Morgunblaðið - 23.05.2022, Page 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000 www.heimsferdir.is
Albufeira
Portúgal
29. maí í 9 nætur
78.550
Flug & hótel frá
Frábært verð!
90.700
Flug & hótel frá
2 fullorðnir
stundum klukkustundum saman.
Bensín- og olíudælur N1 eru við
Staðarskála auk hleðslustöðva fyr-
ir rafmagnsbíla. Fleiri slíkum
verður bætt við á næstunni.
„Rafmagnsbílum fjölgar og
kröfum viðskiptavina sem af því
skapast þarf að mæta. Til þess er-
um við hér,“ segir vertinn í Stað-
arskála, sem í sumar verður með
um 40 manns í vinnu. Í því liði eru
bæði fastur mannskapur og svo
krakkar sem koma í sumarvinnu.
Skemmtileg vertíð
„Krakkarnir eru hér í nokkurra
daga törnum og fyrir þau höfum
við hér útbúið góða aðstöðu. Sum
sem hér hafa starfað hafa lýst
sumrinu hér sem ævintýri og
skemmtilegri vertíð. Sjálfur kom
ég hingað norður nánast til að
prófa, en er nú fluttur í Hrúta-
fjörðinn og vil vera hér,“ segir
Ólafur Ragnar – vert við veginn
og nafni fyrrverandi forseta Ís-
lands!
pungar með kaffinu standa líka
alltaf fyrir sínu. Yfir daginn er
umferðin hér annars nokkuð jöfn.
Mesti kúfurinn í vikunni er síð-
degis á föstudögum þegar fólk af
höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni
norður – það sama og stoppar hér
á suðurleið þegar líða tekur á
sunnudaginn. Á allra bestu dögum
yfir sumarið hafa um 9.000 manns
farið í gegnum húsið á einum degi.
Miðstöð mannaferða, segir Þór-
arinn Eldjárn í ljóði sínu Staðar-
skáli er Ísland. Í ljóðinu lýsir
skáldið veitingaskálanum með
mörgum orðum – stað sem nálgast
að vera þjóðarsjoppa Íslendinga.
Sá sess sem staðurinn hefur ræðst
sjálfsagt að einhverju leyti af
staðsetningu, það er því sem næst
miðja vegu milli Reykjavíkur og
Akureyrar og í jaðri Holtavörðu-
heiðar – sem oft verður ófær á
veturna. Af því leiðir að í skipu-
lagi almannavarna hefur skálinn
neyðarhlutverk og á illviðradögum
bíður fólk þar af sér vonda veðrið;
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Stemningin er góð og á matseðl-
inum er strangheiðarlegur íslensk-
ur matur. Þetta er lýsingin á
stöðu mála í Staðarskála í Hrúta-
firði þar sem nýr rekstrarstjóri
tók við keflinu fyrir nokkrum
mánuðum. Sá heitir Ólafur Ragn-
ar Eyvindsson meistarakokkur úr
Reykjavík sem um dagana hefur
víða starfað við eldamennsku og
matargerð. Eftir að hafa starfað
bæði við veitingahús og mötuneyti
í Reykjavík til fjölda ára lá leið
hans norður – og flestir stansa í
Staðarskála, eins og slagorðið
hermir. Þangað kom Ólafur til
starfa um þetta leyti í fyrra og ár-
ið var ekki úti þegar honum
bauðst að taka við keflinu og stýra
starfseminni.
Miðstöð mannaferða
„Starfið er líflegt. Aldrei dauð
stund og hér sér maður í raun
samfélagið í hnotskurn. Hér er
opnað klukka átta á morgnana og
vaktin staðin fram til klukkan
hálftólf á kvöldin. Hér eru margir
í mat, til dæmis í hádegi og svo
aftur síðdegis og fram eftir kvöldi,
en þá stoppa hér til dæmis bíl-
stjórar á stóru flutningatrukk-
unum sem eru í ferðum milli
landshluta. Steiktur fiskur, kjöt í
karrí og kjúklingur svo ég nefni
eitthvað,“ segir Ólafur Ragnar.
„Matseðillinn hér er fjölbreyttur
en breytilegur milli daga. Ástar-
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Staðarhaldari Aldrei dauð stund, segir Ólafur Ragnar Eyvindsson um starf sitt í veitingaskálanum vinsæla.
Ólafur Ragnar nú á
vaktinni í Staðarskála
- Nýr vert - Pylsur og ástarpungar - 9.000 gestir á dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hrútafjörður Þekktur viðkomustaður fólks sem er á ferðinni norður í landi.
Steinþór Stefánsson
steinthors@mbl.is
„Við erum í viðræðum við mjög
stóra bandaríska aðila sem við telj-
um mjög líklegt, þegar frumvarpið
verður samþykkt á þingi, að komi
hingað, jafnvel í lok árs,“ segir
Kristinn Þórðarson, framleiðandi
hjá Truenorth og formaður Sam-
bands íslenskra kvikmyndafram-
leiðanda, um frumvarp til laga um
tímabundnar endurgreiðslur vegna
kvikmyndagerðar á Íslandi.
Með frumvarpinu, sem samið er í
menningar- og viðskiptaráðuneyt-
inu, eru lagðar til breytingar á nú-
gildandi lögum þar sem hlutfall
endurgreidds framleiðslukostnaðar
verður nú 35% fyrir afmörkuð
stærri verkefni. Skilyrði þess eru
að framleiðslukostnaður viðkom-
andi kvikmyndar eða sjónvarps-
efnis nemi að lágmarki 200 millj.
kr., tökudagar hér á landi séu að
lágmarki 30 og að fjöldi starfs-
manna sem vinna beint að verkefn-
inu sé að minnsta kosti 50. Þetta er
sérstaklega gert til að laða hingað
stór kvikmyndaverkefni.
