Morgunblaðið - 23.05.2022, Side 13

Morgunblaðið - 23.05.2022, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Øystein Meier Johannessen, fyrr- verandi sveitarstjórnarmaður í Hemnes og nú innsti koppur í búri norska trúfélagsins Norges Psyke- deliske Tros- og Livssynssamfunn, hyggst láta reyna á það fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu í Stras- bourg hvort norskum yfirvöldum sé stætt á að banna trúfélagi hans, sem telur um 40 félaga, að neyta LSD, ofskynjunarsveppa og fleiri efna til að komast í samband við hið andlega og gera sóknarbörnin að betri manneskjum, en það voru ein- mitt rökin sem Johannessen tefldi fram í héraði og fyrir lögmanns- rétti þar sem hann hlaut að lokum 60 daga skilorðsdóm eftir að lög- regla fann sveppi, LSD, amfetamín og MDMA í húsbifreið hans. Eins og nafn trúfélagsins gefur til kynna leggur það blessun sína yfir notkun hugbreytandi efna við trúarathafnir en það gera norsk yfirvöld hins vegar ekki og neitaði Hæstiréttur Noregs Johannessen um fyrirtöku málsins. NOREGUR Trúfélag vill leyfi til fíkniefnaneyslu Ljósmynd/Wikipedia Trjónupeðla, Psilocybe semilanceata, er meðal þess sem trúfélagið kýs að nota. Tveir öryggis- verðir Banda- ríkjaforseta voru sendir heim frá Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, um helgina í kjölfar atviks á fimmtu- dag er þeir skruppu á kráa- rölt sem lyktaði með því að þeir lentu í átökum við leigubílstjóra. Voru þeir í hópi slíkra varða úr leyniþjónustunni sem sendir voru til Suður-Kóreu til að undirbúa heimsókn Bidens forseta til lands- ins, fyrsta áningarstaðar í As- íuheimsókn hans. Anthony Gug- lielmi, talsmaður öryggissveitarinnar, segir í frétta- tilkynningu að yfirmönnum sé kunnugt um að upp hafi komið at- vik þar sem hugsanlega hafi verið farið á svig við starfsreglur og væru hlutaðeigendur í leyfi. SUÐUR-KÓREA Leyniþjónustumenn voru sendir heim Joe Biden ávarpar fjölmiðla í Seoul. Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Úkraínumenn telja útilokað að til vopnahlés eða nokkurra annarra til- slakana komi í innrásarstríði Rússa þar í landi í kjölfar þess að rússneski herinn færði sig enn upp á skaftið í Austur- og Suður-Úkraínu með því að herða orrahríð sína að Donbas- og Mykolaív-héruðunum með loftárás- um og þungri stórskotaliðsárás. Afstaða úkraínskra stjórnvalda þykir síst hafa linast síðustu vikur á meðan rússneski herinn hefur átt við ramman reip að draga í landi sem hann taldi sig eiga í fullu tré við í febr- úarlok. „Þessu stríði verður að ljúka með því að Úkraína endurheimti öll sín landsvæði og komist til fullveldis á ný,“ sagði í yfirlýsingu Andriy Jer- mak, talsmanns úkraínska forseta- embættisins, á Twitter í gær. Úkraína ein ákveði framtíðina Forseti Póllands, Andrzej Duda, bauð stjórnvöldum í Kænugarði allan mögulegan stuðning í ávarpi í gær og lét þess þar getið að alþjóðasamfélag- ið ætti ekki annars úrkosti en að krefjast þess að Rússar hyrfu skilyrð- islaust á brott frá Úkraínu, sérhver fórn úkraínskra landsvæða í hendur Rússa væri ekkert annað en gríðar- legt högg í garð Vesturlanda. Lét Duda þess enn fremur getið að þær áhyggjuraddir yrðu æ háværari sem héldu því fram að Úkraínumenn skyldu beygja sig fyrir kröfum Pútíns Rússlandsforseta. „Úkraína ein er til þess bær að