Morgunblaðið - 23.05.2022, Blaðsíða 2
Steinþór Stefánsson
steinthors@mbl.is
Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, mun flytja tillögu
um fjölgun lóða fyrir grunnþjónustu-
starfsemi Reykjavíkurborgar á síð-
asta fundi
borgarstjórnar
sem fer fram á
morgun, þriðju-
daginn 24. maí.
Í tillögunni er
lagt til að borgar-
stjórn samþykki
að skipuleg könn-
un verði gerð á
lóðum í borgar-
landinu sem henti
fyrir stofnanir og
skóla og þær teknar frá fyrir þá
starfsemi. Bent er á að sífellt vax-
andi grunnþjónusta á vegum borg-
arinnar kalli á að lóðir sem tiltækar
eru í hverfunum verði teknar frá til
að geta sinnt eftirspurn stofnana
borgarinnar sem sinna þessari þjón-
ustu og þær nýttar annaðhvort til
stækkunar eldra húsnæðis eða fyrir
nýja uppbyggingu.
„Lóðir fyrir starfsemi skóla- og
frístundasviðs og velferðarsviðs
verði hafðar í forgangi. Hentugar
lóðir fyrir aðra lykilstarfsemi borg-
arinnar verði sömuleiðis hafðar í
huga í þessu verkefni,“ segir í tillög-
unni.
Fjölgun nemenda kalli
á stækkun skólahúsnæðis
Örn segir að tillagan sé sett fram í
ljósi þess að lengi hafi blasað við að
leit að hentugum lóðum fyrir stækk-
un á skólahúsnæði í fjölmörgum
hverfum borgarinnar hafi verið afar
flókin og erfið, og oft árangurslaus.
Þá hafi verið þrengt að skólastarf-
semi með þéttingu byggðar í grónum
hverfum. Fjölgun nemenda kalli á
stækkun skólahúsnæðis og ástandið
eigi ekki bara við um grunnskóla,
heldur einnig leikskóla, frístunda-
miðstöðvar og félagsmiðstöðvar.
„Ástandið hefur verið alvarlegast í
vesturhluta borgarinnar,“ segir í
greinargerð þar sem enn fremur
segir að sérfræðingar borgarinnar á
sviði skipulags- og framkvæmda-
mála hafi margoft bent á þennan
veikleika. Þó að þörfin á auðum lóð-
um blasi ekki beint við í dag telur
Sjálfstæðisflokkurinn að það geti
breyst skyndilega eða í náinni fram-
tíð.
Vill fjölga lóðum
fyrir grunnþjónustu
- Tillaga á síðasta fundi borgarstjórnar
Örn
Þórðarson
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
LÚXUS GOLF Á ÍTALÍU
CHERVO GOLF HÓTEL OG SPA Á ÍTALÍU
*NÝTT Í SÖLU* Einstök ferð þar sem nóg er af sól,
menningu, mat og golfi á Ítalíu.
Chevro Golf and Spa Resort er glæsilegt lúxus hótel
sem er staðsett í San Vigilio í Trentico - Alto Adige
héraði, sem er í 40 mín akstursfjarlægð frá Verona og
12 mín. akstri frá Gardavatninu.
Hótelið er búið allri þeirri þjónustu og þægindum sem
golfarar óska sér.
Chevrogolfvöllurinn státar af 36 holum þar af 9 holur
par 3 velli og 3×9 holu keppnisvelli: Benaco, Solferino
og San Martino.
BEINT FLUG, INNRITAÐUR FARANGUR,
HANDFARANGUR, 8 DAGAR Á LÚXUS GISTINGU
MEÐ MORGUNVERÐI, ÍSLENSK FARARSTJÓRN,
AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI, FLUTNINGUR
Á GOLFSETTI, 6 DAGAR Á 18 HOLU CHERVO
GOLFVELLINUM OG AÐGANGUR AÐ
ÆFINGASVÆÐI MEÐ FRÍUM GOLFBOLTUM
INNIFALIÐ Í VERÐI:
28. ÁGÚST – 4. SEPTEMBER
4. – 11. SEPTEMBER
11. – 18. SEPTEMBER
VERÐ FRÁ 299.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
KYNNINGARVERÐTAKMARKAÐURSÆTAFJÖLDI ÍBOÐI
NÝTT Í
SÖLU
WWW.UU.IS HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Áhrif stríðsins í Úkraínu má finna
á Íslandi, sem og um heim allan.
Hér á landi má vel merkja verð-
hækkanir á byggingarefnum sem
gætu leitt af sér enn frekari verð-
hækkanir á fast-
eignamarkaði.
Sigurður
Hannesson,
framkvæmda-
stjóri Samtaka
iðnaðarins, segir
það mikið
áhyggjuefni að
verð á bygging-
arefnum hafi
snarhækkað upp
á síðkastið í kjöl-
far innrásar Rússa í Úkraínu.
Nefnir hann sem dæmi verð á stáli
sem hefur fjórfaldast á skömmum
tíma. Önnur aðföng, líkt og sement
og kopar, hafa einnig hækkað mik-
ið, og hafa þessar hækkanir haft
mikil áhrif á byggingarkostnað.
Endurspegli ekki hækkanir
„Við erum að sjá það að verk-
kaupar eru farnir að setja inn
fyrirvara í útboðum um heimild til
endurskoðunar ef aðstæður breyt-
ast mikið, en þetta á ekki við nú-
gildandi samninga,“ segir Sigurður.
