Morgunblaðið - 23.05.2022, Side 1

Morgunblaðið - 23.05.2022, Side 1
M Á N U D A G U R 2 3. M A Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 119. tölublað . 110. árgangur . ANN BÚSTÖRF- UM Í SVEITINNI OG LAXVEIÐI MIKIL DRAMATÍK Á ENGLANDI VERA OG BIRTA VERÐ- LAUNAÐAR CITY BESTA LIÐIÐ 27 BRAUTSKRÁNING 10KATRÍN SEXTUG Í DAG 25 Miklar verð- hækkanir á bygg- ingarefnum eru áhyggjuefni að mati Sigurðar Hannessonar, framkvæmda- stjóra Samtaka iðnaðarins, þar sem núgildandi verksamningar taki ekki tillit til breyttra aðstæðna. Sigurður metur það svo að byggingarvísitalan sem flestir verksamningar eru tengdir við endurspegli ekki þær hækkanir sem verktakar eru að verða fyrir. Sigurður segir það óskandi að opinberir verkkaupar taki tillit til þessara hækkana við uppgjör samninga, það er að segja verk sem samið var um áður en þessi staða var ljós. Aðspurður segir Sigurður að margt spili inn í fasteignaverð hérlendis en vissulega gæti aukinn byggingarkostnaður ýtt undir hærra fasteignaverð. „Það er auðvitað markaðurinn sem stýrir verðinu og það eru margir kraftar þar að verki en þetta hefur áhrif á byggingar- kostnað. Sums staðar er bygging- arkostnaður vel undir markaðs- verði og þá er ekki víst að þetta hafi mikil áhrif þar, en annars stað- ar, til dæmis úti á landi, er verðið undir byggingarkostnaði. Þá verð- ur munurinn mikill og það getur dregið úr uppbyggingu eða komið í veg fyrir hana og þá þarf ríkið að stíga inn.“ Sigurður býst ekki við því að ástandið batni á hrávöru- og byggingarefnamarkaði í bráð og vísar til þeirrar óvissu sem ríkir vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Erfið staða fyrir verktaka - Verð á byggingarefnum snarhækkað Sigurður Hannesson MHækkandi »… 2 Ylströndin í Nauthólsvík iðaði af lífi í blíðskaparveðri um helgina. Ungir strandargestir kældu tærnar í flæðarmálinu milli þess sem þeir léku sér í sandinum. Mikið líf var sömuleiðis á öðrum stöðum sem vinsælir eru til útivistar á höfuðborgar- svæðinu, svo sem sundlaugum og í Elliðaárdalnum. Þá nýttu margir helgina til vorverka í garðinum og því mynduðust gjarnan raðir á móttökustöðvum Sorpu. Veður var með besta móti og var hitinn í kringum fimmtán gráður í gær. Sólin skín eitthvað fram eftir degi í dag en svo gæti farið að rigna. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Sannkölluð sumarstemning á ströndinni um helgina Andrés Magnússon andres@mbl.is Kostum til myndunar nýs borgar- stjórnarmeirihluta í Reykjavík virt- ist enn fækka í gær og voru þeir ekki margir fyrir. Þá útilokaði Við- reisn svo gott sem samstarf með Sjálfstæðisflokki eftir að hafa sagt það mögulegt í liðinni viku. Hvatti hún Framsókn til að taka upp form- legar meirihlutaviðræður við banda- lag gömlu meirihlutaflokkanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar kvaðst standa við bandalag með Samfylk- ingu og Pírötum og ekki leita annað. Meirihluti þeirra og Vinstri grænna féll í kosningunum um fyrri helgi, en þá fengu flokkarnir þrír samtals 37% atkvæða og 9 borg- arfulltrúa af 23, en 12 þarf til að mynda meirihluta. 4 fulltrúar Fram- sóknar dygðu til þess og einum bet- ur. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þá virtist að- eins ein leið til þess að mynda meiri- hluta, án þess þó að hann tæki áskoruninni, og sagði sitt fólk ráða ráðum sínum. Innan Framsóknar eru menn á báðum áttum um fram- haldið. Bent er á að helsta kosninga- mál flokksins hafi verið breytingar í borgarstjórn og það kunni að reyn- ast erfitt gagnvart kjósendum hans að hlaupa beint í fangið á gamla meirihlutanum. „Þá þyrfti vægi Framsóknar aug- ljóslega að vera mjög mikið og sýni- legt,“ sagði einn framsóknarmann- anna í samtali við blaðið. Ekki síður fer það þó í taugarnar á fólki þar á bæ að gamli meirihlut- inn sé að þröngva Framsókn í meiri- hlutasamstarf með „klækjastjórn- málum“ eins og það var orðað. Sá viðmælandi sagði að Framsókn væri í engu skuldbundin til þess að fara í meirihlutasamstarf við þá flokka vegna þess eins að þeir útilokuðu alla aðra kosti. „Við getum vel verið í minnihluta líka.“ Þröng staða og stutt í patt í Reykjavíkurborg - Framsókn tvístígandi - Viðreisn útilokar alla kosti nema einn Meirihlutar » Viðreisn útilokar samstarf án Samfylkingar og Pírata úr hinum fallna meirihluta. » Framsókn getur bæði unnið til hægri og vinstri en vill síður láta þröngva sér í samstarf. » Mögulegt að Framsókn kjósi frekar að vera í minnihluta. » Sjálfstæðismenn gramir Viðreisn eftir viðsnúning. MMeirihlutar taka á sig mynd »4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.