Morgunblaðið - 23.05.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 23.05.2022, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Joe Biden for- seti Banda- ríkjanna er á ferð um Asíu þessa dagana, þeirri fyrstu frá því að hann tók við sem forseti fyrir rúmum tveimur árum. Ferðin á að efla tengslin við lýðræð- isríkin í álfunni og það er út af fyrir sig verðugt markmið. Þó verður ekki framhjá því litið að Biden ferðast í skugga óskipu- legs flótta Bandaríkjahers frá Afganistan, flótta sem var í senn óþarfur, stórskaðlegur og samkvæmt beinum fyr- irmælum Bidens. Afleiðingar hrakningar Bandaríkjahers frá Afganistan má sjá í landinu hvert sem litið er. Talíbanar eru við sama hey- garðshorn og fyrr þó að þeir tali á þann veg að þeir hafi heldur mildast í ofsóknum sín- um gegn konum og stúlkum. Nýjasta dæmið um þessar of- sóknir er að konur á sjónvarps- skjám Afgana hylja nú andlit sín, en þar til í gær var látið nægja að hafa þær með slæðu yfir hárinu, svipaða þeirri sem farin er að sjást æ oftar á Vest- urlöndum og er vafasamur vitnisburður um bætta stöðu allra kvenna þar. Í þeim efnum er því miður hætt við að gæð- unum sé að verða nokkuð mis- skipt. Kúgun kvenna í sjónvarpi í Afganistan fylgir í kjölfar margs konar annarrar kúgunar kvenna þar í landi eftir að ta- líbanar tóku við. Búið er að takmarka nám stúlkna og mun það hafa æ alvarlegri áhrif á samfélagið eftir því sem árin líða. Þá þurfa konur að hylja andlit sín utan dyra og ekki er ætlast til að þær ferðist um fylgdarlaust. Allar líkur eru á að þetta ástand eigi enn eftir að versna því að talíbanar reyna að vinna í því að fá önnur ríki til að létta af efnahagslegum hömlum sem lagðar voru á land- ið við valdatöku þeirra og reyna því að sýna sínar bestu hliðar. Dæmi um þetta er fundur sem sérstakur erindreki stjórnvalda í Bandaríkjunum átti með talíbönum á laugardag þar sem málefni kvenna og stúlkna í landinu voru meðal annars á dagskrá. Í yfirlýsingu sem erindrekinn sendi frá sér sagði að stúlkur yrðu að fá að fara aftur í skóla og konur að fá frelsi til að ferðast og vinna án takmarkana, en hætt er við að talíbanar geri lítið með slíkt tal eftir hraksmánarlegan flótta Bandaríkjahers frá landinu. En það er ekki aðeins holur hljómur í yfirlýsingu sérstaka erindrekans, orð Bidens sjálfs í ferð sinni til Suður-Kóreu um Norður-Kóreu voru engu meira sannfærandi eftir það sem á undan er gengið. Í svari við fyrirspurn blaðamanns í Seoul um mögulegar kjarn- orkuvopnatilraunir Norður- Kóreu sagði forsetinn: „Við er- um búin undir allt sem Norður- Kórea kann að gera. Við höfum hugsað vandlega um hvernig við bregðumst við hverju sem þeir gera. Ég hef ekki áhyggj- ur, ef það er það sem þú ert að gefa í skyn.“ Þessi orð eru óneitanlega sjálfstætt áhyggjuefni. Norður-Kórea hefur gert ýmsar tilraunir með vopn að undanförnu og gert er ráð fyrir að ný tilraun verði gerð með kjarnorkuvopn í kjölfar heim- sóknar Bidens. Slík tilraun væri í samræmi við sömu kveðju sem Norður-Kórea sendi frá sér eftir Asíuferð Obama forseta árið 2016 og ekki endilega ástæða til að ætla að meiri virðing sé borin fyrir Biden í þessum heimshluta, hvort sem það mun birtast með óhugnanlegri sprengingu eða öðrum hætti. Hrakfarir Bidens í Afganistan lita ferð hans nú um Asíu} Ferð í skugga flótta Bæjarstjóri Snæfells- bæjar, Kristinn Jónasson, sagði í samtali við mbl.is í liðinni viku að gerð yrði krafa um bætur vegna þess tjóns sem orðið hefur vegna þjófnaðarins á styttunni af Guð- ríði Þorbjarnardóttur eftir Ás- mund Sveinsson. Þetta eru góð- ar fréttir og mikilvægt að tekið sé á slíkum skemmdarverkum af alvöru. Umræðan um þennan þjófnað hefur verið afar sér- kennileg svo ekki sé meira sagt og viðbrögð lögreglu mun veigaminni en