlega eru þeir ákveðnar fyrir-
myndir.“
Eftir að hjónin hófu að upplifa
nýjan kafla í lífsgöngunni í München
hafa þau yfirleitt komið til Íslands á
sumrin og farið þá í nokkurra daga
reiðtúra um hálendið. Vegna veiru-
faraldursins voru þau samfleytt í um
níu mánuði hérlendis og fóru þá
hringveginn, bæði réttsælis og rang-
sælis. „Landið er öðruvísi eftir því
hvor leiðin er farin og ég er svolítið
upptekinn af íslensku landslagi í
verkum mínum vegna ferða um það,
litir og áferð skipta mig miklu máli.“
Sterkir litir eiga sérstaklega upp
á pallborðið hjá Sævari Karli og
hann málar gjarnan stórar myndir.
„Þetta eru öflugar myndir, það er
kraftur í verkunum,“ bendir hann á
og leggur áherslu á að hann máli
ekki rómantískt landslag. Á borðinu
í „þaksvalastúdíóinu“ eru bæði olíu-
og akríllitir. „Ég nota þá jöfnum
höndum eftir því hvernig landið ligg-
ur. Ég mála oft fyrst með akríllitum
og ef ég vil fá meiri glans eða kraft
bæti ég olíulitum ofan á.“ Þegar
Sævar Karl hefur aðgang að stúd-
íóinu við Odeonstorg fer hann þang-
að daglega. „Ég mála samt ekki eftir
klukku. Kannski mála ég í þrjá fjóra
tíma og kannski ekki neitt. Þá skoða
ég bækurnar, myndirnar, hugsa og
spekúlera.“
Sævar Karl hefur haldið einka-
sýningar víða og tekið þátt í samsýn-
ingum, meðal annars í Berlín, París,
Feneyjum og München. Næsta sýn-
ing hans verður opnuð í SÍM-salnum
í Hafnarstræti í Reykjavík í ágúst.
Kraftur og litadýrð
- Sævar Karl endurspeglar bjartar hliðar tilverunnar
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Á þaksvölunum Sævar Karl Ólason nýtir veröndina til þess að mála.
Sköpun Sævar Karl fær innblástur víða, líka úr fiskborðinu á næsta horni.