taka ákvarðanir um framtíð sína,“ sagði pólski forsetinn sem varð fyrstur erlendra þjóðarleið- toga til að ávarpa úkraínska þingið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar. Volodímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði þing sitt við sama tækifæri og Duda og ítrekaði þar þá kröfu sína að alþjóðasamfélagið léti rússnesk stjórnvöld finna til tevatnsins með viðskiptaþvingunum. Stríðinu ekki lokið „Engin vettlingatök duga gegn árásargirni,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu, en ekki leið á löngu frá því þeir Duda Póllandsforseti luku ávörpum sínum, að loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði sem áminning um að stríðinu væri engan veginn lokið þótt víglínan hefði færst fjær höfuðborg- inni. Selenskí forseti hélt því fram á sam- eiginlegum blaðamannafundi þeirra Póllandsforseta, að 50 til 100 Úkraínu- menn týndu lífi sínu á austurvígstöðv- unum hvern þann dag sem styrjöldin geisaði og við slíkar mannfórnir mætti ekki búa deginum lengur. Einna harðast er nú barist í borg- unum Sverodonetsk og Lýsítjansk ef marka má orð Vadím Denísjenkó, talsmanns úkraínska innanríkisráðu- neytisins, í sjónvarpsviðtali í gær en borgirnar tilheyra báðar svæði sem Rússar hafa lagt ofuráherslu á að ná á sitt vald eftir að sókn þeirra inn í Kænugarð rann út í sandinn í apríl. Talsmenn úkraínska hersins gáfu það út í gær að sjö almennir borgarar hefðu týnt lífi sínu og fleiri særst í árásum Rússa í Donetsk. Við sama tækifæri sendi Mikhaíló Podolíak, yf- irsáttasemjari úkraínska hersins, út þá yfirlýsingu að hvorki tilslakanir né vopnahlé kæmi til greina þar sem hvort tveggja fæli í sér að rússneskir hermenn yrðu innlyksa á hernumdum svæðum í Úkraínu og við slíkt mættu stjórnvöld í Kænugarði ekki búa. „[Rússneski] herinn verður að yfir- gefa landið til þess að hægt verði að hefja friðarviðræður,“ sagði Podolíak í viðtali við Reuters-fréttastofuna um helgina og kvað allar kröfur um vopnahlé út í hött, Rússar kæmu ein- göngu til með að nýta sér hugsanlegt vopnahlé til að koma tvíefldir til baka á vígvöllinn. Gríðarlegt högg í vestur - Útiloka vopnahlé - „Þessu stríði verður að ljúka“ - Engin vettlingatök dugi gegn árásargirni - Rússar muni nýta sér vopnahlé og koma tvíefldir til baka AFP Mótmæli Úkraínskar konur í Grikklandi halda á mótmælaskilti gegn stríð- inu í Úkraínu um helgina. Úkraínumenn útiloka vopnahlé. Uppátækjasemi umhverfisaðgerða- sinnans Robs Greenfields ríður ekki við einteyming þegar kemur að því að vekja athygli samborgaranna á landsins gagni og nauðsynjum. Hér spásserar Greenfield um Beverly Hills í Kaliforníu í „fötum“ úr öllu því sorpi sem fallið hefur til hjá honum á 27 af 30 dögum þessa til- tekna verkefnis. Skrýðist hann þar með samtals 28,5 kílógrömmum af rusli með það fyrir augum að vekja athygli á því fargani sem við hend- um frá okkur án þess að hugsa mik- ið út í það. Af fyrri verkefnum Greenfields má nefna eitt ár án þess að nota raf- magn 2013, ár án sturtu 2014, ferðalag þvert yfir Bandaríkin án peninga 2015-2016 og ár án þess að kaupa mat 2019. Spókar sig í fatnaði úr eigin sorpi til að vekja athygli á hlassinu sem fólk kastar í tunnuna Menn sem klæðast ruslafötum AFP/ Robyn Beck

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.