Núgildandi verksamningar eru
flestir tengdir við byggingarvísitöl-
una sem að sögn Sigurðar endur-
speglar ekki þessar hækkanir sem
verktakar eru að verða vitni að.
„Þetta hefur valdið því að það er
meiri kostnaður sem lendir á verk-
tökum og verkkaupar þurfa þá að-
eins að horfa til þessara óvenjulegu
aðstæðna sem nú ríkja til þess að
hægt sé að klára verk,“ segir Sig-
urður og bætir við: „Hættan er sú,
ef ekki verður tekið á þessu, að þá
verði meiri óvissa í uppbyggingunni
sem er fram undan með tilheyrandi
álagi.“
Sigurður segir það óskandi að
opinberir verkkaupar taki tillit til
þessara hækkana við uppgjör
samninga, það er að segja verk
sem samið var um áður en þessi
staða var ljós. Aðspurður segir Sig-
urður að margt spili inn í fast-
eignaverð hérlendis en vissulega
gæti aukinn byggingarkostnaður
ýtt undir hærra fasteignaverð.
Ríkið þurfi að stíga inn í
„Það er auðvitað markaðurinn
sem stýrir verðinu og það eru
margir kraftar þar að verki en
þetta hefur áhrif á byggingar-
kostnað. Sums staðar er bygging-
arkostnaður vel undir markaðs-
verði og þá er ekki víst að þetta
hafi mikil áhrif þar, en annars stað-
ar, til dæmis út á landi, er verðið
undir byggingarkostnaði. Þá verður
munurinn mikill og það getur dreg-
ið úr uppbyggingu eða komið í veg
fyrir hana og þá þarf ríkið að stíga
inn.“
Spurður út í horfur á hrávöru-
og byggingarefnamarkaði segir
Sigurður að hann búist ekki við
lækkunum í bráð. Þegar Rússar
hófu innrás sína í Úkraínu hafi
tveir stórir aðfangamarkaðir lokast.
„Stál og timbur til dæmis hefur
komið frá Hvíta-Rússlandi og
Rússlandi. Þeir markaðir lokast og
þá þarf að finna nýja markaði. Það
eru auðvitað fleiri en við í þessari
stöðu, sem veldur þessu mikla
ójafnvægi bæði í aðgengi og svo
verðlagi,“ segir Sigurður.
Hækkandi byggingar-
kostnaður áhyggjuefni
- Gæti leitt til frekari hækkana á fasteignamarkaði
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Verðhækkanir Framkvæmdastjóri SI hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem nú
ríkir eftir að verð á byggingarefni hefur hækkað til muna í kjölfar stríðsins.
Sigurður
Hannesson
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Jörð heldur áfram að skjálfa á
Reykjanesskaga. Tveir stórir
skjálftar riðu yfir í gær, báðir yfir
þrír að stærð. Sigríður Magnea Ósk-
arsdóttir, náttúruvársérfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands, segir að
þrátt fyrir þessa stóru skjálfta hafi
skjálftavirknin á svæðinu minnkað
töluvert. Á föstudag mældust um
900 jarðskjálftar á svæðinu, en að-
eins um 500 á laugardag.
Aðspurð segir Sigríður að hegðun
skjálftahrina sé ófyrirsjáanleg og
þótt skjálftavirkni hafi minnkað þýð-
ir það ekki að hún geti ekki aukist
aftur.
„Eins og staðan er núna er enginn
gosórói eða merki um hann. En eins
og við þekkjum getur þetta breyst
hratt,“ segir Sigríður.
Kvikugangur ekki myndast
Land undir Þorbirni hefur risið
um fjóra sentimetra frá mánaðamót-
unum, sem svipar til þeirrar at-
burðarásar sem átti sér stað fyrir
gosið í Geldingadölum í fyrra. Sig-
ríður segir þó skjálftana alla vera á
svipuðu dýpi, milli fjögurra til sex
kílómetra, sem þýði að kvikan sé
ekki að leita upp á yfirborðið.
Spurð hvort gos sé í vændum
svaraði hún því að það væri í raun
ómögulegt að segja, margt hefði til
dæmis komið sérfræðingum á óvart í
gosinu í Geldingadölum. Ef borin er
saman atburðarásin nú við atburða-
rás gossins í fyrra segir Sigríður að
aðdragandinn hafi verið mun lengri í
fyrra og skjálftavirknin mun meiri.
Töluvert landris við Öskju
„Þá vorum við að tala um mörg
þúsund skjálfta á dag, nú eru þeir
nokkur hundruð,“ segir hún og bæt-
ir því við að í fyrra hafi kvikugangur
myndast í kjölfar landriss og kvikan
byrjað að færa sig ofar í jarðskorp-
unni. Það hafi hins vegar ekki gerst
nú.
Land hefur risið um þrjátíu senti-
metra við eldstöðina Öskju í vetur og
að sögn Sigríðar um tíu sentimetra
frá því í desember. Aðspurð segir
Sigríður litla skjálftavirkni vera við
Öskju um þessar mundir en einstaka
hrinur hafi gert vart við sig. „En
eins og staðan er núna þá er
skjálftavirknin að mestu leyti bund-
in við Reykjanesskagann,“ segir
Sigríður.
Morgunblaðið/Eggert
Jarðhræringar Ómögulegt er að segja til um það hvenær megi vænta þess
að aftur gjósi á Reykjanesskaga, líkt og í fyrra, að sögn sérfræðings.
Tveir stórir skjálftar
en enginn órói