Morgunblaðið - 23.05.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022
Morgunblaðið hefur veitt verð-
launin Morgunblaðshnakkinn frá
því hafin var kennsla í hestafræð-
um á háskólastigi við Hólaskóla,
nú Háskólann á Hólum. Á þessum
tíma hafa 25 nemendur fengið
þessi verðlaun.
Morgunblaðshnakkurinn var í
upphafi veittur þeim nemanda sem
fékk hæstu einkunn á lokaprófi í
þjálfara- og reiðkennaranámi.
Hlutverkið breyttist og nú er
Morgunblaðshnakkurinn hrein
reiðmennskuverðlaun, veitt þeim
nemanda sem hefur staðið sig best
í reiðmennskuáföngum öll þrjú ár-
in.
Morgunblaðið hefur veitt verð-
laun þeim nemendum sem hafa
staðið sig best í reiðmennsku og
tamningum við bændaskólana í 66
ár samfleytt. Lengi vel var það í
formi verðlaunagrips sem kallaður
var Morgunblaðsskeifan og var
veittur í báðum bændaskólunum.
Upphafið má rekja til þess að
Gunnar Bjarnason, kennari á
Hvanneyri og hrossaræktar-
ráðunautur, hóf að kenna nem-
endum að temja hest til reiðar.
Hann tók upp próf í hestamennsku
árið 1956 og leitaði í kjölfarið til
Morgunblaðsins um að gefa verð-
laun til að efla
starfið. Fyrsta
Skeifan var af-
hent vorið 1957
og hlaut hana
Örn Þorleifsson
í Reykjavík, síð-
ar bóndi og
ráðunautur í
Húsey. Hefur
Morgunblaðsskeifan verið veitt á
hverju ári síðan.
Farið var að veita Morgunblaðs-
skeifuna á Hólum vorið 1959.
Hana vann Stefán Jónsson í
Hrepphólum í Hrunamannahreppi.
Var Skeifan veitt þar til ársins
2010. Byrjað var að veita áður-
nefndan Morgunblaðshnakk árið
1996, þegar hestafræðinámið var
byggt upp við Háskólann á Hólum.
Hafa verðlaun verið veitt flest ár
síðan.
Morgunblaðið hefur útbúið
bækling um sögu hestaverðlauna
blaðsins, Morgunblaðsskeifuna og
Morgunblaðshnakkinn. Þar eru
einnig viðtöl við nokkra verð-
launahafa og birtur listi yfir þá
140 einstaklinga sem þau hafa
hlotið. Áhugasamir geta nálgast
ritið í afgreiðslu Morgunblaðsins í
Hádegismóum 2 í Reykjavík.
25 hafa unnið Morg-
unblaðshnakkinn
- Rit um sögu verðlauna blaðsins
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég er ákaflega stolt. Það liggur
mikil vinna að baki þessu í þrjú ár,“
segir Birta Ingadóttir úr Reykjavík,
útskriftarnemi úr hestafræði við Há-
skólann á Hólum. Hún fékk verðlaun
Morgunblaðsins, Morgunblaðs-
hnakkinn, fyrir besta samanlagðan
árangur í öllum reiðmennsku-
áföngum þau þrjú ár sem námið hef-
ur staðið. Vera Evi Schneiderchen
fékk reiðmennskuverðlaun Félags
tamningamanna fyrir hæstu eink-
unn á þriðja ári námsins.
Verðlaunin voru afhent á reiðsýn-
ingu brautskráningarnema síðastlið-
inn laugardag. Sýningin markar
endi námsins en brautskráning fer
fram síðar. Sextán nemendur út-
skrifuðust úr hestafræðinni að þessu
sinni og í fyrsta skipti í sögu há-
skólanámsins voru það eingöngu
stúlkur. Við lok athafnarinnar
klæddust nemendurnir hinum bláa
einkennisfatnaði tamningamanna.
Mette Mannseth yfirreiðkennari
sagði við kynningu á reiðsýningunni
að árgangurinn hefði verið sterkur
og afar mjótt á munum á milli efstu
nemenda í keppninni um Morgun-
blaðshnakkinn. Sigurbjörn Magn-
ússon, stjórnarformaður Árvakurs
sem gefur út Morgunblaðið, afhenti
verðlaun blaðsins. Kom í ljós við af-
hendinguna að stjúpdóttir hans,
Birta Ingadóttir, hafði unnið verð-
launin. Skemmtileg tilviljun það.
Tæki í verkfærakistuna
Birta tók undir orð Mette og sagði
að bekkurinn hefði verið sterkur og
allar stelpurnar mjög færar, þegar
blaðamaður ræddi við hana. Það
hefði því komið sér mikið á óvart að
Morgunblaðshnakkurinn kom í
hennar hlut.
Hún segir að námið hafi veitt sér
ný tæki í verkfærakistuna sem muni
nýtast henni vel í framtíðinni. Birta
segist ætla að nýta þekkinguna við
atvinnumennsku í hestamennsku;
reiðmennsku, þjálfun, tamningar og
kennslu. Hún ætlar einnig að halda
áfram að keppa og leggja líf og sál í
þetta starf.
Fer fyrst í fæðingarorlof
Vera Evi Schneiderchen segir að
tíminn á Hólum hafi verið skemmti-
legur og þar hafi hún lært mikið.
„Það er ótrúlega gaman að vera með
hópi af stelpum sem hafa sömu
áhugamál og ég og frábærum kenn-
urum. Þetta er tími sem aldrei
gleymist,“ segir hún.
Vera er frá Þýskalandi en ætlar
að búa áfram á Íslandi næstu árin.
Reiknar hún með að vinna við tamn-
ingar og þjálfun. „Hún ætlar fyrst í
fæðingarorlof,“ skýtur Guðbjörn
Tryggvason inn í og þá upplýsist að
kærustuparið á von á barni.
Vera hefur unnið við íslenska
hesta frá unga aldri og það var alltaf
draumurinn að komast til Íslands og
sjá hvernig unnið væri að málum í
upprunalandinu. Draumurinn hafi
ræst árið 2018, hún hafi komist í
tímabundið starf við tamningar og
óvænt hafi hún komist í námið á Hól-
um.
Mikil vinna liggur að baki
- Birta Ingadóttir er stolt af Morgunblaðshnakknum sem hún fékk fyrir að standa sig best í reið-
mennsku í þriggja ára háskólanámi á Hólum - Sextán luku námi úr hestafræðideild og allt stúlkur
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Reiðsýning Útskriftarnemar stilla sér upp, komnar í bláa einkennisjakka tamningamanna, ásamt Mette Mannseth yfirreiðkennara.
Verðlaunahafar Vera Schneiderchen á Ramónu frá Hólshúsum og Birta Ingadóttir á Fjólu frá Skipaskaga með
verðlaun sín ásamt Hlíf Sturludóttur, móður Birtu, og Sigurbirni Magnússyni, stjórnarformanni Árvakurs.
Domusnova Fasteignasala verður lokuð
eftir hádegi þriðjudaginn 24. maí vegna
útfarar okkar kæra samstarfsmanns
Magnúsar Guðlaugssonar
hæstaréttarlögmanns
og fasteignasala.