ástæða var til ef marka má þau svör sem fengist hafa þaðan um mál- ið. Það á aldrei að vera vafamál að eyðilegging á eig- um annarra eða þjófnaður er glæpur sem þarf að meðhöndla sem slíkan. Þá breytir engu þó að brotamenn- irnir segist fremja brotin í nafni listar eða viðri vafasamar skoð- anir um höfund verksins sem stolið er og skemmt eða aðra ef út í það er farið. Allir eiga rétt á skoðunum sínum, en enginn á rétt á að spilla eða stela eigum annarra. Þetta er grundvallar- sjónarmið sem halda verður í heiðri. Hvorki listamenn né aðrir mega komast upp með glæpi} Grundvallarsjónarmið F jölbragðaglíma ríkisstjórnar- flokkanna við söguskýringar á gengi sínu í sveitarstjórnar- kosningunum um síðustu helgi er athyglisverð. Samkvæmt söguskoðun forsætisráðherra var stjórnar- andstöðuflokkunum á Alþingi refsað fyrir al- menn leiðindi í garð bankasöluflokkanna og jafnframt er skoðun forsætisráðherra að hennar eigin flokkur hafi aðallega tapað á meirihlutasamstarfi sínu við sömu flokka í Reykjavík. Ástæða hrakfara Vinstri grænna í kosningunum um liðna helgi sé þannig ekki hjá forystunni sem velur að standa með Sjálfstæðisflokknum vegna bankasölunnar heldur alfarið hjá frambjóðendum flokksins um allt land. Förum aðeins yfir stöðuna Ef við berum saman árangur Vinstri grænna og Sam- fylkingarinnar sem hvað harðast gagnrýndi bankasöl- una á Alþingi má sjá að í öllum sveitarfélögum höfuð- borgarsvæðisins bíður flokkur forsætisráðherra mikinn ósigur. Í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Mos- fellsbæ þar sem flokkarnir bjóða fram undir eigin merkjum fær Samfylkingin 11 fulltrúa en Vinstri græn einn fulltrúa. Jafnvel Sósíalistar, sem buðu aðeins fram í Reykjavík, fá tvöfalt fleiri kjörna fulltrúa en Vinstri græn. Þannig fá Vinstri græn færri atkvæði í Reykja- vík, Mosfellsbæ, Hafnarfirði og Kópavogi en Sósíal- istaflokkurinn í Reykjavík einni, flokkur sem ekki á fulltrúa á Alþingi en hefur vissulega haft hátt á Aust- urvelli undanfarnar vikur í mótmælum vegna aðferða ríkisstjórnarflokkanna við sölu á hlut al- mennings í Íslandsbanka. Ef við skoðum svo landið í heild þá má sjá að Samfylkingin fær alls 26 fulltrúa kjörna undir eigin merkjum en Vinstri græn 8. Ef taka á með framboð þar sem Samfylkingin er með öðrum flokkum eru fulltrúarnir 53. Á þessu er því ekki á nokkurn hátt hægt að taka undir söguskoðun formanns Vinstri grænna, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa svo endurtekið í umræðuþáttum helg- arinnar, þ.e. að þeir flokkar sem hvað hæst gagnrýndu aðferðir ríkisstjórnarflokkanna við sölu á hlut almennings í Íslandsbanka hafi tapað í sveitarstjórnarkosningunum um síðustu helgi. Þvert á móti var þeim flokkum sem hvað harðast tóku til varnar, Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum, refsað. Þessir flokkar misstu fylgi um allt land, mismikið en báðir þónokkuð á sama tíma og samstarfsflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, sem að einhverju leyti tók und- ir gagnrýnina með varaformann flokksins í fararbroddi, vann góðan sigur víða um land. Hinn rúmlega hundrað ára gamli flokkur, Sjálfstæð- isflokkurinn, er áfram stærsti flokkurinn með flesta kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum landsins en aldrei í sögu flokksins hefur honum gengið jafn illa í sveitar- stjórnarkosningum. Sá flokkur er því langt í frá sig- urvegari, heldur má þvert á móti segja að flokkurinn þurfi á verulegri innri skoðun að halda. Helga Vala Helgadóttir Pistill Söguskýringin stenst ekki Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is R étt tæpur áratugur er lið- inn frá því sjónvarps- þættirnir House of Cards fóru í sýningar á Netflix. Þarna urðu nokkur tíma- mót. Ekki einasta varð ljóst að streymisveita gæti