Kristinn segir að ekki sé hægt að
upplýsa um hvaða aðila sé að ræða
en bendir hins vegar á þegar hann
er spurður að aðilinn sé á stærð við
HBO. „Það eru verkefni í pípunum
og hjá fleirum hef ég heyrt. En hjá
okkur er sérstaklega eitt stórt
verkefni sem er mjög nálægt því að
detta inn,“ segir hann og bætir við
að þetta skapi grundvöll til að
byggja fleiri stúdíó á Íslandi.
„Þegar stúdíóin eru orðin
kannski tvö eða þrjú á Íslandi þá er
kominn grundvöllur fyrir að taka á
móti svona stórum verkefnum og
skila þeim af okkur með sóma.“
Hann segir fyrirhugaðar breyt-
ingar vera jákvæðar og að þær
muni gjörbylta kvikmyndabrans-
anum á Íslandi.
Segir stór verk-
efni í pípunum
- Kvikmyndaframleiðendur fagna
frumvarpi um hærri endurgreiðslu
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Tökur Frá tökum á myndinni North-
ern Comfort á Mývatni í vetur.
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Rúm vika er síðan Íslendingar
gengu til sveitarstjórnarkosninga,
en síðan þá hafa miklar þreifingar
flokkanna farið af stað og sums stað-
ar hefur meirihluti þegar verið
myndaður. Meirihlutaviðræður í
Grindavík hafa tekið heldur óvænta
stefnu en sjálfstæðismenn leiða nú
óformlegar meirihlutaviðræður við
Framsókn og Rödd unga fólksins.
Þetta er nokkuð óvænt þar sem Mið-
flokkurinn var sigurvegari kosning-
anna í Grindavík með 32,4% fylgi.
Hallfríður Hólmgrímsdóttir, odd-
viti Miðflokksins í Grindavík, segir
það algjörlega „galið“ og gegn vilja
fólksins að Miðflokkurinn sé ekki í
meirihluta gangi áform sjálfstæðis-
manna eftir. Spurð hvers vegna
flokkurinn sé ekki að leiða meiri-
hlutaviðræður svarar Hallfríður í
samtali við Morgunblaðið: „Það var
bara fullreynt hjá okkur við Fram-
sókn og Rödd unga fólksins. Hvor-
ugur flokkurinn vildi ganga í meiri-
hlutasamstarf með okkur.“
Aðspurð segir Hallfríður að Mið-
flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn
hafi ekki átt í viðræðum um mögu-
lega meirihlutamyndun.
„Við óskuðum ekki eftir viðræðum
við hann, við töldum að það væri ekki
endilega vilji fólksins þar sem þeir
voru að tapa svo miklu fylgi,“ segir
Hallfríður og bætir við að flokkurinn
verði einn í minnihluta nái samstarf
Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar
og Raddar unga fólksins í gegn.
„Þeir eru með sviðið, ég bíð bara
átekta. Þetta er alveg ótrúleg sviðs-
mynd sem er að myndast hérna, en
þetta kemur í ljós.“
Formlegar meirihlutaviðræður
milli Framsóknarflokksins, Sam-
fylkingar og Beinnar leiðar hófust í
gærkvöldi í Reykjanesbæ. Þetta
staðfestir Friðjón Einarsson, oddviti
Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.
„Við höfum verið að tala saman
óformlega, en nú eru formlegar við-
ræður hafnar. Ég vona að við tökum
næstu viku í þetta,“ segir Friðjón.
Meirihlutaviðræður Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknar í Skaga-
firði ganga vel að sögn Einars Eð-
varðs Einarssonar, oddvita
Framsóknarflokksins í Skagafirði.
„Niðurstöður kosninganna voru
þannig að það lá beint við að skoða
þann kost fyrst. Við erum með sama
fulltrúafjölda, báðir flokkar. Þetta
samtal gengur vel og við ætlum að
reyna að klára þetta um helgina,“
segir Einar í samtali við Morgun-
blaðið og bætir því við að flokkarnir
hafi síðastliðin átta ár verið í meiri-
hluta saman. Aðspurður segir Einar
að það verði alltaf einhverjar
áherslubreytingar á nýju kjörtíma-
bili, sérstaklega þegar nýtt fólk er að
koma inn. Varðandi næsta sveitar-
stjóra Skagafjarðar er ekki búið að
taka ákvörðun hvort framlengt verð-
ur við núverandi sveitarstjóra eða
hvort nýr verður ráðinn inn.
Meirihlutaviðræður milli Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar eru
einnig yfirstandandi í hinum tveimur
sveitarfélögunum á Norðurlandi
vestra, sveitarfélagi Blönduósbæjar
og Húnavatnshrepps og Húnaþingi
vestra. Á fimmtudag þurfti að grípa
til endurtalningar í Húnaþingi
vestra þar sem munur á atkvæðum
var mjór. Talningin leiddi í ljós tvö
frávik en breyting hafði ekki áhrif á
röðun fulltrúa.
Meirihlutar taka á sig mynd
- Viðræður í Grindavík taka óvænta stefnu - Formlegar viðræður hafnar í Reykjanesbæ - Framsókn
og Sjálfstæðisflokkurinn í viðræðum á Norðurlandi vestra - Endurtalning í Húnaþingi vestra