Morgunblaðið - 23.05.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.05.2022, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022 Í nýlegum pistli á mbl.is fjallar Sigurður Már Jónsson blaða- maður um sjávarútveginn og bend- ir á þann árangur sem náðst hefur frá því áður en kvótakerfið var sett á fyrir meira en þremur ára- tugum. Hann nefnir að á áttunda og níunda áratugnum var öll áhersla annars vegar á að tryggja vernd auðlindarinnar, enda var veruleg hætta á ofveiði, og hins vegar á að bjarga sjávarútvegs- fyrirtækjum sem voru í stöðugum rekstrarvanda. - - - Með kvótakerfi framseljanlegra og varanlegra veiðiheimilda breyttust aðstæður, veiðin er ekki lengur stjórnlaus og fyrirtækin sem þurftu stöðugt á lánafyrirgreiðslu, gengisfellingu eða öðrum aðgerð- um að halda af hálfu ríkisvaldsins eru nú rekin á farsælan hátt og bera uppi atvinnulíf og byggðir um allt land. - - - Athyglisvert er, sem Sigurður Már bendir á, að í erindi sem Klemens Hjartar, meðeigandi McKinsey & Co., hélt á ársfundi SFS fyrir skömmu kom fram „að Ís- land sé eina landið í heiminum þar sem sjávarútvegur er sjálfbær; alls staðar annars staðar rennur fjár- magn úr sjóðum almennings til stuðnings greininni. Framleiðni hér er auk þess meiri en í löndunum sem við berum okkur saman við.“ - - - Sumir virðast eiga erfitt með að sætta sig við þann árangur sem náðst hefur hér á landi með því að tekist hefur að koma á farsælu stjórnkerfi fiskveiða. Þeir virðast sakna þess tíma þegar greinin rambaði á barmi gjaldþrots í stað þess að fagna því að hún er nú traust undirstaða velsældar í land- inu. Undirstaða velsældarinnar STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Steinþór Stefánsson steinthors@mbl.is Bjórfyrirtækið Einstök sem er í eigu Bandaríkjamannanna Davids Altshulers og Jacks Sichtermans hyggst fjármagna sig um 140 millj- ónir kr. Fyrirtækið leitar að fjár- festum til að styrkja stöðu sína á sí- stækkandi markaði í Bandaríkjunum, en í útboðslýsingu segir að sá fjöldi vörumerkja sem standi neytendum til boða þynni út markaðinn. Einstök er í eigu Bandaríkja- mannanna en bjórinn er bruggaður af Vífilfelli á Akureyri. „Einstök er eini íslenski bjórinn sem er seldur á heimsvísu, þ.e.a.s. í Asíu, Banda- ríkjunum og í Evrópu. Til að auka við þá dreifingu þarf aukið fjár- magn vegna vöru- og umbúðaþró- unar sem og vegna markaðs- og sölustuðnings,“ segir David Altshu- ler, annar stofnenda og fram- kvæmdastjóri Einstök. Hann segir að fjármögnunin muni standa yfir í 90 daga en hægt er að framlengja þann tíma ef vilji er fyrir hendi. Fjárfestum er boðið að fjárfesta í Einstök í gegnum StartEngine Crowdfunding en þar hefur Einstök náð að safna fyrir um þriðjungi af 140 milljónum kr. Einstök sækir 140 milljóna fjármögnun - Bandarískir eigendur leita fjármagns í gegnum hópfjármögnun á netinu Einstök Bjórinn er framleiddur á Akureyri og seldur víða um heim. Rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um atvinnumál fatl- aðs fólks, sem gerð var að beiðni fé- lags- og vinnumarkaðsráðuneyt- isins, hefur leitt í ljós í ljós að ríflega fjórðungur er ekki virkur á vinnu- markaði. 35 prósent þátttakenda störfuðu á aðgreindum vinnustöð- um, 15 prósent voru á almennum vinnumarkaði án stuðnings en ein- ungis 6 prósent á almennum vinnu- markaði með stuðningi. Þá voru hlutfallslega fleiri konur en karlar utan vinnumarkaðar og fólk með sjón- eða heyrnarskerðingu virkast á almennum vinnumarkaði án stuðn- ings. Í skýrslunni kemur fram að viðtöl við fatlað fólk, forstöðumenn að- greindra vinnustaða og fagfólk í at- vinnumálum fatlaðs fólks hafi leitt í ljós að fatlað fólk stendur frammi fyrir mörgum áskorunum á vinnu- markaði. Fatlað fólk hafi lýst erf- iðleikum við að fá aðild að almennum vinnumarkaði, skorti á aðlögun og ófullnægjandi stuðningi. Einnig var bent á að fá menntunartækifæri væru á háskólastigi fyrir fatlað fólk. Einungis þriðjungur svarenda á að- greindum vinnustöðum fékk greidd laun fyrir vinnu sína og þátttak- endur sem þar störfuðu voru al- mennt óánægðari með laun sín en þeir sem störfuðu á almennum vinnumarkaði. Eins lýstu þátttak- endur á aðgreindum vinnustöðum oft einhæfri vinnu sem reyndi ekki nægilega mikið á og að vinnan væri ekki nógu krefjandi. Þá kemur fram að þátttakendur sem störfuðu á að- greindum vinnustöðum voru ólík- legri til að eiga góða félaga í vinnunni en þátttakendur sem störf- uðu á almennum vinnumarkaði. Við- töl við starfsfólk aðgreindra vinnu- staða sýndu að ekki væri sjálfgefið að eiga góða vini í vinnunni. Sumir viðmælendur höfðu reynslu af erf- iðum samskiptum og einelti á að- greindum vinnustöðum þar sem þeir höfðu unnið. Í skýrslunni segir að niðurstaðan sýni að brjóta þurfi nið- ur þá staðalmynd að á aðgreindum vinnustöðum séu „allir vinir“, það sé ekki sjálfgefið. Nauðsynlegt sé að styðja við fjölbreyttari atvinnuúr- ræði, útrýma kerfislægum hindr- unum og veita fötluðu fólki stuðning í starfi. Þá þurfi að meta vinnu- framlag fatlaðs fólks til jafns við aðra á vinnumarkaði með því að greiða laun sem duga til framfærslu. karlottalif@mbl.is Óánægja með laun og starfsumhverfið - Rannsókn HÍ sýnir miklar hindranir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.