velgt gömlum stofnunum á sjónvarpsmarkaði undir uggum og laðað að sér færa leikstjóra og stórar stjörnur. Hitt var ekki síður mikilvægt að þarna breyttist sjónvarpsneysla margra. Allt í einu var hægt að nálgast heila þáttaröð af úr- valsefni og horfa á hana alla á frumsýningar- degi ef fólki svo sýndist. Þessi nýjung sló í gegn og Netflix færðist bara í aukana í kjölfarið. En nú eru merki um að þessi þróun sé að ganga til baka. Netflix hefur misst marga áskrifendur að undanförnu og fyrirtækið hefur þurft að segja upp starfsfólki. Á sama tíma eru flestir vinsælustu nýju þættirnir í sjónvarpi í dag sýndir með gamla laginu, einn þátt- ur í hverri viku. Í umfjöllun The Guardian á dögunum er rakið að þetta eigi við þætti á borð við Yel- lowjackets, Severance, The Drop- out, Moon Knight og Winning Time. Amazon hafi horfið frá því að frumsýna heilar þáttaraðir í einu og veitur á borð við Disney+, Apple TV+ og HBO hafi aldrei stokkið al- mennilega á þann vagn. Netflix sé í raun eina veitan sem treysti á að áhorfendur hámi í sig nýtt efni. Spjallið við kaffivélina daginn eftir mikilvægt „Stóru efnisveiturnar utan Netflix eru allar með áratuga sögu sem framleiðendur sjónvarpsefnis og þekkja því ekkert annað en línu- lega dagskrá og að sýna aðeins einn þátt í viku,“ segir Guðmundur Jó- hannsson, samskiptafulltrúi Sím- ans. Hann segir að stóru veiturnar hafi leikið sér með útfærslur á streymisveitunum sínum, sett inn heilar þáttaraðir, sett tvo til þrjá þætti í einu eða aðeins einn þátt. „Netflix hefur einnig skipt um kúrs síðustu árin og framleitt færri stór- ar þáttaraðir og einblínt á raun- veruleikaþætti, nálgun sem mætti segja að hafa mistekist enda hefur áskrifendum þar fækkað á heims- vísu. Þannig hefur athyglin í aukn- um mæli færst frá Netflix að Disn- ey+, AppleTV+, Hulu og HBO Max sem hafa verið að framleiða stórar og vandaðar þáttaraðir,“ segir Guðmundur. En af hverju virðist hámhorfið vera á undanhaldi? Kannski er skýringin einfaldlega sú að hámið kemur í veg fyrir gamla góða spjallið við kaffivélina daginn eftir stóra sjónvarpsviðburði. Þegar allir eru á mismunandi stað í áhorfinu er ekki hægt að bera saman bækur sínar og fara yfir nýjustu vend- ingar. Guðmundur bendir á að síð- ustu misseri hafi umgjörð fram- leiðslunnar og markaðssetningar fyrir stærri þætti breyst. Þannig séu nú oft framleidd sérstök hlað- vörp sem fari í loftið eftir sýningu hvers þáttar og með þeim sé byggð upp spenna og umtal fyrir næstu viku. Slíkt sé ekki mögulegt með sama hætti með hámhorfinu. „Efnisveiturnar hafa djúp rauntímagögn um allt áhorf og geta með því með ágætis vissu sagt til um hvernig sé best að koma þáttum í sýningu. Sumt efni er kannski best að setja allt út í einu en annað nýtur sín betur í vikulegum þáttum og þannig má lengja líftíma efnisins og halda áskrifendum lengur í við- skiptum sem vilja ekki missa af næsta þætti,“ segir Guðmundur. Litlar breytingar á Íslandi Ekki hefur orðið vart við mikl- ar breytingar á íslenskum sjón- varpsveitum. Guðmundur segir að í Sjónvarpi Símans Premium sé allur gangur á því hvernig efni komi inn. „Við hjá Símanum fylgjumst með þróuninni en það er ekkert að sjá í áhorfstölum annað en að við séum enn á réttri leið. Við búum að því að vera með fjölbreytt efni frá mörgum ólíkum framleiðendum. Þannig erum við með vinsælt sjón- varpsefni á dagskrá sem annað- hvort kemur inn í heild sinni, viku- lega eða daglega. Sú nálgun gerir það mögulega að verkum að við er- um ekki eins næm fyrir þessum sveiflum.“ Er hámhorfið á undanhaldi? Severance Einn vinsælasti þátturinn í sjónvarpi í dag er fáanlegur á Apple TV+. Einn nýr þáttur var settur inn á veituna í hverri viku í vetur. Guðmundur Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.